Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.06.2003, Blaðsíða 8
8 C SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Borgarholtsskóli Skrifstofustjóri Borgarholtsskóli auglýsir eftir skrifstofustjóra sem bera skal ábyrgð á því sem lýtur að al- mennri þjónustu skólans. Um er að ræða fullt starf og mun viðkomandi hafa umsjón með rekstri skrifstofu, skjalavörslu og miðlun upp- lýsinga til nemenda og kennara. Þá mun skrif- stofustjóri einnig sinna daglegri afgreiðslu, þjónustu við nemendur, símsvörun og öðrum almennum skrifstofustörfum. Leitað er að manneskju sem hefur góða almenna menntun, t.d. stúdentspróf, reynslu af sambærilegum störfum og góða tölvukunnáttu. Mjög mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu og ánægju af samskiptum við ungt fólk. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2003 og eru laun samkvæmt kjarasamningum SFR og fjármála- ráðherra. Umsóknum sem tilgreini menntun og fyrri störf skal skilað til Ólafs Sigurðssonar skólameistara í síðasta lagi 20. júní 2003. Nánari upplýsingar veita skólameistari og að- stoðarskólameistari í síma 535 1700. Skólameistari. Aðstoðarskólastjóri óskast til starfa frá og með næsta skóla- ári. Staða íþróttakennara er einnig laus til umsóknar. Flúðaskóli er rúmlega 180 nemenda skóli með 1.—10. bekk, staðsettur á Flúðum, 100 km frá Reykjavík. Skólinn er heilstæður og safnskóli þriggja sveita fyrir 8.—10. bekk. Í Flúðaskóla er unnið markvisst umbóta- og þróunarstarf, þ. á m. er unnið að innleiðingu Fjölgreindar- kenningar Gardners. Á Flúðum er ýmiss konar þjónusta: leikskóli, banki, verslun, pósthús, sundlaug, verkstæði o.fl. Atvinna íbúanna er fjölbreytt s.s. hefðbundinn búskapur, garðyrkja og margskonar iðnaður. Næg atvinna, sumar- vinna fyrir börn og unglinga. Við skólann er einstaklega öflugt tónlistar- og íþróttastarf. Umsóknarfrestur er til 15. júní. Upplýsingar gefa: Skólastjóri, Jóhanna Vilbergsdóttir, s. 486 6601, gsm 892 9449. Form. skólanefndar, Þorleifur Jóhannesson, hs. 486 6714, gsm 896 4252. Tónlistarkennari Blásarakennara vantar í Tónlistarskóla Grundarfjarðar. Í Grundarfirði er öflugt tónlistarlíf. Stefnt er að því að koma á fót barnalúðrasveit og einnig er starfandi þar 11 manna dixieland hljóm- sveit. Nánari upplýsingar veitir Friðrik Vignir Stefáns- son, skólastjóri, í s. 430 8560 eða í hs. 438 6664. Netfang: tonskoli@grundarfjordur.is. Umsóknarfrestur er til 23. júní. Tónlistarskóli Grundarfjarðar. Sjálboðaliða vantar í Malawi and Mozambique.  Samfélagsvinnu  Félagsráðgjöf fyrir munað- arlaus börn  Þjálfun væntanlegra kennara  Stofnun smárra fyrirtæka  Framleiðslu og markaðssetningu  Stofnun til nýrra sam- starfsaðila Skilyrði eru: 6 mánaðar nám og þjálfun í Dan- mörk. Engra sérstaka menntunar krafist. Kost- naður vegna uppihalds. Möguleiki á námstyrk. Nánari upplýsingar gefur Kristín í síma: 0045 24 42 41 32. Kristina@humana.org leiðbeinum í uppbygingu með: www.humanapeopletopeople.org Arkitekt/ byggingafræðingur Óskum eftir að ráða arkitekt eða byggingafræð- ing til starfa. Viðkomandi þarf að hafa reynslu, kunna skil á autocad og geta unnið sjálfstætt að frágangi verkefna. Viðkomandi getur hafið störf strax. Upplýsingar gefa Jakob og Kristján í símum 564 1137 og 554 5244. LAUS STÖRF • Bókasafnsfræðings við bókasafn Hjalla- skóla • Umsjónarkennara á miðstigi í Hjalla- skóla • Kennara í sérdeild Digranesskóla • Umsjónarkennara á efsta stigi Digra- nesskóla • Umsjónarkennara á miðstigi í Smára- skóla • Gangav/ræsta í Kársnesskóla v/Skóla- gerði • Leikskólasérkennara eða annan upp- eldismenntaðan starfsmann í leik- skólann Efstahjalla • Heimilisfræðikennara í Snælandsskóla Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is Þroskaþjálfi Laust er starf þroskaþjálfa við Tún á Húsavík. Tún er afþreyingar- og hæfingarstöð fyrir fatlaða, ásamt því að sinna vistun eftir skóla fyrir fötluð börn. Um er að ræða annars vegar 60% starf forstöðumanns í Túni, hins vegar deildarþroskaþjálfi í 40% starf á sambýli á Húsavík. Starfið er laust frá og með 5. ágúst nk. Áhugasamir skili inn umsóknum til Félags- og skólaþjónustu Þingeyinga, Ketilsbraut 22, 640 Húsavík, fyrir 27. júní nk. Nánari upplýsingar veita Geirlaug eða Þuríður í síma 464 1430. Barnaverndarstofa Fósturforeldrar óskast Barnaverndarstofa leitar eftir fósturforeldrum í Reykjavík og/eða nágrenni til að taka að sér börn í fóstur, bæði til skemmri og lengri tíma. Um er að ræða börn á ýmsum aldri. Öll eiga þessi börn það sameiginlegt að geta ekki búið heima hjá foreldrum sínum og þarfnast um- önnunar fólks sem er tilbúið að veita þeim þann aðbúnað og umönnun sem þau þurfa. Barnaverndarstofa leitar nú sérstaklega eftir fósturforeldrum fyrir þrjú systkin en jafnframt er þörf á fleiri fósturforeldrum á svæðinu. Starf fósturforeldra er krefjandi, áhugavert og mjög gefandi. Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum geta leitað til Guðbjargar Eddu Hermannsdóttur, Barnaverndarstofu í síma 530 2605 eða gudbjorge@bvs.is .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.