Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ A Ð A L F U N D U R C C P hf . Aðalfundur CCP hf. kt. 450697-3469, verður haldinn mánudaginn 16. júní 2003 kl. 17.00 áNordica Hóteli, Suðurlandsbraut 2 - Reykjavík. D A G S K R Á Venjuleg aðalfundarstörf skv. gr. 4.07 samþykkta félagsins. Tillaga stjórnar um samruna hlutaflokka og nauðsynlegar breytingar á samþykktum félagsins því samfara. Endanlegfundargögn,þ.m.t.endanlegartillögur,ársreikningur, skýrsla stjórnar og skýrsla endurskoðenda verða lögð framhluthöfum til sýnis á skrifstofu félags viku fyrir fundinn. Reykjavík, 2. júní 2003. Stjórn CCP hf. I. II. LJÓST er að fjárdráttur fyrrverandi aðalgjald- kera Símans nemur að minnsta kosti 250 millj- ónum króna, en upphæðin getur hugsanlega hækkað, að sögn Brynjólfs Bjarnasonar, for- stjóra Símans, sem gerði grein fyrir stöðu máls- ins á fréttamannafundi í gær. Fyrir liggur að um 130 milljónir runnu til fyrirtækisins Alvöru lífsins ehf. en verið er að rannsaka hvert um 120 milljónir fóru. „Málið hefur verið þaulskipulagt af viðkom- andi aðila. Hann hefur bæði haft þekkingu á málinu, trúnað sinna yfirmanna og beitt að vissu leyti óhefðbundnum aðferðum,“ segir Brynjólf- ur Bjarnason og bendir á að fjárdrátturinn hafi verið skipulagður frá 1999. Það ár dró gjaldker- inn sér 96 milljónir króna, 68 milljónir árið 2000, 24 milljónir árið eftir, 35 milljónir í fyrra og 27 milljónir í ár. Viðskiptin við SkjáEinn Að gefnu tilefni vill Brynjólfur upplýsa um viðskiptin við SkjáEinn og segir að þau hafi ver- ið í þremur hlutum. Í fyrsta lagi hafi gjaldkerinn lagt samtals tæplega 25 milljónir króna inn á reikning Íslenska sjónvarpsfélagsins í þremur greiðslum frá ágúst til október 1999. Í lok ársins 1999 hafi fjárhæðin verið endurgreidd. Í öðru lagi hafi gjaldkerinn keypt víxil af fjár- festingarfyrirtækinu Burnham, sem útgefinn var af Íslenska sjónvarpsfélaginu, að fjárhæð 42 milljónir króna um mitt ár árið 2000. Sá víxill hafi verið greiddur af Íslenska sjónvarpsfélag- inu á gjalddaga 30.11. árið 2000. Í þriðja lagi hafi verið gengið frá 18,6 millj. kr. skuld Íslenska sjónvarpsfélagsins árið 2001. Greiddar hafi verið 6,6 millj. kr. en 12 millj. kr. settar á skuldabréf, sem ljúki á næsta ári, og hafi skuldbreytingin ekki verið óheimil. Hins vegar sé ljóst að gjaldkerinn hafi ekki mátt standa í víxlaviðskiptum án samþykkis síns yf- irmanns. Brynjólfur segir að einkarekstur fyrrverandi aðalgjaldkera hafi ekki samrýmst starfi hans hjá Símanum. Í byrjun desember sl. hafi þáver- andi fjármálastjóri fyrirtækisins sagt sér að gjaldkerinn væri að skrifa yfirlýsingu þess efnis að hann væri búinn að draga sig út úr öllum einkarekstri. Sú yfirlýsing hefði borist í janúar en nú hefði komið í ljós að hún var ómerk. Mismunandi aðferðir Við rannsókn hefur komið í ljós að gjaldker- inn hefur beitt mismunandi aðferðum við fjár- dráttinn og það hefur gert alla bókhaldsend- urskoðun málsins erfiða og tímafreka. Brynjólfur segir að ekki sé víst að fjárdrátt- urinn hefði komist upp við hefðbundnar eftir- litsaðgerðir og ljóst sé að innra og ytra eftirlits- kerfi Símans hafi ekki virkað sem skyldi, en upp komst um málið eftir fyrirspurn frá Skattstjór- anum í Reykjavík varðandi viðskipti Símans við Alvöru lífsins hf. Samkvæmt upplýsingum Brynjólfs náði aðal- gjaldkerinn stærstum hluta fjárins með því að breyta textaskrám með upplýsingum um reikn- inga sem hann átti að greiða og millifærslur sem hann átti að framkvæma. Allt virtist rétt og eðli- lega skráð í bókhaldskerfinu en upplýsingunum var breytt eftir að þær voru komnar út úr bók- haldskerfinu og á leið í banka. Þannig velti gjaldkerinn upphæðum á undan sér án þess að nokkuð vantaði í bókhaldið. Brynjólfur segir að framundan sé að fylgja þessum greiðslum eftir, finna þær í fylgiskjölum og finna hvert þær hafa verið fluttar. Þessi vinna taki nokkra mánuði og upphæðin geti hækkað. Hafa beri í huga að velta Símans sé um 18 milljarðar á ári og því hafi miklir peningar farið um hendur fyrrverandi aðalgjaldkera. Forstjórinn segir að viðkomandi gjaldkeri hafi ekki átt inni sumarleyfi hjá Símanum þegar honum hafi verið vikið úr starfi. Hann hafi tekið frí en hafi aldrei verið lengi frá í einu. Í fyrra hafi hann t.d. tekið frí yfir tvo mánuði en unnið hálfan daginn vegna heimilisaðstæðna, að eigin sögn, og engum hafi þótt það óeðlilegt. Aðalgjaldkerinn sá bæði um greiðslur og bók- haldið. Brynjólfur segir að svona ættu hlutirnir ekki að vera og á þessu hafi verið tekið en í fyr- irbyggjandi aðgerðum og hertu eftirliti sé skýrt að sá sem varðveiti fjármuni eða eignir hafi ekki aðgang að bókun á gjalda- og tekjulykla. Forstjórinn og stjórnin ábyrg Brynjólfur Bjarnason segir að erfitt sé að fjalla um málið opinberlega vegna þess að því hafi verið vísað til lögreglu og gæta verði þess að spilla ekki rannsókninni. „Ég ber ábyrgð á rekstri fyrirtækisins,“ segir hann spurður hvort einhverjir verði dregnir til ábyrgðar innan Símans vegna málsins. „Stjórn- in ber ábyrgð ásamt mér,“ bætir hann við og segir að ábyrgð og vald fari saman, en hann geti ekki sagt til um lyktir málsins meðan það sé enn í rannsókn. Fjárdráttur fyrrverandi aðalgjaldkera Símans í það minnsta 250 milljónir Ekki vitað hvað varð um 120 milljónir Morgunblaðið/Jim Smart Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, gerir grein fyrir stöðu málsins. ÞEGAR málið kom upp óskaði stjórn Sím- ans eftir greinargerð Ríkisendurskoðunar um málið. Enn fremur var forstjóra falið að ráða utanaðkomandi endurskoðanda til að fara yfir helstu verklagsreglur svo og innri ferla hjá fyrirtækinu. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segir að frá því að ný stjórn og nýr for- stjóri hafi tekið til starfa innan Símans hafi mikil vinna verið lögð í að end- urskipuleggja félagið. Í samantekt frá Símanum kemur auk þess fram að nýtt og breytt stjórnskipurit tók gildi um síðustu áramót. „Frá gild- istöku þess hefur nýr framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs unnið að því að skýra reglur, ábyrgð og völd innan sviðs- ins. Ljóst er að sakamálið leiðir til þess að þeirri vinnu verður hraðað sem kostur er og ábyrgð manna skýrð enn frekar.“ Samkvæmt upplýsingum Símans hefur verið mikið lagt upp úr vinnslu verkferla, en þeirri vinnu sé ólokið. „Í henni er m.a. gert ráð fyrir reglubundnum flutningi verkefna á milli manna, skýrum og ná- kvæmum reglum um sumarleyfi tiltekinna starfsmanna þar sem þeim verður m.a. gert að taka stóran hluta orlofsins í sam- fellu svo og yfir mánaðamót. Þessir verk- ferlar verða kynntir þegar þeir liggja end- anlega fyrir. Auk vinnu að verkferlum hefur, í sam- ráði við hinn ytri löggilta endurskoðanda, þegar verið gripið til neðangreindra að- gerða: 1. Skýrari aðgreining starfa og verk- efna. 2. Tryggt verður að þeir aðilar, sem sjá um varðveislu eigna (fjármuna), hafi ekki aðgang að bókun á gjalda- og tekjulykla. 3. Vinnuaðferðir við allar afstemmingar verða hertar 4. Reglur um meðferð ávísana verða hertar. 5. Almennar innágreiðslur til lán- ardrottna verða stöðvaðar. Þessar aðgerðir eru ekki tæmandi. Áfram verður unnið að skýrari verkaskipt- ingu og vinnslu verkferla. Innra eftirlit verður hert til muna og starfsaðferðum breytt enn frekar. Þegar nýjar reglur verða tilbúnar og samþykktar af stjórn Símans verða þær kynntar með viðeigandi hætti.“ Fyrir- byggjandi aðgerðir og hert eftirlit MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi athugasemd frá Eggerti Haukdal: „Ég sagði frá því nýlega í Mbl. að dómari við Héraðsdóm Suður- lands sem sýknaði mig 6/2 2001 sakfelldi mig fyrir sama mál 5/5 2003 rúmlega tveimur árum frá sýknu. Ég hafði einnig verið sýkn- aður í Hæstarétti 17/5 2001. Hvernig má það vera ef hægt er sakfella aftur í því sem sýknað hefur verið fyrir tveimur dómstig- um? Þá er til viðbótar upplýst að í dóminum 5/5 sl. var ég einnig sak- felldur með vísan til 4. mgr. 89. gr. þágildandi sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986, eins og í dóminum segir, en þau lög höfðu einfaldlega ekki tekið gildi þegar viðkomandi gjörningur fór fram. Þá er einnig rétt að upplýsa enn á ný, þó að það hafi áður komið fram, að fyrsta aðkoma Héraðs- dóms Suðurlands að máli mínu var sú að ákæruvaldið, dómari og „verjandi“, sem dómari við Hér- aðsdóm Suðurlands nátengdur KPMG benti mér á og ég aulaðist til að samþykkja, lugu því allir upp á mig að ég hefði játað allar sakir. Samkvæmt kokkabókum þeirra framkvæmdu þeir síðan á mér játningarmál skv. 125. gr. laga, dómur 24/3 2000. Það skal undirstrikað, ákæruatriðin voru öll ósönnuð og ójátuð en eru nú sem betur fer flest á braut, verði ekki innleiddar nýjar aðferðir gagnvart saklausum eins og hér hefur verið rakið að framan. Allt er þá þrennt er. Er þetta hægt Matthías? Sem betur fer ómerkti Hæstiréttur dóminn í „játningarmálinu“ og sendi hann til föðurhúsanna. Héraðsdómur Suðurlands vegur samt enn í sama knérunn. Bergþórshvoli 12. júní 2003.“ Athugasemd frá Eggerti Haukdal Hafa skal það sem sannara reynist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.