Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 26
LISTIR
26 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MENNINGARHÁTÍÐIN Bjartar
sumarnætur á Seltjarnarnesi hefst
í dag, föstudag, og stendur fram á
sunnudag. Hátíðin samanstendur
af þrennum tónleikum sem allir
fara fram í Seltjarnarneskirkju, í
kvöld kl. 20, á morgun, laugardag,
kl. 17 og á sunnudag kl. 20.
Að sögn Sólveigar Pálsdóttur,
formanns menningarnefndar Sel-
tjarnarness, sem stýrir skipulagi
og framkvæmd hátíðarinnar,
höfðu bæjaryfirvöld mikinn áhuga
á að halda menningarhátíð. Þegar
listafólkið og Nesbúarnir Gunnar
Kvaran og Guðný Guðmundsdóttir
lögðu fram hugmyndir sínar um
tónleikaröð var ákveðið að byggja
þessa fyrstu menningarhátíð Sel-
tjarnarnesbæjar á þeirri hug-
mynd. Tríó Reykjavíkur skipar
stóran sess á hátíðinni, en með-
limir þess eru Peter Máté píanó-
leikari og hjónin Guðný Gumunds-
dóttir fiðluleikari og Gunnar
Kvaran sellóleikari og eru þau
jafnframt listrænir stjórnendur
hátíðarinnar.
Að sögn Sólveigar er stefnt að
því að halda hátíðina annað hvert
ár. „Við sjáum fyrir okkur að ein
listgrein myndi kjarnann hverju
sinni og í ár er það tónlistin sem
er í öndvegi. Í framtíðinni getur
einhver önnur listgrein, eins og
t.d. leiklist, dans eða myndlist,
myndað þennan kjarna,“ segir Sól-
veig í samtali við Morgunblaðið
„Þetta er í fyrsta sinn sem
svona hátíð er sett í gang hér á
Seltjarnarnesinu, en þetta er von-
andi aðeins upphafið á löngu og
miklu hátíðarhaldi næstu áratug-
ina,“ segir Bubbi Morthens sem er
einmitt bæjarlistarmaður Seltjarn-
arnesbæjar þetta árið.
„Okkur er í mun að efla menn-
ingarlífið hér á Nesinu og styrkja
það. Við viljum virkilega styðja
við það á allan hátt,“ segir Sólveig
og Monica Abendroth hörpuleikari
tekur undir þessi orð og leggur
jafnframt áherslu á mikilvægi þess
að gera listafólkið sem býr á Nes-
inu sýnilegra.
Aðspurð segir Guðný tónleikana
vera afar ólíka í fjölbreytileik sín-
um. „Tónleikarnir eru byggðir
þannig upp að fyrstu tónleikarnir
eru ein stór blanda,“ segir Guðný.
„Eins og hent hafi verið í súpu-
pottinn,“ bætir Bubbi við kíminn.
„Stór blanda af okkar besta hrá-
efni, allt lífrænt ræktað,“ segir
Guðný og heldur áfram: „Dagskrá
opnunartónleikanna er sett saman
af stuttum verkum, sem hvert um
sig er nánast eins og konfektmoli.
Þar má finna vinsæl klassísk verk
á borð við Meditation eftir Mass-
enet og Svaninn eftir Saint-Saëns
auk útsetninga Hrafnkels Orra
Egilssonar á lögum Bubba. Svo er
Rannveig Fríða með glans-
prógramm, en hún verður með
sígaunaljóð, aríur úr Carmen eftir
Bizet og Il Trovatore eftir Verdi.
Á milli er Zigaunerweisen flutt,
sem margir þekkja kannski betur
sem Til eru fræ í flutningi Hauks
Morthens, og svo verður Vocalise
eftir Rachmaninoff flutt af Unni
Sveinbjarnardóttur víóluleikara
og Gerrit Schuil píanóleikara,“
segir Guðný.
Tónleikarnir á morgun, laug-
ardag, byggjast upp af þremur
einingum, en eru rammaðir inn af
íslensku efni. Fyrst á dagskránni
eru íslensk þjóðlög, síðan verður
flutt píanótríó eftir Smetana og að
lokum flytur Bubbi og kynnir eig-
ið efni. „Á síðustu tónleikunum er-
um við með svolítið alvarlegri tón-
list. Þeir tónleikar hefjast með
flutningi Pálínu Árnadóttur fiðlu-
leikara á glansverkinu Waltz
Scherzo Op. 34 eftir Tsjajkovskí,
sem er mjög virðulegt og flott
verk. Síðan koma útsetningar eftir
Beethoven á skoskum þjóðlögum
auk sönglaga eftir Mahler. Við
ljúkum tónleikunum á stórum pí-
anókvartett eftir Brahms sem er
mjög fjörugur og þar sem allt á
eiginlega að fara svolítið úr bönd-
unum í öllum hamaganginum,“
segir Guðný.
„Markmiðið með efnisvali okkar
er að halda uppi háum gæðaflokki
en á sama tíma reynum við að
hafa mjög fjölbreytilegt efni sem
höfðar til margra. Þess vegna
fannst okkur tilvalið að hafa
Bubba með í þessu og báðum því
Hrafnkel Orra að útsetja nokkur
lög fyrir Bubba, strengjakvartett
og hörpu. Mér vitandi hefur þetta
ekki verið reynt áður þannig að á
þennan hátt viljum við fara nýjar
og óhefðbundnar leiðir. Við von-
um að aðdáendur Bubba séu for-
vitnir og skili sér á tónleikana,“
segir Gunnar.
„Kannski má segja að við séum
að endurvekja hlutverk útvarpsins
eins og það var áður fyrr þegar
fólk slysaðist til þess að hlusta á
eitthvað sem það kæmist kannski
ekki í tengsl við á annan hátt,“
segir Rannveig Fríða Bragadóttir
mezzosópran. Að mati Sólveigar
ætti efnisskráin að höfða vel til
fólks sem venur almennt ekki
komur sínar á klassíska tónleika.
„Við viljum að landamærin milli
tónlistartegunda hverfi,“ bætir
Gunnar við. Gerrit Schuil píanó-
leikari segist ekki gera svo mikið
úr skiptingunni milli sígildrar tón-
listar og poppsins. „Að mínu mati
er bara til tvenns konar tónlist,
góð og slæm. Ef tónlistin er góð
og flytjendur í háum gæðaflokki
þá skiptir engu máli hvaða nafni
hún nefnist,“ segir Gerrit.
Aðspurður hvernig tónleikarnir
leggist í hann svarar Bubbi því til
að sér lítist mjög vel á þá. „Allir
tónleikar leggjast vel í mig. Svo
lengi sem ég er heill heilsu er það
ekki annað en forréttindi og
skemmtilegt að syngja. Auk þess
er gaman að vinna með þessa
hljóðfæraskipun, þótt þetta sé
auðvitað dálítið öðruvísi en ég hef
unnið með öllu jöfnu og byggist á
kannski aðeins annarri samsetn-
ingu. En yfir höfuð þá er tónlist
fyrst og fremst tjáning og tilfinn-
ing,“ segir Bubbi og tekur alls
ekki fyrir það að þau Rannveig
Fríða taki lagið saman á tónleik-
unum í kvöld.
Forsala aðgöngumiða er í Skíf-
unni á Laugavegi, Blómastofunni
á Eiðistorgi og við innganginn fyr-
ir hverja tónleika. Á heimasíðu
Seltjarnarnesbæjar, seltjarn-
arnes.is, má finna allar nánari
upplýsingar um efnisskrána.
Morgunblaðið/Arnaldur
Listafólkið sem stendur að Björtum sumarnóttum á Seltjarnarnesi. Í aftari röðinni frá vinstri: Monica Abendroth,
Gunnar Kvaran, Bubbi Morthens, Hrafnkell Orri Egilsson. Í fremri röðinni frá vinstri: Gerrit Schuil, Rannveig
Fríða Bragadóttir, Peter Máté, Guðný Guðmundsdóttir, Unnur Sveinbjarnardóttir og Pálína Árnadóttir.
Vonandi upp-
hafið að miklu
hátíðarhaldi
Bjartar sumarnætur, fjölbreytt menningarhátíð haldin í fyrsta sinn á Seltjarnarnesi
VIÐ lok kirkjulistahátíðar 2003
er rétt að rifja upp hvað boðið var
upp á og kemur þá í ljós, að tón-
listaratriðin hafa verið mörg og
sum svo viðamikil að ekki verður
til annars jafnað en listahátíðar
ríkis og borgar, sem haldin er ann-
að hvert ár. Af tónlistarflutningi
ber hæst uppfærsluna á óratorí-
unni Elia eftir Mendelssohn,
tvenna orgeltónleika, þá fyrri með
barokktónlist í tengslum við nám-
skeið undir leiðsögn Jon Laukvik
og þá seinni þar sem orgelsnill-
ingnum Olivier Lautry framdi
galdra sína, og ljóðatónleika með
Andreas Schmidt og Helmut
Deutsch. Þá voru frumflutt ný ís-
lensk tónverk eftir Huga Guð-
mundsson, Gunnar Andreas Krist-
insson, Pétur Þór Benediktsson og
Jóhann Jóhannsson. Af öðrum við-
burðum má nefna söngtónleika
með Quattro Stagioni og karla-
kórnum Fóstbræðrum og barokk-
tónleika með kórverkum eftir Viv-
aldi og Bach. Hápunktur
hátíðarinnar voru stórtónleikar,
þar sem sex mótettur eftir Bach
voru fluttar með samleik Das Neue
Orchestra frá Köln, undir stjórn
Harðar Áskelssonar, sem auk þess
að stjórna þrennum
tónleikum var list-
rænn stjórnandi há-
tíðarinnar en fram-
kvæmdastjóri
hátíðarinnar var
Inga Rós Ingólfs-
dóttir og þau, ásamt
því fólki sem lagði
hönd á plóg, eiga
þakkir skildar fyrir
frábært starf.
Lokatónleikarnir
sl. mánudag í Hall-
grímskirkju voru
sannkallaðir stórtón-
leikar, því að flytja
sex mótettur eftir
J.S. Bach á einum tónleikum er
annað og meira en að segja það.
Ekki er að finna erfiðari tónlist en
mótetturnar, vegna flókins tónmáls
og að verkin eru einnig raddlega
mjög krefjandi. Komm, Jesu,
komm, var fyrsta mótettan og er
hún samin fyrir tvo kóra, sem er í
einu orði sagt glæsilegt verk. Þeg-
ar skipt er yfir í 6/8 takt getur að
heyra undurfagran tónleik, sem
kórinn söng mjög fallega, við text-
ann „… du bist der rechte Weg,
die Wahrheit und das Leben“ en
verkinu lýkur á sálmi, samkvæmt
venju. Viðfangsefni nr 2, Lobet den
Herrn, hefur þá sérstöðu að sér-
fræðingar efast um að verkið sé
eftir meistarann. Bæði er að verkið
er ekki í handriti Bachs og ekki
heldur til í afritun
þeirra sem störfuðu
með honum og auk
þess þykir sérfróðum
vanta í tónmálið ýmis-
legt sem annars ein-
kennir tónmál meistar-
ans í öðrum verkum.
Hvað um það, þá var
flutningurinn hinn
besti.
Það var eitthvað
annað upp á teningnum
í þriðju mótettunni,
Fürchte dich nicht,
sem samin er fyrir tvo
kóra. Fyrsti kaflinn er
glæsilegur víxlsöngur
sem breytist í kóralforspil, þar sem
krómatískur ritháttur umvefur
sálminn Herr, mein Hirt, er var
glæsilega fluttur, þar sem króma-
tískt fylgistefið blómstraði á móti
sálmastefinu í tærum söng kórsins.
Der Geist var fjórða mótettan,
einnig samin fyrir tvo kóra, þar
sem rithátturinn er sérlega þéttur
og er 1. kaflinn nær óaflátanlegur
átta radda, krómatískur tónbálkur
en undir lokin sérkennilega ríkur
af „synkópum“ er voru sungnar af
ótrúlegu öryggi. Annan kaflann
syngja kórarnir sameinaðir og er
hann að formi til sérkennileg ka-
nónfúga, þar sem stefið birtist sem
kanón í fimmund og heldur þessi
skipan sér nokkuð framan af kafl-
anum, þessi tignarlega kanónfúga
var glæsileg í hljóman en verkinu
lýkur samkvæmt venju með sálma-
lagi.
Fimm radda mótettan Jesu,
meine Freude er ein fegursta af
mótettunum og margbreytilegust
að formi og hefst og lýkur á hinu
fræga sálmalagi, sem verkið heitir
eftir. Sálmalagið vakir út allt verk-
ið og heyrist auk upphafsins og
niðurlagsins í 3., 7. og 9. kaflanum
en sá kafli, Gute Nacht, er und-
ursamlega fagur vefnaður yfir
sálmalagið og þar blómstraði söng-
ur kóranna. 10. þáttur er að miklu
leyti endurtekning á nr. 2 og verk-
inu lýkur á fyrstu gerð sálmsins,
þannig að form verksins er sam-
hverft og í miðju þess, í 6. þætt-
inum, getur að heyra rismikla
fúgu. Verkið var í heild mjög vel
flutt, t.d. hinn frægi annar þáttur,
sem var útfærður með sterkum
andstæðum í styrk og töluverðri
andakt. Þá vorukvennakórsþáttur-
inn (nr. 4), samhverfa hans fyrir
lágraddirnar (nr. 8) og næturljóð
nr. 9 einstaklega fallega sungin.
Möndulþátturinn, stóra fúgan, sem
er ein af meiri háttar kóralfúgum
meistarans, var tignarlega útfærð
af kór og hljómsveit.
Þrátt fyrir að Jesu, meine
Freude sé frægasta mótettan, er
Singet dem Herrn mesta verkið og
þá sérstaklega fyrir tvær stórar og
voldugar fúgur en einnig er þar að
finna undurfallegan spuna yfir
sálmalagið Wie sich ein Vater er-
barmet og lýkur verkinu á því að
kórarnir sameinast í einni kraft-
mikilli fúgu, með sérlega áhrifa-
miklu niðurlagi. Þetta erfiða verk
var í einu orði sagt glæsilega flutt.
Hlutur Das Neue Orchester frá
Köln í þessum tónleikum er sér-
lega áhugaverður, því samleikur
þeirra var með þeim hætti, að kór-
arnir höfðu ávallt orðið, þannig að
„accappella“-hugmyndin naut sín
ótrúlega vel.
Sú nýbreytni var tekin upp á
þessum tónleikum að fá Atla Heimi
Sveinsson til að semja milliþætti,
eins konar Bach-brýr fyrir klarin-
ett, til að tengja þessi ólíku verk
saman. Atli valdi þá leið að nota
ekki neitt úr tónmáli meistarans,
heldur semja sínar eigin hugleið-
ingar, sem tengdu mótetturnar
saman á sannfærandi og smekk-
legan máta, og voru afburða vel
leiknar af Einari Jóhannessyni.
Þar með er lokið, hvað snertir
tónlistarflutning, einni viðamestu
kirkjulistahátíð, sem haldin hefur
verið og var hún römmuð inn með
óratoríunni Elia eftir Felix Mend-
elssohn og sex mótettum eftir
meistara meistaranna, Johann Seb-
astian Bach, með interlúdíum org-
elsnillingsins Olivier Latry. Glæsi-
legur söngur Schola cantorum,
Mótettukórs Hallgrímskirkju og
frábær flutningur Das Neue Orch-
ester frá Köln voru burðarásarnir í
þessari glæsilegu listahátíð en sá
sem fór fyrir öðrum, sem þátt áttu
í framkvæmd hátíðarinnar, er org-
anisti Hallgrímskirkju, Hörður Ás-
kelsson.
TÓNLIST
Hallgrímskirkja
Mótettukór Hallgrímskirkju og Das Neue
Orchester frá Köln, undir stjórn Harðar
Áskelssonar, fluttu sex mótettur eftir
J.S. Bach. Á milli mótettanna voru frum-
fluttar Bachbrýr eftir Atla Heimi Sveins-
son, í flutningi Einars Jóhannessonar.
Mánudagurinn 9. júní 2003.
KÓRSÖNGUR Lok kirkjulistahátíðar
Hörður Áskelsson
Jón Ásgeirsson