Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 33 ✝ Guðfinna Pét-ursdóttir fæddist á Hellissandi 24. maí 1920. Hún lést í Epsom í Surrey á Englandi 23. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Ingveldur Sigurðar- dóttir, f. 4.12. 1891, d. 1987, og Pétur Magnússon, f. 3.5. 1892, d. 1937, smið- ur og bílstjóri á Sandi. Guðfinna var fimmta barn þeirra. Eldri voru: 1) Sig- urður, f. 23.10. 1912; 2) Hulda, f. 8.7. 1914; 3) Unnur, f. 18.9. 1915; 4) Guðmundur, f. 17.8. 1917; en yngri 5) Vigfús, f. 26.10. 1921; 6) Cýrus, f. 10.9. 1924; 7) Herbert, f. 21.8. 1927. Af þeim systkinum lifir Vigfús einn eftir. Hinn 9.6. 1945 giftist Guð- finna Ólafi Guðmundssyni frá Breiðavík í Rauðasandshreppi, fyrrv. framkvæmdastjóra Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna í Englandi. Sonur þeirra er Guð- mundur Bjarni, f. 27.6. 1950. Kona Guðmundar er Catherine Stormont. Synir Guðmundar af fyrra hjónabandi eru 1) Richard Jón, f. 13.4. 1976, kvæntur Elenu Ólafsson og eiga þau soninn Andrew; 2) Róbert Pétur, f. 18.3. 1978. Guðfinna ólst upp á Hellissandi til fermingar, en flutti þá til Reykjavíkur til starfa. Fyrst í stað gætti hún barna systra sinna, en starfaði svo m.a. við tannlækna- hjúkrun um tíu ára skeið. Guðfinna lærði fótaaðgerðir og rak eigin stofu um árabil. Vegna starfa manns hennar fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna í yfir 40 ár fluttist fjölskyldan til New York 1952 og dvaldist þar í fjögur ár, var síðan búsett í Reykjavík í tíu ár en frá 1965 erlendis, m.a. í Sviss og Frakklandi, en lengst af í Bretlandi þar sem heimili þeirra hefur nú staðið í 37 ár. Minningarathöfn um Guðfinnu var haldin við Randalls Park Crematorium í Surrey 30. maí en útför hennar verður gerð frá Seltjarnarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Föðursystir mín og vinkona, Guð- finna Pétursdóttir, er látin eftir stutta sjúkrahúslegu. Í augum mín- um sem lítillar stúlku sem alin er upp í stórum systkinahópi í þorpi á Íslandi lék um frænku mína ævin- týraljómi. Hún átti heima í útlönd- um og kjörsonur hennar og manns hennar, Ólafs Guðmundssonar, var bróðir minn, Guðmundur Bjarni. Guffa frænka og faðir minn voru að mér fannst mjög lík. Bæði lágvaxin og mjög lagleg með ljúfa en þó kank- vísa, stundum dálítið hrekkjótta framkomu. Faðir minn lést í apríl 2002. Foreldrar mínir og Guffa og Óli voru góðir vinir og fyrstu hjú- skaparár þeirra voru þau tíðir gestir hjá þeim í sveitina í Grímsnesinu. Guffa og fjölskylda hennar bjuggu lengst af erlendis. Óli var ráðinn til starfa hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna í september 1947 en fór svo til Coldwater í Bandaríkjunum á ár- unum 1952–55 og síðar sem forstjóri Icelandic freezing plants Ltd. í Bret- landi. Fyrsta árið í USA var frænku minni erfitt. Óli vann mikið og hún var ein heima með lítið barn í ókunnu landi og kunni ekki tungu- málið. En það lagaðist fljótt og frænka mín var frábær móðir, hús- móðir og gestgjafi. Starfi Óla fylgdu gestakomur og matarboð þar sem eiginkonan gegndi mikilvægu hlut- verki sem hún skilaði með mikilli prýði. Frá árunum í Bandaríkjunum eru til myndir af henni í glæsilegum kvöldkjólum og heima í stofu á Long Island þar sem hún situr með lítinn fallegan dreng í fanginu. Á árunum sem Guffa og Óli bjuggu erlendis komu þau stundum til Íslands og komu þá ævinlega í heimsókn til foreldra minna. Með þeim kom ferskur og spennandi and- blær frá framandi heimi. Móður- amma mín, Ingigerður, sem var á heimili foreldra minna þegar ég var að alast upp, og Guffa skrifuðust á og milli þeirra var einlæg vinátta. Guffa lærði fótaaðgerðafræði og á árunum sem þau bjuggu hér heima áður en þau fóru til Bretlands rak hún sína eigin fótaaðgerðastofu á neðri hæðinni í húsinu þeirra sem þau byggðu sér á Nesveginum áður en þau fóru til Bandaríkjanna. Hún var farsæl í því eins og öðru sem hún tók sér fyrir hendur og átti marga fasta viðskiptavini. Ég kom með móður minni í heimsókn til Guffu og Óla á Nesveginn og sá þar í fyrsta skipti sjónvarp. Þegar Óli hætti störfum keyptu þau sér íbúð við Þorragötu í Reykja- vík og bjuggu eftir það hluta af árinu hér á landi. Og þá kynntist ég fyrst vel henni frænku minni. Þau hjónin voru eins og farfuglarnir, komu til landsins á vorin en voru í íbúðinni sinni í Epsom í London á veturna. Árið 1993 höguðu atvik því þannig að við fórum sex saman í ferðalag, við hjónin, foreldrar mínir og Guffa og Óli. Við tókum á leigu sumarbú- staði eða vorum í bændagistingum og fórum í stuttar skoðunarferðir út frá gististaðnum hverju sinni. Á kvöldin var spiluð vist, farið í göngu- ferðir eða rabbað saman. Fyrsta ferðin okkar var um Vesturland þar sem við gistum á Skarði á Skarð- strönd. Sú ferð var ævintýri líkust og í framhaldi af henni fórum við í viku til hálfsmánaðar ferðir á hverju sumri í nokkur ár. Þannig fórum við hringinn í kringum landið. Þessi ferðalög voru ævintýralega skemmtileg og eru mér ákaflega minnisstæð. Sérstaklega er mér minnisstæð dvöl okkar á æskuslóð- um Óla á Rauðasandi. Við gengum út að Sjöundaá að kvöldi til í stafa- logni og það var dularfull kyrrð í loftinu. Nokkrar rústir standa enn uppi af bæ og útihúsum. Við gengum um en settumst svo á eina þústina og Óli sagði okkur söguna af Steinunni og Bjarna og þeim atburðum sem gerðust þarna. Hann sagði vel frá og við gátum séð fyrir okkur atburðina eins og við værum að horfa á kvik- mynd. Sérstaka ferð fórum við á Snæfellsnesið á æskuslóðir Guffu og föður míns. Og síðasta ferðin var svo farin í Borgarfjörðinn. Hver ferðin var annarri betri. Þrátt fyri mikinn aldursmun á okkur frænkunum urð- um við góðar vinkonur og gátum eytt löngum stundum í samræður um liðna tíð þar sem hún sagði mér frá liðinni ævi sinni, m.a. heimsókn- um til foreldra minna í Grímsnesið þar sem ég er alin upp til sex ára aldurs, uppvaxtarárum sínum á Hellissandi og árunum á Nesvegin- um, Long Island, Epsom og Grimsby. Um tíma höfðu þau líka verið í Frakklandi. Hún hafði upp- lifað ýmislegt á ævi sinni sem var ólíkt því sem ég þekkti. Veikindi mannsins míns urðu til þess að ferðalögum okkar lauk en vináttan hélst á milli okkar traust og góð. Við heimsóttum hvort annað þegar þau voru á landinu, annaðhvort á heimili þeirra í Reykjavík eða sumarbústað- inn í Þrastaskógi og þau heimsóttu okkur í Njarðvíkurnar. Við hjónin heimsóttum þau líka á glæsilegt heimili þeirra í Epsom. Frænka mín var mikill fagurkeri eins og heimili þeirra hjóna bera vott um. Hún hafði yndi af fallegum hlutum og safnaði þeim í kringum sig af mikilli smekkvísi. Á veturna fylgdumst við með hvor annarri með símtölum og bréfa- skriftum. Vinátta hennar við okkur hjónin er mér dýrmæt og mun lifa í minningu minni um ókomin ár. Guð geymi frænku mína. Við munum hittast á ný. Elsku Óli, Guðmundur, Katie, Ro- bert, Richard og fjölskylda, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Svanhvít Guðmundsdóttir. Skyndilegt andlát elsku ömmu minnar, aðeins nokkrum klukku- stundum fyrir 83. afmælisdaginn hennar, var mér mikið áfall. Hún studdi mig alla ævi og verður sárt saknað af öllum sem hana þekktu. Ég á dýrmætar minningar um það þegar hún tók mig og bróður minn í gönguferðir um skrúðgarða Epsom og Grimsby, og allar frábæru jólahá- tíðirnar hjá henni og afa. Fjöl- skyldusamkomur okkar verða aldrei þær sömu án hennar yndislegu lambasteikur með brúnuðum kart- öflum. Amma var mjög ákveðin kona sem lét skoðanir sínar í ljós og ég er henni ævilega þakklátur. Nú er hún farin frá okkur. Hún hafði þjáðst undanfarna mánuði og það gleður mig að hún er nú hjá Guði, þar sem ég veit að hún er hamingjusöm. Robert Pétur Ólafsson. Ömmu minnar verður saknað af öllum sem hana þekktu. Það gleður mig mikið að hún gat kynnst barna- barnabarninu sínu, Andrew, nýjasta uppáhaldinu sínu, og ég er viss um að hún yrði stolt af því hvernig hann dafnar. Lífið verður ekki eins án hennar. Richard Jón Ólafsson. Guðfinna Pétursdóttir kvaddi þennan heim eftir aðgerð á sjúkra- húsi í Bretlandi 23. maí sl. Hún ólst upp í stórum systkinahópi á Hellis- sandi og eins og margar stúlkur af hennar kynslóð fór hún ung að árum að heiman í vist. Frá því hlutskipti sagði hún mér æðrulaust þótt það hafi ugglaust ekki verið henni auð- velt. Síðar kom hún til Reykjavíkur þar sem hún með vinnusemi kom sér vel og vann m.a. sem aðstoðarstúlka hjá tannlækni. Þar kynntist hún eig- inmanni sínum, Ólafi Guðmunds- syni, sem nú horfir á eftir lífsföru- naut sínum eftir áratuga hjónaband. Þrátt fyrir áralanga dvöl á er- lendri grund var Guffa, eins og hún hét meðal fjölskyldu og vina, alltaf rammíslensk kona. Vegna vinnu Ólafs við að koma íslenskum fiski á markað áttu þau oftast heimili er- lendis, fyrst í Bandaríkjunum og síð- an lengst af í Bretlandi. En Guffa var ekki fyrr komin til Íslands en hún dreif í að elda þeim Óla saltkjöt eða annað íslenskt góðmeti. Þá veit ég að það var henni mjög mikilsvert að halda íslenskt aðfangadagskvöld fyrir fjölskylduna í Bretlandi. Þenn- an sið flutti hún með sér út og hélt árlega fyrir Guðmund og drengina hans, þá Richard og Robert. Á síð- asta ári bættist svo langömmubarnið í hópinn henni til mikillar ánægju. Ég á margar góðar minningar um Guffu. Það var mikið samband á milli fjölskyldna þeirra bræðra Ólafs og Gunnars föður míns og margar myndir koma upp í hugann frá því ég var barn og þau bjuggu á Nes- veginum. Ég bjó síðan hjá þeim einn vetur þegar ég fór til náms í Bret- landi. Þá brölluðum við Guffa ým- islegt skemmtilegt saman. Á þeim árum var hún önnum kafin við að kynna sér antíkmarkaðinn, sem var með miklum blóma í Surrey, þar sem þau bjuggu. Ég hafði gaman af því að fara með henni á milli forn- munasala, sem hún ræddi við eins og fagmaður, fylgjast með uppboðum, sem mér hefði aldrei dottið í hug að fara á, læra um stíla og stefnur en auðvitað síðast en ekki síst að skoða fallega muni. Seinna var notalegt að eiga þau Guffu og Óla að nágrönnum í Reykjavík þegar þau dvöldu þar. Guffa lét sér alltaf mjög annt um börnin mín og fylgdist einlæglega með þeim. Upp úr áramótum var oft svolítið bresk stemning hjá okkur, börnin klædd fínasta pússi sem Guffa hafði valið á þau í jólagjöf og nóg af appelsínumarmelaði og öðru ensku góðgæti í kotinu. Við Gérard minnumst með ánægju þeirra stunda sem við áttum saman, hvort heldur var í kringum matarborð í Epsom eða Grjótaþorpi. Við sendum Óla, Guðmundi, Kathy og fjölskyld- unni í Bretlandi innilegustu samúðarkveðjur héðan frá Nice. María Sigríður Gunnarsdóttir. Hún kom óvænt, fréttin um fráfall minnar góðu Guffu-mömmu. Hún var væntanleg hingað heim í sína ár- legu sumardvöl þegar kallið kom og eins og alltaf er maður svo óviðbú- inn. Það stóð auðvitað til að hitta hana og Óla í sumarblíðunni hér á Íslandi og úr því að örlögin tóku á þennan hátt í taumana mun ég mæta til stefnumótsins á vængjum minn- inganna. Í kistli bernskuminning- anna eru myndir af Guffu-mömmu á glæsilegu heimili þeirra hjóna vest- ur á Nesvegi. Hún opnaði mér faðm sinn, gekk mér tímabundið í móð- urstað vegna veikinda minnar eigin mömmu og varð upp frá því í mínum huga Guffa-mamma. Hún tók þátt í uppeldi mínu á sinn milda og nær- færna hátt, kenndi mér fágaða siðu sem hæfðu ungum dömum og vísaði mér veginn af sínum víða sjónarhól. Dvölin hjá Guffu-mömmu er umvaf- in birtu og hlýju. Hún var alltaf til taks eftir það. Líka þegar ég hleypti heimdraganum og lagði 18 ára göm- ul af stað út í hinn stóra heim. Þegar leiklist á erlendri grund tók að toga í mig og þörfin fyrir að víkka sjóndeildarhringinn gerði vart við sig var Guffa-mamma enn til taks. Hún tók mér opnum örmum í Ep- som og lagði mér lífsreglurnar jafn- mildilega og fyrr. Hún fylgdist af einlægum áhuga með því sem forvit- inn hugur ungrar stúlku leitaði uppi og tók fullan þátt í ævintýrunum sem lífið og listin í stórborginni höfðu að bjóða ungum landkönnuði. Elsku Guffa-mamma. Ég ber í brjósti innilegt þakklæti, sem ég bið englana að færa þér í himnasalina sem þú nú gistir. Guð blessi minninguna um þig og haldi ljósi sínu yfir þeim sem sárt sakna þín. Kolbrún Halldórsdóttir. GUÐFINNA PÉTURSDÓTTIR Loftur, móðir mín Svanfríður, Arnór og Ragna. Móðurfjölskylda mín er og var skemmtilegt fólk sem þótti vænt hverju um annað og uppruna sinn. Mér er ákaflega minnisstæð augna- bliksmynd sem greyptist í hugann þegar stórfjölskyldan hittist fyrir austan á síðasta áratug aldarinnar sem leið. Þau sátu saman í eldhúsinu í Sænautaseli, systkinin. Það var verið að grínast og gott ef ekki fara með vísur. Guðný, sú elsta, sat teinrétt og reyndi að láta ekki sjást hvað henni var skemmt, en það glitti í hláturinn og stráksskapinn í hverju auga hjá hinum. Mér fannst ég sjá í sjónhend- ingu hvernig þessi hópur hefði verið fyrir svo margt löngu, stríðnin og glensið aldrei langt undan, en ég sá líka hvað þau voru samheldin og glöð yfir að eiga hvert annað að. Gunna frænka giftist ekki eða eign- aðist afkomendur. Hún stundaði ýmis störf eftir að hún flutti til Reykjavíkur ung kona, lengst af hjá Þvottahúsi Landspítalans. Hún annaðist fullorð- inn mann, Rögnvald Þórðarson, um árabil og bjó áfram í íbúð hans á Leifsgötu eftir að hann féll frá þar til hún fór á elliheimili. Einu sinni ræddi ég systkini for- eldra okkar, Guðnýju, Nonna og Gunnu við Birnu frænku mína sem sagði: „Það er mikil gjöf að þekkja og eiga að fólk sem er svona trútt sjálfu sér og tekur ekki reglur of hátíðlega.“ Þetta er góð hugmynd sem skaut rót- um hjá mér. Gunna frænka kom til dæmis ekki á heimsóknartímum til fólks ef það lá á spítala. Þegar upp var staðið, var líka miklu skemmtilegra að vita að hún gæti komið hvenær sem var og hvernig sem á stóð. Það var þá að minnsta kosti hægt að hlæja að því á eftir. Og svo voru það setningarnar hennar sem við hlógum svo oft að og fleygjum ennþá á milli okkar: „b-ið er bara til að villa,“ var innlegg frá henni í lausn á krossgátu. Og hvað oft sést ekki í krossgátu hversdagsins að b-ið er einmitt bara til að villa og hárrétt að láta ekki það sem aðrir þykjast búnir að sjá, ákveða hvernig maður sér hlutina sjálfur. Hún var snör í snúningum, kom stundum fyrr á árum í örskots heim- sóknir til að fullvissa sig um að vel gengi. Hún sýndi fjölskyldunni og gengi hennar mikinn áhuga. Síðast þegar við töluðum saman sagði hún mér sem oft áður fréttir af fjölskyld- unni. Það voru ekki smáatriði úr erli dagsins heldur það sem mestu skipti að öllum liði vel. Hún kom líka á óvart. Þannig gaf hún mér húsmuni og bæk- ur þegar hún fór á elliheimili. Ég vissi ekki að hún ætti svo margt góðra bóka. Og ég vissi ekki að hún sem sjaldan ræddi skáldskap svo ég mundi, hefði safnað sérstaklega bók- um ljóðskálda af austfirskum upp- runa. Þessar bækur sem bera með sér að vera marglesnar hafa einnig veitt mér gleði og hún sýndi mér mikið ör- læti með því að gefa mér þær. Hluta bókanna hafði hún fengið frá Guð- rúnu Jónsdóttur föðursystur sinni og ég hef vafalaust notið nafnsins. Hún var mjög örlát við systkina- börnin og þeirra börn. Margur sveitt- ur barnslófi hefur tekið á móti pen- ingaseðli svo lítið bar á úr hennar hendi. Eftir að séð var að hverju stefndi í síðustu viku, hafa verið að koma upp í hendurnar á mér hlutir sem ég man nú að eru frá henni komnir, kaffikanna hér, silfurskeið þar og falleg glös. Seint verður þó sagt um hana frænku mína að hún hafi verið mikið fyrir snurfus og fín- heit fyrir sjálfa sig, en hún vildi fjöl- skyldunni sinni allri allt hið besta. Eftir að hún var komin á elliheim- ilið kvartaði hún aldrei, hafði það allt- af gott, vantaði aldrei neitt. Hún var undurglöð þegar maður leit til hennar en það var engin þörf á að stoppa lengi. Hun gerði engar kröfur, og þegar ég reyndi stundum að spyrja hana út í fortíðina, pólitíkina eða hversdaginn vildi hún ekkert vera að ræða það. Ég vil gjarnan trúa því að henni hafi, þegar hér var komið, verið nóg að finna að okkur þætti vænt um hana. Hún kvaddi mig alltaf með því að biðja Guð að blessa mig. Elskulega frænka mín, hafðu heila þökk fyrir samfylgdina. Guð blessi þig og varðveiti. Guðrún Eyjólfsdóttir. Guð þig geymi góða mín gefi frið í ljóssins heimi. Við hlið Hans þar sem sólin skín sofðu rótt og vel þig dreymi. Lítill bróðir ljúfur kær lífsins engil eignast hefur. HILDUR MARÍA BJÖRNSDÓTTIR ✝ Hildur MaríaBjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 13. október 1995. Hún lést á Land- spítalanum við Hringbraut 2. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Seyðisfjarðar- kirkju 12. maí. Hún horfir á þig nær og fjær og hjúfrar er þú sefur. Guð minn sendu styrk og lið hvar sorgmæddur er og hljóður. Blessun veit í bæn og frið bæði föður og móður. (Þóra Ingibjörg Sigurjónsdóttir.) Bjössi, Kolla, Daníel, Dodda, Sveinlaugur, Bubba og Pétur, megi góður guð styrkja ykk- ur í sorg ykkar. Jóna Björg, Eyrún, Sigrún Jóna og fjölskyldur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.