Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ J æja, mamma mín, nú er ég farinn á sjóinn. Við sjáumst seinna í sum- ar. Þá kem ég með eitthvað gómsætt handa þér í soðið.“ Svona hljómuðu kveðjuorð sonar míns á mánudaginn, ann- an í hvítasunnu. Hann er farinn á sjóinn með afa sínum og við ræddum um það áður en hann fór að hann kæmi til baka sem karlmaður, tilbúinn að taka mun meiri ábyrgð á heimilinu. Ábyrgðin sú mun felast í að reyna að muna (alla vega ein- staka sinnum!) eftir að skipta á naggrísnum og fara út með rusl- ið án þess að ég þurfi að biðja hann tuttugu sinnum um það. Hún felst sum sé ekki í því að færa bókhald, dytta að hús- inu eða slíkt enda er son- urinn ein- ungis tíu vetra. Og orð- inn sjómaður. Það hefði vart þótt saga til næsta bæjar fyrir nokkrum ára- tugum ef tíu ára drengur hefði farið til róðra með afa sínum. En í dag finnst fólki uppátækið ýmist stórsniðugt eða stór- hættulegt. Þegar ég bæti við að drengurinn standi tólf tíma vaktir með afa þyngist nú brún- in á sumum. En ég blæs á svona viðhorf, enda flestir sem heyra af sjó- mannslífi sonarins yfir sig hrifn- ir. Sá sem er hrifnastur af öllum er stráksi. Þegar hann hringdi í mig í gær, þá staddur á smá- bátnum Sæfara sem afi hans á, vestur af Malarrifi á Snæfells- nesi, skildi ég varla hvað hann sagði því það kom allt upp úr honum í belg og biðu því allt sem á dag hans hafði drifið var svo merkilegt. Góða veðrið, góð- ur afli og góður nestisbiti með afa var meðal þess sem hann sagði mér frá en ekkert toppaði þó hvali og háhyrninga sem sáust við sjóndeildarhringinn. „Þetta voru örugglega svona milljón háhyrningar,“ sagði sjó- maðurinn ungi og gat vart orða bundist yfir stórhveli sem var víst margfalt stærri en báturinn. Tilkomumikil sjón það. Pabbi og vinir hans voru farn- ir að vinna sér inn aur löngu fyrir fermingu (eða svo segir sagan!) Uppaldir í Vogahverfinu sem þá var sambærilegt Graf- arholti nútímans með nýbygg- ingum á hverju strái, þar var nóg um að vera og gera fyrir duglega og verklagna pilta. Nú er öldin svo sannarlega önnur. Það er reyndar feikinóg að gera fyrir drengi og stúlkur í Reykja- vík og eiginlega er framboðið of mikið. Ekki er það þó atvinna sem svo mikið fer fyrir heldur ótal námskeið í hinu og þessu. Reiðnámskeið, sundnámskeið, siglinganámskeið, fjallahjóla- námskeið, skátanámskeið, leikja- námskeið, fótboltanámskeið og önnur íþróttanámskeið, auk fjölda annarra, standa ungum Reykvíkingum til boða. Á meðan er sonur minn, tíu vetra, á sjónum. Beitir með afa og flokkar karfann frá þorsk- inum þegar aflinn er dreginn á land. Og hann skemmtir sér konunglega. Ekkert leikja- námskeið kæmist með tærnar þar sem sjómannslífið hefur hælana að hans mati. Breytingin á sumarstörfum barna hefur einnig teygt anga sína í sveitirnar. Það er mun erf- iðara og nær ómögulegt að koma barni í sveit í dag enda sveita- störfin víst talin orðin svo hættuleg með öllum nýju og hraðvirku vélunum að það væri óðs manns æði að senda barn í sveit (liggur við). Litlar hendur eru ekki lengur álitnar gott vinnuafl, það lætur frekar nærri lagi að borga þurfi fyrir að leyfa börnunum að fara í sveitina, mjólka, reka kýrnar og stinga út úr fjárhúsum. Svona breytast tímarnir og við því er lítið að gera. En þó er tilefni til að staldra við og rýna í hugsanlegar afleiðingar. Ég veit ekki hvort vinnusiðferði ís- lenskra ungmenna sé í hættu eftir að þau fóru að stunda leikjanámskeið í stað sveita- starfa og sjómennsku en það er svo sem hugsanlegt. Þau hafa í það minnsta meiri frítíma, þ.e. börn sem ekki mega enn sam- kvæmt lögum vinna. Þá falla færri störf þeim í skaut á heim- ilinu svo enn hefur skapast rýmri tími til að „slæpast“ eins og sumir myndu orða það. Það sem ég hins vegar álít að gæti verið verst við þessa breyt- ingu er að í seinni tíð eyða börn sífellt minni tíma í samneyti við fullorðið fólk. Vissulega eru leið- beinendur með þeim á leikja- námskeiðunum en það er enginn afi sem segir sögur frá því í gamla daga eða skrýtnir karlar á bryggjunni sem kalla nú ekki allt ömmu sína. Það er því kannski ekki furða að ungviðið sýni eldra fólki ekki viðhlítandi virðingu. Það þekkir ekki fortíð þess, lífsbaráttuna og allar sög- urnar. Fyrir þeim er eldra fólk á allt öðru plani, að gera allt aðra hluti. Það er ekki ýkja langt síðan sonur minn áttaði sig á að til að fá peninga þyrfti maður að vinna heilmikið og að greiðslukort þýddi ekki að maður ætti enda- laust af seðlum. Blessuð börnin sjá nú ekki peningana verða til og kannski bera þau því ekki sömu virðingu fyrir þeim og áð- ur? Hluti af afla og væn flís af feitum sauð hefur líka sennilega oft fylgt borgarbörnunum á möl- ina eftir dvöl í sveitinni. Núna vita borgarbörnin sum hver ekki hvaðan kjötið kemur. Ágæt dæmisaga um það er þegar ung dama benti á sviðakjamma í auglýsingabæklingi mat- vöruverslunar og sagði: „Sjáðu, pabbi, kjöt með andlit!“ Þá hef ég heyrt börn (og reyndar full- orðna) fullyrða að skinka sé ekki kjöt og það séu pylsur nú ekki heldur. En það er samt alls óvíst að þessi breyting sé alfarið af hinu verra. Kannski er það ágætt að börnin okkar fá nú meiri tíma til að leika sér og vissulega læra þau ýmislegt á námskeiðunum sem er þeim ágætis veganesti út í lífið. Sumar á sjónum Ég veit ekki hvort vinnusiðferði íslenskra ungmenna sé í hættu eftir að þau fóru að stunda leikjanám- skeið í stað sveitastarfa og sjómennsku en það er svo sem hugsanlegt. VIÐHORF Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ✝ Guðrún Sigur-björg Þorkels- dóttir fæddist 6. mars 1920 á Arnórsstöðum á Jökuldal. Hún lést 6. júní síð- astliðinn á Landspít- alanum við Hring- braut. Foreldrar Guðrún- ar voru hjónin Bene- dikta Bergþóra Bergsdóttir frá Hjarðarhaga á Jökul- dal, f. 8. júní 1885, d. 7. apríl 1978, og Þor- kell Jónsson frá Fjallsseli í Fellum, f. 1. júní 1877, d. 6. des. 1922. Þau bjuggu á Arn- órsstöðum á Jökuldal og eignuð- ust tólf börn. Systkini Guðrúnar eru: 1) Guðný, f. 1905, d. 1999; 2) Solveig, f. 1907, d. 1934; 3) Jón, f. 1908, dó á fyrsta ári; 4) Elín Margrét, f. 1909, d. 2003; 5) Jón, f. 1911, d. 1996; 6) Bergur, f. 1912, d. 1961; 7) Sigríð- ur, f. 1914, d. 1930; 8) Jón, f. 1916, dó nokkurra daga gamall; 9) Loftur f. 1917; 10) Svanfríður, f. 1919; 11) Arnór f. 1921. Systir Guðrún- ar, sammæðra, er Ragna S. Gunnars- dóttir, f. 1929. Guðrún bjó í Reykjavík, lengst af á Leifsgötu 7, en dvaldist síðustu ævi- árin á elliheimilinu Grund. Guðrún starfaði við margt um dag- ana, hún var í vistum og kaupavinnu á sumrin, vann í efnalaug og þvottahúsum, lengst við Landspítalann, en einnig um árabil á elliheimilinu Grund. Síð- ast starfaði hún við heimilisaðstoð hjá Reykjavíkurborg. Guðrún var ógift og barnlaus. Jarðarför Guðrúnar Sigur- bjargar Þorkelsdóttur fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Kær systir mín, Guðrún Sigur- björg Þorkelsdóttir, hefur nú hlotið kærkomna hvíld, hún átti við van- heilsu að stríða síðustu æviár sín og var því áreiðanlega mjög sátt við brottförina. Gunna, eins og hún var alltaf köll- uð, var rúmlega níu árum eldri en ég og auðvitað leit maður upp til eldri systkina sinna, þótt hlýðnin við þau væri kannski ekki alltaf upp á marga fiska. Ég minnist Gunnu fyrst sem ákaf- lega viljasterkrar og ákveðinnar í að láta mig hlýða sér. Gunna var mikill bókavinur og las allt sem hún komst yfir, hún var minnug og fróðleiksfús og lét sér fátt óviðkomandi. Hún hefði eflaust orðið hörkugóður námsmaður ef aðstæður hefðu verið til framhaldsnáms en svo var ekki á þeim tímum hjá fátæku barnafólki. Gunna fór strax að vinna fyrir sér en fór síðan til náms í hús- mæðraskólann að Hverabökkum í Ölfusi. Þar var hún hálfan vetur en var svo óheppin að stíga í hver og brenndist upp að hné. Þar með lauk hennar skólagöngu. Gunna var svo vel lesin og fróð um menn og málefni að stundum var eins og að fletta upp í fræðibókum að tala við hana, hún var ákaflega föst á meiningunni og þýddi þá lítið á móti að mæla. Gunna var ljóðelsk með af- brigðum og kunni óhemju mikið af ljóðum, hún var svo hrifin af Einari Benediktssyni að það lá við tilbeiðslu. Gunna var mikill húmoristi og oft var hún bráðfyndin án þess að reyna nokkuð til þess og oftast var mjög stutt í brosið hjá henni. Þó að Gunna virtist oft vera hörð af sér var hún innst inni viðkvæm sál sem mátti ekkert aumt sjá og setti sig ótrúlega mikið inn í bágindi annarra. Gunna fékkst við margt um dag- ana, fyrst og fremst voru það erfiðis- verk, hún var í vistum og stundum í kaupavinnu á sumrin, vann í efnalaug og þvottahúsum, lengi við Landspít- alann og í eldhúsi þar, einnig vann hún um árabil í þvottahúsinu á elli- heimilinu Grund og fleira mætti telja. Síðustu vinnuárin vann hún við heimilisaðstoð hjá Reykjavíkurborg. Gunna var hörkudugleg enda eft- irsótt til vinnu og alltaf var hún fús til að leysa af á vöktum ef einhver þurfti að fá frí. Gunna giftist ekki né eignaðist af- komendur en hún lét sér mjög annt um systkinabörn sín og þeirra börn, í augum þeirra var hún góða frænkan sem oft laumaði aur í lófa ef því var að skipta. Afkomendur systkinanna reyndust henni sérlega vel þegar hún þurfti þess með og hefur trúlega fundist hún eiga það skilið. Meðan Gunna hélt sæmilegri heilsu hringdi hún reglulega í fjölskyldu- meðlimina til að vita hvort allir væru hressir og liði vel. Þetta er ein af þeim dyggðum sem við stundum ekki nóg í þessu önnum kafna samfélagi okkar. Gunna var yfirleitt heilsuhraust þar til nokkur síðustu æviár sín og vegna heilsubrests dvaldi hún á elli- heimilinu Grund síðustu árin. Vil ég færa starfsfólkinu þar þakkir fyrir al- úð og umhyggju við hana. Ég bið Guðs blessunar öllum skyld- um og vandalausum sem sýndu henni alúð og vináttu. Góða ferð inn á ókunnar slóðir, kæra systir mín. Ragna Gunnarsdóttir. Fullorðin kona hefur lokið lífs- göngu sinni. Gunna frænka var sú sem sameinaði stórfjölskylduna, hún fylgdist með öllum, hringdi í fólkið og lét vita hvað væri að frétta af öllum hinum. Gunna var stórskemmtileg kona sem batt ekki bagga sína sömu hnút- um og við allflest, sem höldum að við bindum þá á eina rétta veginn. Hún var af þeirri kynslóð sem ólst upp í torfbæ þar sem hvorki var rennandi vatn né rafmagn. Hún skildi ekki þörfina fyrir að eiga allt og hvað þá að alla hluti þyrfti að kaupa nýja áður en það gamla væri ónýtt. Þegar við hjónin hófum búskap hringdi Gunna og vildi endilega lána okkur gamalt sófasett sem hún átti og einnig borð og fjóra stóla. Öll voru þessi húsgögn komin til ára sinna. Nokkrum árum seinna fannst okkur unga fólkinu kominn tími til að kaupa nýtt, þá vildi Gunna fá sín gömlu og enn slitnari húsgögn aftur því að þau voru nógu góð fyrir hana og svo gat alltaf einhver í fjölskyldunni haft not fyrir þau tímabundið. Svona var Gunna, hún gerði litlar kröfur fyrir sjálfa sig, allt var nógu gott handa henni en ekkert of gott fyrir okkur frændfólkið. Að geta lætt peninga- seðli í lófa barns var hennar munaður í lífinu. Gunna giftist ekki né átti börn en því betur fylgdist hún með okkur systkinabörnum sínum og svo börn- um okkar og barnabörnum. Margt spaugilegt kom frá Gunnu. Eitt sinn barst í tal að systur í fjölskyldunni væru ekki líkar, Gunna var því ósam- mála og máli sínu til stuðnings sagði hún: „Sjáið þið ekki að þær eru með alveg eins hæla.“ Einhvern tímann kom hún heim til okkar í Akurgerði og fannst við systur sjálfsagt bæði lágvaxnar og feitar því hún ráðlagði okkur að hanga á hurð, þá yrðum við hávaxnar! Haft er á orði í fjölskyldunni ef ein- hver er mikið að flýta sér hvort hann sé á „skiptimiða“. Það kom til af því að einu sinni sem oftar kom Gunna í heimsókn og var óvenju mikill flýtir á henni. Mamma bauð henni kaffi en hún mátti ekki vera að því, hún væri á skiptimiða og ætlaði líka að „kikka“ á bróður sinn og hans fjölskyldu. Svona var Gunna, ekki átti að hafa fyrir henni en hún var að fullvissa sig um að allir hefðu það gott. Það kom fyrir að Gunna passaði okkur, við vorum mikil fyrir okkur en aðferð Gunnu til að ná athygli var að segja okkur sögur um þjóðlegan fróð- leik sem svo smámagnaðist og endaði í skelfilegum draugasögum, við þorð- um ekki að hreyfa okkur og til þess að komast hjá að hlusta var ekki um ann- að að ræða en klemma aftur augun og sofna sem allra fyrst. Síðastliðin þrjú ár var Gunna á elli- heimilinu Grund, þar fór vel um hana og allir voru henni góðir. Þá var kom- ið að okkur að „kikka“ á Gunnu. Hún vildi ekki að við stoppuðum lengi, enda vissi hún að í nútímanum eru jú allir á skiptimiða. Ég þakka Gunnu samfylgdina og umhyggjuna og veit að hún heldur áfram að fylgjast með okkur öllum. Helga Eyjólfsdóttir. Það ættu allir að eiga Gunnu frænku, maður verður nefnilega rík- ari á að þekkja svoleiðis fólk. Síðustu samverustundirnar okkar einkenndust af notalegheitum. Ég var að hugsa um það síðustu ævidaga þína frá hverju ég ætti að segja en þar sem þú hefur alltaf verið í lífinu mínu, þá er af svo miklu að taka. Gunna mín, þú kenndir okkur fullt, fórst með kvæði og ljóð. Þú kunnir svo ótrúlega mikið. Ég hélt að þú yrðir að minnsta kosti 93 ára, eins og kerlingarnar í þessari ætt verða flestar, ég ætti svo sem ekki að vera hissa því það var svo sem auðvitað að þú færir öðruvísi að, þínar eigin leiðir. Þú með þinni þrjósku og festu reyndir jú stundum á þolrifin en það var alltaf með ljúfu yf- irbragði þar sem þú varst ákaflega blíð, örlát og góð við alla og máttir ekkert aumt sjá. Þú áttir þó alltaf nokkur gullkorn, svo sem þegar þú varst að fylgjast með HM í handbolta og hringdir í mig uppveðruð eftir flottan sigur Íslend- inga og sagðir: „Þessi yndislegi ynd- islegi blökkumaður Duran Duran skoraði svo mikið!“ Ég er þér innilega þakklát fyrir þær stundir sem við höf- um átt í gegnum tíðina og allt sem þú hefur verið fyrir mig og mína. Hjart- ans hjartans þakkir elsku Gunna mín. Þín Kristín Ösp. Ókunnur piltur kemur að máli við mig og segir að við séum náskyld. Ég vil endilega fá að giska á tengiliðinn, sem er auðvitað „Gunna frænka“. Síð- an kom allt af sjálfu sér. Þetta er Gunna í hnotskurn. Frænka okkar allra í gegnum bernsku- og unglingsár, hluti af upp- eldi okkar og reynslubrunni, tengilið- ur kynslóðanna sem fallast núna í faðma af því að okkur þótti öllum svo ósköp vænt um hana. Enginn fjölskylduatburður varð án Gunnu frænku, oft var hún með seinni skipunum, stundum var hátíð gengin í garð, en alltaf gaf hún stærstu gjaf- irnar og síðar, þegar við fullorðin þurftum mikils við, leituðum við eftir láni eða styrk hjá Gunnu. Ekkert sumar man ég heima á Skjöldólfsstöðum án þess að Gunna kæmi. Flausturslega innpakkaðar gjafir, rennandi úr böndunum hjá henni, glöddu hana ekki síður en okk- ur systkinin, hún var gjafmilda frænkan og glaða, sem við löðuðumst að. Ég man Gunnu liggjandi uppi í bekk í borðstofunni heima. Hún les hátt og skýrt eitthvert ljóð sem mér, lítilli, finnst hljóma fallega. Mamma kemur svuntuklædd í dyrnar og lýkur lofsorði á lesturinn, en nú kemur pabbi inn að utan og segir eitthvað um einmuna þurrk og að aldeilis sé þörf á fólki til að snúa í flekknum. Elín Snædal. Frænka mín og nafna, Guðrún Sig- urbjörg Þorkelsdóttir, var fædd á Arnórsstöðum á Jökuldal árið 1920 í fjölmennan barnahóp hjónanna Þor- kels Jónssonar og Benediktu Berg- þóru Bergsdóttur. Systkinin urðu 13, Gunna var næstyngst alsystkinanna en þau eiga eina hálfsystur. Fjögur Arnórsstaðasystkina eru nú á lífi, GUÐRÚN SIGURBJÖRG ÞORKELSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.