Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                    ! "#       $!%   BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FÖSTUDAGINN 30. maí síðastlið- inn lék skoskt þjóðlagaband er kallar sig the Incredible String Band 2003 í Íslensku óperunni við feiknagóðar undirtektir íslenskra tónleikagesta. Það hefur því ugg- laust komið mörgum í opna skjöldu er tónlistargagnrýnandi Morgun- blaðsins, Arnar Eggert Thorodd- sen, fór hörðum orðum um tón- leikana í grein sinni þann 2. júní. Oft hefur staðið styr um skrif Arn- ars sem er þekktur fyrir að láta meiningar sínar umbúðalaust í ljós en sjaldan hefur hann skotið eins glannalega yfir markið og í þessari grein að mínu mati. Arnar Eggert sakar skoska þjóðlagabandið um að skýla sér á bak við forna frægð með því að nota nafn sveitar sem misst hefur einn forsprakkann. Rétt er hins vegar að bandið kallar sig ISB2003, einmitt til þess að vekja athygli á liðskipaninni. Þetta kom vitaskuld fram á öllum auglýsing- um og einnig bæði í sjónvarpi og útvarpi. Greinarhöfundur gerist því sekur um afar óvönduð vinnu- brögð og gagnrýnir í raun ranga hljómsveit allan tímann. Það sem einna mest virtist fara fyrir brjóstið á greinarhöfundi var að bandið skyldi spila í Íslensku óperunni vegna þess að hann sagð- ist setja sig í ákveðnar stellingar í þessu gamla bíói. Ekki get ég talað fyrir Arnar en sjálfur viðraði ég ekki kjólfötin mín þetta kvöldið, máski vegna þess að ég vissi hvaða hljómsveit beið mín. Arnar færir hvergi rök fyrir slæ- legri frammistöðu bandsins. Hvergi er minnst á hvaða lög fóru forgörðum og hvers vegna. Dettur mér helst í hug að Arnar hafi ekki þekkt þau lög er sveitin lék og kjósi að beita orðskreytingum frekar en að afhjúpa vanþekkingu sína. Þetta virðist allavega skína í gegn er hann segir annars vegar tónlist sveitarinnar vera „stórkost- lega ævintýralega“ og „angurværa og fallega“ (þ.e. á árum áður) og hins vegar „hraklegar þjóðlaga- stemmur“. Geta ber að Arnar læt- ur þessar lýsingar falla um ná- kvæmlega sömu lögin þar sem bandið tók sínar frægustu perlur föstudagskvöldið góða. Arnar talar í grein sinni mikið um endurfundi gamalla sveita. Segir m.a. „Ég trúi því einlæglega að þeir félagar í ISB séu nú sam- ankomnir af þeirri hreinu þörf að búa til tónlist“. Á tónleikunum heiðraði bandið samt einungis gamla slagara frá hápunkti ferils sins. Þarna kórónar Arnar senni- lega óskiljanleg skrif sín. Arnar Eggert finnur sig einnig knúinn til þess að fjalla á niðrandi hátt um aldur og útlit liðsmanna ISB2003 og beinir orðum sínum einkum að banjóleikara sveitarinn- ar. Hvað þetta segir um tónlist sveitarinnar er mér hulin ráðgáta en hitt er víst að slík ummæli segja töluvert um greinarhöfund sjálfan. Sjálfur skemmti ég mér konung- lega á tónleikum ISB2003. Og sömu sögu virtist vera að segja af gestum Óperunnar er klöppuðu og stöppuðu af þvílíkri áfergju að hús- ið ætlaði hreinlega að rifna er bandið var klappað upp. Það er því hálfleiðinlegt að sjá hversu illa konsertinn féll í kramið hjá Arnari Eggerti en vafalaust leiðinlegast fyrir Arnar sjálfan að kunna ekki að meta eins stórskemmtilegt band og það er lék í Óperunni 30. maí. KRISTMUNDUR GUÐMUNDSSON, Stekkjarhvammi 26, Hafnarfirði. Glórulaus gagnrýni Frá Kristmundi Guðmundssyni: HINN 17. júní 1944 stofnuðum við Ís- lendingar lýðveldi á Þingvöllum. Með stofnuninni var lýðræði sett á hæsta stall sem valda-/stjórn- og skipulags- kerfi þjóðarinnar. Frá upphafi stofn- unar lýðveldisins höfum við notað fulltrúalýðræði, þingmenn sem við kjósum sitja á Alþingi fyrir okkar hönd, til lagasetningar í anda lýðræð- is og samkv. stjórnarskrá. Grunntónn í öllum lagasetningum skal vera frelsi, jafnrétti, virðing eign- arréttar, með velferð allra þegna þjóðarinnar að leiðarljósi. Tilgangur laga er að koma í veg fyrir að óréttlæti ríki, og má aldrei snúast öndvert tilgangi sínum. Þing- mönnum er falið það vald að stýra lýð- veldinu með lagasetningum eftir þeim stofnreglum sem rituð eru á fyrrnefnt plagg sem heitir stjórnarskrá, og vinna þeir eiðstaf að því. Meirihluti alþingismanna hverju sinn velur fulltrúa sína í ríkisstjórn og ber ábyrgð henni. Með lagasetningu, sem felur í sér að taka frá fjölda þegna frumlífsbjörgina, og afhenda fáeinum þegnum, sem eiga ekki tilkall til hennar umfram aðra, og gera jafn- framt þá sem tekið er frá að lögbrjót- um, ef þeir reyna að nýta áfram stjórnarskrárvarinn fyrri rétt, er ólög (legal plunder) sem ber að afnema hið fyrsta. Að öðrum kosti dreifist og margfaldast óréttlætið, sem getur snúist í innbyrðis átök og mun verða frjósamur akur illsku, atvinnukúgun- ar og misskiptingar sem þróast í ill- gjarnt kerfi innan þjóðfélagsins. Mikil einokunarverndarstefna verður að sósíalisma (meiri einokun) og verður að lokum kommúnismi (alræði). Slík ólög voru sett á 9. og 10. áratug síð- ustu aldar með tilkomu kvótalaganna og lögum um framsal, eignarrétt og erfðarétt veiðiheimilda. Ofanritaðar línur eru til að vara við þróun sem er vel á veg komin, illu heilli. Getur verið að þingmenn hafi misstigið sig? Vonandi fögnum við lýðræðinu 17. júní um alla framtíð. Í vindinum blaktir lítið blóm sem þráir að verða stærra. Af skuggum trjánna það kveinkar sér og verður smærra og smærra. BIRGIR SÆMUNDSSON, Fosstúni 14, 800 Selfossi. Lýðræði fagnað Frá Birgi Sæmundssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.