Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 49
KVIKMYNDIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 49
Andardráttur (Respiro)
Mynd sem er sterk, falleg, tilgerðarlaus og
nánast lifir eigin lífi, eins og hefðin er þegar
best tekst til í evrópskri kvikmyndagerð. (H.L.)
Háskólabíó.
Nói Albínói
Frumleg og vel gerð mynd í alla staði sem ger-
ist í einangruðu sjávarþorpi þar sem óvenju-
legur uppreisnarmaður á í stríði við menn og
máttarvöld. Magnað byrjendaverk. (S.V.)
Háskólabíó.
X2
Frábærar tæknibrellur, ásættanlegur sögu-
þráður miðað við hasarblaðamyndir, ásamt
góðum leikurum og ábúðarmiklum persónum,
gera mynd Singers að afbragðsafþreyingu.
(S.V.) Smárabíó.
Einkenni (Identity)
Unnið er skemmtilega með hrollvekjuhefðina í
þessari snjöllu kvikmynd með þeim John Cus-
ack, Ray Liotta og Amöndu Peet í aðahlut-
verkum. Ómissandi fyrir aðdáendur spennu-
trylla og frumlegra söguflétta. (H.J.) Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Akureyri.
Eiturlyfjalögga (Narc)
Ein hrottalegasta mynd síðari ára dregur upp
trúverðuga mynd af því jarðneska víti sem
blasir við lögreglumönnum og þeirra nánustu
á hverjum degi. Ray Liotta fer á kostum. (S.V.)
Smárabíó.
Abrafax og sjóræningjarnir
Krakkarnir í Abrafax lenda í rosalegum æv-
intýrum. (H.L.) ½
Laugarásbíó.
Að hrekja burt gæja á 10 dög-
um (How to Lose a Guy in 10
Days)
Hugmyndin að þessari rómantísku gaman-
mynd er sniðug en langsótt. Bráðskemmtileg á
köflum en lendir í vandræðum í lokin. (H.J.)
Sambíóin.
Didda og dauði kötturinn
Didda er níu ára gömul Keflavíkurmær sem
gengur á milli bols og höfuðs á glæpalýð í
Bítlabænum. Góður leikur, hollt, gott og gam-
aldags barnagaman. (S.V.) Sambíóin.
Af gamla skólanum
(Old School)
Gamanmynd sem byrjar í skemmtilega kald-
hæðnislegum tóni, en hneigist um of til staðl-
aðra aulabrandara. (H.J.) Regnboginn.
Allt að verða vitlaust
(Bringing Down the House)
Klaufaleg gamanmynd þar sem tilraunir til að
stefna saman ólíkum menningarheimum reyn-
ast innantómar. Leikararnir Steve Martin,
Queen Latifah og Eugene Levy standa sig þó
vel. (H.J.) Sambíóin.
Kengúru-Kalli
(Kangaroo Jack)
Eins brandara, fjölskylduvæn Bruckheimer-
mynd um þjófótta kengúru og tvo hrakfalla-
bálka. Fyrir smáfólkið. (S.V.) Sambíóin.
Jói enski (Johnny English)
Atkinson skemmtilegur að vanda í Clouseau-
stellingum í Bond-gríni sem skortir lokafín-
pússningu. (S.V.) Sambíóin, Háskólabíó.
Kalli á þakinu
Ágætis smábarnamynd gerð eftir sögu Astrid
Lindgren, um skemmtilegan karl sem kann að
fljúga. Handbragðið er ágætt en myndin er
ekki jafngóð og bækurnar. (H.L.) Laugarásbíó.
Matrix endurhlaðið
(The Matrix Reloaded)
Á heildina litið er Matrix endurhlaðið langt frá
því að vera jafn heilsteypt, öguð og hugvekj-
andi og forverinn. (H.J.) Sambíóin, Rafeind á Egilsstöðum og
Bíóhöllin á Akranesi.
Reiðistjórnun
(Anger Management)
Sandler kominn í gamla góða formið. Gamli
góði Nicholson hinsvegar víðsfjarri í hugmyn-
dasnauðri en ágætis dægrastyttingu.(H.L.)
Smárabíó, Regnboginn, Laugarásbíó,
Borgarbíó.
Svikahrappar (Confidence)
Vel mönnuð mynd um glúrna svikahrappa.
Tómir stælar og innantómt blaður í þokka-
legum búningi. (S.V.) Laugarásbíó.
Töfrabúðingurinn
Byggð á gömlu áströlsku ævintýri, ekkert stór-
kostlegt listverk, hún er lítil og bara ansi lífleg
og hjartnæm teiknimynd. (H.L.) Smárabíó, Borgarbíó.
Myrkravík (Darkness Falls)
Hrollvekja sem nærist á öllum gömlu tugg-
unum og notar þær á heimskulegan og úrsér-
genginn máta. Einkar slöpp tilraun til hryllings-
myndagerðar. (H.J.)
Smárabíó, Regnboginn.
Respiro: Evrópsk mynd eins og þær
gerast bestar.
BÍÓIN Í BORGINNI
Sæbjörn Valdimarsson/Hildur Loftsdóttir/Heiða Jóhannsdóttir
Meistaraverk Ómissandi Miðjumoð Tímasóun 0 Botninn
FRANKIE Muniz hefur heldur bet-
ur slegið í gegn sem Malcolm í miðj-
unni, og nú er hann mættur sem
spæjari, litlu síðri en sjálfur James
Bond. Eða hvað?
Fjölskylda Cody Banks sér hann
sem ósköp venjulegan ungling sem
finnst gaman á bretti, hatar stærð-
fræði og er skíthræddur við stelpur.
En Cody á sér leyndarmál, og það er
að hann er í þjálfun hjá leyni-
þjónustu Bandaríkjanna og getur
margt sem aðra unglinga dreymir
um. Hann kann að keyra einsog
brjálæðingur og á helling af vopnum
og spæjaragræjum. En er Cody
nógu vel þjálfaður? Þegar hann þarf
að fara að reyna við skólasystur sína
til þess að komast að föður hennar
sem er hættulegur vísindamaður
lendir hann í vandræðum. Óljóst er
hvort Cody getur lokið erindinu því
að hann kann ekki að reyna við
stelpur.
Spæjari
í stelpu-
klípu
Þessi er nú svolítið sæt …
Regnboginn, Smárabíó og Laugarásbíó
kynna kvikmyndina Unga spæjarann
(Agent Cody Banks). Leikstjórn: Har-
ald Zwart. Aðalhlutverk: Frankie Muniz,
Hilary Duff, Angie Harmon, Keith David,
Cynthia Stevenson og Arnold Vosloo.