Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 19 Afgreiðslutími allra verslana Hörpu Sjafnar! Alla virka daga kl. 8–18 og laugardaga kl. 11–15. Helgarvakt í Skeifunni 4. Opið laugardaga kl. 11–18 og sunnudaga kl. 13–18. Skeifan 4 Reykjavík Sími 568 7878 Snorrabraut 56 Reykjavík Sími 561 6132 Stórhöfði 44 Reykjavík Sími 567 4400 Austursíða 2 Akureyri Sími 461 3100 Hafnargata 90 Keflavík Sími 421 4790 Dalshraun 13 Hafnarfirði Sími 544 4414 Austurvegur 69 Selfossi Sími 482 3767 Bæjarlind 6 Kópavogi Sími 544 4411 599kr.lítrinnm.v.10 lítra dós 672kr . lítrinn 789 kr.lítrinn 399kr.lítrinn Stórafsláttur af útimálningu og viðarvörn SUMARTILBOÐ Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Síðar heilsárs- kápur kr. 29.900 WHO, Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin, tilkynnti í gær að nú hyllti undir lok bráðalungna- bólgufaraldursins, HABL. Þó varaði Gro Harlem Brundtland, yfirmaður stofnunar- innar, við því að þjóðir heims sofn- uðu á verð- inum. „Þrátt fyrir að fjöldi tilfella fari fækkandi með degi hverj- um þá höfum við mörg dæmi þess að tíðni [sjúkdómsins] hafi minnkað skömmu áður en ný bylgja ríður yfir,“ sagði hún. Í gær tilkynntu kínversk yf- irvöld að einn maður hefði látist af völdum sjúkdómsins í Pek- ing en ekki um nein ný tilfelli. Í Taívan var tilkynnt um tvö ný tilvik en ekkert dauðsfall af völdum HABL, en í Hong Kong var hvorki tilkynnt um ný til- felli sjúkdómsins né dauðsföll af hans völdum. Hóta refsi- aðgerðum BANDARÍSKA utanríkisráðu- neytið tilkynnti í gær um 15 þjóðir, þar á meðal Nato-ríkin Grikkland og Tyrkland, sem hafa látið hjá líða að berjast gegn mansali. Ríkin sem eiga í hlut geta átt von á refsiaðgerð- um af hálfu Bandaríkjastjórn- ar. Þetta kom fram í árlegri skýrslu ráðuneytisins um man- sal. „Viðkomandi þjóðir geta komist hjá refsiaðgerðum með því að sýna samstarfsvilja og gera strax umbætur á stefnu sinni og aðgerðum [gegn man- sali],“ sagði Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, er hann kynnti skýrsluna. Árás ekki útilokuð BANDARÍKJAMENN ættu ekki að útiloka árás á kjarn- orkuvinnslustöðina í Yongbyon í Norður-Kóreu til að koma í veg fyrir að þarlend stjórnvöld hefji sölu á kjarnavopnum. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir Richard Perle, háttsettum ráðgjafa Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna. „Ég held að það sé ekki hægt að útiloka árás í lík- ingu við þá sem gerð var árið 1981,“ sagði Perle og vísaði þar með í óvænta loftárás Ísraela á kjarnorkuvinnslustöð í grennd við Bagdad 7. júní 1981. David Brinkl- ey látinn HINN þekkti bandaríski sjón- varpsfréttamaður, David Brinkley, lést á miðvikudag 82 ára að aldri. Brinkley starfaði sem fréttamaður bandarísku sjónvarps- stöðvarinn- ar NBC í hálfa öld og fékk á ferl- inum fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir störf sín. Hann vann til að mynda til 10 Emmy-verðlauna. STUTT HABL að fjara út Gro Harlem Brundtland Brinkley ÆÐSTI leiðtogi Írans, ajatolla Ali Khamenei, sakaði í gær Banda- ríkjamenn um að hvetja til vand- ræða í Íran í kjölfar þess að and- stæðingar klerkastjórnarinnar mótmæltu á götum úti í fyrra- kvöld, annað kvöldið í röð. Sagði Khamenei að Bandaríkjamönnum væri orðið ljóst að þeir gætu ekki velt írönsku stjórninni úr sessi með hervaldi og gerðu því allt sem þeir gætu til að valda uppþotum í landinu og skapa klofning milli stjórnvalda og almennings. „Fjórir menn hækka róminn á götuhorni og Bandaríkjamenn til- kynna þegar að þeir styðji þá,“ sagði Khamenei m.a. í ræðu sem send var út í íranska ríkissjón- varpinu í gær, nokkrum klukku- stundum eftir að þúsundir mót- mælenda flykktust út á götur Teheran í fyrrakvöld og hrópuðu slagorð gegn klerkastjórninni. Margir mótmælendanna voru námsmenn. Khamenei sagði að óeirðaseggj- um yrði engin miskunn sýnd. Enn- fremur gagnrýndi hann þá menn sem með „orðum sínum og athöfn- um“ ykju á „örvæntingu og blekk- ingu“ almennings, og skírskotaði þar til umbótasinnaðra þingmanna og annarra frjálslyndra manna sem hafa krafist þess af honum að hann taki af skarið í pólitísku þrá- tefli íhaldssamra stjórnarsinna og umbótasinnaðra stuðningsmanna Mohammads Khatamis forseta. Segir Bandaríkjamenn hvetja til óeirða í Íran Teheran. AFP. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.