Morgunblaðið - 13.06.2003, Page 19

Morgunblaðið - 13.06.2003, Page 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 19 Afgreiðslutími allra verslana Hörpu Sjafnar! Alla virka daga kl. 8–18 og laugardaga kl. 11–15. Helgarvakt í Skeifunni 4. Opið laugardaga kl. 11–18 og sunnudaga kl. 13–18. Skeifan 4 Reykjavík Sími 568 7878 Snorrabraut 56 Reykjavík Sími 561 6132 Stórhöfði 44 Reykjavík Sími 567 4400 Austursíða 2 Akureyri Sími 461 3100 Hafnargata 90 Keflavík Sími 421 4790 Dalshraun 13 Hafnarfirði Sími 544 4414 Austurvegur 69 Selfossi Sími 482 3767 Bæjarlind 6 Kópavogi Sími 544 4411 599kr.lítrinnm.v.10 lítra dós 672kr . lítrinn 789 kr.lítrinn 399kr.lítrinn Stórafsláttur af útimálningu og viðarvörn SUMARTILBOÐ Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Síðar heilsárs- kápur kr. 29.900 WHO, Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin, tilkynnti í gær að nú hyllti undir lok bráðalungna- bólgufaraldursins, HABL. Þó varaði Gro Harlem Brundtland, yfirmaður stofnunar- innar, við því að þjóðir heims sofn- uðu á verð- inum. „Þrátt fyrir að fjöldi tilfella fari fækkandi með degi hverj- um þá höfum við mörg dæmi þess að tíðni [sjúkdómsins] hafi minnkað skömmu áður en ný bylgja ríður yfir,“ sagði hún. Í gær tilkynntu kínversk yf- irvöld að einn maður hefði látist af völdum sjúkdómsins í Pek- ing en ekki um nein ný tilfelli. Í Taívan var tilkynnt um tvö ný tilvik en ekkert dauðsfall af völdum HABL, en í Hong Kong var hvorki tilkynnt um ný til- felli sjúkdómsins né dauðsföll af hans völdum. Hóta refsi- aðgerðum BANDARÍSKA utanríkisráðu- neytið tilkynnti í gær um 15 þjóðir, þar á meðal Nato-ríkin Grikkland og Tyrkland, sem hafa látið hjá líða að berjast gegn mansali. Ríkin sem eiga í hlut geta átt von á refsiaðgerð- um af hálfu Bandaríkjastjórn- ar. Þetta kom fram í árlegri skýrslu ráðuneytisins um man- sal. „Viðkomandi þjóðir geta komist hjá refsiaðgerðum með því að sýna samstarfsvilja og gera strax umbætur á stefnu sinni og aðgerðum [gegn man- sali],“ sagði Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, er hann kynnti skýrsluna. Árás ekki útilokuð BANDARÍKJAMENN ættu ekki að útiloka árás á kjarn- orkuvinnslustöðina í Yongbyon í Norður-Kóreu til að koma í veg fyrir að þarlend stjórnvöld hefji sölu á kjarnavopnum. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir Richard Perle, háttsettum ráðgjafa Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna. „Ég held að það sé ekki hægt að útiloka árás í lík- ingu við þá sem gerð var árið 1981,“ sagði Perle og vísaði þar með í óvænta loftárás Ísraela á kjarnorkuvinnslustöð í grennd við Bagdad 7. júní 1981. David Brinkl- ey látinn HINN þekkti bandaríski sjón- varpsfréttamaður, David Brinkley, lést á miðvikudag 82 ára að aldri. Brinkley starfaði sem fréttamaður bandarísku sjónvarps- stöðvarinn- ar NBC í hálfa öld og fékk á ferl- inum fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir störf sín. Hann vann til að mynda til 10 Emmy-verðlauna. STUTT HABL að fjara út Gro Harlem Brundtland Brinkley ÆÐSTI leiðtogi Írans, ajatolla Ali Khamenei, sakaði í gær Banda- ríkjamenn um að hvetja til vand- ræða í Íran í kjölfar þess að and- stæðingar klerkastjórnarinnar mótmæltu á götum úti í fyrra- kvöld, annað kvöldið í röð. Sagði Khamenei að Bandaríkjamönnum væri orðið ljóst að þeir gætu ekki velt írönsku stjórninni úr sessi með hervaldi og gerðu því allt sem þeir gætu til að valda uppþotum í landinu og skapa klofning milli stjórnvalda og almennings. „Fjórir menn hækka róminn á götuhorni og Bandaríkjamenn til- kynna þegar að þeir styðji þá,“ sagði Khamenei m.a. í ræðu sem send var út í íranska ríkissjón- varpinu í gær, nokkrum klukku- stundum eftir að þúsundir mót- mælenda flykktust út á götur Teheran í fyrrakvöld og hrópuðu slagorð gegn klerkastjórninni. Margir mótmælendanna voru námsmenn. Khamenei sagði að óeirðaseggj- um yrði engin miskunn sýnd. Enn- fremur gagnrýndi hann þá menn sem með „orðum sínum og athöfn- um“ ykju á „örvæntingu og blekk- ingu“ almennings, og skírskotaði þar til umbótasinnaðra þingmanna og annarra frjálslyndra manna sem hafa krafist þess af honum að hann taki af skarið í pólitísku þrá- tefli íhaldssamra stjórnarsinna og umbótasinnaðra stuðningsmanna Mohammads Khatamis forseta. Segir Bandaríkjamenn hvetja til óeirða í Íran Teheran. AFP. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.