Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 16
LÍ fylgir Kaupþingi Búnaðarbanka útibúasviðs Íslandsbanka, segir að Kaupþing Búnaðarbanki sé nú kominn með svipaða vexti og Ís- landsbanki eftir að hafa lækkað vexti verðtryggðra inn- og útlána úr 6,75% í 6,60%, en vextirnir hjá Íslandsbanka séu 6,65%. Íslands- banki hafi síðast lækkað vexti um mánaðamótin febrúar-mars með það fyrir augum að þróunin á markaði með t.d. spariskírteini yrði sú sem síðan hafi orðið. Aðrir hafi ekki séð ástæðu til að lækka vextina þegar Íslandsbanki hafi gert það fyrir nokkrum mánuðum og bankinn sjái ekki tilefni nú til að gera frekari breytingar. Eft- irspurnin skipti líka máli og ágæt spurn hafi verið eftir lánum hjá Ís- landsbanka. SPRON ruddi brautina Kaupþing Búnaðarbanki vakti athygli á því í byrjun vikunnar að bankinn hefði ákveðið að bjóða upp á sumarhúsalán. Guðmundur Hauksson segir að SPRON hafi rutt brautina í þessu efni og hafi kynnt þessa þjónustu mjög ítar- lega á undanförnum vikum. Jón Þórisson segir að Íslands- banki hafi árum saman veitt lán með veðum í sumarhúsum eins og í flestu öðru sem hafi skilgreint markaðssvið og hægt sé að fylgj- LANDSBANKI Íslands hefur ákveðið að lækka vexti verð- tryggðra inn- og útlána eins og Kaupþing Búnaðarbanki tilkynnti um í byrjun vikunnar. Vextir af verðtryggðum inn- og útlánum Landsbankans munu lækka um 0,20% frá og með 21. júní næst- komandi, en við það lækka verð- tryggðir kjörvextir af útlánum bankans, sem bera breytilega vexti, úr 6,65% í 6,45%. Kaupþing Búnaðarbanki hafði áður tilkynnt um lækkun vaxta verðtryggðra inn- og útlána, sem bera breytilega vexti, um 0,15% frá og með 11. júní. Þá lækkuðu kjörvextir verðtryggðra útlána bankans úr 6,75% í 6,60%. Kjörvextir af skuldabréfalánum eru lægstu vextir sem í boði eru en ofan á leggst alla jafna álag, mishátt eftir aðstæðum hvers og eins skuldara. Aðrar fjármálastofnanir hafa ekki tilkynnt um vaxtabreytingar í þessari viku. Samkvæmt upplýs- ingum frá SPRON hefur sparisjóð- urinn lækkað vexti jafnt og þétt í samræmi við það sem hefur gerst á markaði. Íslandsbanki lækkaði síðast vexti um mánaðamótin febr- úar-mars. Samkvæmt tilkynningu frá Landsbankanum, sem send var í tilefni af vaxtalækkuninni nú, er það mat bankans að ólíklegt sé að verðtryggðir vextir á markaði hækki á næstunni. Fylgst með vaxtamarkaði Guðmundur Hauksson, spari- sjóðsstjóri SPRON, segir að SPRON fylgist ávallt mjög náið með vaxtamarkaði og hafi lækkað vexti jafnt og þétt í samræmi við það sem hafi gerst á markaði. Ákvörðun Kaupþings Búnaðar- banka um að lækka vexti verð- tryggðra útlána og innlána fyrr í þessari viku um 0,15% hafi engin áhrif á þetta vinnulag. Jón Þórisson, framkvæmdastjóri ast með. Því sé ekki mikið nýtt í tilkynningum um sumarhúsalán. Vaxtakjör Kaupþings Búnaðar- banka vegna sumarhúsalána eru 6,95–8,25% en 6,95–8,50% hjá SPRON og 6,45–7,35% hjá Ís- landsbanka. Yfirdráttar- lán hæst Í meðfylgjandi töflu eru sýnd vaxtakjör fjármálastofnana á þremur algengum útlánum og tveimur algengum innlánum. Við- mælendur Morgunblaðsins hjá stofnununum leggja sérstaka áherslu á að vextir af yfirdráttar- lánum einstaklinga séu hæstu vextir. Algengt sé að þessir vextir séu lægri, en það ráðist af því í hvernig viðskiptum viðkomandi er við sína fjármálastofnun. Þá eigi svipað einnig við um vexti af deb- etkortareikningum. Í töflunni séu lægstu vextir af þeim, en algengt sé að viðskiptavinirnir fái hærri vexti á reikningum sínum. Ólíklegt að verðtryggðir vextir hækki á næstunni                              !  " !   !    !    !   # $% !     & '( )! * !   +,-./                        "  12! # ! ! 3  4 3  #     "  VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 16 FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ                             !           "      # $        "   %  !  &  #$  " &       #$  "   "'     (  "'  & &         $  !   &    )*  +  &  ( &      +,-*.*- ,-*.%  &           /  ( , 0  &    ,)--0'&     !   (" , 0  &    1      "'    2    ..  ,)--0 &    & &  3   '    (       4  '   &                      !   " " # $  % ! &'( & ' ) * ++  ,-++ LANDSBANKI Íslands hf. seldi í gær helmingshlut sinn í Líftrygg- ingafélagi Íslands (Lífís) til Vátrygg- ingafélags Íslands hf. (VÍS). Eftir viðskiptin er heildarhlutur VÍS 75% en VÍS átti áður 25% hlut í Lífís. Fjórðung hlutafjár í Lífís á Eignar- haldsfélagið Andvaka. Landsbanki Íslands hf. hefur enn- fremur samið við enska trygginga- félagið Swiss Life um einkarétt bankans á sölu líf- og sjúkdóma- trygginga félagsins hér á landi en Búnaðarbanki Íslands var áður með samning við Swiss Life. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að með sölu á hlut bankans í Lífís og samningi við Swiss Life sé samstarfi við VÍS um tryggingamál, sem hófst með kaupum Landsbank- ans á helmingshlut í VÍS og Lífís vorið 1997, lokið. Landsbankinn seldi hlut sinn í VÍS á síðasta ári. „Upphafið að þessum viðskiptum má rekja til þeirra miklu eignabreyt- inga sem orðið hafa á fjármálamark- aði að undanförnu. Þegar ljóst varð síðastliðið haust að VÍS var í hópi fyrirtækja sem keyptu sig inn í Bún- aðarbankann lá fyrir að breytingar yrðu á samstarfi Landsbankans og VÍS. Í framhaldi af þeim breytingum seldi Landsbankinn allan hlut sinn í VÍS. Núna þegar VÍS er orðið meðal kjölfestufjárfesta í sameinuðum Kaupþingi-Búnaðarbanka þá töldu Landsbankinn og VÍS rétt að taka upp umræður um eignarhaldið á Líf- ís því eftir sameininguna átti Kaup- þing-Búnaðarbanki og VÍS aðild að þremur fyrirtækjum, þ.e. Alþjóðlega líftryggingafélaginu, Lífís og Swiss Life. Niðurstaðan varð sú að við vild- um selja allan okkar hlut í Lífís,“ segir Halldór J. Kristjánsson banka- stjóri Landsbanka Íslands. Eðlilegt að Búnaðarbanki hætti samstarfi við Swiss Life Hann segir fullkomlega eðlilegt fyrir Búnaðarbanka að hætta sam- starfi við Swiss Life því eftir samein- inguna hafi Kaupþing Búnaðarbanki í raun verið kominn með þrjár líf- trygginaafurðir. „Það reyndist einn- ig afar áhugavert fyrir Landsbank- ann að semja við öflugt alþjóðlegt líftryggingafélag eins og Swiss Life um líftryggingar. Okkur líst vel á þjónustuframboðið og teljum það fela í sér mjög góða vernd fyrir okk- ar viðskiptavini. VÍS eignast með þessu 75% hlut í Lífís. Ég held að það sé rökrétt framhald að Lífís verð beint dótturfélag VÍS.“ Að sögn Halldórs hefur Lands- bankinn verið með mesta hlutdeild á markaði með líftrygginar og lífeyr- issparnað. „Við munum vera með heildstætt framboð og þjónusta við líftryggingar, sjúkdómatrygginar og lífeyrissparnað verður alfarið á veg- um Landsbankans. Trygginga- verndin sem boðið er upp á í þessu samstarfi er mjög víðtæk og hag- kvæm. Það hefur verið hornsteinn í okkar starfsemi að veita alla fjár- málaþjónustu svo viðskiptavinir þurfi ekki að leita annað. Það tryggj- um það með þessu samstarfi við Swiss Life,“ segir Halldór. Samkomulagið um sölu hlutarins í Lífís er háð samþykki bankaráðs Landsbanka Íslands hf., stjórnar Vátryggingafélags Íslands og stjórnar Eignarhaldsfélagsins And- vöku hf. og er stefnt að undirritun endanlegs kaupsamnings 26. júní nk., segir í tilkynningunni. Samstarfi Landsbanka og VÍS um tryggingar lokið VÍS hefur keypt allan hlut Landsbankans í Lífís. Landsbankinn fær einkarétt á Swiss Life-tryggingum VÍSITALA neysluverðs í júní 2003 hækkaði um 0,06% frá fyrra mán- uði og er 226,8 stig (maí 1988=100). Hækkunin er í takt við spár fjármálafyrirtækja en þær gerðu ráð fyrir 0,08% hækkun að meðaltali. Markaðsverð húsnæðis hækkaði um 0,5% milli mánaða og hefur mest áhrif á vísitöluna, eða um 0,05% til hækkunar. Tólf mán- aða hækkun vísitölu neysluverðs mælist 1,8% og hefur lækkað um 0,4% frá því í maí. Vísitala neysluverðs án húsnæð- is hélst óbreytt frá maí, 222,6 stig, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 1,8% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 0,4%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,04% sem jafngildir 0,2% verð- bólgu á ári. Greiningardeild Landsbankans spáði 0,1% aukningu milli mánaða. Í Markaðsyfirliti deildarinnar í gærmorgun kemur fram að hús- næðisliður vísitölunnar sé lá liður sem „er að drífa verðbólguna áfram“. Í Morgunkorni Greiningar ÍSB kemur fram að verðbólgan er lág og nokkuð undir 2,5% markmiði Seðlabanka Íslands. „Greining ÍSB væntir þess að verðbólgan hækki nokkuð á næstu mánuðum og spáir því að hún verði 2,5% yfir þetta ár og 2,8% yfir árið 2004.“ Fram kemur í Morgunkorni að íbúðarhúsnæði hefur hækkað um 4,2% frá upphafi árs „á sama tíma og vísitala neysluverðs án húsnæð- is hefur hækkað um 0,4%. Raun- verð íbúðarhúsnæðis hefur sam- kvæmt þessu hækkað um 3,8%. Reikna má með því að þessum hækkunum fylgi nokkur eigna- verðsáhrif, þ.e.a.s. þær lyfti undir neyslu en neysla fer vaxandi um þessar mundir. Verðhækkun á húsnæðisverði skýrir nú rúmlega helming af verðbólgunni og reikn- ar Greining ÍSB með því að hús- næðisverðið haldi svipuðu hlutfalli af verðbólgunni á næstu mánuð- um.“ Pakkaferðir hækka í verði Annar þáttur sem hækkar vísi- töluna er verð á pakkaferðum. Í Morgunkorni kemur fram að pakkaferðir hækka nú um 3,3% á milli mánaða og hafa 0,10% áhrif til hækkunar verðbólgu. „Ástæða hækkunarinnar er hækkun á pakkaferðum utanlands en þær hækka um 2,95%. Má rekja hækk- unina til þess að í fyrra var mikið um tilboð á þessum markaði sem ekki hafa endurtekið sig í ár. Hækkunin nú er uppsöfnuð tveggja ára verðhækkun,“ segir Greining ÍSB. Verð á bensíni og olíum lækkaði milli mánaða um 2,8% og hafði 0,11% áhrif á vísitölu. Bendir lækkunin til þess að lækkun á heimsmarkaðsverði á olíu hafi skil- að sér til neytenda á Íslandi. Vísitala neysluverðs í júní 2003, sem er 226,8 stig, gildir til verð- tryggingar í júlí 2003. Vísitala fyr- ir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 4.478 stig fyrir júlí 2003, að því er fram kemur í tilkynningu frá Hag- stofu Íslands. Vísitala neysluverðs hækkar lítið Hærra húsnæðis- verð hefur mest áhrif á verðbólgu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.