Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.08.2003, Blaðsíða 3
var eftir ströndinni þar sem okkur voru sagðar sögur af hvalveiðimönn- um, sem þarna höfðu rekið veiðistöð, og smávaxin hreindýr urðu sömu- leiðis á vegi okkar. Athygli vakti að þau hreyfðu sig mjög lítið, sem lík- lega skýrist, að sögn sérfræðinga, af því að vera ekki að eyða óþarfa orku. Eftir grillmat, skelltum við ráðherr- arnir okkur í hrollkaldan sjóinn upp á grín enda í góðum flotgöllum og sigldum síðan á ný af stað norður á bóginn þar sem stefnt var að því að vera í Nýja-Álasundi að morgni.“ Alþjóðlegar rannsóknir Skipið náði höfn í Nýja-Álasundi í bítið, en þar er rekin stórmerkileg vísinda- og rannsóknastöð, þar sem um tíu ríki halda úti alþjóðlegum rannsóknaverkefnum, segir Siv. „Við hlustuðum á Peter Johan Schei segja frá líffræðilegri fjölbreytni í norðri, fórum síðan með kláfum upp á Zeppelinfjallið, þar sem stundaðar eru mikilvægar rannsóknir svo sem á kvikasilfri, koltvíildi, PCB, DDT, blýi og á fleiru í andrúmsloftinu, en mælingar þessar eru m.a. nauðsyn- leg undirstaða þekkingar okkar á loftslagsbreytingum og á hættuleg- um efnum, sem fara upp fæðukeðj- una. Menn hafa orðið vaxandi áhyggjur af kvikasilfri, sem berst með bruna á kolum aðallega frá Afríku og Asíu með loftstraumum á norðlægar slóð- ir. Þar leysist kvikasilfrið út í and- rúmsloftið með úrkomu og áfram út í fæðukeðjuna, aðallega í fitu sjávar- dýra. Helst myndast hættuleg efna- sambönd kvikasilfurs á vorin þegar sól fer að skína og til verður fyrir- bæri, sem kallast Polar Sunrise Phenomen. DDT er á hinn bóginn skordýraeitur, sem notað er í þróun- arríkjunum til að halda niðri plágum í garðyrkju og landbúnaði, en ferðast engu að síður með loftstraumum til norðurs. Nú er búið að gera alþjóða- samning gegn notkun og losun á þrá- virkum lífrænum efnum eftir að vís- indamenn voru farnir að mæla þessi efni í talsvert hækkuðum gildum, en ljóst er að fleira þarf að koma til. Grípa þarf t.d. inn í með því að tak- marka bruna á kolum og bæta tækni, en eins og málum er nú víða háttað í heiminum, er verið að brenna kol með mjög frumstæðum hætti. Finna þarf svo í staðinn nýja og endurvinn- anlega orkugjafa á borð við vatns- orku, jarðvarma, vind- og sólorku.“ Eftir hádegið var siglt frá Nýja- Álasundi og farið í hraðbátum að Blomstrandjökli. „Þar fórum við í land og gengum upp jökulinn teymd saman í bandi þar sem hann er nokk- uð sprunginn. Heyra mátti háa hvelli þegar ísinn var að bresta því jökull- inn hefur hopað umtalsvert á síðustu árum þannig að Blomstrandnesið er orðið að Blomstrandeyju. Útsýni af jöklinum var stórfenglegt. Þaðan mátti sjá skriðjöklana falla fram í fló- ann umkringda afar fallegum fjöll- um. Eftir jöklagönguna sigldum við aftur út í skipið, sem lagði svo af stað áfram norður á bóginn.“ Stórhættulegir ísbirnir Flotgallarnir voru á ný teknir fram að morgni miðvikudagsins og farið í land til að skoða Grafnesið í Magdalenufirði, sem íslenski um- hverfisráðherrann segist ekki ætla að reyna að lýsa með orðum. Feg- urðin sé slík að menn verði að upplifa sjálfir. „Í Grafnesinu eru merkilegar minjar um gamla hvalveiðitímann. M.a. er þar stór grafreitur þar sem hvalveiðimenn voru jarðsettir og staðurinn dregur nafn sitt af. Þarna hittum við tvo menn, lögreglumann og landvörð, sem fylgjast með staðn- um, en um 20 þúsund ferðamenn koma í land á átta vikum á sumrin. Vegna átroðnings þurfti að girða nesið af fyrir skömmu, en Grafnesið er vinsælasti ferðamannastaðurinn á Svalbarða. Á þessum slóðum ber þó að varast ísbirni, en þeir geta verið stórhættulegir ferðamönnum og granda að meðaltali einum ferða- manni á fjögurra ára fresti.“ Næsti viðkomustaður ráðherr- anna var Virgohöfn, en þar geta þeir einir farið í land sem hafa skriflegt leyfi héraðsstjórans á Svalbarða og þá mega aðeins tólf manns fara í land í einu. „Þessar takmarkanir á land- göngu voru settar til að verja menn- ingarminjar fyrir ágangi ferða- manna, en frá Virgohöfn lögðu langflestir leiðangrar á sínum tíma upp sem freistuðu þess að ná til norðurpólsins á loftbelgjum. Virgo- höfn er í einum af þremur þjóðgörð- um Svalbarða, þjóðgarðinum norð- vestur af Svalbarða sem stofnaður var árið 1973. Þar er stórfenglegt landslag, fjölbreytt plöntu- og dýra- líf á landi og í sjó. Margir sjófuglar verpa í þjóðgarðinum auk þess sem þar er að finna rostunga, hreindýr, ísbirni og heimskautarefi. Margar menningarminjar frá hvalveiðitím- anum frá um 1600 eru þarna og rúst- ir norskra og rússneskra veiði- manna. Seinnipart dags var akkerum hent út og farið í land í Músahöfn, þar sem reyndar aldrei hafa fundist mýs frekar en annars staðar á Svalbarða. Brýnt var fyrir mannskapnum að fara varlega og vera vel vopnaður þar sem ísbirnir væru í sjónmáli. Í Músahöfn mun ungur veiðimaður, Tommy Sandal, að nafni, búa aleinn í vetur ásamt átta grænlenskum sleðahundum, en hann hefur m.a. að- stoðað við rannsóknir á heimskaut- arefnum. Eftir spjall við hann fór hluti hópsins í þriggja tíma fjall- göngu, sem lauk ekki fyrr en um miðnætti, og á leið til skips gátum við skoðað í kíki ísbjörn sem var að spóka sig á ströndinni áður en áð var eftir langan, skemmtilegan og óvenjulegan dag.“ Rostungar og hvalir Vaknað var snemma að morgni fimmtudagsins til að sjá Moffen, friðaða eyju norðarlega á Svalbarða þar sem heldur sig fjöldi rostunga og því má ekki fara nær eyjunni en í 300 metra færi. Þarna var skipið Lance sífellt að rekast á ísjaka og skömmu síðar var hægt að henda út stiga á fastan ís. „Við skemmtum okkur konunglega við að ganga um á ísn- um, sér í lagi ráðherrarnir frá Kína og Suður-Afríku. Um miðjan dag hífðum við inn lítið troll til að sjá dýralífið í sjónum. Þegar svo kvöld- vaka stóð sem hæst, fengum við út- kall um að hvalir væru í nánd og sáum þá á sveimi fram á nótt.“ Um hádegi næsta dag var siglt inn til Longyearbæjarins á ný þar sem leiðangursmenn yfirgáfu skipið Lance, sem siglt hafði með þá um Svalbarða og norður fyrir 80. breidd- argráðu. Þar með var kominn tími til að kveðja og pakka niður vetrarföt- unum. á Svalbarða Tignarlegur á toppnum í Grafnesi. Þar eru merkilegar minjar um gamla hvalveiðitímann. Lena Sommestad, umhverfisráðherra Svíþjóðar, kælir tærnar í Grafnesi. join@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 2003 B 3 Heimsferðir bjóða borgarævintýri til fegurstu borga Evrópu á hreint frábærum kjörum með beinu flugi í haust. Alls staðar nýt- ur þú þjónustu reyndra fararstjóra okkar, sem eru á heimavelli á söguslóðum og bjóða spennandi kynnisferðir meðan á dvölinni stendur. Notaðu tækifærið og kynnstu mest spennandi borgum Evrópu, mannlífi og menningu og upplifðu ævintýri í haust. Fegurstu borgirnar í beinu flugi í haust frá kr. 28.550 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Róm 1.-5. okt. Heimsferðir bjóða nú einstakt tæki- færi til borgarinnar eilífu í beinu flugi þann 1. okt. frá Íslandi til Rómar. Nú getur þú kynnst þessari einstöku borg sem á engan sinn líka í fylgd farar- stjóra Heimsferða og upplifað árþús- undamenningu og andrúmsloft sem er einstakt í heiminum. Péturstorgið og Péturskirkjan, Vatíkanið, Spænsku tröppurnar, Colosseum, Forum Romanum og Pantheon hofið. Sjá www.heimsferðir.is Verð frá kr.65.850 Búdapest október fimmtud. og mánud., 3, 4 eða 7 nætur Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem Íslendingum býðst nú að kynn- ast í beinu flugi frá Íslandi. Hér getur þú valið um góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta Budapest og spennandi kynnisferðir með farar- stjórum Heimsferða. Verð kr. 28.550 Flugsæti til Budapest 20. okt. með 8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Verona 17. sept., 5 nætur Fegursta borg Ítalíu, þar sem þú getur notið hins besta af ítalskri menningu um leið og þú gengur um gamla bæinn, skoðar svalir Júlíu og kynnist frægasta útileik- húsi Ítalíu, Arenunni í Verona eða ferðast um Gardavatn og Feneyjar. Verð kr. 29.950 Flugsæti með sköttum. Völ um 3 og 4 stjörnu hótel. Ekki innifalið: Forfalla- gjald, kr. 1.800 valkvætt. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Prag Okt. og nóv. fimmtud. og mánud., 3, 4 eða 7 nætur Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara nú hingað í þúsundatali á hverju ári með Heims- ferðum. Fararstjórar Heimsferða gjör- þekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag. Verð kr. 29.950 Flug og hótel í 3 nætur. M.v. 2 í her- bergi á Quality Hotel, 3. nóv. með 8.000 kr. afslætti. Skattar innifaldir. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Barcelona 2. okt. 3 nætur 22./26./30. okt. 4 nætur Einn vinsælsti áfangastaður Íslend- inga í 11 ár. Heimsferðir bjóða nú bein flug í október, sem er einn skemmtilegasti tíminn til að heim- sækja borgina. Menningarlífið er í hápunkti og ótrúlegt úrval listsýn- inga og tónleika að heimsækja ásamt spennandi næturlífi og ótrú- legu úrvali verslana. Fararstjórar Heimsferða kynna þér borgina á nýjan hátt, enda hér á heimavelli. Verð kr. 49.950 Flug og hótel í 4 nætur. M.v. 2 í herbergi á Aragon, 22. okt. Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flug- velli kr. 1.800. Sorrento 30. sept., 5 nætur Heimsferðir bjóða nú í fyrsta sinn á Íslandi beint flug til Napolí og dvöl í Sorrento, þessum frægasta sumar- leyfisstað Ítalíu. Hér kynnist þú hinni ótrúlega fögru Amalfi strönd, eyjunni Capri, Pompei og Napolí. Ótrúlega fallegt umhverfi og heill- andi andrúmsloft á þessum fagra stað. Völ um úrvalshótel í hjarta Sorrento. Verð kr. 63.650 Flug og hótel í 5 nætur. M.v. 2 í her- bergi á La Meridiana með morgunmat. Skattar innifaldir. Ferðir til og frá flug- velli kr. 1.800. Verð m.v. 2 í herbergi, Hotel Villa Torlonia, flug, gisting, skattar, íslensk fararstjórn. Ekki innifalið: Forfalla- gjald, kr. 1.800 valkvætt. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.