Morgunblaðið - 15.09.2003, Page 4
FRÉTTIR
4 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Skógarhlíð 18, sími 595 1000 – www.heimsferdir.is
Fegursta borg
Evrópu og eftir-
læti Íslendinga
sem fara nú hing-
að í þúsunda tali
á hverju ári með
Heimsferðum.
Fararstjórar
Heimsferða gjör-
þekkja borgina
og kynna þér
sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í
hjarta Prag, frábærir veitinga- og skemmtistaðir.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 39.950
Flug og hótel í 3 nætur,
helgarferð 25. sept.
M.v. 2 í herbergi á Quality Hotel.
Skattar innifaldir.
Hvenær er laust
25. sept.– 17 sæti
28. sept.– laust
2. okt. – uppselt
6. okt. – laust
9. okt. – 7 sæti
13. okt. – laust
16. okt. – uppselt
20. okt. – 22 sæti
23. okt. – 32 sæti
27. okt. – laust
30. okt. – 25 sæti
3. nóv. – laust
6. nóv. – uppselt
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Verð kr. 29.950
Flug og skattar. Almennt verð kr. 31.450
Prag
helgarferð 25. sept.
frá kr. 29.950
Október og nóvember
Fimmtudaga og mánudaga
3, 4 eða 7 nætur
BANKASTJÓRI Landsbankans,
Halldór J. Kristjánsson, segir gagn-
rýni Friðriks Pálssonar, fráfarandi
stjórnarformanns SÍF á ummæli sín
um sameiningu SÍF og SH á mis-
skilningi byggða. Í viðtali í Morgun-
blaðinu sagði Friðrik að það hafi ver-
ið óheppilegt og hleypt illu blóði í
menn þegar Halldór hafi gefið í skyn
að SH og SÍF yrðu sameinuð með
góðu eða illu.
Halldór segir að það hefði verið
rétt af sér og nauðsynlegt að ítreka
skýra afstöðu bankans til þessara
mála, úr því að opinber umræða um
málið var hafin. „Reyndar höfðu aðr-
ir hluthafar í félögunum haft frum-
kvæðið og tjáð sig um málið opinber-
lega án vitundar Landsbankans. Í
umræddu viðtali í Morgunblaðinu 24.
ágúst og viðtali sem birtist tveimur
dögum síðar kom sérstaklega fram
að vilji Landsbankans stóð til sam-
einingar félaganna í víðtækri sátt.
Reyndar tel ég aðalatriði málsins
vera að skynsamlegt er að sameina
félögin og að því beri að stefna.
Hugsanlega má gera það í áföngum
en endamarkmiðið ætti að vera
skýrt. Faglegt viðhorf Landsbank-
ans hefur ekkert breyst og allir sem
málið hafa skoðað í kjölinn eru sam-
mála þessu mati Landsbankans.
Landsbankinn hefur frá því í janúar
unnið að sameiningu SH og SÍF í eitt
öflugt markaðs-og sölufyrirtæki á
sjávarafurðum sem hefði burði til að
takast á við harða
samkeppni á al-
þjóðlegum mörk-
uðum.“
Fagleg
framganga
Landsbankans
Halldór segist
á hinn bóginn
eðlilega vera sam-
mála því mati
Friðriks, sem fráfarandi formanns
SÍF, í umræddu viðtali að Lands-
bankinn hafi „komið vel fram í þess-
um málum og framganga hans [ver-
ið] fagleg“. Varðandi hlut Lands-
bankans í SH segir Halldór að
aðkoma Landsbankans að SH og
kaup á 25% hlut hafi verið ákveðin og
kynnt 6. janúar 2003, tveimur dögum
áður en samningur um ráðgjöf bank-
ans vegna samruna SÍF og SH var
staðfestur af félögunum en samning-
ur þar að lútandi hafi verið undirrit-
aður 8. janúar og kynntur á Verð-
bréfaþingi að morgni næsta dags.
„Fullt samkomulag var um þessa
vinnu bankans. Því er það afar
ósanngjarnt að gagnrýna Lands-
bankann síðar fyrir þátt hans sér-
staklega af þeim sem að því sam-
komulagi stóðu þá.“
Halldór segir að síðsumars, þegar
ljóst var að minnihluti eigenda í SÍF
gæti vegna andstöðu sinnar við sam-
einingu tafið sameiningaráformin,
hafi Landsbankinn talið rétt að gera
aðilum málsins grein fyrir því að
bankinn mundi ekki una óbreyttri
stöðu og vildi hraða niðurstöðu í mál-
inu. Yfirlýsing um að bankinn myndi
leita „annarra leiða“ næðist ekki
samkomulag um samruna í sátt við
helstu aðila hafi þjónað þeim tilgangi.
Landsbankinn vildi alltaf
samruna á jafnréttisgrunni
„Ein slík leið er nú komin fram og
þó svo bankinn hafi ekki náð megin-
markmiðum sínum að sinni er hann
fullkomlega sáttur við niðurstöðu
málsins. Landsbankinn vann af full-
um heilindum í þessu máli – hann var
alltaf samkvæmur sjálfum sér og
gætti ávallt að hagsmunum hluthafa,
starfsfólks og viðskiptavina í SH,
SÍF og Landsbankanum. Minnihlut-
anum í SÍF var alltaf ljóst að vilji
bankans stóð til samruna á jafnrétt-
isgrunni og voru útfærðar hugmynd-
ir þar að lútandi kynntar aðilum.
Gagnrýni einstaka hluthafa SÍF á
bankana er mér því ekki skiljanleg.“
Halldór segir mestu skipta að skýr
eignaraðild sé nú á SÍF og hluthafar
SH uni hlut sínum vel. Hann telur lít-
ils virði að velta fyrir sér hvað hefði
getað gerst ef hlutirnir hefðu þróast
á annan veg en þeir gerðu. „Mikil-
vægast nú er að halda áfram að leita
leiða til að styrkja starfsemi þessara
mikilvægu félaga en endamarkmiðið
ætti að vera skýrt,“ segir Halldór.
Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans
Ósanngjarnt að gagnrýna
bankann fyrir hans þátt
Halldór J.
Kristjánsson
UMMÆLI Friðriks Pálssonar, frá-
farandi stjórnarformanns SÍF, í við-
tali í Morgunblaðinu á föstudaginn
vekja furðu og getgátur hans um
markmið Íslandsbanka eru fráleit-
ar. Þetta segir Bjarni Ármannsson,
forstjóri Íslandsbanka.
Í viðtalinu heldur Friðrik því
fram að Íslandsbanki hafi aldrei
gefið færi á öðru en yfirtöku SH á
SÍF og að bankinn hafi látið stjórn-
ast af þröngum hagsmunum sínum
og samstarfsaðila sinna í Kanada.
Þetta hafi öðru fremur komið í veg
fyrir sameiningu félaganna.
„Vangaveltur um að Íslandsbanki
gangi erinda ákveðinna hópa eða
fyrirtækja, hvort sem er innlendra
eða erlendra,
eiga sér enga
stoð í veru-
leikanum,“ segir
Bjarni. „Mark-
mið Íslandsbanka
var það eitt að ná
samstöðu um að
efla fyrirtækin.
Eins og fram hef-
ur komið náðist
hins vegar ekki
að mynda samstöðu innan SÍF um
samrunann og því varð niðurstaða
okkar að selja hlutabréf okkar í
SÍF.“
Þá segir Bjarni það alltaf hafa
legið ljóst fyrir að Íslandsbanki hafi
stutt það viðhorf meirihluta eigenda
SH og SÍF að samruni fyrirtækj-
anna myndi verða hluthöfum og við-
skiptavinum beggja félaga til hags-
bóta. Óumdeilt sé að samruni myndi
bæta arðsemi félaganna verulega og
skapa afar öflugt fyrirtæki í sölu
sjávarfangs á alþjóðavísu.
Sameining ein af þeim
leiðum sem eigendur skoði
„Forsendur fyrir aukinni hag-
kvæmni í rekstri félaganna með
sameiningu þeirra hafa hins vegar
ekki breyst og sameining, að hluta
eða í heild, hlýtur því áfram að vera
ein af þeim leiðum sem eigendur fé-
laganna skoða,“ segir Bjarni.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka
Getgátur Friðriks
Pálssonar eru fráleitar
Bjarni
Ármannsson
FORSVARSMENN Norður-
orku eru að skoða þann mögu-
leika að virkja Glerá á nýjan
leik. Fyrirtækið hefur sent bæj-
arráði Akureyrar erindi þar sem
óskað er eftir einkaleyfi til
rannsókna og virkjana í ánni.
Bæjarráð fól bæjarstjóra að
ganga til viðræðna við Norður-
orku hf. um málið. Franz Árna-
son, forstjóri Norðurorku, sagði
að líkurnar væru meiri en minni
á því áin yrði virkjuð á þeim
stað sem hún var virkjuð á sín-
um tíma.
Hann sagði að verulegar líkur
væru á því að slík virkjun gæti
borgað sig en að öðrum kosti
yrði ekki ráðist í framkvæmdir.
Komi til þess að Glerá verði
virkjuð verður ráðist í fram-
kvæmdir á næsta ári, á 100 ára
afmæli rafvæðingar á Íslandi.
Franz sagði að framleiðslugeta
virkjunarinnar yrði um 1,5
GWst.
Göngubrú er yfir stífluna á
Glerá sem Rafveita Akureyrar
lét hanna í tilefni af 75 ára af-
mæli veitunnar árið 1997. Stífl-
an er fyrsta mannvirki Rafveit-
unnar og hluti af Glerárstöð,
sem var fyrsta virkjun veitunn-
ar.
Stíflan var byggð 1921, stöðv-
arhúsið 1922 og virkjunin tekin í
notkun það ár. Stíflan á Glerá
var endurbyggð 1986 og gegnir
því hlutverki að hefta sand- og
malarburð ofan á eyrarnar.
Áður en stífla var gerð þarna
fylltist farvegur árinnar oft af
möl á eyrunum og olli það flóð-
um.
Norðurorka
vill virkja Glerá
ÞESSI myndarlegi svarti sauður
skar sig úr hópnum þegar smala-
menn á Fossá á Síðu voru að
smala í síðustu viku. Özur Lár-
usson, framkvæmdastjóri Lands-
samtaka sauðfjárbænda, sagði í
samtali við Morgunblaðið að fé
kæmi víðast hvar vænt af fjalli,
enda tíðarfar með eindæmum gott
og gróður hafi tekið snemma við
sér í vor.
Réttirnar gríðarlega
vinsælar hjá almenningi
Özur var nýkominn út tveimur
réttum, í Gnúpverjahreppi og
Skaftholtshreppi, með hóp af Dön-
um og Bandaríkjamönnum. „Það
liggur við að segja að það sé meira
af fólki í þessum réttum en sauðfé,
réttir eru greinilega gríðarlega
vinsælar og heilu rúturnar sem
koma með fólk,“ segir Özur. Hann
segir að fjölskyldufólk sé einnig
duglegt að sækja réttirnar sem
komi oftast á einkabílum. Ekki
þurfi að spyrja að því að stemmn-
ingin í réttum sé með eindæmum
góð og mikil gleði í mannskapnum.
Réttað var um helgina í Brekku-
rétt í Norðurárdal, Fellsendarétt í
Miðdölum, Hlíðarrétt í Bólstað-
arhlíðarhreppi, Kirkjufellsrétt í
Haukadal og Skrapatungurétt í
Vindhælishreppi.
Í dag verður réttað í Svigna-
skarðsrétt, Svignaskarði, á morg-
un í Grímsstaðarétt á Mýrum og á
miðvikudag verður m.a. réttað í
Klausturhólarétt í Grímsnesi.
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
Fé kemur
vænt af fjalli á
þessu hausti