Morgunblaðið - 15.09.2003, Side 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 11
Námskeið fimmtudaginn 25. september
fyrir þá, sem vilja læra ISO 9000
gæðastjórnunarstaðlana.
Farið er yfir megináherslur og uppbyggingu staðlanna og
hvernig má beita þeim
við að koma á og viðhalda gæðakerfi.
Verklegar æfingar.
Námskeiðið fer fram hjá Staðlaráði Íslands, Laugavegi 178,
kl. 8.30-14.45. Þátttökugjald kr. 18.500
Nánari upplýsingar og skráning á vef Staðlaráðs,
www.stadlar.is eða í síma 520 7150
ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlarnir
- Lykilatriði, uppbygging og notkun -
fólkið er að koma
DR. JEFFREY D. Sachsgegndi stöðu prófessors íhagfræði við Harvard-háskóla í rúma tvo ára-
tugi, eða frá 28 ára aldri, allt þar til
hann tók við stöðu prófessors og yf-
irmanns Jarðarstofnunarinnar við
Columbia-háskóla í New York í
fyrra. Hann er sérfræðingur á sviði
heilbrigðisfræða og svokallaðrar
þróunarhagfræði. Hann var nýverið
sagður „líklega mikilvægasti hag-
fræðingur samtímans“ í tímaritinu
Time en Sachs hefur í gegnum árin
veitt mörgum fátækum löndum í
Afríku, Suður-Ameríku og Austur-
Evrópu ráðgjöf í efnahagsmálum.
Hann er sérlegur ráðgjafi Kofi Ann-
an, aðalritara Sameinuðu þjóðanna,
og hefur ritað fjölda bóka og fræði-
greina um þróunar- og heilbrigð-
ismál og alþjóðaviðskipti.
Hvaða tilgangi þjóna alþjóða-
viðræður eins og þær sem nú hafa
farið fram í Cancun?
„Fundurinn í Cancun er hluti svo-
kallaðra Doha-viðræðna en upphaf-
legur tilgangur þeirra var að opna
heimsviðskipti frekar. Mörgum hef-
ur þótt að alþjóðaviðræður hafi oft
verið hliðhollar ríku löndunum. Í
þessari viðræðulotu, sem hófst í nóv-
ember 2001 í Katar, var ætlunin að
leggja sérstaka áherslu á hag fá-
tæku landanna, sérstaklega þeirra
allra fátækustu.“
Hvernig hefur til tekist að þínu
mati?
„Þetta hefur gengið óþolandi
hægt. Það sem fátæku löndin þurfa
er einkum þrennt. Í fyrsta lagi auk-
inn aðgangur að mörkuðum ríku
landanna, sérstaklega fyrir landbún-
aðarvörur, í öðru lagi vilja þau ein-
faldari reglur um hugverkarétt til
að gefa þeim kost á nauðsynlegum
lyfjum til að berjast gegn sjúkdóm-
um. Hið þriðja sem þróunarlöndin
þurfa er aðgengilegra fjármálakerfi.
Það sem hefur verið að gerast er
að ríku löndin hafa ekki staðið sig
sem skyldi í að draga úr hindrunum
á mörkuðum fyrir landbún-
aðarvörur. Þessar hindranir eru
bæði í formi niðurgreiðslna sem ríku
löndin veita sínum eigin bændum til
framleiðslu og útflutnings og einnig
takmarkanir á möguleikum fátæku
landanna til að flytja sínar vörur út
til ríku landanna vegna hárra tolla.
Það hafa ekki orðið miklar framfarir
á þessu sviði.“
Pólitískt vandamál að
hætta verndarstefnu
Hverjar eru helstu ástæður fyrir
því að það gengur svo hægt að opna
markaði, til dæmis fyrir landbún-
aðarafurðir?
„Það er mikil verndarstefna í
gangi í öllum ríku löndunum í kring-
um landbúnaðinn. Bændur eru mik-
ilvægur hagsmunahópur víðast
hvar, bæði í Bandaríkjunum og í
löndum Evrópusambandsins.
George W. Bush veit mætavel að
hann verður að fá atkvæði frá
bændaríkjum í kosningunum 2004
ætli hann að halda forsetastólnum.
Hann vill því ekki hliðra mikið til í
þessum efnum. Sama gildir til dæm-
is um Chirac og aðra leiðtoga í Evr-
ópulöndum sem eru með öflugan
landbúnaðargeira. Að opna markaði
fyrir landbúnaðarafurðir þýðir að
lækka verður niðurgreiðslur og
leyfa innflutning, en þetta hefur ver-
ið pólitískt erfitt í ríku löndunum.
Munurinn er sá að í ríku löndunum
er þetta spurning um pólitíska erf-
iðleika en í þeim fátæku er þetta í
rauninni spurning uppá líf og dauða
í ákveðnum skilningi.
Lítum á dæmið um bómullarrækt-
endur í Vestur-Afríku, í ríkjum eins
og Chad, Burkina Faso og Níger
sem eru gríðarlega fátæk lönd. Þau
selja bómull til ríku landanna en
bæði Bandaríkin og Evrópa vernda
þennan iðnað bæði með því að tak-
marka magnið sem flytja má inn og
með ofurtollum. Bómullarbændur í
þessum allra fátækustu ríkjum
heims eru nokkrar milljónir. Í ríku
löndunum snýst þetta um pólistíkan
hentugleika. Í Flórída eru nokkrar
þúsundir bómullarbænda og þess
vegna hefur Bush-stjórnin ekki ver-
ið tilbúin að opna fyrir meiri inn-
flutning á bómull til landsins. Fyrir
þessi fátæku lönd er það algerlega
lífsnauðsynlegt að koma sínum
vörum á markað eigi þau einhvern
tímann að komast upp úr fátæktinni.
En af því að ríku löndin eru svo
valdamikil heldur þessi þróun
áfram. Þetta er það ójafnvægi sem
þarf að leiðrétta.“
Mótmælendur virðast alltaf láta í
sér heyra þegar alþjóðlegir fundir
eru haldnir, líkt og í Cancun nýver-
ið. Hver eru rök þeirra sem mót-
mæla alþjóðavæðingu og alþjóða-
viðskiptum?
„Hreyfingin sem stendur á móti
alþjóðavæðingu verður sterk á með-
an árangur alþjóðavæðingar er ekki
betri en raun ber vitni. Þrátt fyrir
alla alþjóðasamninga heldur ástand-
ið í fátækustu löndunum áfram að
versna. Það er ekki tekið nægilega
vel á farsóttum eins og alnæmi og
malaríu. Umhverfismálin eru ekki
tekin nógu föstum tökum. Þetta eru
allt raunveruleg vandamál sem and-
stæðingar alþjóðavæðingar benda á.
Lausnir þeirra eru hins vegar mjög
ósannfærandi. Þessi hreyfing virðist
einbeita sér að því að benda á hvað
alþjóðleg stórfyrirtæki eru slæm.
Það eru ekki fyrirtækin sem eru
vandamálið heldur alþjóðlegar regl-
ur leiksins, lögin sem við setjum og
ónóg aðstoð okkar við þróun-
arlöndin.“
Góðar og slæmar
fréttir á sama hnetti
Þú hefur skoðað alþjóðakerfið í
yfir tvo áratugi sem prófessor og
efnahagsráðgjafi. Hefur bilið milli
ríkra og fátækra landa aukist á
þessum tíma?
„Ástandið er flóknara en svo að
hægt sé að setja dæmið upp þannig.
Hvorki ríku löndin né mótmælend-
urnir í Cancun virðast átta sig á því.
Andstæðingar alþjóðavæðingar
segja að þeir ríku verði ríkari og
þeir fátæku verði fátækari. En það
er of mikil einföldun því mörg fátæk
ríki eru að verða ríkari, eins og Kína
og Indland. Ríku þjóðirnar segja að
allir hagnist á alþjóðavæðingu. Það
er ekki heldur rétt því fátækasta
fólkið í heiminum kemst ekki neitt
áfram. Mér sýnist á öllu saman að í
þessum alþjóðamálum verði bæði
andstæðingar og fylgjendur al-
þjóðavæðingar að vera raunsærri.
Við höfum séð bæði góðar og slæm-
ar afleiðingar alþjóðakerfisins. Auk-
inn hagvöxtur í Kína og Indlandi og
endalok miðstýringarkerfis í gömlu
Sovétríkjunum eru dæmi um góðar
afleiðingar. En síðustu tveir áratug-
ir hafa líka verið tímabil alnæmis og
skelfilegrar fátæktar í Afríku. Allt
er þetta að gerast á sama hnett-
inum, bæði slæmu og góðu frétt-
irnar. Það sem ég er alltaf að reyna
að leggja til er að við lítum á sönn-
unargögnin og finnum lausnir á
vandanum í stað þess að búa til slag-
orð.“
En geta alþjóðavæðing og opnari
markaðir hjálpað fátækustu lönd-
unum?
„Já, það er fjöldi dæma um það nú
þegar að alþjóðavæðing hafi skipt
sköpum fyrir þróun. Stærstu dæmin
eru Kína og Indland en bæði þessi
hagkerfi vaxa hratt og sá hagvöxtur
aðstoðar hundruð milljóna manna
við að komast út úr fátækt. Vandinn
er sá að þessi árangur næst ekki í
ríkjum Afríku sunnan Sahara, Mið-
Asíuríkjum og víðar. Það sem þarf
að gera er að skoða hvers vegna
sum lönd ná árangri en ekki önnur
og finna lausnir. Hvorki ríku löndin
né andstæðingar alþjóðavæðingar
hafa skoðað þetta nægilega vel.
Hvað varðar Afríku eru mörg ríkin
þar svo fátæk, svo skuldsett og svo
einangruð af viðskiptahindrunum að
þau geta ekki komist upp úr fátækt-
inni. Alþjóðakerfið þarf að einbeita
sér að því að veita þessum ríkjum
meiri aðstoð og auka aðgang þeirra
að mörkuðum ríku landanna. Afríka
getur ekki nýtt sér alþjóðamarkaði
eins og ástandið er núna.“
Þú segir að ríku löndin verði að
opna markaði og auka aðstoð við hin
fátæku. Hvar passar ríkt en afar lít-
ið land eins og Ísland inn í þessa
heimsmynd? Hvað getur okkar
smáa hagkerfi gert fyrir al-
þjóðakerfið?
„Ísland er gott fordæmi fyrir
mörg smáríki í heiminum vegna
þess árangurs sem hér hefur náðst.
Reyndar tel ég það áhugavert að
skoða útfrá sjónarmiðum hagfræð-
innar hvernig ríki með færri en 300
þúsund íbúa getur haft svo miklar
tekjur á hvern íbúa. Það hefur að
gera með sögu og menningu lands-
ins, hinar náttúrulegu auðlindir
landsins og það að Ísland barðist
fyrir fiskveiðilögsögu sinni. Það
gafst ekki upp þótt mun stærri og
sterkari ríki reyndu að taka af því
völdin. Þetta er það sem ég er sífellt
að segja fátækum löndum Afríku.
Ríku löndin munu ekki bara gefa
þeim það sem þau þarfnast, þau
verða að gera kröfur. Ísland sagði;
við þurfum lögsögu sem er nægilega
stór til að við getum fætt þjóðina og
til að geta stundað sjávarútveg af
einhverju viti. Fátæku löndin í Afr-
íku þurfa á skuldaniðurfellingu að
halda. Þetta eru mjög ólíkar þarfir
en fátæk lönd þurfa að gera það
sama og Ísland gerði. Gera kröfur
og berjast fyrir að fá þær uppfylltar.
Ísland hefur verið í forystu í sjáv-
arútvegi og fiskveiðistjórnun í heim-
inum og reynt að nýta vísindalegar
aðferðir við athuganir á fiskistofn-
um. Allar rannsóknir sýna að fiski-
stofnar í heiminum eru í slæmu
ástandi. Ísland hefur leiðtoga-
hlutverki að gegna á því sviði. Ég sé
hlutverk Íslands í því að hjálpa við
að deila með öðrum þeim árangri
sem náðst hefur hér og því að vinna
vísindalega að stýringu fisk-
veiðistofna í höfum heimsins. Íslend-
ingum hefur gengið vel að fylgjast
með sinni helstu auðlind, fiskinum í
kringum landið, og ættu að nýta
þekkingu sína á því sviði svo fiski-
stofnar heimsins klárist ekki.“
Bush talar mikið en gerir lítið
Hvað með hin stærri og ríkari
lönd, hvað eru þau að gera til að
bæta ástandið í heiminum?
„Hin raunverulega ábyrgð liggur
hjá Bandaríkjunum og hjá Evrópu-
sambandinu sem tveimur af stærstu
efnahagsmiðstöðvum heimsins. Þau
verða að sinna sínu leiðtoga-
hlutverki í alþjóðakerfinu betur.
Bandaríkin eru því miður upptekin
af því að sóa fé í þessu stríði í Írak í
stað þess að hjálpa til við að gera
breytingar í átt að jafnara heims-
viðskiptakerfi, sem þau gætu sann-
arlega eytt peningum í. Bandaríkin
vilja vera í heimsleiðtogahlutverki
en átta sig ekki á þeirri ábyrgð sem
því fylgir. Bandaríkin standa sig
mjög illa í því að gera ástandið í
heiminum stöðugra og bæta að-
stæður fátækustu ríkjanna.“
En hvað er Bush Bandaríkja-
forseti að gera í þróunarmálum?
„Bush hefur haldið nokkrar ræð-
ur um þróunarmál en að öðru leyti
nánast ekki gert neitt. Hann til-
kynnti að Bandaríkin myndu setja
fram stóra áætlun í baráttunni gegn
alnæmi og malaríu en sú áætlun
finnst hvergi. Bush ætlar aðeins að
leggja 200 milljónir Bandaríkjadala
[16 milljarða króna] í ár til barátt-
unnar gegn alnæmi og malaríu. Ég
ber það gjarnan saman við 87 millj-
arðana [6.900 milljarða króna] sem
hann vill fá aukalega til að berjast í
Írak. Hann biður um minna en einn
fjögurhundraðasta af Íraksfénu til
að setja í alþjóðasjóð í þágu barátt-
unnar gegn alnæmi og malaríu. Það
er hræðileg, fáránleg og hættuleg
misnotkun á fjármunum. Of mikið í
stríð og nánast ekkert í frið.
Bush talar og kannski gerir hann
eitthvað en það er svo lítið miðað við
það sem væri hægt að gera. Nú vill
Bush verja 20 milljörðum dala í end-
uruppbyggingu í Írak á þessu ári.
Sumir myndu segja að það væri
rausnarlegt en ég spyr hvers vegna
ættu 24 milljónir manna sem sitja á
næststærstu olíulind heims að fá 20
milljarða þegar Afríka fær aðeins
einn milljarð dala í þróunaraðstoð
frá Bandaríkjunum? Í Afríku sunn-
an Sahara eru 600 milljónir manna.
Af hverju er fénu svona skipt? Við
vitum svarið við því, það er olía und-
ir sandinum í Írak en ekki í Afríku.
Bandaríkin hafa mun meiri áhuga á
olíunni en á írösku þjóðinni.“
Þróunarlöndin og bilið milli þeirra
og ríku landanna verður til umræðu
á öðrum fundanna sem þú talar á í
dag. Hvað ætlarðu að leggja áherslu
á í erindinu?
„Ég ætla að tala um raunveruleg-
ar ógnanir fátækustu landanna í
heiminum og hvernig við getum
hjálpað þróunarlöndunum betur. Þá
ætla ég að setja fram hugmyndir um
hvernig Ísland gæti orðið leiðandi í
ákveðnum málum. Það er hópur af
mjög litlum, fátækum ríkjum sem
gætu þurft á aðstoð Íslands að
halda. Mörg þeirra eru hagkerfi sem
eru háð sjávarútvegi. Ísland er lítið
hagkerfi með stórt hjarta og ég held
að margir hafi áhuga á að heyra
hugmyndir um hvaða hlutverki Ís-
land gæti gegnt í alþjóðakerfinu til
að stuðla að þróun í heiminum,“ seg-
ir Jeffrey D. Sachs.
Lítið hagkerfi
með stórt hjarta
Hagfræðingurinn
Jeffrey D. Sachs telur
Ísland geta haft mikil-
vægu leiðtogahlutverki
að gegna á sviði fisk-
veiðistjórnunar í heim-
inum. Eyrún Magn-
úsdóttir ræddi við
Sachs um alþjóða-
viðskipti, nýafstaðinn
ráðherrafund í Cancun
og bilið milli ríkra og fá-
tækra í heiminum.
Morgunblaðið/Þorkell
Jeffrey D. Sachs segir að Bandaríkin ættu að leggja sitt af mörkum í átt að
jafnara heimsviðskiptakerfi í stað þess að sóa fé og tíma í stríðsrekstur.
’ Íslendingum hefur gengið vel aðfylgjast með sinni helstu auðlind, fisk-
inum í kringum landið, og ættu að nýta
þekkingu sína á því sviði svo fiskistofn-
ar heimsins klárist ekki. ‘
eyrun@mbl.is