Morgunblaðið - 15.09.2003, Qupperneq 17
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 17
BESTI EVRÓPSKI LEIKSTJÓRINN
BESTI EVRÓPSKI LEIKARINN
BESTA EVRÓPSKA LEIKKONAN
Evrópska
kvikmynda-
akademían og
mbl.is
bjóða þér að taka þátt í
kosningu um besta
leikstjórann, besta leikarann
og bestu leikkonuna í
evrópskum kvikmyndum
síðasta árs.
Kjóstu
með því að merkja í hringinn
við nafn þess sem þú vilt
kjósa í hverjum flokki,
fylltu út formið og sendu á
heimilisfangið hér að neðan.
Þannig átt þú möguleika
á að komast á
verðlaunaathöfn
Evrópsku
kvikmyndaverðlaunanna
2003 sem haldin verður
6. desember í Berlín.
Á mbl.is
getur þú líka kosið
með því að smella
á hnappinn "Evrópsku
kvikmyndaverðlaunin 2003"
á forsíðu mbl.is
SKILAFRESTUR Á INNSENDINGUM OG ÞÁTTTÖKUFRESTUR Í NETKOSNINGU ER 31. OKTÓBER 2003. Klippið auglýsinguna út og sendið á eftirfarandi heimilisfang:
NAFN
HEIMILISFANG
PÓSTFANG
HEIMASÍMI/GSM
NETFANG
LAND
Taktu þátt
í vali fólksins!
UNDANFARNA daga hefur ver-
ið blásið til mikils liðssafnaðar gegn
sveitarstjórn Skeiða-
og Gnúpverja-
hrepps í því skyni að
taka af sveitarfé-
laginu sjálfsákvörð-
unarréttinn í skipu-
lagsmálum og að því
er virðist til að
hnekkja ákvörðun stjórnar Lands-
virkjunar frá 5. september sl. um að
fresta framkvæmdum við Norð-
lingaölduveitu, a.m.k. fram yfir
mesta framkvæmdakúfinn við Kára-
hnúka.
Ég á sæti í stjórn Landsvirkjunar
sem einn af þremur fulltrúum
Reykjavíkurborgar, en borgin á sem
kunnugt er um 45% eignarhlut í
Landsvirkjun. Ég tel nauðsynlegt að
fram komi að í stjórninni fylgi ég að
sjálfsögðu stefnu Reykjavík-
urborgar og Sambands íslenskra
sveitarfélaga að standa beri vörð um
sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga í
skipulagsmálum, sbr. samþykktir
síðasta landsþings Sambandsins
haustið 2002. Því virði ég niðurstöðu
hreppsnefndar Skeiða- og Gnúp-
verja sem hafnaði 19. ágúst sl. til-
lögu Landsvirkjunar um 568 m lón-
hæð, enda er það rétt tekin
ákvörðun af til þess bæru stjórn-
valdi. Landsvirkjun ber að virða þá
niðurstöðu.
Rétt er að fram komi að það var
ekki aðeins afstaða Skeiðamanna og
Gnúpverja sem varð til þess að
stjórn Landsvirkjunar ákvað að
fresta framkvæmdum við Norð-
lingaölduveitu. Margt annað kom til.
Rannsóknum á vegum Landsvirkj-
unar á krapamyndun í ánni lauk
t.a.m. ekki fyrr en í lok ágúst en þeir
sýndu að rekstraröryggi veitunnar
við 566 m lónhæð væri verra en við
568 m h.y.s. Hvað þýðir það? Jú,
hugsanlega að veitan yrði óhag-
kvæmari, arðsemin minni eða raf-
magnið dýrara, en þessir útreikn-
ingar liggja einfaldlega ekki fyrir
enn. Þá hefur komið fram að ekki
hefði verið hægt að bjóða út hönnun
veitunnar, eins og þó er skylt lögum
samkvæmt, fyrir tilsettan tíma.
Tímapressan er aftur til komin
vegna hinna miklu framkvæmda fyr-
ir austan; eiginfjárstaða Landsvirkj-
unar og þenslan í þjóðfélaginu leyfa
ekki að framkvæmdir við Norð-
lingaölduveitu beri upp á sama tíma
og mest gengur á fyrir austan.
Forstjóri Norðuráls hefur lagt
mikla áherslu á að flýta verði raf-
orkuöflun svo hægt verði að stækka
álverið á Grundartanga fyrir tiltek-
inn tíma. Forsvarsmenn Orkuveitu
Reykjavíkur og Hitaveitu Suð-
urnesja eru bjartsýnir á að þeir geti
afhent orku á tilsettum tíma og er
það vel hversu hratt og örugglega
þeir brugðust við. Ummæli forstjóra
Norðuráls um afstöðu Skeiða- og
Gnúpverja og ákall hans til stjórn-
valda um að „höggva á hnútinn“ eru
hins vegar smekklaus og ekki til
þess fallin að bæta ímynd fyrirtæk-
isins. Reyndar hafa fleiri verið í
þeim kór, m.a.s. sveitarstjórn-
armenn í öðrum landshlutum. Ég
skora á sveitarstjórnarmenn um
land allt að hvika ekki frá varðstöðu
um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfé-
laga í skipulagsmálum, enda þótt
þeim sé sumum heitt í hamsi nú út af
ákvörðun Skeiða- og Gnúpverja. Það
getur hæglega komið í bakið á þeim
síðar í heimabyggð.
Skipulags- og byggingalög nr. 73/
1997 taka á því hvernig leysa beri
ágreining milli sveitarfélaga og við
framkvæmdaaðila. Má þar nefna. 11.
gr., 12. gr. 6. málsgr., 12. gr. a, 15.
gr. og 22. gr., en að auki fjallar 8.
grein um það hvernig kæra má
stjórnvaldsúrskurði í skipulags- og
byggingamálum. Ég tel mjög
óheppilegt að erindi Landsvirkjunar
um óbreytta veitutilhögun við Norð-
lingaöldu var lagt fyrir Sam-
vinnunefnd um skipulag miðhálendis
8. september sl. í andstöðu við
hreppsnefnd Skeiðamanna og Gnúp-
verja og eftir að stjórn Landsvirkj-
unar hafði einróma ákveðið að fresta
framkvæmdum þar, a.m.k. fram yfir
meginframkvæmdatíma Kára-
hnjúkavirkjunar. Það er enda mikið
álitamál hvort nefndinni er heimilt
að taka við og auglýsa erindi beint
frá framkvæmdaaðila. Um það
fjallar 15. gr. skipulags- og bygg-
ingamála, sem var beitt við svæð-
isskipulag Kárahnjúka þar sem
mörg sveitarfélög komu að málum.
Samvinnunefnd um skipulag miðhá-
lendisins er eina svæðisnefndin þar
sem afl atkvæða ræður niðurstöðu,
enda er rauði þráðurinn í núgildandi
skipulagslögum sá að hvert sveitar-
félag hefur í raun neitunarvald um
skipulag og framkvæmdir á sínu
svæði. Beiðni Landsvirkjunar um
óbreytta veitutilhögun þrátt fyrir
samþykkt hreppsnefndar Skeiða- og
Gnúpverjahrepps má því túlka sem
beiðni um að Samvinnunefndin taki
fram fyrir hendurnar á heimamönn-
um.
Þetta var og er að mínu viti óþörf
ráðstöfun. Eðlilegra hefði verið að
draga erindið formlega til baka
vegna breyttra aðstæðna og nýta
tímann sem nú gefst til að leita sam-
komulags við hreppsnefndir Skeiða-
og Gnúpverja og Ásahrepps um nýja
veitutilhögun. Tímapressunni hefur
verið aflétt, stækkun Norðuráls hvíl-
ir ekki lengur á framkvæmdum í
Þjórsárverum einum og því loks tóm
til að ná aftur sátt í þessu viðkvæma
deilumáli. Ég vona að Landsvirkjun
og Samvinnunefnd um skipulag
miðhálendis gefi sér tíma til þess.
Náum sátt
um Þjórsár-
verin
Eftir Álfheiði Ingadóttur
Höfundur er fulltrúi Reykjavík-
urborgar í stjórn Landsvirkjunar.
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík
Laugavegi 63 • sími 5512040
Vönduðu silkiblómin
fást í
Fíkustré
LJÓSMYNDIR
mbl.is