Morgunblaðið - 15.09.2003, Page 18
18 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
H
ANNA Birna Kristjánsdóttir
skrifaði mánudaginn 8. sept-
ember grein á miðopnu
Morgunblaðsins um skóla-
byrjun dóttur sinnar sem
hafði, til allrar hamingju, gengið alveg
hreint prýðilega. Eftir að lesandi hafði varp-
að öndinni léttar yfir góðum endi á lítilli
sögu kom þó smiðshögg Hönnu Birnu á
greinina. Það var að þó að í Grunnskólum
Reykjavíkurborgar væri unnið „gott og
metnaðarfullt starf“ og þó að skólarnir
hefðu á skipa „frábæru starfsfólki“ sem
legði „mikla alúð í sín störf“ væri ljóst að
meðan áherslur Reykjavíkurlistans réðu
ferðinni fengju hvorki foreldrar, börn né
starfsfólk „nægileg tækifæri til að gera
þessa skóla enn betri“. Með öðrum orðum,
skólastefna Reykjavíkurlistans hefur haml-
andi áhrif á skólastarfið, reynt er að draga
máttinn úr annars metnaðarfullum ein-
staklingum.
Það lá við að ég tárfelldi yfir grein Hönnu
Birnu á dögunum. Þó ekki vegna þess að ég
telji örlög grunnskólanemenda í Reykjavík
sérlega ömurleg heldur vegna þess að mér
fannst grein Hönnu Birnu eins og hjáróma
bergmál af þeim klisjukennda málflutningi
sem sjálfstæðismenn hafa borið á borð í
menntamálum sem hefur aðeins eitt mark-
mið: Einkavæðingu.
Þetta sést greinilega á grein Hönnu
Birnu þar sem hún nefnir Garðabæ sem
dæmi um bæjarfélag þar sem yfirvöld hafi
mikinn metnað í menntamálum. Rökstuðn-
ingur? Jú, hinn nýi einkarekni Hjallastefnu-
skóli. Og hvernig einkaskóla vill Hanna
Birna fá? Jú, einkaskóla sem fá sama stuðn-
ing frá ríkinu og hinir opinberu skólar.
Þannig að skattgreiðendur greiða jafnt fyrir
einkaskóla – sem að auki innheimta skóla-
gjöld og hafa engar skyldur gagnvart hinu
opinbera – og opinbera skóla sem eru skyld-
ugir til að sýna fram á í hvað peningarnir
fara.
Þessa stefnu aðhyllast sjálfstæðismenn.
Þetta er auðvitað aðeins fyrsta skrefið í átt
til aukins einkarekstrar í menntakerfinu en
reynslan hefur verið sú að um leið og op-
inberir aðilar eru komnir í samkeppn-
isrekstur er þeim gert mjög erfitt fyrir í
þeim rekstri – þá kvarta einkaaðilarnir og
vilja fá meira frá ríkinu.
Reykjavíkurlistinn hefur aðhyllst allt
aðra stefnu. Við höfum lagt áherslu á hverf-
isskólana sem traustar opinberar stofnanir.
Við höfum stutt einkaskóla líka, umtalsvert
meira en flest önnur sveitarfélög, bæði í
rekstri og stofnkostnaði bygginga, vegna
þess að við teljum þá ágæta viðbót við fjöl-
breytt skólastarf borgarinnar. Við höfum
einnig ýtt undir sveigjanleika í skólastarfi
og reynt að gera skólum kleift að sérhæfa
sig, t.d. með því að verða móðurskólar í til-
teknum fögum. Og við höfum að sama skapi
ýtt undir valfrelsi almennings. Börn eru
ekki lengur
isskóla þó a
um halda þ
reyndin er
grunnskóla
skóla en sin
líka sú að tæ
eru mjög eð
síns.
Þegar H
taka fram a
„óháð búse
ekki kunnu
um að leggj
samfellu á m
virðist henn
tilraunaver
ur staðið fy
einmitt þet
dæmi um s
Hamrahver
Þegar H
haf náms vi
Valfrelsi og nám
Eftir Katrínu Jakobsdóttur
’ Hvefá nám
leik- og
því hlý
lega va
ast. ‘
SÆNSKT NEI
Sænskir kjósendur höfnuðu þvímeð afgerandi meirihluta ígær að taka upp evru í stað
krónunnar. Þótt nokkuð lengi hafi lit-
ið út fyrir að svona myndi fara í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni um evruna
sætir niðurstaðan þónokkrum tíðind-
um.
Í fyrsta lagi virðist sem morðið á
Önnu Lindh, utanríkisráðherra og
einum helzta leiðtoga evrusinna, hafi
ekki haft þau áhrif sem ýmsir spáðu,
að málstaður hennar fengi samúðar-
fylgi. Margir höfðu raunar haft
áhyggjur af því að yrði mjótt á mun-
um í atkvæðagreiðslunni fengju
menn tilefni til að draga lögmæti nið-
urstöðunnar í efa vegna hinna sér-
stöku kringumstæðna eftir morðið á
utanríkisráðherranum. Nú liggur
hins vegar fyrir að bilið milli stuðn-
ingsmanna og andstæðinga evrunnar
er svo breitt að slíkar efasemdir ættu
ekki að koma upp í neinum mæli.
Í öðru lagi eru úrslitin augljóslega
áfall fyrir Göran Persson forsætis-
ráðherra og veikja stöðu hans innan
Jafnaðarmannaflokksins en styrkja í
sessi evruandstæðinga innan ríkis-
stjórnarinnar. Þó verður að teljast
ólíklegt, einkum eftir morðið á
Lindh, að Persson neyðist til að segja
af sér sem leiðtogi flokksins og for-
sætisráðherra. Jafnaðarmenn munu
a.m.k. um sinn vilja forðast innan-
flokksátök eftir hörmulegt fráfall ut-
anríkisráðherrans.
Í þriðja lagi munu úrslit atkvæða-
greiðslunnar ekki verða til að koma
því róti á umræður um Evrópumál í
öðrum ríkjum, sem samþykki við evr-
unni hefði gert. Hvorki í Danmörku
né Bretlandi munu stuðningsmenn
evrunnar fá nýtt tækifæri til að setja
upptöku hennar á dagskrá. Um leið
og það verður ólíklegra að Bretland
og Danmörk taki upp evruna í náinni
framtíð, mun þrýstingur minnka á að
ríki á borð við Noreg og Ísland skoði
þörfina á að tengjast evrunni og þar
með aðild að Evrópusambandinu.
Síðast en ekki sízt þýðir höfnun
sænskra kjósenda á evrunni að and-
stæðingar ESB-aðildar Svíþjóðar
eflast. Mjög er nú þrýst á að haldin
verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hina
sameiginlegu stjórnarskrá ESB.
Fari þar á sama veg og í atkvæða-
greiðslunni í gær, er vandséð hvernig
Svíþjóð á að geta haldið ESB-aðild
sinni til streitu, nema að sambandið
sýni þann sveigjanleika að veita Sví-
um undanþágur á borð við þær, sem
Danir fengu eftir að kjósendur höfðu
fellt Maastricht-sáttmálann í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Fari svo − og
raunar má halda því fram að svo sé
komið nú þegar vegna úrslita þjóð-
aratkvæðagreiðslunnar − hefur Sví-
þjóð fest sig í sessi sem „jaðarríki“ í
ESB, sem ekki þarf að gangast undir
sömu skuldbindingar og önnur aðild-
arríki, en hefur þá ekki heldur sömu
áhrif á ákvarðanir sambandsins.
Gera má ráð fyrir að átök um Evr-
ópumálin verði hatrammari í Svíþjóð
á næstunni og setji í vaxandi mæli
mark á þarlend stjórnmál.
ÚTBOÐ OG IMPREGILO
Útboð á framkvæmdum er aðferðtil þess að gefa verktökum
kost á að taka að sér verkefni, sem
annars stæðu ef til vill ekki til boða,
og framkvæmdaraðilum tækifæri
til að kaupa verkið á sem hagstæð-
ustu verði. Í útboðum gilda
ákveðnar leikreglur og þeir, sem
taka þátt í útboði sitja allir við sama
borð og vita að hverju þeir ganga.
Það á bæði við um umfang verkefn-
isins og þá staðla, sem það lýtur,
hvort sem þar er átt við bygging-
arefni, framkvæmdahraða eða ann-
að. Sama gildir um aðbúnað og kjör
þeirra, sem verkið vinna.
Undanfarið hafa komið upp deilur
við ítalska verktakafyrirtækið
Impregilo, sem nú stendur að fram-
kvæmdum við Kárahnjúka fyrir
Landsvirkjun, um þessi atriði.
Fyrst var deilt um aðbúnað og síðan
kjör.
Forsvarsmenn Samiðnar hafa
haldið því fram að launakjör, sem
Impregilo bjóði, séu ekki þau sömu
og í sambærilegum verkefnum hér á
landi. Þorbjörn Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Samiðnar, segir
í grein í nýju félagsblaði Samiðnar
að Impregilo hafi ekki haft fyrir því
að kynna sér starfsumhverfið á Ís-
landi er fyrirtækið gerði tilboð í
Kárahnjúkavirkjun. Breið gjá sé á
milli Ítalanna og íslensks veruleika.
Um þetta sagði Þorbjörn í samtali
við Morgunblaðið á laugardag:
„Lögmaður Impregilo hér hefur
margítrekað við okkur í samráðs-
nefndinni að aldrei hafi verið gert
ráð fyrir því í tilboði fyrirtækisins
að greiða sambærileg laun og gert
hefur verið í sambærilegum fram-
kvæmdum hér á landi.“
Þessu neitaði fulltrúi Impregilo,
þegar ummælin voru borin undir
hann. Hann sagði að fyrirtækið
hefði fengið útboðsgögn í hendur og
tilboðið hefði verið byggt á þeim.
Þar hafi verið kveðið á um lág-
markskjör og ákvæði um að viðhafa
skuli afkastahvetjandi launakerfi
við meiriháttar verkþætti, eins og
gert hafi verið í öðrum virkjunum.
Impregilo hafi byggt á þessu í sínu
tilboði og muni á næstunni semja
um afkastahvetjandi launakerfi.
Þau mál hafi í upphafi undirbún-
ingsframkvæmda verið ókláruð.
Þegar gert er tilboð í verk þarf að
huga að mörgum kostnaðarliðum,
þar á meðal vinnuafli. Ef einn þátt-
takandi í útboði sniðgengur reglur,
sem aðrir þátttakendur gera ráð
fyrir, er vegið að forsendum þess-
arar aðferðar við að standa að fram-
kvæmdum. Þá sitja menn ekki leng-
ur við sama borð. Það er eðlilegt að
verktakinn velji hagkvæmustu leið-
ina til að vinna verkið, en sú leið má
ekki vera fólgin í því að ganga þvert
á reglur og samninga.
STRAX og fyrsta útgönguspáin birt-ist var niðurstaðan ljós. Kjörstaðirlokuðu klukkan átta að staðartímaog örfáum mínútum síðar birti
sænska ríkissjónvarpið útgönguspá sem
sýndi að 46,2% höfðu greitt atkvæði með
evrunni en 51,8% á móti. Þessar spár eru
alla jafna mjög nákvæmar. Munurinn milli
fylkinganna var það mikill að ljóst var að
nánast útilokað var að úrslitin myndu breyt-
ast að ráði. Ekki urðu fyrstu tölur heldur til
að kæta stuðningsmenn evrunnar. Sam-
kvæmt þeim höfðu rúmlega 70% kjósenda
hafnað evrunni, þar var þó einungis um að
ræða tölur úr þrettán litlum kjördeildum í
Norður-Svíþjóð þar sem andstaða er mikil
við hina sameiginlegu mynt.
Ulrika Messing, ráðherra í sænsku rík-
isstjórninni, var heldur ekki í vafa um hvert
stefndi er hún tjáði sig strax eftir að út-
gönguspáin birtist. „Við misstum af tæki-
færi til að taka þátt í Evrópusamstarfinu,“
sagði hún. Þegar hún var spurð hvers vegna
niðurstaðan hefði verið með þessum hætti
sagði hún greinilegt að það hefði verið að
finna meiri hræðslu meðal kjósenda en
menn hefðu gert ráð fyrir. „Við teljum að
Svíþjóð eigi að vera með og hafa áhrif en
ekki leyfa öðrum að móta þetta samstarf.
Menn ofmeta möguleika okkar á að geta
staðið á eigin fótum. Ég harma að þetta
tækifæri hafi farið forgörðum,“ sagði ráð-
herrann. Talsmenn andstæðinga voru hins
vegar varkárari í fyrstu og virtust hikandi
við að lýsa yfir sigri strax.
Kemur ekki á óvart
Raunar ættu þessi úrslit ekki að koma
neinum á óvart. Andstæðingar evrunnar
hafa verið í meirihluta samkvæmt öllum
könnunum um langt skeið. Þó var talið lík-
legt, í ljósi sögulegrar reynslu, að eftir því
sem nær drægi kosningum myndi bilið á
milli fylkinganna minnka.
Morðið á Önnu Lindh utanríkisráðherra
örfáum dögum fyrir þjóðaratkvæðagreiðsl-
una var einnig talið eiga eftir að hafa veru-
leg áhrif og geta orðið til að auka líkurnar á
því að evran yrði samþykkt. Lindh var einn
helsti talsmaður evrunnar í Svíþjóð og ein-
hver mest áberandi talsmaður stuðnings-
manna evrunnar allt þar til hún var myrt.
Þegar upp var staðið var niðurstaða at-
kvæðagreiðslunnar hins vegar í samræmi
við helstu kannanir þrátt fyrir að hún hafi
verið haldin við mjög óvenjulegar aðstæður.
Vegna morðsins var allri eiginlegri kosn-
ingabaráttu aflýst. Engar kappræður voru
haldnar í sjónvarpi, hætt var við boðaða
kosningafundi og auglýsingaspjöld voru
víða fjarlægð.
Á kosningadeginum var því fátt sem benti
til að þjóðaratkvæðagreiðsla væri í gangi.
Fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað um
fátt annað en morðið á Lindh og umfjöllun
um þjóðaratkvæðagreiðsluna hvarf í skugg-
ann af umfjöllun um lögreglurannsóknina.
Alla jafna fer ekki á milli mála í Svíþjóð að
um kjördag sé að ræða. Fólk gengur um í
merktum peysum eða hefur fest á sig
hnappa með slagorðum flokka og fylkinga.
Sú var hins
við kjörsta
hægt um si
að hafa sa
auglýsinga
beggja fyl
Veðrið lék
ust hafa m
húsum eða
evrunni fre
Niðursta
Persson fo
fyrir því a
myntbanda
urskoða st
stefnuyfirlý
þinginu. E
irvæntingu
Fyrir mo
staða Pers
yrðu á þess
hafa styrkt
og náð að
erfiðri stun
Sænska þjó
Fulltrúar fylgjenda og andstæðinga evruaðildar Svíþjóð
Sænska þjóðin felldi í gær
upptöku evrunnar með
yfirgnæfandi meirihluta.
Steingrímur Sigurgeirs-
son segir þetta mikið áfall
fyrir ráðandi öfl í sænsku
samfélagi sem nú verði að
ávinna sér traust þjóð-
arinnar á nýjan leik.