Morgunblaðið - 15.09.2003, Side 19

Morgunblaðið - 15.09.2003, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 19 F ramkvæmdastjóri Heimssýnar, Birgir Tjörvi Pétursson, skrifaði grein í Morg- unblaðið hinn 1. sept- ember sl. og sagði Evrópusinnum heldur betur til syndanna. Birgir Tjörvi heldur því fram að þeir sem eru þeirrar skoðunar að Ísland eigi að sækja um aðild að ESB hafi engin rök máli sínu til stuðnings – aðildarumsókn sé „hvílíkt feigðarflan“. Hann beinir sjónum sínum sérstaklega að sjáv- arútvegi og að hans mati bólar lít- ið á hugmyndum um hvernig leysa mætti þann gordíonshnút. Birgir Tjörvi spyr „hvernig getur fólk barist fyrir aðild Íslands að Evr- ópusambandinu án þess að hafa hugmynd um hvernig tryggja skuli mikilvægustu hagsmuni Ís- lendinga? Er fólkinu kannski bara alveg sama um þessa hagsmuni?“ Vitanlega hafa komið fram hug- myndir að lausn fyrir sjávarútveg- inn. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra hefur t.d. viðrað þá hugmynd að hafsvæðið umhverfis Ísland verði sérstakt stjórn- unarsvæði. Birgir Tjörvi gefur ekki mikið fyrir þetta útspil frekar en önnur sem rata af vörum Evr- ópusinna. Hann reynir að telja okkur í trú um að Halldór, sem borið hefur hitann og þungann af samstarfi okkar við ESB hátt í áratug, viti ekkert hvað hann er að segja! Við yrðum eftir sem áð- ur fórnarlömb kvótahopps og kerf- iskarla sem myndu níða af okkur skóinn. Ég gef lítið fyrir þá kenn- ingu að okkur yrði troðið um tær innan ESB. Við erum, af aug- ljósum ástæðum, frekastir þjóða þegar sjávarútvegur er annars vegar og það myndi ekki breytast. Birgir Tjörvi byggir gagnrýni sýna á hugmynd Halldórs á mis- heppnaðri tilraun Norðmanna til að ná slíku ákvæði í gegn. Hann lítur hins vegar framhjá því að efnahags- og landfræðilegar að- stæður eru með öðrum hætti hér en í Noregi og að sjávarútvegsmál voru ekki efst á forgangslista Norðmanna í aðildarviðræðum þeirra. Noregur Noregur hefur um árabil átt í víðtæku samstarfi við ESB á sviði sjávarútvegs og deilir flestum af mikilvægustu nytjastofnum sínum með sambandinu eða Rússum – um 80% af afla Norðmanna er úr síkum deilistofnum. Samvinna um ákvörðun á leyfilegum heildarafla í þessum sameiginlegu stofnum og um fyrirkomulag veiða er því mik- ilvæg. Í aðildarviðræðunum fóru Norðmenn fram á að fisk- veiðistjórnunarkerfið norðan 62. breiddargráðu héldist óbreytt. Máli sínu til stuðnings bentu þeir á góðan árangur við stjórnun á svæðinu og mikilvægi norska kerf- isins fyrir strandhéruð Noregs. Niðurstaðan varð sú að Norð- mönnum hefði verið veitt fullt for- ræði yfir þessu hafsvæði fram til 30. júní 1998. Samningsaðilar stóðu að sameiginlegri yfirlýsingu þar sem kveðið var á um að svæð- ið norðan 62. breiddargráðu væri viðkvæmt og því væri nauðsynlegt að viðhalda þar traustri fisk- veiðistjórnun. Þá var einnig tekið fram að við nýtingu fiskistofna á svæðinu eftir 30. júní 1998 skyldi byggt á því stjórnkerfi sem fyrir væri og kerfi Norðmanna fellt inn í sjávarútvegsstefnu ESB sem sérlausn. Nú deila menn um hvort um varanlega sérlausn hafi verið að ræða. Í grein í Common Market Law Review (1995) láta þeir Dierk Booss og John Forman, fulltrúar við lögfræðiþjónustu fram- kvæmdastjórnarinnar, í ljós þá skoðun að sumar greinar og yf- irlýsingar í norska aðildarsamn- ingnum séu frábrugðnar fyrri að- ildarsamningum og hefðu getað haft mótandi áhrif á þróun sjáv- arútvegsstefnunnar. Nefna þeir sem dæmi grein 49 og sameig- inlega yfirlýsingu nr. 10 í samn- ingnum þar sem kveðið var á um að áfram skyldi byggt á því stjórnkerfi sem fyrir væri norðan 62. breiddargráðu og það fellt inn í sjávarútvegsstefnuna eins og áð- ur sagði. Rökin fyrir því voru þau að við inngöngu yrði Noregur eina strandríki ESB á þessu svæði. Koen Lenaerts og Van Nuffel fjalla um sameiginlegar yfirlýs- ingar undir fyrirsögninni „Aðrar gerðir“ (Other Acts) í bók- inni Constitutional Law of the European Union (1999). Þar kemur fram að í sátt- mála sambandsins sé ekk- ert sem hindri stofnanir þess í að stofna til skuld- bindinga á annan hátt en með reglugerðum, tilskip- unum eða ákvæðum. Þessar „aðrar gerðir“, og þar með talið sameiginlegar yfirlýsingar, eru hins vegar ekki alltaf lagalega bindandi. Það er alveg ljóst að það eru skiptar skoðanir um hvort sér- ákvæði Norðmanna norðan 62. breiddargráðu væri ígildi laga- legrar skuldbindingar. Norsk stjórnvöld, og sérfræðingar á hennar snærum, túlkuðu ákvæðin bindandi og þeim yrði ekki breytt nema með þeirra samþykki. Norð- menn hefðu eftir sem áður lagt línurnar um hvernig fiskimiðin yrðu nýtt á hafsvæðinu norðan 62. breiddargráðu. Í sameiginlegu yf- irlýsingunni var sérstaða Noregs sem eina strandríki ESB á þessu svæði áréttuð. Það var því mat norskra stjórnvalda að öll helstu markmið þeirra varðandi sjáv- arútvegsmál hefðu náð fram að ganga og væru staðfest í aðild- arsamningnum. Frá því að Norðmenn og ESB sátu við samningaborðið hefur áhersla sambandsins á staðbundna stjórnun fiskistofna aukist. Slík stjórnun á við þar sem sérstakar aðstæður ríkja og miklir hags- munir eru í húfi. Hvort tveggja á við um íslenska hafsvæðið sem liggur hvergi að lögsögu ESB. Hin einu sönnu rök Birgir Tjörvi slær því fram að ekki sé „nóg að þykjast viss um viðunandi niðurstöðu í mikilvæg- asta úrlausnarefni slíkra við- ræðna“. Hann telur að maður verði að vera fyrirfram viss um niðurstöðu samningaviðræðna! Vitanlega getur enginn verið full- viss um niðurstöðu aðild- arviðræðna fyrirfram. Slík krafa er algerlega fáránleg. Það er jafn- framt kjánalegt af Birgi Tjörva að gefa í skyn að Evrópusinnum sé „kannski bara alveg sama“ um hagsmuni Íslands. Auðvitað gildir einu hvort um er að ræða Evr- ópusinna eða Evrópuandstæðing – báðir telja sig vera að vinna að hagsmunum Íslendinga. Sá hópur sem var á móti aðild Íslands að EFTA og EES á sínum tíma var sannfærður um að þannig væri hagsmunum Íslands best borgið. Það ber að virða. Andstæð sjón- armið takast á og hópur fólks er á þeirri skoðun, og færir fyrir því rök, að hagsmunum Íslands sé best borgið innan ESB. Það ber að virða. Hin einu sönnu rök! Eftir Úlfar Hauksson Höfundur er aðjúnkt í stjórn- málafræði við HÍ. ’ Auðvitað gildir einuhvort um er að ræða Evr- ópusinna eða Evrópu- andstæðing – báðir telja sig vera að vinna að hags- munum Íslendinga. ‘ r skyldug til að sækja sinn hverf- að sjálfstæðismenn virðist stund- það. Þau geta farið annað og stað- sú að um 12% reykvískra abarna kjósa að sækja annan nn hverfisskóla. Staðreyndin er æplega 84% reykvískra foreldra ða frekar ánægð með skóla barns Hönnu Birnu finnst ástæða til að að börn eigi að hafa val um skóla, etu“, er engu líkara en að henni sé ugt um þetta. Og þegar hún ræðir gja eigi aukna áherslu á faglega milli leik- og grunnskólastigs ni líka vera ókunnugt um öll þau rkefni sem Reykjavíkurborg hef- yrir víðs vegar um borgina með tta að augnamiði og má nefna lík verkefni í Seljahverfi, Árbæ, rfi og Seláshverfi. Hanna Birna ræðir síðan um upp- ið fimm ára aldur, beint á eftir umræðu um faglega samfellu, hljóta að vakna spurningar um faglega samfellu. Þeg- ar ég hugsa um faglega samfellu sé ég fyrir mér samfellt nám frá tveggja ára aldri upp í 10. bekk þar sem áherslan er lögð á að laga námið að þörfum hvers og eins. Ein- staklingsmiðað nám er eitt af leiðarljósum í skólastefnu Reykjavíkurborgar sem unnin hefur verið undir forystu Reykjavíkurlist- ans og nú er unnið að því að koma því sem víðast á um alla borg. Þar af leiðandi hlýtur það að verða óþarft að hugsa alltaf um nám í hólfum – hver nemandi á að fá nám við sitt hæfi í leik- og grunnskóla og í því hlýtur hið raunverulega valfrelsi að felast. Enn ein hugmynd Hönnu Birnu er að skipta þurfi borginni upp í fleiri skólahverfi, hvert með sinni fræðsluskrif- stofu. Þessi hugmynd er lýðræðisleg en líka mætti velta því upp hvort sömu markmiðum verði ekki náð með enn meira faglegu frelsi grunnskóla borgarinnar: Raunverulegu frelsi sem felist í því að skólum sé í sjálfs- vald sett hvort þeir kjósi að kenna tungumál í sex ára bekk, sleppa kennslu í smíðum eða náttúrufræði eða hvað sem helst. Líklegt er reyndar að margir skólar myndu áfram vilja gefa góðan grunn en þeir hefðu frelsi til að gera annað innan síns fjárhagsramma. Hér liggur hundurinn einmitt grafinn. Reykjavíkurborg hefur gengið langt í að veita skólum faglegt frelsi innan tiltekins ramma. Hins vegar eru skólar skyldugir til að kenna samkvæmt aðalnámskrá sem menntamálaráðuneytið gefur út en það ráðuneyti hefur einmitt verið í höndum Sjálfstæðisflokksins í 17 af seinustu 20 ár- um. Því er kátlegt að heyra Sjálfstæð- isflokkinn tala um frelsi. Þeim er nefnilega bara umhugað um eina tegund frelsis sem er hið fjárhagslega frelsi. Reykjavíkurlist- anum er hins vegar umhugað um hið faglega frelsi en vill líka tryggja trausta fjár- málastjórnun til að tryggja að útsvari borg- arbúa sé vel varið. Enda sýna kannanir að borgarbúum hugnast vel stefna Reykjavík- urlistans í skólamálum. Áhugi Hönnu Birnu á skólamálum er lofs- verður en virðist þó snúast meira um form en innihald. Hennar helsta markmið er að auka vægi einkarekstrar í skólakerfinu. Heildstæð skólastefna hlýtur á hinn bóginn fyrst og fremst að snúast um það hvernig við tryggjum börnum okkar góða menntun. Við í Reykjavíkurlistanum viljum standa vörð um skólakerfi okkar sem vissulega er ekki fullkomið en er þó eigi að síður gott kerfi þar sem reynt er að hlúa að hverjum og einum, stuðla að jöfnuði og fjölbreytni. Við höfum notað öll tækifæri til að bæta kerfið en lít- um á það sem opinbert kerfi í sameign okkar allra og þannig viljum við hafa það áfram. m við hæfi Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna er nemandi á að m við sitt hæfi í g grunnskóla og í ýtur hið raunveru- alfrelsi að fel- s vegar ekki raunin í gær. Jafnvel aði höfðu fulltrúar fylkinganna ig og höfðu ekki frumkvæði að því amband við kjósendur. Einstaka ar mátti sjá í blöðum frá fulltrúum lkinga en þær voru hófstilltar. við Svía á kjördegi og flestir virt- meiri áhuga á að sitja á útikaffi- a fara í hjólreiðatúr en að velta ekar fyrir sér. Áfall fyrir Persson aðan er mikið áfall fyrir Göran orsætisráðherra sem hefur barist að Svíar samþykktu að ganga í alagið. Nú verður stjórnin að end- tefnu sína en á þriðjudag verður ýsing stjórnarinnar kynnt Er hennar beðið með mikilli eft- u. orðið á Lindh var talið líklegt að ssons myndi veikjast ef úrslitin sa leið. Hann er hins vegar talinn t stöðu sína mjög á síðustu dögum túlka tilfinningar þjóðarinnar á ndu í ræðum og ávörpum. Þá er enginn augljós eftirmaður til staðar eftir andlát Önnu Lindh, en gengið var út frá því sem vísu að hún yrði næsti formaður Jafnaðarmannaflokksins. Einnig munu jafnaðarmenn nú væntanlega leggja áherslu á samstöðu í stað þess að efna til óvinafagnaðar og innanflokksátaka. Raunar er þetta ekki einungis áfall fyrir sænsku stjórnina og Jafnaðarmannaflokk- inn heldur hin ráðandi öfl sem heild. Fjórir stjórnmálaflokkar og öll helstu samtök jafnt atvinnurekenda sem launþega börðust fyrir upptöku evrunnar. Þrír af hverjum fjórum þingmönnum á sænska þinginu eru hlynntir upptöku evrunnar. Þrýstingurinn var gífur- legur á að samþykkja evruna. Þjóðin lét sér hins vegar ekki segjast. K.G. Bergström, helsti stjórnmálaskýr- andi sænska ríkissjónvarpsins, sagði í gær- kvöldi að í niðurstöðunni fælust einstök mótmæli gegn hinu pólitíska og efnahags- lega yfirvaldi. Líklega væri þetta í fyrsta skipti í stjórnmálasögu Svíþjóðar sem eitt- hvað þessu líkt gerðist. Hann taldi að það hefði komið greinilega í ljós að það væri erf- itt að sannfæra almenning um ágæti evr- unnar, rétt eins og hefði sýnt sig í Dan- mörku. Þá hugsuðu greinilega margir að þeir vissu hvað þeir hefðu en ekki hvað tæki við ef evran yrði tekin upp. Í upphafi snerist kosningabaráttan um tæknileg, efnahagsleg útfærsluatriði og mikil umræða átti sér stað um stöðu og hlut- verk seðlabankans. Kjósendur áttu hins vegar erfitt með að ná áttum í hinni efna- hagslegu umræðu enda voru hagfræðingar og aðrir sérfræðingar ekki síður klofnir í af- stöðu sinni en almenningur. Þegar á reyndi létu kjósendur tilfinningar sínar ráða ferð- inni. Eftir því sem leið á baráttuna fór um- ræðan að snúast um Evrópusambandið al- mennt. Hefur komið greinilega í ljós að margir Svíar eru langt í frá sáttir við aðild- ina að Evrópusambandinu og telja hana ekki hafa staðið undir væntingum, þrátt fyr- ir að tæpur áratugur er liðinn frá því Svíar gerðust aðilar. Það eru algeng viðbrögð Svía þegar þeir eru spurðir um afstöðu sína að segja að „krónan er ágæt, við þurfum ekki annan gjaldmiðil“ eða þá að „við viljum ekki aukin völd til Brussel og Frankfurt“. Evru-aðild fyrr eða síðar Hvert framhaldið verður mun koma í ljós á næstu misserum. Flestir gera ráð fyrir að Svíar muni fyrr eða síðar ganga í mynt- bandalagið þó svo að Persson hafi lýst því yfir að næsta tækifæri muni ekki bjóðast fyrr en árið 2013. Kannanir benda til að stór hluti þeirra er hugðust greiða atkvæði gegn evrunni væri reiðubúinn að endurskoða af- stöðu sína síðar. Í mörgum auglýsingum andstæðinga evrunnar var einnig gefið í skyn að með því að greiða atkvæði á móti væri einungis verið að fresta ákvörðun. Já er að eilífu en nei heldur möguleikum okkar opnum, stóð víða á spjöldum og bæklingum. Það mun hins vegar enginn taka upp þá umræðu í bráð eftir þessa niðurstöðu. Nú velta menn fyrir sér hinni nánustu framtíð. Væntanlega mun niðurstaðan strax leiða til að vextir í Svíþjóð hækka eitthvað örlítið. Þá hefur því verið spáð að stjórnin muni hugs- anlega sækjast eftir undanþágu frá þátt- töku í myntbandalaginu áþekkri þeirri er Danir fengu á sínum tíma í kjölfar þess að þeir höfnuðu Maastricht-samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Talsmenn evrunn- ar óttast að draga muni verulega úr áhrifum Svía innan Evrópusambandsins. Þá blasir við að erfiðara verður fyrir breska og danska stjórnmálamenn að taka upp bar- áttu fyrir inngöngu í myntbandalagið. Erfiðasta hlutverkið bíður hins vegar stjórnmálaflokkanna og stjórnmálamanna sem verða nú að finna leiðir til að brúa það bil sem er greinilega á milli stefnu þeirra og skoðana og þjóðarinnar sjálfrar. ðin sagði NEI! AP ðar útdeila kjörseðlum við kjörstað í Stokkhólmi í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.