Morgunblaðið - 15.09.2003, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 15.09.2003, Qupperneq 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Ari F. Guð-mundsson fædd- ist í Reykjavík 18. september 1927. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut 6. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Hall- dórsson, f. 30.8. 1892, á Kröggólfsstöðum í Ölfusi, d. 24.2. 1957, og Fríða I. Aradóttir, f. 1.2. 1899, í Reykja- vík, d. 1.3. 1973. Systkini hans eru Halldór Guðmundsson, f. 13.7. 1925, d. 26.12. 2001; og Hjördís Nielsen, f. 20.2. 1929. Ari kvæntist 21.10. 1950, eftir- lifandi eiginkonu sinni, Kötlu Ólafsdóttur, f. 28.4. 1929, í Reykjavík. Foreldrar Kötlu voru Vilborg Þorsteins- dóttir, f. 6.9. 1893, d. 28.1. 1970, og Ólafur Þórarinsson, f. 18.3. 1904, d. 28.2. 1987. Börn þeirra eru Fríða Svala, f. 1.4. 1951; Atli, f. 22.10. 1953, dóttir Atla er Dagmar, f. 7.5. 1978; Vilborg, f.13.5. 1959, börn Vilborgar eru Anna Leah, f. 24.4. 1988, og Ari Ford, f. 1.3. 1996; Guðmund- ur, f. 3.12. 1966, eig- inkona hans er Svan- hildur Gestsdóttir, f. 3.9. 1964, börn þeirra eru Íris Katla, f. 10.2. 1992, Snædís, f. 22.12. 1994, og Ari Gestur, f. 26.12. 2001. Útför Ara fer fram frá Fríkirkj- unni í Reykjavík í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Kæri pabbi. Nú kveð ég þig í hinsta sinn. Ég kveð þig, sem varst allt í senn, faðir minn, trúnaðarvinur og fyrirmynd í lífinu. Samverustundir okkar voru ávallt sérlega skemmtilegar, hvort sem þær snerust um laxveiðar, golf, viðskipti eða bara hin hversdagsleg- ustu fjölskyldumál. Hinar skemmti- legu samverustundir sem við áttum síðustu ár kalla hins vegar fram sterkar tilfinningar í dag, tilfinningar sorgar og saknaðar. Vissa mín um að þessar samverustundir muni kalla fram bros á vör og hlýja tilfinningu í hjarta í framtíðinni gera kveðju- stundina núna bærilegri. Fjörutíu ára aldursmunur okkar kom aldrei í veg fyrir að vinátta okkar þróaðist og dafnaði, hvort sem það voru veiðitúrar sem við fórum í, í fyrstu með hinum reyndu jafnöldrum þínum fyrr á arum og hin síðari ár með hinum ungu vinum mínum. Það að kynna pabba sinn inn í hóp lífs- glaðra orkumikilla vina minna var mér sérstök ánægja því þótt aldurs- munurinn væri mikill var innkoma þín í félagsskapinn öllum meðlimum hans gríðarlega ánægjuleg. Það var í takt við annað sem þú tókst þér fyrir hendur, að sterk vináttubönd sköp- uðust við okkur alla. Stuðningur þinn við mig í námi og starfi er meðal þess sem vekur sorg- artilfinningu nú, en auk þess mun ég aldrei gleyma því hve skilyrðislaus ást þín á fjölskyldu minni var, börnum og eiginkonu. Minningar okkar um þig munu ylja okkur öllum um hjarta- rætur um ókomin ár. Á meðan starfsþrek þitt var hvað mest veittir þú íslensku íþróttahreyf- ingunni mikinn styrk, hvort sem það var fyrir Sundfélagið Ægi, Golfklúbb Reykjavíkur eða Íþróttabandalag Reykjavíkur. Þau störf munu minna margan íþróttamanninn á þann mikla höfðingja sem þú varst. Ég er mjög þakklátur fyrir þann tíma sem við áttum saman þótt hann hefði mátt vera lengri. Þú kenndir mér og þeim sem að mér standa margt. Það er sannur heiður að hafa átt þig sem vin. Það er nefnilega þannig, að maður velur sér ekki for- eldra en maður velur sér vini. Við ákváðum að tengjast vinaböndum sem munu ekki slitna þótt þú hafir yfirgefið þennan heim. Þinn sonur, Guðmundur Arason. Hæ, elsku afi minn. Mamma var að segja mér að þú værir á spítalanum með lungnabólgu. Mér þykir það mjög leiðinlegt að heyra. Ég vona að þú náir þér af henni en ég veit samt sem áður að þú hefur kvalist mikið að undanförnu. Ég hugsa mjög mikið til þín þessa dagana, að hluta til vegna þess að ég náði ekki að kveðja þig. Ég sá ekki eins mikið af þér og ömmu og mig hefði langað í sumar. Mig langar bara svo að þú vitir að mér finnst þú frábær manneskja og listamaður, og ég er afskaplega ánægð að eiga svona sterkan afa. Ég man þegar mér gekk sem verst í menntaskólanum og líðan mín var í samræmi við það. Þá man ég að þú dæmdir mig ekki fyrir það og lést mér líða betur með þetta allt. Mér fannst þú eins og kletturinn í ólgu- sjónum, enda kom svo á daginn að þú hafðir rétt fyrir þér og allt fór að ósk- um með skólann. Það hefur líka verið mikilvægt fyrir mig að sjá hvað þið amma eruð enn ástfangin og eigið heilbrigt og gott samband, sérstaklega nú á dögum þegar svo mikið er um skilnaði o.fl. Elsku, elsku afi, ég vil bara að þér líði betur og vona að þú hugsir líka stundum til mín. Því að ég hugsa oft til þín, sérstaklega núna að undan- förnu í náminu sem ég er í. Þúsund billjón kossar til þín, afi minn, og ég sé ykkur ömmu um jólin. Dagmar. Elsku afi. Þú varst besti afi í öllum heiminum. Við áttum góðan tíma með þér og söknum þín mjög mikið. Þú varst allt- af svo góður við okkur og sagðir okk- ur skemmtilegar sögur. Takk fyrir allt sem þú gafst okkur. Við munum aldrei gleyma þér og við segjum Ara Gesti sögur af þér. Nú líður þér vel á himninum og þú finnur ekki lengur til og við vitum að þú átt eftir að vaka yfir okkur alla daga. Þínar afastelpur, Íris Katla og Snædís. Ari Guðmundsson var vörpulegur maður í sjón og raun. Sterkbyggður og kraftmikill. Rólyndur en fastur fyrir. Réttsýnn og sanngjarn. Ein- beittur en glaðlegur. Hann bar öll ein- kenni hins sanna íþróttamanns, enda var Ari keppnismaður af Guðs náð. Ég man fyrst eftir Ara í Sundhöllinni, þar sem hann keppti við þröngar að- stæður með köppum eins og Sigurði Þingeyingi og Sigurði KR-ingi, Þor- steini Löve og fleiri sundmönnum þeirrar kynslóðar. Ari var kóngurinn í skriðsundinu, átti þar öll met og lét hvergi deigan síga. Keppti síðar í sundknattleik og lét þar ekki sitt eftir liggja. Hann var félagsmaður í Ægi og vann þar lengi gott starf, sem og fyrir sundíþróttina í heild. Síðar um ævina var Ari valinn til forystustarfa í Íþróttabandalagi Reykjavíkur, sem ritari og varafor- maður og síðast formaður ÍBR á ár- unum 1988 til 1994. Þar áttum við gott samstarf, Ari var heill í afstöðu til manna og málefna, hrapaði aldrei að neinni ákvörðun en stóð á sínu og stóð með sínum, þegar á þurfti að halda. Íþróttahreyfingin naut krafta hans, sem og Landsbankinn, en þar starfaði Ari alla sína starfsævi og naut virð- ingar og vinsælda meðal samstarfs- manna sinna og yfirmanna. Þessa íþróttamanns og íþrótta- forystumanns vil ég minnast með eft- irsjá og þakklæti fyrir góð kynni og ánægjulegar samverustundir. Ég sendi fjölskyldu hans og vinum samúðarkveðjur fyrir hönd Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Ellert B. Schram. Ari F. Guðmundsson var aðeins 15 ára er hann kom til starfa í Lands- banka Íslands 1. maí árið 1942. Þegar einkar farsælum starfsdegi hans lauk voru starfsárin orðin rúmlega 54. Fyrstu árin starfaði Ari í flestum deildum aðalbankans í Austurstræti 11, þá í veðdeild, afurðalánadeild, endurskoðunardeild, afurðaeftirliti og skipulagsdeild. Árið 1972 tók Ari við starfi útibússtjóra útibúsins á Keflavíkurflugvelli og starfaði þar um tveggja ára skeið. Þá var hann skip- aður starfsmannastjóri bankans og tók sæti í framkvæmdastjórn hans árið 1985. Starfsmannastjórnun var starfs- vettvangur Ara um 22ja ára skeið eða þar til hann fór á eftirlaun árið 1996. Öllum störfum sínum hjá Landsbank- anum sinnti hann af mikilli samvisku- semi og trúmennsku. Í erilsömu starfi starfsmannastjór- ans naut Ari þess hve vel hann þekkti alla innviði Landsbankans. Kom sú þekking jafnt bankanum sem starfs- mönnum til góða. Ari var um árabil fulltrúi í samninganefnd bankanna, samvinnunefnd Reiknistofu bank- anna, stjórn Bankamannaskólans, kjaranefnd, Námssjóði starfsmanna og orlofsbúðanefnd svo fátt eitt sé tal- ið. Þegar fyrrverandi samstarfsmenn hugsa til Ara koma orðin traust, vin- átta og velvilji fyrst upp í hugann. Þrekið var óþrjótandi, alltaf vildi hann leysa hvers manns vanda og ætíð lagði hann gott eitt til málanna. Neikvæði og úrtölur voru ekki til í hans huga. Eftir að Ari fór á eftirlaun hélt hann góðu sambandi við sinn gamla vinnustað, kom reglulega í heimsókn og fylgdist af miklum áhuga með öll- um breytingum sem þar urðu. Ara verður minnst með hlýhug af fyrrver- andi samstarfsfélögum og vinum í Landsbankanum. Yfirstjórn Landsbankans sendir samúðarkveðjur til eiginkonu Ara, Kötlu Ólafsdóttur, og fjölskyldu. Við minnumst hans með virðingu og þakklæti. F.h. Landsbanka Íslands, Kristín Rafnar. Látinn er Ari F. Guðmundsson, fyrrverandi starfsmannastjóri Landsbanka Íslands hf. Stjórn Fé- lags starfsmanna Landsbanka Ís- lands hf. minnist hans með hlýhug og virðingu. Ari var mikill áhugamaður um velferð starfsmanna og tók drjúg- an þátt í starfi félagsins um árabil. Hann sat m.a. í stjórn félagsins árin 1971–1973. Sem starfsmannastjóri tók Ari þátt í mörgum verkefnum með starfsmannafélaginu. Hann var sérlegur áhugamaður um upp- byggingu orlofshúsa og sinnti þeim málaflokki af alúð. Ari vildi leysa hvers manns vanda og var vel liðinn á meðal starfsmanna. Hann vildi öllum vel og var bóngóð- ur og ósérhlífinn. Stjórn FSLÍ sæmdi hann gullmerki félagsins árið 1998. Eftir starfslok hjá bankanum tók Ari þátt í starfi eldri borgara félagsins. Hann stundaði tréskurð af miklum móð og golfvellina heimsótti Ari reglulega. Stjórnin sendir frú Kötlu og fjöl- skyldunni allri samúðarkveðjur og þakkar Ara F. Guðmundssyni fyrir hans heillavænlegu störf í þágu starfsmanna Landsbanka Íslands alla tíð. F.h. stjórnar FSLÍ, Helga Jónsdóttir, formaður. Það líður senn að hausti. Litaskrúð trjánna verður óðum ólýsanlega fag- urt. Hver dásamlegur sólardagurinn á fætur öðrum lítur dagsins ljós og gleður okkur öll, ósegjanlega. Tíminn líður svo hratt og vinir hverfa á braut. Vinir sem í huga okkar voru og eru órjúfanlegur hluti af lífi okkar. Eins og góðir sólardagar hverfa og kveðja, eftir að hafa yljað okkur og veitt ómælda gleði í áratugi, hefur nú kvatt einn af okkar allra bestu vinum. Hann kvaddi jafnljúflega og hann lifði. Ari Guðmundsson og hans góða eiginkona Katla Ólafsdóttir voru okk- ur hjónum og fjölskyldunni allri meira en vinir. Þau voru nánast fjöl- skylda okkar. Afar ung að árum kynntumst við. Sundfélagið Ægir bar á þeim árum „ægishjálm“ yfir önnur sundfélög, hvað sundíþróttina snerti. Vinur okkar Ari var okkar allra besti sundmaður á þeim tíma. Sundíþróttin heillaði ungt fólk þeirra daga. Það var ekki eingöngu sundíþrótt- in, sem sameinaði okkur, heldur einn- ig umhyggjan, vináttan, ferðalögin með börnin okkar og leiðbeiningar til okkar sem yngri vorum. Allt var svo gott og ólýsanleg gleði, hvað svo sem við tókum okkur fyrir hendur. Dýrmætar eru okkur minningarn- ar um nýársböllin frægu, fyrst í „Lídó“ og síðan í Súlnasal Hótel Sögu. Þetta var fastur liður áratugum saman. Góðir félagar, tólf manna hóp- ur, sundmenn, miklir keppnismenn, þekktir fyrir íþrótt sína, og eiginkon- ur þeirra. Aldrei örlaði fyrir saman- burði sundmannanna í þessum góða hópi, þó að þeir kæmu nánast allir frá hinum ýmsu sundfélögum, Ægi, KR, ÍR og Ármanni. Ferðalögin innanlands og utan verða okkur dýrmætari í minning- unni með hverju ári sem líður. Fastur liður um verslunarmannahelgi í fjöldamörg ár var að tjalda með börn og bú um allt land. Farið var í helj- arlangar gönguferðir, sund, hlegið og sungið. Við erum svo þakklát fyrir slíkar stundir. Kötlu og Ara lánaðist að fá að vera saman lengi. Gullbrúðkaup áttu þau fyrir tæplega tveimur árum. Við vor- um svo lánsöm að vera saman á fjar- lægum slóðum ásamt yngsta syni þeirra og tengdadóttur sem áttu tíu ára brúðkaupsafmæli á þeim tíma. Öll börnin þeirra fjögur eru okkur hjónum eins og bestu vinir og nánast eins og okkar börn, enda önnuðumst við börn fyrir hvort annað eins og okkar eigin, ef með þurfti, vegna ferðalaga eða annars. Við vorum saman á fjarlægum slóð- um skömmu áður en í ljós kom að vin- ur okkar var alvarlega veikur. Hann hafði ekki gefið okkur hinum neitt eft- ir í göngum og skemmtunum á þessu ferðalagi. Ari, þessi flotti „Íslandsson- ur“, sem bar hróður sundíþróttarinn- ar víða, ljúflingurinn góði, hefur nú kvatt okkur og er sárt saknað. Ekkert er eins og það var. Við biðjum fyrir Kötlu og fjölskyldunni allri. Edda, Helgi og fjölskylda. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þetta fallega ljóð lýsir vel þeim manni sem þú hafðir að geyma. Ég og fjölskylda mín þökkum þau góðu og dýrmætu kynni. Þakka þér allt og far þú í friði. Megi Guð vera með þér, Katla mín, og styrkja þig því að mikill er missir þinn. Soffía og fjölskylda. Vinur minn og nágranni, Ari Fr. Guðmundsson, er látinn. „Sjúkdóm- urinn er kominn á alvarlegt stig,“ sagði eiginkona hans, Katla, við mig fyrir nokkrum dögum. Ég kom við hjá honum fyrir stuttu. Hann var glaður og glettinn, sem einkenndi reyndar skapgerð hans, gerði fremur lítið úr veikindum sínum og sagði eitt- hvað á þessa leið: „Ég tekst bara á við þetta, svo sjáum við til.“ Um verslunarmannahelgina héld- um við íbúar Birkihæðar í Garðabæ árlegt „götupartí“ og mættu þau þar, Ari og Katla, og grilluðu með okkur hinum á yndislegu sumarkvöldi og var setið og skvaldrað fram í myrkur. Hann lék á als oddi, sagði smellnar sögur, enda var hann að eðlisfari gleðimaður hinn mesti og hrókur alls fagnaðar. Enginn veit þó sína ævina fyrr en öll er og varð ég bæði undr- andi og hryggur, að sjá hversu fljótt honum hrakaði. Að lokum var hann lagður helsjúkur inn á gjörgæslu Landspítala – háskólasjúkrahúss, meira eða minna meðvitundarlaus og ekki einu sinni æskilegt að heimsækja hann. Eitt sinn skal hver deyja, segir máltækið, þótt hver og einn sé ekki að velta því fyrir sér, sem betur fer. Sláttumaðurinn mikli, sem vitjar okk- ar allra, er því fjarlægur, eins og slys og sjúkdómar. Við hugsum því gjarn- an eitthvað á þess leið: „Röðin er ekki komin að mér.“ Með þessum með- fædda eiginleika sem flestum er gef- inn tekst okkur oftast að bægja frá dapurleikanum, sem gerir okkur jafn- framt færari um að takast á við lífið og njóta þess meðan það varir. Fljótlega eftir skólagöngu hóf Ari störf hjá Landsbanka Íslands og starfaði þar alla ævi, eða allt þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Hann var samviskusamur, ungur, hraustur maður, ákveðinn í að vinna sig upp í starfi. Þetta var á þeim tíma sem tryggð og starfsreynsla var ef til vill höfð í meiri metum hjá atvinnu- rekendum en í dag. Tímarnir breytast og mennirnir með og því felst ekki í þessum orðum nein gagnrýni á nú- tímastjórnendur. Ari vann sig smám saman upp metorðastigann í bankan- um og kom víða við á starfsferli sín- um, eins og rakið er í formála hér að ofan. Undirritaður kynnist fyrst Ara 1974, þegar hann var ráðinn starfs- mannastjóri Landsbankans. Við vor- um saman í hinum ýmsu nefndum, svo sem samvinnunefnd banka og sparisjóða, sem samdi, í umboði bankaráðanna, um kaup og kjör við Samband ísl. bankamanna. Hún var svo lögð niður og samninganefnd bankanna komið á fót í staðinn, sem hafði umtalsvert meiri heimild til samningsgerðar en hin fyrri. Ari, ásamt formanni nefndarinnar, Björg- vini heitnum Vilmundarsyni, gegndi að mörgu leyti lykilhlutverki í nefnd- inni. Þá var Ari og til margra ára for- maður stjórnar bankamannaskólans. Starfsmannamál eru vandmeðfarin og erfitt að gera svo öllum líki. Ekki líklegur málaflokkur til þess að krýna sig til vinsælda. Eftir sem áður hafði Ari þá eiginleika að geta siglt milli skers og báru og ávann sér, án nokk- urs efa, virðingu og vinsældir meðal starfsmanna bankans. Við skipulags- breytingu, sem Landsbankinn lét gera á starfsemi sinni, var Ari ráðinn sem framkvæmdastjóri starfsmanna- sviðs. Árið 1990 ákváðum við nokkrir fé- lagar úr Oddfellowhreyfingunni á Ís- landi að sækja um lóðir við Birkihæð í Garðabæ og við hönnun húsanna var kappkostað að hafa þau viðhaldslítil með þarfir eldri borgara í huga. Hús- in risu og fluttum við öll inn haustið 1992. Þetta var glaður og samstilltur hópur, en frá þeim tíma að við fluttum inn hafa þrír látist, Ari, vinur okkar og nágranni, nú síðast. Ari var á sínum yngri árum, eins og komið hefur fram í yfirliti hér að framan, einn besti sundmaður þjóð- arinnar. Sjálfum er mér það minnis- stætt, sumarið 1948, þegar Íslending- ar unnu Norðmenn í sundkeppni sem haldin var á milli þjóðanna. Ari Guð- mundsson og Sigurður Jónsson Þing- eyingur áttu mestan ef ekki allan heiðurinn af því. Ari átti farsælan sundferil, sem að sjálfsögðu tók enda þegar hann stofnaði heimili og eign- aðist eiginkonu og börn. Það er nú einu sinni lífsins gangur. Hann kynntist tiltölulega ungur eiginkonu sinni, Kötlu Ólafsdóttur, fágaðri, töfrandi ungri stúlku úr vest- urbænum í Reykjavík og giftu þau sig stuttu síðar. Þau höfðu lifað 54 ham- ingjusöm ár saman, þegar Ari féll frá, og átt fjögur mannvænleg börn, tvær stúlkur og tvo drengi. Þrjú þeirra búa í Kaliforníu og hafa Ari og Katla átt þess kost að heimsækja þau marg- sinnis og þess á milli hafa börnin kom- ið í heimsókn til þeirra og það jafnvel oft á ári. Ari og Katla höfðu notið „gullnu ár- anna“ um skeið, en þau hefðu gjarnan mátt verða fleiri. Maðurinn með ljá- inn er miskunnarlaus og rökræðir ekki um óskir okkar og drauma. Við komumst ekki hjá því, mannanna börn, að standa augliti til auglitis við hann hvenær sem honum þóknast að vitja okkar. Ari var frábær kylfingur og golfið var hans ljúflingsíþrótt til margra ára. Við sem eftir lifum kveðjum góð- an dreng sem við söknum sárt en ósk- um honum góðs gengis á grænum grundum í nýrri veröld þar sem hann á eflaust eftir að sveifla kylfunni á nýjan leik. Reynir Jónasson. ARI F. GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.