Morgunblaðið - 15.09.2003, Side 24
MINNINGAR
24 MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Héraðsdómur
Reykjavíkur
óskar eftir að ráða starfsmann í afgreiðslu. Um
er að ræða fullt starf við almenna afgreiðslu
og upplýsingagjöf í móttöku dómstólsins. Laun
eru samkvæmt kjarasamningi SFR og fjármála-
ráðherra. Umsóknarfrestur er til 30. september
nk. en viðkomandi þarf að geta hafið störf 15.
október nk.
Umsóknir skal senda Barböru Björnsdóttur
skrifstofustjóra, Dómhúsinu við Lækjartorg,
en hún veitir nánari upplýsingar í síma 562
8546. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR
NI-dagur á Íslandi
16. september kl. 13:15 - 17:00
í sal 4 í Háskólabíói
Verkfræðistofan Vista heldur NI dag og
kynnir nýjustu útgáfu LabVIEW 7Express.
Meðal nýjunga eru:
* Öflugar Express víur
* Auðveldari leiðir til að þróa hugbúnað
fyrir lófatölvur (PDA)
* State Engine tól fyrir hugbúnaðarþróun
* Öflug tól fyrir tölvusjón
* Vefviðmót.
Aðgangur er ókeypis. Allir velkomnir
meðan húsrúm leyfir Nánari upplýsingar
eru að finna á www.vista.is.
TILKYNNINGAR
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við
kjör fulltrúa á ársfund Starfsgreinasambands
Íslands sem haldinn verður í Reykjavík 9. og
10. október 2003.
Tillögur skulu vera um 41 aðalmann og 41 til
vara.
Tillögum, ásamt meðmælum 120 fullgildra
félagsmanna, skal skila á skrifstofu Eflingar-
stéttarfélags, Sætúni 1, Reykjavík, eigi síðar
en kl. 12. mánudaginn 22. september 2003.
Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags.
SMÁAUGLÝSINGAR
DULSPEKI
Miðill sem svarar þér í dag.
Hringdu og fáðu einkalestur og
svör við vandamálum í starfi
eða einkalífi í síma 001 352 624
1720.
FRÉTTIR
mbl.is
Fullorðinsfræðsla
Laugarneskirkju
NÚ fáum við góðan gest í heimsókn
í Fullorðinsfræðslu Laugarnes-
kirkju, sem marga langar til að sjá
og hlýða á. Þriðjudagskvöldið 16.
sept. kl. 19.30 (athugið breyttan
tíma) mun ævintýramaðurinn og
kristniboðinn Helgi Hróbjartsson
koma og segja sögu sína. Eins og al-
þjóð veit hefur hann um langt skeið
gefið krafta sína í þágu bágstaddra
Afríkubúa og skipulagt gríð-
arvíðtækt hjálparstarf sem náð hef-
ur til tugþúsunda. Verður fróðlegt
og uppbyggilegt að hlýða á mál
hans og komast að því hvað rekur
manninn áfram. Allt fólk er vel-
komið, aðgangur ókeypis. Gengið
er inn um dyr á austurgafli kirkj-
unnar.
Sr. Felix í Grensáskirkju
Í TILEFNI af 40 ára afmæli Grens-
ássafnaðar tekur fyrsti sóknar-
prestur safnaðarins, sr. Felix Ólafs-
son, þátt í kirkjustarfinu þessa
dagana.
Á morgun, þriðjudag 16. sept., kl.
15, hittir hann væntanleg ferming-
arbörn safnaðarins í kirkjunni og
kynnir þeim kristniboðsstarf Ís-
lendinga í Eþíópíu en sr. Felix og
eiginkona hans, frú Kristín Guð-
leifsdóttir, sem lést fyrir nokkrum
árum, voru fyrstu fulltrúar ís-
lenskra kristniboðsvina á kristni-
boðsakrinum í Konsó.
Miðvikudaginn 17. sept. tekur sr.
Felix þátt í samverustund aldraðra
í Grensáskirkju og sýnir þar mynd-
ir frá fyrstu árum starfsins í Grens-
ássöfnuði meðan enn var starfað í
Breiðagerðisskóla og Miðbæ við
Háaleitisbraut.
Auk þess tekur hann þátt í helgi-
haldi á stofnunum í söfnuðinum
þessa viku en hápunktur heimsókn-
arinnar er um næstu helgi þegar
hann prédikar við almenna messu
sunnudaginn kl. 11 árdegis og aftur
í kvöldmessunni kl. 20.
Alfa-námskeið í
Óháða söfnuðinum
ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 16. sept-
ember kl. 19 til 21.30 verður kynn-
ingarkvöld á alfa-námskeiði, sem er
að fara af stað í Óháða söfnuðinum.
Farið verður í aðalatriðin, svo
sem: Hvað er bæn, Biblían sem orð
Guðs, Hvernig starfar Heilagur
andi og Til hvers dó Jesús? Þeir,
sem hafa sótt þessi alfa-námskeið
segjast fá dýpri skilning á mörgum
þeim atriðum, sem hafa verið fram-
andi fyrir þeim, og þeir ræki sam-
félag sitt við Krist betur á eftir.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Barna- og unglingakórar
Bústaðakirkju
Í BÚSTAÐAKIRKJU eru barna- og
unglingakórarnir að hefja göngu
sína þessa dagana. Enn er hægt að
taka inn nemendur í Stúlknakór og
Kammerkór. Auk þess að syngja
hin kirkjulegu lög verða í vetur
sungin lög úr söngleikjum og sett
upp söngleikjadagskrá eftir ára-
mót. Einnig verður kennsla í að
syngja í hljóðnema. Lagt er áhersla
á að nemendur syngi með nátt-
úrulegri og óþvingaðri tækni.
Kórstjóri og söngkennari er Jó-
hanna V. Þórhallsdóttir og undir-
leikari hjá Stúlkna- og Kammerkór
er Aðalheiður Þorsteinsdóttir. All-
ar upplýsingar eru í Bústaðakirkju
og á kirkja.is.
KIRKJUSTARF/ÞJÓNUSTA
prímusinn tók áskoruninni og fór að
suða. Ketilkaffið var á þeim árum
nánast eina brjóstbirtan sem Hlíða-
menn höfðu að ylja sér við í óupphit-
uðu sæluhúsi.
Minningarnar eru margar, og
bjartar. Laugi og ljósið er samtengt í
huga nágrannanna.
Lítil stúlka horfði út um eldhús-
gluggann heima hjá sér, og sá tungl-
ið koma upp yfir Hlíðartúni, hún
kallaði í heimilisfólkið, til að sýna því
hvað hann Laugi væri búinn að fá
fínt útiljós. Síðan hefur tunglið oftast
verið nefnt ljósið hans Lauga hjá
fjölskyldu okkar.
Góðir grannar eru lífæð sveitanna,
án þeirra gætum við ekki búið. Það
var kærkomin viðbót í gott samfélag
þegar Laugi og Rúna völdu að setja
saman bú hér uppi við Hlíðar.
Grannarnir, ungir sem aldnir, fylgd-
ust með uppbyggingu nýbýlisins
Hlíðartúns, og dáðust að elju ungu
hjónanna. Dugnaður þeirra varð til
að hvetja fleira ungt fólk til að feta í
sporin og hefja búskap.
Laugi var alla tíð hjálpsamur og
fljótur að koma ef einhvern vantaði
aðstoð. Ófá handtökin átti hann við
uppbyggingu nýbýlanna sem seinna
risu með Hlíðinni. Öll þökkum við
honum hjálpina, og léttleikann sem
með honum kom, að hverju sem unn-
ið var. Árin sem Laugi var sundlaug-
arvörður var komin þriðja kynslóð
nágranna, sem þakka af alhug
hlýjuna og alúðina sem hann sýndi
þeim.
Þegar svíður sorgarstund
og sýnist fátt til varnar,
sefa best og létta lund
ljúfu minningarnar.
(Halla L. Loftsd.)
Kæra Rúna, börn, tengdabörn og
barnabörn, systkinin frá Hvítár-
bakka og aðrir aðstandendur. Okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Guð
styrki ykkur öll.
Nágrannarnir á Brekku,
Brekkuskógi, Efri-Brekku og
Rauðaskógi.
HÁRLAUG-
UR INGV-
ARSSON
LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRA-
HÚS
SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000.
BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050.
BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími
543 1000.
BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími
543 4050.
NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími
543 2085.
EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222.
ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085.
LÆKNAVAKTIR
BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á
kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upp-
lýsingar í s. 563 1010.
LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í
Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn-
arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30
v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og
símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helg-
ar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770.
TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá-
tíðir. Símsvari 575 0505.
VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10–16.
Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369.
LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn-
isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í
síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is
APÓTEK
LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8–
24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101.
LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300.
LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími
564 5600.
NEYÐARÞJÓNUSTA
BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf-
rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra
daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493.
HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep-
urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trún-
aði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum.
TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar-
og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að-
standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjald-
frjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is
VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer
800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að
tala við. Svarað kl. 20–23.
BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek-
ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif-
stofutíma.
NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar-
hringinn. Vímulaus æska-Foreldrahús.
Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112
Laugarneskirkja. Góðar mömmur,
kynningarfundur kl. 12. María Íris Guð-
mundsdóttir, BA í sálarfræði, og Krist-
jana Þorgeirsdóttir Heiðdal líkams-
ræktarþjálfari bjóða til samveru með
mæðrum ungbarna, þar sem unnið er
með fæðingarþunglyndi. Opinn 12
spora fundur kl. 18 í safnaðarheim-
ilinu. Allt fólk velkomið. Vinir í bata.
Kynningarfundur á 12 sporastarfinu kl.
20. Nú er tækifæri til að koma og huga
að þátttöku í þessu einstaka starfi.
Gengið inn um aðaldyr safnaðarheim-
ilisins. Aðgangur og öll þátttaka ókeyp-
is.
Neskirkja. 6 ára starf kl. 13.30. Sög-
ur, söngur, leikir og föndur. Uppl. og
skráning í síma 511 1560. TTT-starf
kl. 16.30. Starf fyrir 10–12 ára börn.
Leikir, ferðir o.fl. Umsjón Munda og
Sigfús. 12 sporin, andlegt ferðalag, kl.
20. Kynningarfundur. Allir velkomnir.
Fella- og Hólakirkja. Opið hús fyrir full-
orðna í safnaðarheimilinu kl. 13–
15.30 í umsjón Lilju G. Hallgrímsdótt-
ur djákna. Þar verður fræðsla, föndur,
spilað, spjallað og kaffiveitingar verða
í boði. Þeir sem óska eftir akstri láti
vita í síma 557-3280 fyrir hádegi. Fyr-
irbænastund í kapellu kirkjunnar kl.
15.30–15.45. Bænaefnum má koma
til djákna, presta eða annarra starfs-
manna kirkjunnar.
Seljakirkja. KFUK 9–12 ára kl. 17.30.
Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir
16 ára og eldri kl. 20–22.
Lágafellskirkja. Bænastund í Lága-
fellskirkju kl. 20. Þórdís djákni þjónar
og tekur við bænarefnum í síma 691-
8041 alla daga frá kl. 9–16. Al-Anon-
fundur í Lágafellskirkju kl. 21.
Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16
æskulýðsfélag fatlaðra, yngri hópur.
Hulda Líney Magnúsdóttir og sr. Þor-
valdur Víðisson.
Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30–
16.30.
Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 15
heimilasamband, allar konur velkomn-
ar. Kl. 17 Örkin hans Nóa, fyrir 1., 2.
og 3. bekk. Kl. 18 KK fyrir 4. og 5.
bekk.
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/Brynjar GautiLaugarneskirkja
Afmælis- og minningargreinum má skila í
tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minn-
ing@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og
grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi
þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að
símanúmer höfundar og/eða sendanda
(vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem
pláss er takmarkað getur þurft að fresta birt-
ingu greina, enda þótt þær berist innan hins
tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á
mbl.is. Einnig er hægt að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur.
Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.