Morgunblaðið - 15.09.2003, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 15.09.2003, Qupperneq 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 25 ÞETTA var stórfenglegasta sjón sem ég hef séð. Við augum blasti blóðlitaður sjórinn og allir þessir karlmenn við veiðar. Þeir fóru á bátum sínum út og fældu grind- hvalina með því að flauta og berja stöngum sínum í bátana,“ segir Anna Guðrún Torfadóttir grafíklistakona sem óvænt varð vitni að grindhvaladrápi í Vogum í Færeyjum. Verið var að setja upp sýningu á vegum félagsins Íslenskrar grafíkur í Listasafninu í Þórshöfn þegar grindhvalavaða kom og allir Færeyingar sem vettlingi gátu valdið fóru til veiða. „Veiðarnar voru mjög vel skipulagðar,“ segir Anna Guðrún. „Mér fannst þetta hin náttúrulega karlmennska í sinni flottustu mynd. Það heillaði mig mjög að sjá karlmenn í bænum fara út á sjó og veiða sér til matar. Ekkert af kjötinu er selt, heldur er því skipt jafnt á milli allra. Sjúkra- húsin og aldraðir fá sinn skerf, síðan er kjötinu skipt á milli heimilanna.“ Frumþörf mannsins að veiða sér til matar Anna Guðrún hefur smakkað grindhval og segir kjötið mjúkt og gott. „Mér fannst frumþörf mannsins til að veiða sér til mat- ar skína þarna í gegn. Þetta tók mjög stuttan tíma, kannski tutt- ugu mínútur. Karlmennirnir voru ofsalega snöggir að þessu og mjög agaðir. Það var ekkert fum eða fát á þeim. Síðan voru allir hvalirnir dregnir á land og lágu mjög snyrtilega í fjörunni. Því næst voru þeir dregnir út á sjó og upp á bryggju þar sem gert var að þeim.“ Anna Guðrún segir þó að ekki hafi allir sem með henni voru verið eins hrifnir af drápinu og hún. Íslensk listakona varð óvænt vitni að grindhvaladrápi „Stórfenglegasta sjón sem ég hef séð“ MIKILL áhugi er á barnavernd á Vestur- löndum og meðal annars hvaða úrræði séu til- tæk til að koma í veg fyrir misnotkun barna. Bretinn Nigel Parton segir að allur þessi áhugi sjáist almennt í þjóðfélaginu og ekki síst í lagasetningu. „Þetta er fremur nýlega til komið og hefur aðeins átt sér stað á síðustu tuttugu til þrjátíu árum. Ég hef verið að velta því fyrir mér af hverju þessi áhugi hafi vaxið og af hverju núna á svona mörgum mismunandi stöðum. Ég held að samfélagslegar breytingar séu einn helsti áhrifavaldurinn,“ bendir hann á. Nigel Parton veitir forstöðu hagnýtri rann- sóknarmiðstöð innan háskólans í Huddersfield í Norður-Englandi, sem sérhæfir sig í að rannsaka bernskuárin og misnotkun á börn- um. Hann hóf feril sinn sem félagsráðgjafi í upphafi 8. áratugarins, en hefur starfað við kennslu og haldið fyrirlestra um velferðarmál barna í meira en tvo áratugi. Þá hefur hann skrifað töluvert af ritum og fræðigreinum um þessi efni. Parton leggur áherslu á að ýmsar mjög mikilvægar félagslegar breytingar hafi átt sér stað á síðustu þrjátíu árum. Uppbygging fjöl- skyldunnar hafi breyst, aukin þéttbýlismynd- un hafi átt sér stað og margt fleira. Allt þetta hafi haft þau áhrif að margir fastir punktar í tilverunni, sem fólk hefur talið sjálfsagða í fjölda ára, eru ekki eins sjálfsagðir í dag. Þetta sé til dæmis hlutverk kynjanna, barna og staða fólks í samfélaginu. Parton telur að jafnhliða þessum breytingum öllum hafi áhyggjur af misnotkun barna orðið almennari. Herferðir fjölmiðla fyrir nafnbirtingu barnaníðinga „Ein stærsta breyting samfélagsins á síð- ustu þrjátíu árum er hin gífurlega breyting á hlutverki fjölmiðla. Þá á ég ekki bara við prentmiðla, heldur líka sjónvarp og útvarp og tilkomu Netsins. Fjölmiðlar hafa orðið lykill- inn að samfélaginu. Í þeim fáum við hug- myndir okkar um það hvað sé gott og hvað sé slæmt. Á sama tíma og fjölskyldumynstrið breytist breiðist hlutverk fjölmiðla út.“ Part- on leggur áherslu á mikilvægi þess hvernig barnavernd sé sett fram í fjölmiðlum. Áhrifin geti orðið mikil jafnt á stjórnmálamenn sem almenning. „Það á ekki að vanmeta þetta hlut- verk fjölmiðla.“ Hann lýsir því hvernig fjölmiðlar geti einn- ig rekið sjálfstæða baráttu fyrir ýmsum breytingum og málefnum er snerta barna- vernd. Hann nefnir sem dæmi nafnbirtingu á barnaníðingum. Það sé ekki óalgengt að fjöl- miðlar, til að mynda í Bretlandi, reki herferð þar sem lögð sé áhersla á að þessi nöfn verði gerð opinber og jafnvel heimilisföng þeirra gefin upp. Þarna komi sjálfstætt hlutverk fjöl- miðla fram. „Í Bretlandi er staðan í þessum málum eig- inlega á hvorugan veginn. Það gerist við og við, sérstaklega á sumrin þegar minna er í fréttum, að fjölmiðlar taka til umfjöllunar málefni af þessu tagi. Ég man sérstaklega eft- ir umfjöllun eins sunnudagsblaðs um að það þyrfti að setja lög sem heimiluðu opinbera birtingu á nöfnum barnaníðinga. Lögin yrðu þá sambærileg við lög sem sett voru í Banda- ríkjunum í kjölfar máls, þar sem stúlka að nafni Megan var fórnarlamb barnaníðings ár- ið 1994. Foreldrar hennar létu frá sér fara að ef þeir hefðu vitað að kynferðisglæpamaður byggi í nágrenninu hefði þeim tekist að koma í veg fyrir morðið á dóttur sinni,“ segir hann. Parton skýrir frá því að í Bretlandi sé það svo í dag að lögregla og skilorðsfulltrúar hafi vald til þess að láta sumt fólk vita um þessa menn. „Það er ekki til staðar sjálfkrafa op- inber skráning. Það er í rauninni í valdi stað- aryfirvalda að ákveða hvernig sé best að með- höndla mál í hvert skipti.“ Einstaklingurinn í dag velur sjálfur hver hann er Í sínu erindi kom Parton inn á togstreituna á milli hugtakanna um rétt fjölskyldunnar gagnvart einstaklingsrétti barnsins. „Eitt af því sem einnig hefur borið á á síðustu þrjátíu árum er nokkuð sem nefna má „einstaklings- væðingu“ samfélagsins. Mikilvægi fjölskyld- unnar og samfélagsins miðað við einstakling- inn er minna heldur en áður. Einstaklingurinn í dag velur sjálfur hver hann er, hver hann vill vera og hvers konar lífi hann vill lifa.“ Hann segir að þessi sjónarmið eigi ekki síð- ur við um börn og það birtist til dæmis í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „Þau eiga að hafa rétt á því að taka þátt í þessum ákvörðunum í stað þess að láta aðra ákveða fyrir þau. Það hefur færst í aukana að það sé ætlast til þess að ungt fólk eigi að hafa rétt og álitið að það séu fært um að tjá sig á vissan hátt, þannig að þau geti haft áhrif á ákvarð- anir sem teknar eru fyrir þau um þau,“ bætir hann við. Hann segir að í Englandi sé sá hátt- ur hafður á að ef talið er að ungur ein- staklingur sé hæfur til að taka eigin ákvarð- anir, eigi hann að gera það. Jafnvel þótt einstaklingurinn sé á aldrinum 10–12 ára. Þá á Parton við ákvarðanir eins og hvort það eigi að framkvæma ákveðna læknisaðgerð á ein- staklingnum, hvort hann eigi að hljóta vissa meðferð og svo framvegis. Nigel Parton prófessor ræddi þróun í barnavernd á norrænni barnaverndarráðstefnu Má ekki vanmeta hlutverk fjölmiðla í barnavernd Yfir 560 manns sátu norræna barnaverndarráðstefnu í Reykja- vík nýlega. Einn þeirra er Nigel Parton prófessor sem rakti í er- indi sínu þróunina í barnavernd á Vesturlöndum, fjallaði um áskoranir sem nútímaforeldrar standa frammi fyrir og kom inn á breytt hlutverk fjölmiðla í umfjöllun um barnavernd. LANDSFRAMLEIÐSLA dróst saman um 0,6% að raungildi á síð- asta ári, sem eru talsverð umskipti frá árunum þar á undan, því að 2,8% vöxtur var á landsframleiðsl- unni árið 2001 og fimm árin þar á undan var árlegur hagvöxtur 4–5%. Þetta kemur fram í bráðabirgða- tölum Hagstofunnar vegna síðasta árs, en nú er talið að landsfram- leiðslan þá hafi numið 779 millj- örðum króna sem er 4,5 milljörð- um króna meira en áður var talið. Það er rakið til þess að samneysla reyndist vera nokkru meiri en áð- ur var talið en óverulegar breyt- ingar urðu á einkaneyslu og fjár- munamyndun frá fyrri spám. Fram kemur að á árinu 2002 dróst einkaneysla saman um 1,1% að raungildi og fjármunamyndun um 14,8%. Samneysla óx hins veg- ar um 4% að raungildi. Segir að samdráttinn í fyrra megi fyrst og fremst rekja til fjámunamyndunar. Samdrátt þar má að verulegu leyti rekja til atvinnuveganna, en fjár- festing þeirra dróst saman um 22% í fyrra. Fjármunamyndun hjá hinu opinbera dróst einnig saman, eða um 12%, en íbúðafjárfesting óx hins vegar um 5% og kemur sú aukning til viðbótar mikilli aukn- ingu í íbúðabyggingum undanfarin tvö ár. Þá kemur fram að af einstökum atvinnugreinum hafi mestur vöxt- ur orðið í stóriðju, sjávarútvegi og starfsemi hins opinbera, en sam- drátturinn var mestur í bygging- ariðnaði, verslun og samgöngum. Hlutur launþega hár um þessar mundir „Landsframleiðslan er jafnan reiknuð á markaðsverði, það er að meðtöldum sköttum á framleiðslu en að frádregnum styrkjum. Að þessum liðum frátöldum fæst sú fjárhæð sem er til skiptanna milli launþega og þess sem fjármagn og einyrkjar bera úr býtum. Á liðnu ári er talið að í hlut launþega hafi komið tæpir 460 milljarðar króna (að meðtöldum launatengdum gjöldum) en að hlutur fjármagns og einyrkja hafi numið rúmum 200 milljörðum. Launþegar báru því úr býtum um 69% af því sem til skipt- anna var en fjármagn og einyrkjar um 31%. Þessi hlutfallslega skipt- ing er áþekk því sem var árin 1999 og 2000 en á árinu 2001 er talið að hlutur launþega hafi verið nokkru lægri. Í sögulegu samhengi er hlutur launþega hár um þessar mundir,“ segir ennfremur. Samdráttur landsframleiðslu var 0,6% í fyrra Mikil umskipti frá árunum 1996–2000 þegar árlegur hagvöxtur var 4–5% BROTIST var inn í söluturninn Aktu Taktu við Sæbraut á sjötta tímanum á sunnudagsmorgun, og skiptimynt tekin úr peningakassa. Ekki var um háa fjárhæð að ræða enda ekki miklir peningar geymdir í kassanum. Sá sem var að verki komst undan en málið er í rann- sókn, að sögn lögreglunnar í Reykjavík. Rólegt var í miðborginni um helgina og þurfti lögregla lítið að hafa afskipti af fólki. Brotist inn í sölu- turninn Aktu Taktu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.