Morgunblaðið - 15.09.2003, Page 27
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 27
RSH.is
Dalvegi 16b • 201 Kópavogur
Sími 544 5570 • Fax 544 5573
www.rsh.is • rsh@rsh.is
Handtalstö›var
VERSLUN • VERKSTÆ‹I
Radíófljónusta Sigga Har›ar
Drægni allt a› 5 km
Ver› frá kr. 5.900,-
UHF talstö›var
í miklu úrvali
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
03
Stórsekkir
Helstu gerðir á lager.
Útvegum allar stærðir og gerðir.
Tæknileg ráðgjöf.
HELLAS ehf.
Skútuvogur 10F, Reykjavík,
símar 568 8988, 892 1570,
fax 568 8986.
e-mail hellas@simnet.is
HELLAS
ÞJÓÐMINJASAFN Íslands,
Nesstofusafn og Félag áhuga-
manna um sögu læknisfræðinn-
ar vilja heiðra minningu dr.
Jóns Steffensen með því að
veita styrk að upphæð kr.
200.000 til háskólanema sem
hyggst vinna lokaverkefni tengt
sögu heilbrigðismála. Styrkn-
um verður úthlutað í þriðja sinn
nú í haust. Þriggja manna nefnd
skipuð af styrkveitendum sér
um úthlutun. Umsóknir um
styrk þennan skulu berast Þjóð-
minjasafni Íslands, Lyngási 7,
210 Garðabæ fyrir 25. október
næstkomandi í umslagi merktu
„styrkumsókn“.
Umsókninni skal fylgja
greinargerð um verkefni og um-
sögn umsjónarkennara.
Nánari upplýsingar gefur
Hrefna Róbertsdóttir, sviðs-
stjóri rannsókna- og varðveislu-
sviðs, netfang hrefna@natmus-
.is.
Styrkur til
rannsókna
á sögu heil-
brigðismála
Reykjavíkurdeild Rauða krossins
verður með kynningarfund á
morgun, þriðjudagskvöldið 16. sept-
ember kl. 20, fyrir þá sem vilja láta
gott af sér leiða með þátttöku í sjálf-
boðnu starfi félagsins 6–12 tíma á
mánuði.
Með sjálfboðastarfi á vegum Rauða
krossins gefst tækifæri til að leggja
íslensku samfélagi lið, taka þátt í
hjálparstarfi, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Á MORGUN
FULLTRÚARÁÐ Knattspyrnufélagsins Víkings afhjúpaði nýlega legstein í
Fossvogskirkjugarði, til minningar um Axel Andrésson, frumkvöðul í ís-
lenskri knattspyrnu.
Axel stofnaði Víking ásamt nokkrum ungum piltum 21. apríl 1908. Hann
var fyrsti formaður félagsins. Þá var hann leikmaður félagsins og þjálfari,
auk þess að gegna dómarastörfum. Um árabil ferðaðist Axel um landið og
kenndi knattspyrnu eftir kerfi sem við hann var kennt. Axel bjó um tíma á
Akranesi og þjálfaði þar unga knattspyrnumenn.
Viðstaddir athöfnina voru stjórn fulltrúaráðs, heiðursfélagar, gamlir
formenn og ættingjar Axels. Að athöfn lokinni var móttaka í Víkinni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Forystumanns Víkings minnst
FÁSKRÚÐ hefur tekið góðan
kipp að undanförnu. Þar veiddist
lítið framan af sumri vegna þess
að áin rann varla í þurrkunum, en
hollin síðustu vikurnar hafa verið
að gera það gott.
„Guðmundur Stefán Maríasson
og félagar hans voru að koma úr
Fáskrúð og fengu 12 laxa. Þeir
sögðu það með minnsta móti, því
þeir hefðu aldrei séð ána jafn líf-
lega, en laxinn hefði tekið grannt.
Þeir voru samt alveg í skýjunum
því það var fiskur stöðugt við hjá
þeim. Með þeirra afla voru komn-
ir 154 laxar á land,“ sagði Bergur
Steingrímsson framkvæmdastjóri
SVFR í samtali undir helgina. Það
er sama hvert er litið vestur í Döl-
um, alls staðar veiðist vel þar sem
enn er opið á annað borð.
Skot í Hrútu
Holl sem hætti nýlega í Hrúta-
fjarðará náði að landa 20 löxum á
þremur dögum og er það besta
holl sumarsins. Fengu umræddir
veiðimenn kjörskilyrði, vatn að
sjatna eftir vatnavexti og grugg.
Sáu þeir víða mikið af laxi, m.a.
þrjátíu stykki í Bálki. Með þessum
pakka voru komnir um 140 laxar
á land og hugsa menn nú til þess
hvað hefði getað verið ef
smálaxagöngur í landshlutanum
hefðu ekki brugðist. Þetta er þó
að nálgast að vera
þokkalegt í Hrútu og
til bóta hefur verið
óvenjugóð bleikju-
veiði. Til tíðinda tald-
ist fyrir nokkru, er
veiðimaður einn setti
í og landaði 15 punda
grútlegnum hæng í
Dumbafljóti, sem er
neðsti veiðistaður ár-
innar. Þótti mönnum
lítill dugur í þeim
fiski að hafa sig ekki
ofar í ána, heldur
liggja fram á haust í
hálfsöltu vatni
bleikjuhylsins. Hins
vegar var hann fjarri
því kraftlaus and-
spænis veiðimanni og
væntanlegum dauða
sínum, því hann barðist hatram-
lega í 45 mínútur.
Smálax að koma?
Nokkrir grálúsugir smálaxar
hafa veiðst í Breiðdalsá allra síð-
ustu daga og vona menn að fram-
hald verði á. Um 160 laxar hafa
veiðst í ánni í sumar, en fjölmarg-
ir þeirra stórfiskar þar eð smálax
hefur vantað að mestu. Stefnir
vegna þessa í nokkuð lægri tölu
en í fyrra. Nýverið veiddust bæði
17 og 18 punda laxar í ánni. Veitt
er út september og vonast menn
til að áin hali inn 200 stykki eða
svo.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Fáskrúð
tók góðan
kipp Morgunblaðið/Einar Falur
Arnór Gísli Ólafsson með vænan hæng sem hann
veiddi í Þjófastrengjum í Flekkudalsá.