Morgunblaðið - 15.09.2003, Síða 31
leiða í Skandinavíu, sagði í samtali
við Morgunblaðið að bæði Flug-
leiðir og Stuðmenn hefðu rennt
blint í sjóinn með tónleikana og
ekki gert sér grein fyrir því hvort
áhugi væri á því meðal Íslendinga
að sjá Stuðmenn troða upp í Tívolíi:
„Strax og við auglýstum tónleikana
létu viðbrögðin hins vegar ekki á
sér standa. Miðarnir seldust upp á
nokkrum dögum og komust færri
að en vildu,“ segir Halldór.
Þjóðarstolt og ættjarðarást
Vitandi það að verulegur meiri-
hluti tónleikagesta væru Íslend-
ingar spilaði hljómsveitin á þjóð-
erniskennd gesta. Upphafslagið var
til að mynda íslenski þjóðsöngurinn
að viðstaddri fjallkonunni. Gestir
risu umsvifalaust úr sætum og tóku
undir fullum hálsi, og tónninn var
gefinn fyrir það sem
koma skyldi – það
ríkti alger eining um
að skemmta sér vel.
„Þetta er tímamóta-
viðburður. Við fyllt-
umst þjóðarstolti og
fengum gæsahúð
þegar þjóðsöngurinn
var sunginn,“ sögðu
þær Ólöf og Þor-
björg sem búa í Dan-
mörku og kunnu vel
að meta þessa heim-
sókn að heiman.
Tökur á nýrri
kvikmynd
að hefjast
Það sem var ekki
síður mikilvægt og
átti mikinn þátt í að
skapa þá frábæru
stemmningu sem myndaðist var sú
staðreynd að tónleikagestir voru
ekki bara áhorfendur heldur líka
þátttakendur. Tónleikarnir, hvar
allir helstu smellir sveitarinnar
voru spilaðir, mörkuðu upphafið að
upptökum á nýrri kvikmynd Stuð-
manna. Myndin ber vinnuheitið Í
takt við tímann og er í leikstjórn
Ágústs Guðmundssonar. Næstu
daga fara tökur fram í Kaupmanna-
höfn en hugmyndin að myndinni
hefur lengi verið í farvatninu. „Það
er langt síðan við ákváðum að gera
nýja kvikmynd og í rauninni höfum
við verið að þróa hugmyndir að
nokkrum kvikmyndum,“ segir Jak-
ob Frímann Magnússon í samtali
við Morgunblaðið. „En þegar Ágúst
nálgaðist okkur með hugmynd sem
var ódýrari og auðveldari í fram-
kvæmd en sú hugmynd sem var
komin lengst hjá okkur þá ákváðum
við að skella okkur í slaginn. Tök-
urnar hefjast hér í Kaupmannahöfn
en munu einnig fara fram í suður-
ríkjum Bandaríkjanna í janúar og á
Íslandi í febrúar og mars,“ segir
Jakob. Stuðmenn ásamt Eggerti
Þorleifssyni eru aðalpersónur
myndarinnar sem þó er ekki fram-
hald af kvikmyndinni Með allt á
hreinu þótt persónurnar séu þær
sömu. „Þetta er alveg sjálfstæð
mynd með sömu persónum við allt
aðrar aðstæður,“ segir Jakob.
Áhorfendur, sem voru á öllum
aldri, allt frá fimm mánaða upp í
áttrætt, virtust kunna vel að meta
þátttöku í nýrri Stuðmannakvik-
mynd og gerðu allt sem Stuðmenn
báðu þá um, dilluðu sér í mjöðm-
unum, risu úr sætum og sungu með
af innlifun. Af þessum viðtökum að
dæma þá mætti ætla að þessir
fyrstu tónleikar íslenskrar stuð-
sveitar í kóngsins Kaupmannahöfn
verði jafnvel ekki þeir síðustu.
rsj@mbl.is
Morgunblaðið/Ragna Sara
Stuðmenn stóðu svo sannarlega undir nafni í Tívolíi og héldu uppi stuðinu með gömlum og nýjum smellum.
Morgunblaðið/Ragna Sara
Ágúst Guðmundsson, leikstjóri Með allt á hreinu og
nýju Stuðmannamyndarinnar Í takt við tímann, var
einbeittur við upptökur meðan á tónleikunum stóð.
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 31
www.laugarasbio.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10.15.Sýnd kl. 6. Með ísl. tali Tilb. 400 kr.
KVIKMYNDIR.IS
Skemmtilegast
a spennumynd
ársins er
komin..
J I M C A R R E Y
Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 12 áraSýnd kl. 8 og 10.15. B.i. 10 ára
Sýnd kl. 6. Með ísl. tali.
ROGER EBERT
L.A. TIMES
BRUCE
ALMIGHTY
Geggjaðar
tæknibrellur
og læti.
Missið ekki af
þessari!
BBCI
Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði
„Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða-
markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA
er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan
ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“
Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir,
Allrahanda.
Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og
veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku.
Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa
og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu.
www.menntun.is
Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22
Nýr og betriHverfisgötu 551 9000
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 6 og 8. Ísl. tal.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16 ára.
Frá leikstjóra Trainspotting kemur hið magn-
aða meistaraverk 28 Days Later.
Missið ekki af þessum frábæra framtíðartrylli.
SV MBL
ZOMBIE- SKONROKK
FM 90.9
HK DV
Kvikmyndir.com
Einn sá allra
besti hryllingur
sem sést hefur í
bíó síðustu
misserin."
Þ.Þ. FBL.
Ein besta
mynd ársins
Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i. 14.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12 ára.
Geggjaðar tæknibrellur
og læti.
Missið ekki af þessari!
Sýnd kl. 6 og 10.
spurðu fólkið
HAUST- OG VETRARLITIRNIR 2003
Kaupauki þegar keypt er fyrir 2.000 kr. eða meira
KYNNINGAR á haust- og vetrarlínunni 2003 kl. 14-17
Mánudag 15. sept. Lyfja Lágmúla
Þriðjudag 16. sept. Lyfja Smáratorgi
Miðvikudag 17. sept. Lyfja Setbergi
Fimmtudag 18. sept. Lyfja Laugavegi
Föstudag 20. sept. Lyfja Kringlunni