Morgunblaðið - 15.09.2003, Side 33

Morgunblaðið - 15.09.2003, Side 33
ASTRID Lindgren er móðir margra helstu hetja barnabókmenntanna og fer Lína Langsokkur þar í fylkingarbrjósti. Borgarleikhúsið frumsýndi í gær leikrit um þessa bráðskemmtilegu sjóræningjastelpu sem setur allt lífið á annan end- ann í litla sænska smáþorpinu þar sem hún býr, enda er afstaða hennar til lífsins þyrnir í augum margra smáborgara sem vilja ekkert frekar en gefa henni fast- mótað hlutverk samkvæmt eigin heimssýn. Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsímunda Efraímsdóttir Langsokkur er sterkari en sterkustu stórmenni. Hún hefur siglt um heimshöfin sjö og kann svo sannarlega að bregðast við vandamálum hversdagsins auk þess sem hún á risa- stóra tösku kúffulla af gullpeningum sér til framfærslu. Já, það mun enginn saka Efraím Langsokk um vangreitt meðlag. Sjónarhóll heitir húsið og Herra Níelsen heitir Apinn, en hvað heitir hesturinn? Jú, hann heitir einfaldlega bara Hestur. Það er hin unga og efnilega Ilmur Kristjánsdóttir sem fer með hlutverk Línu og skoppar um svið Borgarleikhússins af léttum leik. Tásuhopp og tíkarspenar Lína Langsokkur leikur sér brosandi að Alfonsi sterka. Morgunblaðið/Kristinn MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. SEPTEMBER 2003 33 ÁLFABAKKI Kl. 6, 8 og 10.15. AKUREYRI kl. 6 og 10.10. KRINGLAN Kl. 6, 8 og 10.10. KEFLAVÍK Kl. 8. Frábær tónlist, m.a. lagið Times like these með Foo Fighters  KVIKMYNDIR.IS B.i. 12 ára. ÁLFABAKKI Kl. 5.45, 8 og 10.15. B.i. 16. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8 og 10.15. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. ÁLFABAKKI Synd kl. 4. Ísl tal Sjáið sannleikann! Frábær tryllir THE TIMES Spacey er í toppformi UNCUT SINBAD SÆFARIÁSTRÍKUR OG KLEOPATRA TOMB RAIDERStórmynd Grísla - ísl. tal. Antonio Banderas, Johnny Depp og Salma Hayek í mögnuðu framhaldi af hinni geysivinsælu mynd Desperado. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP ÁLFABAKKA KL. 5.45, 8 OG 10.15. KRINGLAN Kl. 5.30 og 7. ÁLFABAKKI Kl. 4 og 6.. AKUREYRI Sýnd kl. 6. AKUREYRI Sýnd kl. 8. B.i. 12. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 12. i l í l i i i i i l KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. Antonio Banderas, Johnny Depp og Salma Hayek í mögnuðu framhaldi af hinni geysivinsælu mynd Desperado. l í l i i i i i l Yfir 41.000 gestir Ný mynd frá breska leikstjóranum Alan Parker með tvöföldum Óskarsverðlaunahafa, KevinSpacey. fr r l i tj r l r r t f l r r l f , i . vertu þar sem fólkið er ÞEIR Mikki refur, Lilli klifurmús og Bangsapabbi skoppuðu enn á ný um stóra sviðið á laugardag- inn þegar þriðja uppfærsla Þjóð- leikhússins af Dýrunum í Hálsa- skógi var frumsýnd. Með hlutverk Lilla klifurmúsar fer hinn ungi Atli Rafn Sigurðsson, en Örn Árnason, sem stikaði síðast um með gítarinn, leikur nú sjálfan Bangsapabba, verndara dýranna og allsherjar gæðablóð. Prakk- arann og andófsrefinn Mikka leikur Þröstur Leó Gunnarsson af mikilli prýði og fetar þar í fót- spor Bessa Bjarnasonar sem tók hlutverkið forðum með mesta glans. Þó Mikki sé úrillur og du- lítið grimmur gengur honum yf- irleitt gott eitt til. Það er bara í eðli hans að borða kjöt og erfitt fyrir rándýr að venjast á mat- aræði sem felur í sér sojakjöt, tófú og gulrótabökur, enda eru tennur rebba ekki hentugar til að tyggja grófmeti. Yngsta kynslóðin skemmti sér afarvel á þessu stórskemmtilega barnaleikriti Thorbjörns Egner sem hefur löngu skipað sér í röð ástsælustu barnabókahöfunda heims með verkum eins og Karíus og Baktus, Kardimommubærinn og auðvitað Dýrin í Hálsaskógi. Morgunblaðið/Ásdís Refurinn Mikki er grimmur en engu að síður er hann besta skinn þegar vel er farið að honum. Morgunblaðið/Ásdís Lilla klifurmús reynist það léttur leikur að stríða rebba, enda er Mikki gefinn fyrir lúrinn. „Afi þinn er ruglu- dallur!“ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.