Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.10.2003, Blaðsíða 12
12 C MÁNUDAGUR 27. OKTÓBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fjöldi kaupenda á skrá - Átt þú réttu eignina? Óskum eftir öllum gerðum eigna. Verðmetum samdægurs. Framnesvegur Mjög góð fimm herbergja 122 fm íbúð á 1. hæð. Hol með fatahengi. Stórar samliggj- andi stofur í suður, svalir út af borðstofu. Eldhús, massíf eikarinnrétting, gluggi og góður borðkrókur. 3 rúmgóð svefnherbergi með góðum skápum. Baðherbergi nýlega tekið í gegn, flísalagt með góðri innréttingu. Hús nýlega lagfært og málað. Stutt í alla þjónustu, skóla og verslun. Verð 15,9 m. Áhv. 6,3 m. Eskihlíð Einstaklega falleg 125 fm mikið endurnýjuð íbúð á 4. hæð í góðu fjölbýlishúsi með glæsilegu útsýni yfir borgina. Stórar saml. stofur, suðvestursvalir. 2 góð svefnherbergi. Rúmgott eldhús. Aukaherbergi í kjallara með aðgangi að snyrtingu. Gler endurnýjað. Ný- legt eikarparket á gólfum. Húsið nýtekið í gegn að utan. Strandgata Hafnarf. Falleg 113 fm neðri sérhæð í þríbýhúsi. Stór stofa, borðstofa og þrjú svefnherbergi. Eld- hús með „sixties“ innréttingu. Suðursvalir. Útsýni yfir höfnina. Húsið er talsvert endur- nýjað. Áhv. 6,5 millj. húsbréf. Verð 13,9 millj. Stóragerði með bílskúr Vorum að fá í sölu mjög fallega og vel skipulagða 4ra herb. 96 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Stórar skiptanlegar stof- ur. 2 svefnherbergi. Baðherbergi nýlega standsett, flísar í hólf og gólf. Suður- og norðursvalir. Parket á gólfum. 21 fm bílskúr fylgir. Laus strax. Verð 13,6 millj. Stigahlíð Mjög góð 202 fm neðri sér- hæð í fjórbýlishúsi með bílskúr á þessum vinsæla stað. Hæðin skiptist í stórar stofur með góðum gluggum, rúmgott hol, fjögur góð svefnherbergi, vandað eldhús með ný- legri innréttingu og sérþvottahúsi innaf, bað- herb. gestasnyrting. yfirbyggðar svalir að hluta. Parket. Stutt í alla þjónustu og skóla. Verð 22,5 m. Laus strax. Seilugrandi 4ra herb. 87 fm íbúð á efstu hæð í góðu fjöl- býli. Íbúðin er á tveimur hæðum, stofa, eld- hús, svefnherb. og baðherb. á neðri hæð. Uppi eru tvö svefnherb. og hol, leikloft er yf- ir herbergjum. Stórar suðursvalir. Glæsilegt útsýni til suðurs. Stæði í bílageymslu. Áhv. 2,5 millj. Bygg.sj. rík. Verð 13 m. Sólvallagata Glæsileg 127 fm hæð í nýlegu þríbýlishúsi. Stórar stofa, 3 svefnherbergi. Suðursvalir. Opið bílskýli. Einstaklega skemmtilega frá- genginn garður sem snýr í suður. Eign í sérflokki. Skúlagata Ein af þessum eftirsóttu íbúðum í húsi aldr- aðra. Íbúiðin er 63 fm á 5. hæð í austurenda, með góðum innréttingum úr beyki. Parket á gólfi. Þvottahús í íbúð. Stórar svalir. Glæsi- legt útsýni yfir Sundin og til Esjunnar. Stæði í bílskýli fylgir. Hlutdeild í samkomusal, og líkamsræktaraðstöðu. Nánari uppl. á skrif- stofu. Auðbrekka Björt 140 fm hæð (3. hæð), sem í dag er nýtt sem 4ra herb. íbúð. Hús- næðið hentar einnig sem skrifstofuhúsnæði eða fyrir listamann. Stórir gluggar til suðurs og norðurs. Gott útsýni. Laus strax. Verð 12,5 millj. SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali. Byggðarendi - einbýli Sérlega vandað og glæsilegt 234 fm tvílyft einbýlis- hús auk 25 fm bílskúrs. Húsið er mjög mikið endurnýjað að innan. Ný eldhúsinnrétting. Góð stofa, sjónvarpsherbergi. Tvö nýlega flísalögð baðherbergi. Nýlegt eikarparket. Arinn. Sauna. Gróinn garður, glæsilegt út- sýni. Frábær staðsetning. Eign í algerum sérflokki. Til sölu eða leigu í Hveragerði Til sölu eða leigu stórt einbýlishús í Hvera- gerði alls um 230 fm á einni hæð. Þar er m.a. mjög björt vinnustofa 77 fm, íbúð með sólskála 154 fm. Mjög fallega staðsett á jað- arsvæði með stórum garði og útsýni. Mikil lofthæð, listaverk á 2 baðherbergjum og í eldhúsi. Nánari uppl. á skrifstofu (myndir á www.islandia.is/jboga undir tenglinum stu- dio-gallery) Mávahraun - einbýli Fallegt og vel skipulagt 275,1 fm tvílyft ein- býlishús auk 33,5 fm bílskúrs. Húsið skiptist í stórar stofur með arni, 4 svefnherb. eldh. baðherb. snyrt. og þvottahús. Í kjallara eru tvö herb. og baðherb. með sérinng. Að auki stór og nýlega innréttuð stúdíóíbúð með sér- inngangi í kjallara. Húsið er byggt á 767 fm hraunlóð sem snýr í suður. Ýmsir möguleik- ar. Skipti á minni eign möguleg. Skipholt Björt og skemmtileg115 fm endaíbúð á 2. hæð í góðu fjölbýli. Íbúðin skiptist í saml. stofur, 3 svefnherb. eldh. með nýlegri innréttingu og baðherb. Mögul. að gera herb. úr innri stofu. Íbúðarherb. í kj. með aðg. að snyrt. og sturtu fylgir. Íbúðin er laus strax. Verð 14,7 millj. Skólavörðustígur Skemmtilegt og nýlega endurnýjað 125 fm húsnæði á götu- hæð sem skiptist í verslunarhúsnæði og íbúð með sérinngangi. Arinn, flísar á gólf- um. Verslunarleyfi fyrir hendi. Verðtilboð Listhúsið Glæsilegt verslunar- og þjónustuhúsnæði á tveimur hæðum. Bjart og aðgengilegt. Ýmsir möguleikar á nýtingu. Næg bílastæði. Laust strax. Verð 8,7 m. Auðbrekka Glæsilegt 152 fm atvinnuhúsnæði á götu- hæð. Allt nýlega enfurnýjað. Rúmgóð mót- taka. 5-6 skrifstofuherb. Parket á gólfum. Hentar undir léttan iðn., skrifstofur, heild- verslun o.fl. Góð aðkoma og bílastæði. Laust fljótlega. Barmahlíð - risíbúð Ein af þessum vinsælu risíbúðum í Hlíðun- um. Íbúðin er 58 fm og skiptist í gott eldhús, 2 svefnherb. stofu og baðherb. Getur losnað fljótlega. Verð 10,2 milj. Gyðufell Mjög falleg 82 fm íbúð á 2. hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi. Rúmgóð stofa, 2 svefnherb. Yfirbyggðar suðursvalir. Íbúðin er mikið endurn. ný eldhúsinnrétting, bað- herb. flísalagt í hólf og gólf. Verð tilboð. Jöklasel Sérlega falleg 70 fm íbúð á 1. hæð í litlu fjöl- býlishúsi á rólegum stað. Stór stofa með suðursvölum. Parket. Þvottaherb. í íbúð. Hagstæð Íbúðasjóðslán áhv. Kötlufell Mjög góð 69 fm íbúð á 3. hæð í fjölbhúsi. Rúmgóð stofa með yfirbyggðum suðvestursvölum. Blokk nýklædd að utan. Fallegt útsýni. Sérmerkt bílast. Verð 8,8 m. Ægisíða - einbýli Glæsilegt og mikið endurnýjað 275 fm ein- býlishús, tvær hæðir og kjallari á þessum eftirsótta stað. Þrjár samliggjandi stofur, 3 stór svefnherbergi, baðherbergi, og gest- asnyrt. Massift eikarparket á gólfum, góðar innréttingar, gifslistar og rósettur í loftum. Tvennar svalir. Geymsluloft yfir húsinu. Í kjallara er sér 2ja herbergja íbúð, þvottahús o.fl. 58 fm bílskúr. Fallegur garður, skjól- góður hellulagður bakgarður. 12 fm garð- hús. Góð staðsetning, fallegt útsýni. Eign í sérflokki. Ránargata Glæsileg 6 herb. 140 fm íbúð á tveimur hæðum með sérinngangi gengið baka til á þessum vinsæla stað. Á hæðinni eru saml. stofur, vandað eldhús og baðherbergi með hornbaðkari. Á efri hæð eru 4 svefnher- bergi. Íbúðin var öll endurnýjuð að innan á síðasta ári. Gler, gluggar, vatns- og raflagn- ir endurn Háaleitisbraut Mjög góð 100 fm 4ra herbergja endaíbúð á þriðju hæð í góðu fjölbýlishúsi. Aðeins ein íbúð á hverri hæð. Stórar samliggjandi stof- ur með eikarparketi. Svalir í suðvestur með fallegu útsýni. Tvö góð svefnherbergi. Flísa- lagt baðherbergi með nýlegri innréttingu. Stórt eldhús með borðkrók. Gler endurnýj- að. Laus í desember Skyndileg óhöpp, sem ekkigera boð á undan sér, eruákaflega óþægileg upplifun,þó misjafnlega slæm. Hugsum okkur að Jón og Gunna sitji sæl og södd í stofunni heima, það er laugardagskvöld, Gísli Marteinn líður af skjánum og Spaugstofumenn ryðjast inn. Þá gerist það, það heyrist svolítill smellur og út úr ofninum miðjum stendur buna, lítil í fyrstu en svo sæk- ir hún í sig veðrið og verður kröftugri, dreifir sér um stofuna og myndar polla á gegnheilu eikarparketinu, nær meira að segja yfir fínu stólana, fína borðið og allt heila klabbið. Enginn stórskaði er þó enn orðinn, en nú verður að láta hendur standa fram úr ermum. „Gerð’ eitthvað“ æpir Gunna og Jón hendist upp úr stólnum, þrífur í Danfoss-lokann sem stýrir hitanum í stofunni og snýr honum á lægstu tölu, horfir síðan hreykinn á Gunnu. En það stendur aðeins stutt því vatnið heldur áfram að buna yfir stof- una, þó með aðeins minni krafti. „Gerð’ eitthvað af viti“ öskrar nú Gunna og Jón öskrar á móti að það sé hann einmitt að gera, hún ætti að gera eitthvað sjálf. Og það gerir Gunna, fær hug- ljómun, rýkur til og nær í handklæði og skellir því fyrir bununa. Þarna standa þau Jón og Gunna, hún þvingar handklæðið að ofninum með hnénu en Jón stendur ráðþrota á gólfinu. En Gunna veit sínu viti og æpir nú í hárri tóntegund að Jón ætti að hundskast og loka fyrir inntakið. Þau stara hvort á annað og hafa líklega aldrei verið eins samtaka í anda og hugsun. Hvar skyldi þessi fjárans inntaks- loki vera? Gerum langa sögu stutta. Vatnið hitnaði og Gunnu varð ólíft með hnéð á handklæðinu, gerði það sem henni fannst eina glóran, hringja í slökkvilið, lögreglu, einn frænda og tvær frænkur. Jón æddi um húsið og gat engan veginn hugsað rökrétt, tókst þó að lokum að ná þeirri niðurstöðu að skynsamlegast væri að fara í geymsl- una í kjallaranum, þar væri, að hann minnti, hitaveitumælirinn. Eftir að hafa hent út tveimur reið- hjólum, sex málningardósum, regn- fatnaði fjölskyldunnar, sumardekkj- unum undan jeppanum, dúkkurúminu síðan hún Dísa hans var barn, tveimur plastbruggkútum (tómum) ásamt ógrynni af gömlum skófatnaði, þá loksins glitti í hita- veitumælinn. Hann hamaðist á öllum krönum. Flesta krana var ekki hægt að hreyfa. Að lokum, innst inn í horni var krani sem honum tókst að loka og þurfti ekki nema kvarthring til. Eftir flóð varð fjara, að lokum hætti að renna úr gatinu á ofninum. Það var skelfilegt um að litast, vatn út um allt. Slökkviliðið kom ekki, ekki heldur lögreglan, Gunna hafði í örvænting- unni ekki getað svo mikið sem flett símaskránni. Frændi kom og gömul frænka, þau númer voru föst í minni. Dísa dóttir var á tónleikum hjá Megas, heyrði hvorki né sá, kom ekki að sök. Það leið langur tími þar til allt var komið í lag hjá Jóni og Gunnu. Trygg- ingarnar voru hinar örlátustu það var lagt nýtt parket og gardínur bættar. En ofninn vildu þeir ekki bæta, margt er skrítið í kýrhausnum, hugs- aði Gunna. Jón var ekki allur þar sem hann var séður. Ekkert af dótinu fór inn í geymsl- una aftur og lagt var blátt bann við að þar væri nokkuð sem hindrað gæti för. Kraninn góði, sem lokaði fyrir allt rennsli á heitu vatni, var merktur rækilega og ekki nóg með það; að lok- um fann hann hvar kalda vatnið kom inn í húsið, merkti einnig þann krana rækilega. Og nú hófst ratleikurinn. Áberandi merki á hurð geymslunnar, á gang- inum fyrir framan hana, þrjú merki á veggnum meðfram stiganum niður í kjallarann. Áberandi merki á hurðina fyrir framan stigann. Þegar Jón ætlaði að setja merki á píanóið, stóra ör sem benti á kjall- aradyrnar, sagði Gunna stopp. Þó aðeins eftir að hún gekkst inn á að taka þátt í skyndiæfingum einu sinni í mánuði; hlaupa frá píanóinu niður í kjallara, loka fyrir báða krana, heitan og kaldan, með Jón á hæl- unum. Tíminn tekinn með vandaðri skeið- klukku, sífellt betri tími eins og á Laugardalsvelli, síðan skiptu þau um hlutverk. En án gamans. Veist þú hvar á að loka fyrir heita og kalda vatnið ef ofninn springur eða ef slangan við þvottavélina fer í sund- ur? Ofninn sprunginn og vatnið fossar Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.