Morgunblaðið - 02.11.2003, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 02.11.2003, Qupperneq 7
hefur fylgt mér alla tíð Morgunblaðið í 90 ár 1913 ∼ 2003 ∼ 7 Þegar eiginmaður Huldu, Gunnar Hans- son arkitekt, lézt árið 1989, tók hún sæti hans í stjórn Árvakurs hf. og þar með varaformennsku. Í dag hefur tengdasonur hennar, Stefán P. Eggertsson, tekið við varaformennsku, en Hulda situr áfram í stjórn félagsins. „Fyrir mér er það fyrst og fremst dýr- mæt reynsla og ánægja að hafa fengið tækifæri til að kynnast góðum stjórn- endum og starfsmönnum og vera þátttak- andi í stefnumótun fyrirtækisins.“ Það er að vonum, að Hulda hefur velt fyrir sér hlutverki fjölmiðilsins. „Ég veit hversu mikla ábyrgð fjölmiðill eins og Morgunblaðið þarf að axla. Í því felst áskorun sem gerir starfið áhugavert og heillandi. Fjölmiðill þarf að hafa góð tengsl við þjóðlífið og almennt ástand á al- þjóðavettvangi. Hann þarf að setja sér háleit markmið, eiga traust almennings og vera drifkraftur fyrir hin jákvæðu öfl þar sem þau er að finna og því sem að menningu lýtur. Dagblað eins og Morgunblaðið gegnir upplýsingaþjónustu á víðum grundvelli um mál sem eiga erindi við hinn almenna borgara. Útgáfu blaðsins fylgir jafnframt þjónusta sem felst í birtingu auglýsinga og ýmsum efnisþáttum ritstjórnarinnar. Það er líka hlutverk dagblaðs, eins og Morgunblaðsins, að gera almenningi kleift að koma skoðunum sínum á framfæri og taka þátt í þjóðmálaumræðunni.“ Margt hefur breytzt á þeim 90 árum, sem Morgunblaðið hefur komið út. Hulda segir, að stundum hafi erfið ljón verið í veginum; svo sem erfiðleikar í upphafi, ótraustur útgáfugrundvöllur og bernska blaðamennsku á Íslandi. „Blaðið hefur hins vegar ávallt notið þess að eiga að áhugasamt og duglegt starfsfólk,“ segir hún. „En auðvitað er ekkert fullkomið; ekki einu sinni Morgunblaðið! Það rís hæst í hvert sinn sem því tekst að koma mikilvægum upplýsingum til al- mennings og þegar því tekst að koma á framfæri jákvæðum hugsjónum og gefa þrautreyndri hugmyndafræði byr undir vængi.“ Í garðinum á Laufásvegi; inngangurinn í vinnustofu Kristínar Jónsdóttur listmálara. Frá vinstri: Sigurður Bjarnason frá Vig- ur, hjónin Kristín og Valtýr og Hulda og Gunnar Hansson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.