Morgunblaðið - 02.11.2003, Side 17

Morgunblaðið - 02.11.2003, Side 17
Morgunblaðið í 90 ár 1913 ∼ 2003 ∼ 17 Þ að var hrein tilviljun sem réð því að ég hóf upphaflega störf á Morgunblaðinu,“ segir Karl Blöndal. „Ég hélt til Þýskalands í nám að loknu stúdentsprófi árið 1981 og athug- aði hvort Morgunblaðið þyrfti á frétta- ritara að halda í Vestur-Berlín. Þá þekkti ég hvorki haus né sporð á blaða- mennsku en hafði alltaf séð starfið í ákveðnum ljóma. Ég fór hægt af stað og fyrsta efnið sem birtist frá mér í blaðinu var viðtal við rokksöngkonuna Ninu Hagen. Svo gerðist það í vetrarfríi árið 1983 að ég var ráðinn hingað í tvo mán- uði í fréttaskrif. Það má segja að þá hafi hjólin byrjað að snúast.“ Karl segist hafa reynt að slíta sig frá blaðamennskunni með ýmsum hætti, meðal annars með því að fara í nám í arkitektúr, en ávallt sogast inn í hring- iðuna á nýjan leik. „Það er margt sem heillar við blaðamennskuna. Auðvitað má segja að það sé ákveðin klisja að nefna þá Bob Woodward og Carl Bern- stein og skrif þeirra um Watergate- hneykslið. Engu að síður gerðu skrif þeirra á sínum tíma að verkum að marg- ir heilluðust af blaðamennsku. Meðan ég var í Þýskalandi lét blaðamaðurinn Günter Wallraff einnig mikið að sér kveða. Hann afhjúpaði meðal annars starfskjör og aðstæður sem erlendir verkamenn urðu að búa við og fletti einnig ofan af vinnubrögðunum sem við- gengust á síðdegisblaðinu Bild. Það sem réð úrslitum fyrir mig var hins vegar að komast í tæri við það and- rúmsloft sem ríkir hér á Morgunblaðinu. Þá áttaði maður sig á því hvað það getur verið spennandi að vera með fingurinn á púlsinum á hverjum degi. Það eru ákveðin forréttindi að starfa við að greina frá atburðum líðandi stundar um leið og þeir gerast - skrifa fyrsta upp- kastið að sögunni. Þetta gerði að verkum að um leið og maður var kominn með smáreynslu af starfinu gat maður ekki hugsað sér annan starfsvettvang.“ Karl segir að dvölin í Berlín hafi haft mikil áhrif á sig. „Það var sérstök upp- lifun að búa í borg sem er umgirt með múr en finnast samt ekki sem maður sé sjálfur múraður inni heldur þeir sem voru hinum megin múrsins í raun múr- aðir úti. Þessi reynsla gerði að verkum að ég fékk megna óbeit á alræði og stjórnmálum sem snúast um það að segja fólki fyrir verkum og þykjast vita hvað öðrum er fyrir bestu.“ Karl segir það mikilvægt fyrir fjöl- miðla að standa vörð um lýðræðisþjóð- félagið. „Það kann að vera erfitt að líta á það sem hugsjón þar sem við göngum út frá því sem vísu á Vesturlöndum að regl- ur lýðræðisins og réttarríkisins séu virt- ar. Það má þó ekki verða til að varnir þessarar þjóðfélagsskipunar veikist.“ Að auki hafa alþjóðamál og mannrétt- indamál verið honum mjög hugleikin og að réttur borgarans gagnvart kerfinu og ríkinu sé virtur. Að aldrei megi gleymast hver þjóni hverjum. „Það að hafa unnið hér á blaðinu hefur haft mikil áhrif á mig og margir koma þar við sögu. Þetta er ómetanleg reynsla sem maður hefur öðlast og heiður að fá að vinna undir handleiðslu manna á borð við ritstjórana Matthías Johannessen og Styrmi Gunnarsson. Mig langar einnig til að nefna fréttastjórana, sem lóðsuðu mig í gegnum skerjagarð blaðamennsk- unnar í upphafi, Björn Jóhannsson, sem þá var fréttastjóri erlendra frétta og innlendu fréttastjórana Ágúst Inga Jónsson, Freystein Jóhannsson, Magnús Finnsson og Sigtrygg Sigtryggsson.“ Karl segir mikilvægt að menn ræði um hlutverk og skyldur fjölmiðla af ábyrgð. „Hið þjóðfélagslega hlutverk er mik- ilvægt á stórum fjölmiðli og ábyrgðin mikil. Fjölmiðill á að vera gluggi út í um- heiminn og um leið að endurspegla þjóð- félagið. En hann á ekki aðeins að vera spegill hins áferðarfallega, heldur einnig að fjalla um málefni þeirra, sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Ef við tökum fréttaflutninginn sjálfan þá er alltaf mjög hörð samkeppni milli fjölmiðla um að vera fyrstur með fréttina. Hins vegar má ekki gleyma því að fyrst verður mað- ur að ná fréttinni réttri. Það er lyk- ilatriði að haga fréttaflutningi þannig að það sé hægt að standa við fréttirnar. Morgunblaðið hefur byggt á því í gegn- um árin að fjalla um málefni en ekki ein- staklinga og ekkert málefni er þannig vaxið að við tökum ekki á því. Hins vegar eiga fréttaskrif blaðsins ekki að ganga út á að koma höggi á einstaklinga. Það má notast við líkingu úr fótbolta til að varpa ljósi á þetta. Leikmenn mega gera það sem nauðsynlegt er til að ná boltanum en um leið og þeir fara í manninn þá eru þeir búnir að brjóta af sér.“ Karl segir að fréttaumhverfið hafi breyst og harðnað á Íslandi síðustu árin en ekki síst þess vegna sé mikilvægt að missa ekki sjónar á þessum grundvall- aratriðum. „Það eru hreinar línur að þótt menn geti fengið einhvern ávinning til skamms tíma með því að fara út í æsi- fréttamennsku þá kemur það fjölmiðlum í koll til lengri tíma litið. Það að við höld- um okkur við þau vinnubrögð, sem við höfum tileinkað okkur, er grundvall- aratriði í því að tryggja stöðu blaðsins til frambúðar.“ Karl segist aðspurður um dagblöð og tæknibreytingar ekki telja að Netið boði endalok dagblaða. „Fréttaflutningur sem slíkur er ekki orðinn úreltur eða gamaldags en það verður vissulega alltaf mikill munur á netmiðli og dagblaði prentuðu á pappír. Hvað Netið og lestur frétta á Netinu varðar bendir ýmsilegt til að hinir rót- grónu fjölmiðlar eigi eftir að halda velli þar. Vinsældir mbl.is benda til að fólk sé ekki að sækjast eftir að lesa fréttir sem eru settar fram með öðrum hætti en gert er í blaðinu sjálfu heldur einfaldlega að leita uppi sams konar fréttir í annars konar miðli. Í nýlegri bandarískri rann- sókn var kannað hvað fólk sem sótti fréttir sínar á Netið væri að lesa. Í ljós kom að það var að lesa stóru, þekktu dagblöðin umfram annað, en ekki á pappír heldur á Netinu. Þetta þýðir hins vegar vitaskuld ekki að hægt sé að sitja með hendur í skauti. Dagblöð verða að bregðast við þessari þróun og koma til móts við alla lesendur og þarfir þeirra. Með þeim breytingum sem við höfum gert á Morgunblaðinu að undanförnu hefur tillit verið tekið til nýrra krafna. Lestrarvenjur og aðferðir við að tileinka sér efni hafa breyst. Það er komin kyn- slóð sem les allt öðruvísi í myndir og myndmál og gerir ákveðnar kröfur til framsetningar sem full ástæða er til að verða við. Liður í því er nýtt blað sem hóf göngu sína í haust og ber heitið Fólkið, en það blað er aðeins ein af mörgum breytingum, sem við höfum gert og eru í vændum. Dagblað verður að vera í stöðugri þróun. Það má aldrei nema staðar, blað verður aldrei full- komið.“  Það má aldrei nema staðar Karl Blöndal hóf fyrst störf við Morgunblaðið árið 1983 og hefur frá 2001 verið aðstoðarritstjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.