Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 C 31 Á rið 1908 byggði Hannes Þór Hafstein ráðherra járnvarið timburhús, tvær hæðir á steyptum kjallara, að grunnfleti 120 ferm, á þessum stað. Rögnvaldur Ólafsson teiknaði húsið og má glöggt sjá ein- kenni hans á því, sérstaklega í gerð þaksins. Fyrsta brunavirðingin fór fram 13. september 1909 og segir þar að húsið sé byggt úr bindingi, klætt að utan með 5⁄4 tommu borðum, pappa, listum og járni yfir. Það er með járn- þaki á 5⁄4 tommu borða súð, með pappa í milli. Innan á binding eru pappi og listar. Milligólf er í þremur bitalögum. Á fyrstu hæð eru fjögur herbergi, tveir gangar, ein lyftuvél og einn skápur. Hæðin er öll þiljuð að innan og með striga og pappa bæði í loftum og veggjum og máluð. Í einu herberginu eru brjóstþil. Uppi eru sjö herbergi, eitt baðher- bergi, gangur eftir endilangri hæð- inni, þrír skápar og vatnssalerni. Hæðin er þiljuð, lögð striga og pappa og máluð. Á þriðja gólfi er þurrkloft. Kjall- ari, 2 1⁄2 m á hæð, er undir öllu hús- inu; í honum er steinsteypugólf. Þar er eldhús, búr, eitt íbúðarherbergi, þiljað og með striga og pappír á veggjum og lofti. Timburgólf er ofan á steinsteypugólfinu. Í kjallaranum er ennfremur: þvottahús, miðstöðv- arklefi með miðstöðvarvél, þrjú geymsluherbergi, þrír gangar og tveir skápar. Vatns- og frárennsl- ispípur eru í húsinu. Á húsinu eru einar veggsvalir. Frá upphafi var í húsinu vatnssalerni, steypibað og baðkar Hinn 23. nóvember sama ár er húsið aftur tekið til virðingar. Þá var búið að tengja gaspípur, vatns- leiðslur og skólp. Einnig var búið að dúkleggja gólf og stiga og setja látúnsþynnur framan á stigatröppur þröskulda. Frá upphafi var í húsinu fullkomin miðstöð, vatnssalerni, steypibað og baðkar. Árið 1910 fær Hannes Þór Haf- stein leyfi fyrir því að byggja skemmtihús í garðinum sunnan við húsið. Það er byggt úr bindingi með topprisi. Veggir eru úr timbri og gleri, en þakið úr járni. Í því er timb- urgólf. Grunnflötur þess er 2,4 m x 2,0 m og hæð frá gólfi upp í topp er 3,5 m. Samkvæmt íbúaskrá eru Hannes Þór Hafstein, Ragnheiður Hafstein, hans kona, og Kristjana Hafstein amtmanneskja, skráðir húsráðendur í Tjarnargötu 33 frá 1910 til 1912. Frá 1913 til 1918 eru húsráðendur Holger Debell direktör og Lovise Soffie Debell húsfrú. Martin Eskildsen framkvæmda- stjóri og Sofie Eskildsen frú eru hús- ráðendur frá 1919 til ársins 1923. Sveinn Björnsson hæstaréttarmál- flutningsmaður og Georgia Björns- son húsfrú búa í húsinu í eitt ár. Lárus Fjeldsted hæstaréttarmál- flutningsmaður og kona hans Lovise Fjeldsted verða eigendur að Tjarn- argötu 33 í desember 1927. Húsið var í eigu þeirra til 23. september 1941 þegar barnavinafélagið Sumar- gjöf kaupir það undir rekstur barna- heimilis. Sama ár var húsið brunavirt og kemur fátt nýtt í ljós. Árið 1946 er húsið aftur tekið til virðingar. Þá kemur fram að í risi er búið að útbúa sex smáherbergi sem öll eru ýmist veggfóðruð eða máluð. Þar er enn- fremur þurrkloft og klósett. Her- bergin voru ætluð starfsstúlkum sem voru utan af landi eða af ein- hverjum ástæðum höfðu ekki þak yf- ir höfuðið. Sumargjöf lét byggja neyðarstiga sunnan við húsið, en þá var búið að rífa svalir sem voru upphaflega á því. Í skrifum Leifs Blumenstein um endurbyggingu húsa í eigu Reykja- víkurborgar kemur fram að hann þakkar það fjármagnsskorti að hús- inu var ekki breytt meira en raun ber vitni. Á árunum 1941 til 1950 bjó Þór- hildur Ólafsdóttir forstöðukona í húsinu ásamt fleira starfsfólki. Þór- hildur var útskrifuð frá fóstruskóla í Svíþjóð. Árið 1951 til 1959 bjó Þórunn Ein- arsdóttir forstöðukona í húsinu ásamt fleira starfsfólki. Þórunn út- skrifaðist í fyrsta hópnum frá Fóstruskólanum. Eftir 1960 hefur enginn verið skráður búsettur í Tjarnargötu 33 Árið 1960 er Margrét Guðmunds- dóttir ein skráð á Tjarnargötu 33. Eftir 1960 er enginn skráður búsett- ur í húsinu. Borgin eignaðist húsið 15. mars 1965 með það fyrir augum að þar yrði áfram rekið barnaheimili. Í bréfum til borgarráðs 13. ágúst 1976 telur þjóðminjavörður það æskilegt að húsið verði ekki notað undir barnaheimili og reynt yrði að finna annað hús undir starfsemina. Taldi hann húsið of viðkvæmt fyrir slíka starfsemi. Mikil viðgerð fór fram á Tjarnar- götu 33 á árunum 1976 til 1977. Þá var gert við og endurnýjað allt sem þurfti, of langt væri að telja það allt upp. Leifur Brumenstein hannaði endurbygginguna og segir Leifur í skrifum sínum að Páll Líndal, þáver- andi formaður félagsmálaráðs, og Sveinn H. Ragnarsson félagsmála- stjóri, hafi veitt sér mikinn stuðning. Bjarni Böðvarsson annaðist alla ut- anhússvinnu. Ólafur Ólafsson var yf- irsmiður innanhúss, en trésmiðja byggingardeildar Borgarinnar ann- aðist þá vinnu og um málningarvinnu sá Sighvatur Bjarnason málara- meistari. Þá var neyðarstiginn tekinn og byggð sólstofa þar sem hann var. Í sólstofunni eru stórir gluggar, sumir með lituðu gleri í. Þar er nú leikstofa fyrir börnin. Svalir voru settar á suð- urhlið eins og þær voru áður. Ákveðið var að nota fyrstu hæð og kjallara fyrir dagvistun barna og að uppi yrðu skrifstofur og aðstaða fyr- ir starfsfólk. Eldhúsið sem hafði ver- ið í kjallaranum var flutt upp á aðra hæð. Þá var matarlyftan aflögð en lyftu- húsið var látið halda sér. Kjallarinn var innréttaður upp á nýtt með það fyrir augum að nota plássið þar und- ir dagheimili. Núna er þar hvíldar- herbergi, gallerí og ýmsar fleiri vist- arverur fyrir börnin. Á fyrstu hæð eru fjórar rúmgóðar stofur, sem skiptast milli eldri og yngri deildar. Í loftum er íburðarmiklar rósettur og skrautlistar sem telja má víst að séu upprunaleg. Gólfin eru klædd með brúnum linolíumdúk. Á báðum hæð- um eru hurðir margra fulninga og dyraumbúnaður fræsaður í sam- ræmi við þær. Flestar hurðirnar eru upprunalegar en auðséð er að sumar þeirra eru nýrri. Í milli stofanna eru rennihurðir fagurlega smíðaðar. Hurðir og karmar er málað með daufgrænum lit. Í kringum alla glugga eru renndir listar og djúpar gluggakistur, allt hvítlakkað. Veggir eru málaðir ljósir og loft og listar hvítt. Stigar eru með brúnum línolíum- dúk og framan á tröppum eru kop- arþynnur. Handriðin eru rennd, brúnlökkuð. Aðaldyr hússins snúa að Tjarnargötu. Tvennar dyr eru á kjallara sem snúa að Tjörninni. Í húsinu er nú rekinn leikskólinn Tjarnarborg með tvær deildir, Læk og Tjörn. Leikskólastjóri er Hulda Ásgeirsdóttir. Allar vistaverur húss- ins eru bjartar og húsið er sérstak- lega vel um gengið. Garðurinn við húsið er hannaður eftir þörfum barnanna og auk þess fellur hann vel að húsinu og umhverfinu í kring. Því miður fannst ekki nafn hönnuðar að garðinum og væri vel þegið ef þeir sem vita hver hann er láti heyra frá sér. Húsið er friðað í B- flokki. Helstu heimildir eru frá Borgarskjalasafni, b- skjöl og brunavirðingar. Íbúaskrár og kirkjubækur, Húsverndun, bók um gömul hús sem eru í eigu borgarinnar og Sögustaður við Sund eftir Pál Líndal. Tjarnargata 33 Morgunblaðið/Ásdís Tjarnargata 33. Morgunblaðið/Ásdís Nú leika sér lítil börn í dagvist í hinum glæsilegum stofum Ragnheiðar og Hannesar Hafstein. Hannes Hafstein, fyrsti íslenski ráð- herrann, byggði Tjarnargötu 33. Hið glæsilega hús Hann- esar Hafstein, fyrsta ís- lenska ráðherrans, er umfjöllunarefni Freyju Jónsdóttur í þessum pistli hennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.