Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 34
vart þriðja manni, sbr. þinglýsing veðréttinda. Lögveðið gengur fyrir yngri og eldri samnings- og aðfar- arveðum, s.s. fasteignalánum og fjárnámum sem þinglýst er á við- komandi eign, svo og yngri lögveð- um. Vegna þessa forgangsréttar lög- veðsins eru ekki teljandi líkur á því að húsfélag sem sækir kröfu á grundvelli þess nái ekki fram rétti sínum og verði fyrir tjóni vegna van- efnda skuldara. Fullnustuleiðir Fylgja þarf lögveði eftir með lög- sókn eða lýsa því við nauðungarsölu. Þannig verður lögveðshafi fyrst að afla sér dóms til staðfestingar á lög- veðsréttindum nema krafist hafi ver- ið nauðungarsölu á viðkomandi eign en í þeim tilvikum er nóg að lýsa kröfunni fyrir sýslumanni. Að fengn- um dómi er síðan gert fjárnám í eignarhlutanum sem er undanfari kröfu um nauðungarsölu. Þegar eign hefur verið seld nauðungarsölu fær húsfélag og aðrir eigenda kröfur sín- ar greiddar af uppboðsandvirðinu. Ef húsfélag eða aðrir eigendur vanrækja að lýsa kröfu við nauðung- arsölu á eign hefur það þau áhrif að lögveðsrétturinn fellur niður. Í áliti kærunefndar fjöleignarhúsamála nr. 66/1996 var fjallað um þetta en í því tilviki hafði húsfélag tekið lán vegna framkvæmda og voru samnings- bundar greiðslur greiddar til verk- taka í ágúst 1994. Vanskil urðu af hálfu eins eigandans en eign hans var síðan seld á nauðungarsölu í febrúar 1995, eða innan fyrningar- tíma lögveðsins. Húsfélagið van- rækti í þessu tilviki að lýsa kröfu við uppboðið og því var löðveðsrétturinn niður fallinn. Í forsendum kæru- nefndarinnar kemur fram að samkvæmt ákvæðum laga um nauðungarsölu séu réttaráhrif nauðungarsöluafsals til kaupanda þau að niður falla „öll veðbönd, um- ráðaréttindi, kvaðir, höft og önnur réttindi yfir eigninni, nema annað leiði beinlínis af lögum, eignin hafi verið seld með þeim skilmálum að þau standi í tilteknum atriðum óhögguð eða kaupandi hafi síðar tek- ið þau að sér.“ Að mati kærunefndar var ekkert þessara skilyrða fyrir hendi í umræddu tilviki og féll því umrædd krafa húsfélagsins gagn- vart þessum eignarhluta niður. Því var ekki hægt að beita ákvæðum fjöleignarhúsalaganna um lögveð gagnvart í þessu tilviki vegna van- lýsingar. Lögveð stofnast þegar húsfélag eða aðrir eigendur inna greiðslur af hendi eða á gjalddaga hússjóðs- gjalda ef um slík vanskil er að ræða. Sjaldnast leikur vafi á því hvenær til lögveðsins hefur stofnast og gilda al- mennar reglur kröfuréttar þar að lútandi. Nauðsynlegt er að taka fram í þessu sambandi að þegar húsfélag greiðir kostnað vegna framkvæmda við sameign til verktaka, t.d. vegna þakviðgerða, stofnast lögveðsréttur- inn. Lögveðsrétturinn helst síðan í ár frá greiðslu þessa kostnaðar. Í þessu sambandi skiptir ekki máli þótt húsfélag taki lán til greiðslu kostnaðarins og verður fyrningar- tími lögveðs því ekki framlengdur með lántöku. Grundvallast þetta á því að lögveðsréttur er undantekn- ingarregla sem ber samkvæmt al- mennum lögskýringarsjónarmiðum að skýra þröngt, enda meginregla ís- lensks réttar að jafnræði skuli vera með kröfuhöfum. Að lögveðsréttin- um fyrndum hefur húsfélag hins vegar áfram á grundvelli lántökunn- ar persónulega kröfu á gerðarþola. Ef lögveði er ekki fylgt með lög- sókn eða því lýst við nauðungarsölu innan árs frá stofnun þess, fellur það niður. Lögveðsrétturinn fyrnist því á einu ári og er hér um undantekningu að ræða frá þeirri meginreglu að veðréttindi fyrnist ekki. Rétt þótti að tímabinda lögveðsréttinn með tilliti til hagsmuna skuldheimtumanna og hugsanlegra viðsemjanda skuldara. Fyrningarfresti er slitið með birt- ingu stefnu en samkvæmt fjöleign- arhúsalögunum nægir viðurkenning utan réttar ekki til að rjúfa fyrn- inguna, eins og venjan er. Fyrning lögveðs hefur fyrst og fremst þá þýðingu að lögveðsréttur- inn fylgir ekki lengur viðkomandi eignarhluta. Persónuleg ábyrgð þinglýsts eiganda stendur þó óhögg- uð og því er hægt að fá dóm fyrir ábyrgð hans. Hafi eigendaskipti orð- ið að eignarhluta þeim er vanskil hvíla á og lögveðsrétturinn er fallinn niður er ekki hægt að beina kröfum að nýjum eiganda heldur verður að beina þeim að fyrri eiganda, sem enn ber persónulega ábyrgð á greiðslu sameiginlegs kostnaðar eða hús- gjalda. Ákvæði fjöleignarhúsalag- anna skapa þannig ekki sjálfstæðan kröfurétt á hendur nýjum eigendum. SAMKVÆMT lögum um fjöleignar- hús hvílir skylda til að greiða hlut- deild séreignar í sameiginlegum kostnaði fjöleignarhúss á þeim aðila sem er eigandi hennar á hverjum tíma. Þegar íbúðareigandi greiðir ekki sinn hlut í sameiginlegum kostnaði eða hússjóði og hinir íbúð- areigendurnir greiða hans hluta, eignast húsfélagið og einstakir eig- endur lögveð í eignarhluta hans. Lögveðsheimild þessa er að finna í lögum um fjöleignarhús og er þar um að ræða veðréttindi sem stofnast eftir beinum fyrirmælum laganna. Með lögveðsákvæði þessu hefur hús- félaginu og eigendum verið tryggð betri réttarstaða en öðrum skuld- heimtumönnum viðkomandi skuld- ara. Lögveðsrétturinn fyrnist á einu ári og því er mikilvægt fyrir húsfélög að vera vel á verði og grípa til viðeig- andi ráðstafna vegna vanskila ein- stakra eigenda eins fljótt og unnt er. Tryggingarréttindi Ætlunin með lögveði, eins og öðr- um veðréttindum, er að veita kröfu- hafa sérstaka tryggingu fyrir því, að hann fái fullnustu kröfu sinnar. Verði raunin sú, að greiðsla kröfu fari ekki fram getur veðhafi, í þessu tilfelli húsfélag og einstakir eigend- ur, fengið fullnustu greiðslu með því að taka verðmæti hennar af peninga- verði tiltekinnar eignar á undan öðr- um kröfuhöfum, þ.e. peningaverði þess eignarhluta sem stendur að veði. Sameiginlegur kostnaður og hússjóðsgjöld Eins og áður segir fylgir lögveð öllum sameiginlegum kostnaði sama hver hann er, en nánari fyrirmæli eru í fjöleignarhúsalögunum um hvað telst til sameiginlegs kostnaðar og vísast um það til laganna. Í lögunum er sérstaklega tekið fram að lögveð stofnist einnig við vanskil á gjöldum í hússjóð. Lögin mæla fyrir um að tiltekinn fjöldi eig- enda í fjöleignarhúsi geti krafist þess að stofna skuli hússjóð til að standa straum af sameiginlegum út- gjöldum, sem getur bæði verið rekstrar- og framkvæmdasjóður eft- ir nánari reglum sem húsfundur ákveður. Hússjóðsgjald er í eðli sínu ekki sameiginlegur kostnaður og vanskil eigenda hafa ekki strax í för með sér útgjöld fyrir aðra eigendur. Með hússjóði er verið að jafna niður föst- um greiðslum á hvern eiganda til að mæta útgjöldum, sem af sameign leiða, í stað þess að jafna útgjöldum niður eftir að þau eru fallin á. Í þessu sambandi verður að telja það for- sendu fyrir lögveði, til tryggingar greiðslum í sameiginlegan hússjóð, að hann sé virkilega notaður til að mæta sameiginlegum útgjöldum en ekki í öðrum tilgangi en til var stofn- að, t.d. til lánveitinga. Þá nær lög- veðsrétturinn til vaxta og innheimtu- kostnaðar ef því er að skipta. Lögveð fylgir eignarhluta Húsfélag eða aðrir eigendur eign- ast lögveð í eignarhluta eiganda, sem er í vanskilum, til tryggingar á kröfu sinni. Krafan hvílir á eignarhlutan- um sjálfum í ár frá stofnun lögveðs- ins. Húsfélagið getur því horft framhjá eigendaskiptum og beint kröfum sínum að nýjum eiganda á árstímabilinu enda þótt um skuld sé að ræða úr tíð fyrri eiganda. Jafnvel þótt nýr eigandi hafi ekki tekið þátt í stofnun sameiginlegs kostnaðar fylgir lögveðsréttur eignarhluta hans. Fyrri eigandi heldur hins veg- ar áfram að vera persónulega ábyrg- ur gagnvart húsfélaginu vegna skuldar frá eignartíma hans. Þannig er unnt að að snúa sér að fyrri eig- anda ef lögveðsrétturinn er niður fallinn. Vegna þessa er mjög mikilvægt að kaupendur íbúða í fjöleignarhúsum kynni sér vel reikninga húsfélaga og stöðu og framlög eignarhluta gagn- vart þeim og hússjóði áður en kaup- samningur er gerður. Sú skylda að upplýsa um slík atriði hvílir á selj- anda eignar lögum samkvæmt. Selj- andi skal einnig afla og leggja fram yfirlýsingu frá húsfélagi um ofan- greind atriði og fleira sem kann að skipta kaupanda máli. Það er einnig skylda fasteignasala að sjá til þess að slík gögn og upplýsingar liggi fyr- ir. Rétthæð lögveðs Ekki þarf að gera neinar sérstak- ar tryggingarráðstafanir til þess að lögveðið njóti réttarverndar gagn- Morgunblaðið/Arnaldur Lögveðsréttur samkvæmt lögum um fjöleignarhús Morgunblaðið/Arnaldur Eftir Hrund Krist- insdóttur hdl. 34 C MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.