Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.11.2003, Blaðsíða 45
Reykjavík. Akkurat fast- eignasala er með í sölu núna íbúð í steinsteyptu húsi að Hallveigarstíg 8A, 101 Reykjavík. Húsið var reist árið 1929 og er íbúðin 118,8 fermetrar. „Um er að ræða fallega og rómantíska íbúð á ró- legum og afgirtum stað í hjarta borgarinnar,“ sagði Halldór G. Meyer hjá Akk- urat. „Sér inngangur er í íbúðina á jarðhæð og það- an er gengið upp á að- alhæð sem skiptist í tvær samliggjandi stofur, opið eldhús, rúmgott svefnher- bergi, suðursvalir og stigi er upp í risið þar sem eru tvö svefnherbergi, sjón- varpshol, baðherbergi og þvottahús/geymsla. Íbúðin er mikið endur- nýjuð en hefur þó verið haldið mikið í upprunalegt útlit hennar. Til dæmis eru hvítbæsuð gólfborð á neðri hæð með lakkáferð. Tréverk, svo sem gólflistar, loftlistar, karmar og rós- ettur eru úr gegnheilum við, lakkað með háglansandi hvítu lakki. Stigar eru með lútuðum furuþrepum. Stof- urnar eru bjartar með stórum end- urnýjuðum gluggum og úr stofu er gengið út á suðursvalir. Eldhúsið er opið inn í borðstofu og er með ný- legri fallegri eikarinnréttingu og vönduðum tækjum. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og þar er baðkar og sturtuklefi. Að sögn eig- anda hafa raf- og vatnslagnir einnig verið endurnýjaðar. Fyrir nokkrum dögum fór fram ástandsskoðun á vegum Fagúttekt- ar á eigninni og mun skýrsla liggja fyrir á þriðjudag. Eftir því sem næst verður komist var húsið byggt fyrir prentsmiðju en var seinna meir breytt í íbúðir. Guðjón Ó. Guð- jónsson bjó í húsinu og stofnaði sína fyrstu prentsmiðju þar árið 1955. Lofthæð íbúðarinnar er því óvenju mikil og eru það einu um- merki þess að um iðnaðarhúsnæði hafi verið að ræða í þessu skemmti- lega húsi. Þetta er mjög áhugaverð eign fyrir fólk sem vill búa í miðbænum en vera í ró og næði frá umferð og hávaða. Ásett verð er 18,5 millj. kr.“ Hallveigar- stígur 8A Hallveigarstígur 8A, en þar er Akkurat fasteignasala með í sölu 18,8 fermetra „sjarmerandi“ íbúð í steinhúsi frá 1929, ásett verð er 18,5 millj. kr. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 C 45 Fjöldi kaupenda á skrá - Átt þú réttu eignina? Óskum eftir öllum gerðum eigna. Verðmetum samdægurs. Framnesvegur Mjög góð fimm herbergja 122 fm íbúð á 1. hæð. Hol með fatahengi. Stórar samliggj- andi stofur í suður, svalir út af borðstofu. Eldhús, massíf eikarinnrétting, gluggi og góður borðkrókur. 3 rúmgóð svefnherbergi með góðum skápum. Baðherbergi nýlega tekið í gegn, flísalagt með góðri innréttingu. Hús nýlega lagfært og málað. Stutt í alla þjónustu, skóla og verslun. Verð 15,9 m. Áhv. 6,3 m. Háaleitisbraut Mjög góð 100 fm 4ra herbergja endaíbúð á þriðju hæð í góðu fjölbýlishúsi. Aðeins ein íbúð á hverri hæð. Stórar samliggjandi stof- ur með eikarparketi. Svalir í suðvestur með fallegu útsýni. Tvö góð svefnherbergi. Flísa- lagt baðherbergi með nýlegri innréttingu. Stórt eldhús með borðkrók. Gler endurnýj- að. Laus í desember. Stóragerði - með bílskúr Vorum að fá í sölu mjög fallega og vel skipulagða 4ra herb. 96 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Stórar skiptanlegar stof- ur. 2 svefnherbergi. Baðherbergi nýlega standsett, flísar í hólf og gólf. Suður- og norðursvalir. Parket á gólfum. 21 fm bílskúr fylgir. Laus strax. Verð 13,6 millj. Strandgata - Hafnarf. Falleg 113 fm neðri sérhæð í þríbýlishúsi. Stór stofa, borðstofa og þrjú svefnherbergi. Eldhús með sixties innréttingu. Suðursvalir. Útsýni yfir höfnina. Hús talsvert endurnýjað. Áhv. 6,5 millj. húsbréf. Verð 13,9 millj. Seilugrandi 4ra herb. 87 fm íbúð á efstu hæð í góðu fjöl- býli. Íbúðin er á tveimur hæðum, stofa, eld- hús, svefnherb. og baðherb. á neðri hæð. Uppi eru tvö svefnherb. og hol, leikloft er yf- ir herbergjum. Stórar suðursvalir. Glæsilegt útsýni til suðurs. Stæði í bílageymslu. Áhv. 2,5 millj. Bygg.sj. rík. Verð 13 millj. Ránargata Glæsileg 6 herb. 140 fm íbúð á tveimur hæðum með sérinngangi, gengið baka til, á þessum vinsæla stað. Á hæðinni eru saml. stofur, vandað eldhús og baðherbergi með hornbaðkari. Á efri hæð eru 4 svefnherbergi. Íbúðin var öll endurnýjuð að innan á síðasta ári. Gler, gluggar, vatns- og raflagnir end- urn. Sólvallagata Glæsileg 127 fm hæð í nýlegu þríbýlishúsi. Stórar stofa, 3 svefnher- bergi. Suðursvalir. Opið bílskýli. Einstaklega skemmtilega frágenginn garður sem snýr í suður. Eign í sérflokki. SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali. Byggðarendi - einbýli Sérlega vandað og glæsilegt 234 fm tvílyft einbýlis- hús auk 25 fm bílskúrs. Húsið er mjög mikið endurnýjað að innan. Ný eldhúsinnrétting. Góð stofa, sjónvarpsherbergi. Tvö nýlega flísalögð baðherbergi. Nýlegt eikarparket. Arinn. Sauna. Gróinn garður, glæsilegt út- sýni. Frábær staðsetning. Eign í algerum sérlfokki. Mávahraun - einbýli Fallegt og vel skipulagt 275,1 fm tvílyft ein- býlishús auk 33,5 fm bílskúrs. Húsið skiptist í stórar stofur með arni, 4 svefnherb., eldh., baðherb. snyrt. og þvottahús. Í kjallara eru tvö herb. og baðherb. með sérinng. Að auki stór og nýlega innréttuð stúdíóíbúð með sér- inngangi í kjallara. Húsið er byggt á 767 fm hraunlóð sem snýr í suður. Ýmsir möguleik- ar. Skipti á minni eign möguleg. Ægisíða - einbýli Glæsilegt og mikið endurnýjað 275 fm ein- býlishús, tvær hæðir og kjallari á þessum eftirsótta stað. Þrjár samliggjandi stofur, 3 stór svefnherbergi, baðherbergi, og gesta- snyrt. Massíft eikarparket á gólfum, góðar innréttingar, gifslistar og rósettur í loftum. Tvennar svalir. Geymsluloft yfir húsinu. Í kjallara er sér 2ja herbergja íbúð, þvottahús o.fl. 58 fm bílskúr. Fallegur garður, skjólgóð- ur hellulagður bakgarður. 12 fm garðhús. Góð staðsetning, fallegt útsýni. Eign í sér- flokki. Til sölu eða leigu í Hveragerði Til sölu eða leigu stórt einbýlishús í Hvera- gerði alls um 230 fm á einni hæð. Þar er m.a. mjög björt vinnustofa 77 fm, íbúð með sólskála 154 fm. Mjög fallega staðsett á jað- arsvæði með stórum garði og útsýni. Mikil lofthæð, listaverk á 2 baðherbergjum og í eldhúsi. Nánari uppl. á skrifstofu (og myndir á www.islandia.is/jboga undir tenglinum stu- dio-gallery) Sólheimar Vorum að fá í sölu mjög skemmtilega og vel skipulagða 4ra herb. 90 fm íbúð á 1. hæð í sex íbúða húsi. Sórar saml. stofur með suð- ursvölum. Tvö svefnherbergi. Eldhús og bað endurnýjað. Skipti á minni eign í hverfinu möguleg. Verð 13,8 millj. Skúlagata Ein af þessum eftirsóttu íbúðum í húsi aldraðra. Íbúðin er 63 fm á 5. hæð í austurenda, með góðum innréttingum úr beyki. Parket á gólfi. Þvottahús í íbúð. Stórar svalir. Glæsilegt útsýni yfir Sundin og til Esjunnar. Stæði í bílskýli fylgir. Hlutdeild í samkomusal, og líkamsræktaraðstöðu. Nánari uppl. á skrifstofu. Auðbrekka Björt 140 fm hæð (3. hæð), sem í dag er nýtt sem 4ra herb. íbúð. Húsnæðið hentar einnig sem skrifstofuhús- næði eða fyrir listamann. Stórir gluggar til suðurs og norðurs. Gott útsýni. Laus strax. Verð 12,5 millj. Listhúsið Glæsilegt verslunar- og þjónustuhúsnæði á tveimur hæðum. Bjart og aðgengilegt. Ýmsir möguleikar á nýtingu. Næg bílastæði. Laust strax. Verð 8,7 millj. Skólavörðustígur Skemmtilegt og nýlega endurnýjað 125 fm húsnæði á götu- hæð sem skiptist í verslunarhúsnæði og íbúð með sérinngangi. Arinn, flísar á gólf- um. Verslunarleyfi fyrir hendi. Verðtilboð Auðbrekka Glæsilegt 152 fm atvinnuhúsnæði á götu- hæð. Allt nýlega endurnýjað. Rúmgóð mót- taka. 5-6 skrifstofuherb. Parket á gólfum. Hentar undir léttan iðn., skrifstofur, heild- verslun o.fl. Góð aðkoma og bílastæði. Laust fljótlega. Barmahlíð - risíbúð Ein af þess- um vinsælu risíbúðum í Hlíðunum. Íbúðin er 58 fm og skiptist í gott eldhús, 2 svefnherb. stofu og baðherb. Getur losnað fljótlega. Verð 10,2 millj. Gyðufell Mjög falleg 82 fm íbúð á 2. hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi. Rúmgóð stofa, tvö svefn- herbergi. Yfirbyggðar suðursvalir. Íbúðin er mikið endurnýjuð, ný eldhúsinnrétting, bað- herbergi flísalagt í hólf og gólf. Verð tilboð. Suðurgata Vorum að fá í sölu glæsilega 90 fm íbúð á þriðju hæð í nýlegu fjölbýlishúsi með lyftu. Stórar stofur og fallegt eldhús, flísar á gólfi. Vestursvalir þar útaf. Vandað eldhús. Tvö góð svefnherbergi. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Sérinngangur af svölum. Stæði í bílageymslu. Laus strax. Verð 16,9 millj. Jöklasel Sérlega falleg 70 fm íbúð á fyrstu hæð í litlu fjölbýlishúsi á rólegum stað. Stór stofa með suðursvölum. Parket. Þvottaherb. í íbúð. Hagstæð Íbúðasjóðslán áhv. Kötlufell Mjög góð 69 fm íbúð á 3. hæð í fjölbhúsi. Rúmgóð stofa með yfir- byggðum suðvestursvölum. Blokk nýklædd að utan. Fallegt útsýni. Sérmerkt bílastæði. Verð 8,5 millj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.