Morgunblaðið - 03.11.2003, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 03.11.2003, Qupperneq 45
Reykjavík. Akkurat fast- eignasala er með í sölu núna íbúð í steinsteyptu húsi að Hallveigarstíg 8A, 101 Reykjavík. Húsið var reist árið 1929 og er íbúðin 118,8 fermetrar. „Um er að ræða fallega og rómantíska íbúð á ró- legum og afgirtum stað í hjarta borgarinnar,“ sagði Halldór G. Meyer hjá Akk- urat. „Sér inngangur er í íbúðina á jarðhæð og það- an er gengið upp á að- alhæð sem skiptist í tvær samliggjandi stofur, opið eldhús, rúmgott svefnher- bergi, suðursvalir og stigi er upp í risið þar sem eru tvö svefnherbergi, sjón- varpshol, baðherbergi og þvottahús/geymsla. Íbúðin er mikið endur- nýjuð en hefur þó verið haldið mikið í upprunalegt útlit hennar. Til dæmis eru hvítbæsuð gólfborð á neðri hæð með lakkáferð. Tréverk, svo sem gólflistar, loftlistar, karmar og rós- ettur eru úr gegnheilum við, lakkað með háglansandi hvítu lakki. Stigar eru með lútuðum furuþrepum. Stof- urnar eru bjartar með stórum end- urnýjuðum gluggum og úr stofu er gengið út á suðursvalir. Eldhúsið er opið inn í borðstofu og er með ný- legri fallegri eikarinnréttingu og vönduðum tækjum. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf og þar er baðkar og sturtuklefi. Að sögn eig- anda hafa raf- og vatnslagnir einnig verið endurnýjaðar. Fyrir nokkrum dögum fór fram ástandsskoðun á vegum Fagúttekt- ar á eigninni og mun skýrsla liggja fyrir á þriðjudag. Eftir því sem næst verður komist var húsið byggt fyrir prentsmiðju en var seinna meir breytt í íbúðir. Guðjón Ó. Guð- jónsson bjó í húsinu og stofnaði sína fyrstu prentsmiðju þar árið 1955. Lofthæð íbúðarinnar er því óvenju mikil og eru það einu um- merki þess að um iðnaðarhúsnæði hafi verið að ræða í þessu skemmti- lega húsi. Þetta er mjög áhugaverð eign fyrir fólk sem vill búa í miðbænum en vera í ró og næði frá umferð og hávaða. Ásett verð er 18,5 millj. kr.“ Hallveigar- stígur 8A Hallveigarstígur 8A, en þar er Akkurat fasteignasala með í sölu 18,8 fermetra „sjarmerandi“ íbúð í steinhúsi frá 1929, ásett verð er 18,5 millj. kr. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. NÓVEMBER 2003 C 45 Fjöldi kaupenda á skrá - Átt þú réttu eignina? Óskum eftir öllum gerðum eigna. Verðmetum samdægurs. Framnesvegur Mjög góð fimm herbergja 122 fm íbúð á 1. hæð. Hol með fatahengi. Stórar samliggj- andi stofur í suður, svalir út af borðstofu. Eldhús, massíf eikarinnrétting, gluggi og góður borðkrókur. 3 rúmgóð svefnherbergi með góðum skápum. Baðherbergi nýlega tekið í gegn, flísalagt með góðri innréttingu. Hús nýlega lagfært og málað. Stutt í alla þjónustu, skóla og verslun. Verð 15,9 m. Áhv. 6,3 m. Háaleitisbraut Mjög góð 100 fm 4ra herbergja endaíbúð á þriðju hæð í góðu fjölbýlishúsi. Aðeins ein íbúð á hverri hæð. Stórar samliggjandi stof- ur með eikarparketi. Svalir í suðvestur með fallegu útsýni. Tvö góð svefnherbergi. Flísa- lagt baðherbergi með nýlegri innréttingu. Stórt eldhús með borðkrók. Gler endurnýj- að. Laus í desember. Stóragerði - með bílskúr Vorum að fá í sölu mjög fallega og vel skipulagða 4ra herb. 96 fm íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi. Stórar skiptanlegar stof- ur. 2 svefnherbergi. Baðherbergi nýlega standsett, flísar í hólf og gólf. Suður- og norðursvalir. Parket á gólfum. 21 fm bílskúr fylgir. Laus strax. Verð 13,6 millj. Strandgata - Hafnarf. Falleg 113 fm neðri sérhæð í þríbýlishúsi. Stór stofa, borðstofa og þrjú svefnherbergi. Eldhús með sixties innréttingu. Suðursvalir. Útsýni yfir höfnina. Hús talsvert endurnýjað. Áhv. 6,5 millj. húsbréf. Verð 13,9 millj. Seilugrandi 4ra herb. 87 fm íbúð á efstu hæð í góðu fjöl- býli. Íbúðin er á tveimur hæðum, stofa, eld- hús, svefnherb. og baðherb. á neðri hæð. Uppi eru tvö svefnherb. og hol, leikloft er yf- ir herbergjum. Stórar suðursvalir. Glæsilegt útsýni til suðurs. Stæði í bílageymslu. Áhv. 2,5 millj. Bygg.sj. rík. Verð 13 millj. Ránargata Glæsileg 6 herb. 140 fm íbúð á tveimur hæðum með sérinngangi, gengið baka til, á þessum vinsæla stað. Á hæðinni eru saml. stofur, vandað eldhús og baðherbergi með hornbaðkari. Á efri hæð eru 4 svefnherbergi. Íbúðin var öll endurnýjuð að innan á síðasta ári. Gler, gluggar, vatns- og raflagnir end- urn. Sólvallagata Glæsileg 127 fm hæð í nýlegu þríbýlishúsi. Stórar stofa, 3 svefnher- bergi. Suðursvalir. Opið bílskýli. Einstaklega skemmtilega frágenginn garður sem snýr í suður. Eign í sérflokki. SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali. Byggðarendi - einbýli Sérlega vandað og glæsilegt 234 fm tvílyft einbýlis- hús auk 25 fm bílskúrs. Húsið er mjög mikið endurnýjað að innan. Ný eldhúsinnrétting. Góð stofa, sjónvarpsherbergi. Tvö nýlega flísalögð baðherbergi. Nýlegt eikarparket. Arinn. Sauna. Gróinn garður, glæsilegt út- sýni. Frábær staðsetning. Eign í algerum sérlfokki. Mávahraun - einbýli Fallegt og vel skipulagt 275,1 fm tvílyft ein- býlishús auk 33,5 fm bílskúrs. Húsið skiptist í stórar stofur með arni, 4 svefnherb., eldh., baðherb. snyrt. og þvottahús. Í kjallara eru tvö herb. og baðherb. með sérinng. Að auki stór og nýlega innréttuð stúdíóíbúð með sér- inngangi í kjallara. Húsið er byggt á 767 fm hraunlóð sem snýr í suður. Ýmsir möguleik- ar. Skipti á minni eign möguleg. Ægisíða - einbýli Glæsilegt og mikið endurnýjað 275 fm ein- býlishús, tvær hæðir og kjallari á þessum eftirsótta stað. Þrjár samliggjandi stofur, 3 stór svefnherbergi, baðherbergi, og gesta- snyrt. Massíft eikarparket á gólfum, góðar innréttingar, gifslistar og rósettur í loftum. Tvennar svalir. Geymsluloft yfir húsinu. Í kjallara er sér 2ja herbergja íbúð, þvottahús o.fl. 58 fm bílskúr. Fallegur garður, skjólgóð- ur hellulagður bakgarður. 12 fm garðhús. Góð staðsetning, fallegt útsýni. Eign í sér- flokki. Til sölu eða leigu í Hveragerði Til sölu eða leigu stórt einbýlishús í Hvera- gerði alls um 230 fm á einni hæð. Þar er m.a. mjög björt vinnustofa 77 fm, íbúð með sólskála 154 fm. Mjög fallega staðsett á jað- arsvæði með stórum garði og útsýni. Mikil lofthæð, listaverk á 2 baðherbergjum og í eldhúsi. Nánari uppl. á skrifstofu (og myndir á www.islandia.is/jboga undir tenglinum stu- dio-gallery) Sólheimar Vorum að fá í sölu mjög skemmtilega og vel skipulagða 4ra herb. 90 fm íbúð á 1. hæð í sex íbúða húsi. Sórar saml. stofur með suð- ursvölum. Tvö svefnherbergi. Eldhús og bað endurnýjað. Skipti á minni eign í hverfinu möguleg. Verð 13,8 millj. Skúlagata Ein af þessum eftirsóttu íbúðum í húsi aldraðra. Íbúðin er 63 fm á 5. hæð í austurenda, með góðum innréttingum úr beyki. Parket á gólfi. Þvottahús í íbúð. Stórar svalir. Glæsilegt útsýni yfir Sundin og til Esjunnar. Stæði í bílskýli fylgir. Hlutdeild í samkomusal, og líkamsræktaraðstöðu. Nánari uppl. á skrifstofu. Auðbrekka Björt 140 fm hæð (3. hæð), sem í dag er nýtt sem 4ra herb. íbúð. Húsnæðið hentar einnig sem skrifstofuhús- næði eða fyrir listamann. Stórir gluggar til suðurs og norðurs. Gott útsýni. Laus strax. Verð 12,5 millj. Listhúsið Glæsilegt verslunar- og þjónustuhúsnæði á tveimur hæðum. Bjart og aðgengilegt. Ýmsir möguleikar á nýtingu. Næg bílastæði. Laust strax. Verð 8,7 millj. Skólavörðustígur Skemmtilegt og nýlega endurnýjað 125 fm húsnæði á götu- hæð sem skiptist í verslunarhúsnæði og íbúð með sérinngangi. Arinn, flísar á gólf- um. Verslunarleyfi fyrir hendi. Verðtilboð Auðbrekka Glæsilegt 152 fm atvinnuhúsnæði á götu- hæð. Allt nýlega endurnýjað. Rúmgóð mót- taka. 5-6 skrifstofuherb. Parket á gólfum. Hentar undir léttan iðn., skrifstofur, heild- verslun o.fl. Góð aðkoma og bílastæði. Laust fljótlega. Barmahlíð - risíbúð Ein af þess- um vinsælu risíbúðum í Hlíðunum. Íbúðin er 58 fm og skiptist í gott eldhús, 2 svefnherb. stofu og baðherb. Getur losnað fljótlega. Verð 10,2 millj. Gyðufell Mjög falleg 82 fm íbúð á 2. hæð í snyrtilegu fjölbýlishúsi. Rúmgóð stofa, tvö svefn- herbergi. Yfirbyggðar suðursvalir. Íbúðin er mikið endurnýjuð, ný eldhúsinnrétting, bað- herbergi flísalagt í hólf og gólf. Verð tilboð. Suðurgata Vorum að fá í sölu glæsilega 90 fm íbúð á þriðju hæð í nýlegu fjölbýlishúsi með lyftu. Stórar stofur og fallegt eldhús, flísar á gólfi. Vestursvalir þar útaf. Vandað eldhús. Tvö góð svefnherbergi. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf. Sérinngangur af svölum. Stæði í bílageymslu. Laus strax. Verð 16,9 millj. Jöklasel Sérlega falleg 70 fm íbúð á fyrstu hæð í litlu fjölbýlishúsi á rólegum stað. Stór stofa með suðursvölum. Parket. Þvottaherb. í íbúð. Hagstæð Íbúðasjóðslán áhv. Kötlufell Mjög góð 69 fm íbúð á 3. hæð í fjölbhúsi. Rúmgóð stofa með yfir- byggðum suðvestursvölum. Blokk nýklædd að utan. Fallegt útsýni. Sérmerkt bílastæði. Verð 8,5 millj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.