Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Næturvarsla— öryggisgæsla óskast Heiðarlegur og traustur 46 ára karlmaður óskar eftir starfi næturvarðar eða öryggisvarðar. Hef 3ja—4ra ára reynslu við slík störf, er með uppfærða ferilskrá með góðum meðmælum, hreinu sakavottorði og 100% reglusemi. Upplýsingar í síma 698 3094 og/eða tilboð óskast send á: jgl@visir.is Sjónfræðingur óskast Gleraugnamiðstöðin, Laugavegi 24 Sími 552 0800 NordicaSpa óskar eftir að ráða starfsmann í móttöku á föstudögum frá kl. 16-20 og á laugardögum frá kl. 9-18. Umsækjendur þurfa að vera eldri en 25 ára. Einnig er óskað eftir nuddara í fullt starf eða aukalega um helgar. Vinsamlegast sendið umsóknir til: ragnheidur@nordicaspa.is . Frekari upplýsingar í síma 862 8028. Hafnarskóli Hornafirði Vegna forfalla vantar kennara í Hafnarskóla á Höfn í Hornafirði. Kennslugreinar eru: Enska og umsjónarkennsla í 6. bekk. Upplýsingar gefur skólastjóri, símar 478 1004/ 478 1817/863 4379. Skólastjóri. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Félag sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi Aðalfundur verður haldinn þriðjudaginn 25. nóvember kl. 18.00 í Víkingsheimilinu við Traðarland. Dagskrá Venjuleg aðalfundarstörf Lagabreytingar Önnur mál Gestir verða borgarfulltrúarnir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Hvetjum alla sjálfstæðismenn í hverfinu til þess að mæta á þennan fund. FYRIRTÆKI HÚSNÆÐI ÓSKAST Allt landið Skipstjóra á eftirlaunum vantar húsnæði og fæði. Er mjög nægjusamur. Upplýsingar í síma 586 9141. Síðasta sporið Frá Verkmenntaskóla Austurlands í Fjarðabyggð Umsóknarfrestur um nám á vorönn 2004 er til 30. nóvember nk. Við Verkmenntaskóla Austurlands er hægt að leggja stund á eftirtaldar brautir:  Almenna námsbraut.  Félagsfræðibraut.  Félagsliðabraut.  Grunndeild rafiðna.  Grunndeild tréiðna.  Grunnnám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum.  Hársnyrtibraut - 2. önn.  Húsasmíði.  Málmiðnabraut.  Náttúrufræðibraut.  Sjúkraliðabraut.  Starfsnám áliðna. Á döfinni: Fyrirhugað er nám fyrir aðstoðarfólk í leik- og grunnskólum og nám í rafvirkjun. Áhuga- samir hafi samband við skrifstofu skólans. Ný námsbraut: Starfsnám áliðna hóf göngu sína við VA sl. haust og verður möguleiki á að komast inn í það nám á vorönn. Námið hentar bæði fyrir konur og karla sem vilja vinna við álfram- leiðslu! Áfangastjóri og námsráðgjafi eru til viðtals um námsval við skólann, hægt er að panta við- talstíma í síma 477 1620. Einnig er fyrirspurn- um svarað með tölvupósti va@va.is. Að öðru leyti er áhugasömum bent á heimasíðu skólans va.is Verkmenntaskóli Austurlands vísar veginn! ÞJÓNUSTA Innflytjendur/söluaðilar raftækja eða sérhæfsbúnaðar. Leitum eftir að komast í samband við fyrirtæki sem vantar traustan viðgerðar- og þjónustuaðila. Erum með eigið verkstæði og áratuga kunnáttu. Rafheimilið ehf., Smiðjuvegi 16, s. 863 8909 rafheimilid@rafheimilid.is. Umsókn um framlög úr Framkvæmdasjóði aldraðra 2004 Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum árið 2004. Eldri umsóknir koma aðeins til greina séu þær endurnýjaðar. Nota skal sérstök umsóknareyðu- blöð sem fylla ber samviskusamlega út, en þau má nálgast í afgreiðslu heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytisins eða á vef þess. Ætlast er til að umsækjendur lýsi bréflega verkefnum, s.s. einingum húsnæðisins, byggingarkostnaði, verk- stöðu, fjármögnun, rekstraráætlun, þjónustu- og vistunarþörf ásamt mati þjónustuhóps aldr- aðra (matshóps) og þar með hvaða þjónustuþætti ætlunin er að efla. Umsókn skal fylgja ársreikn- ingur 2002 endurskoðaður af löggiltum endur- skoðanda og kostnaðaryfirlit yfir fyrstu níu mánuði ársins 2003. Sé ofangreindum skilyrðum ekki fullnægt áskilur sjóðstjórnin sér rétt til að vísa umsókn frá. Um- sóknir skulu hafa borist sjóðstjórninni fyrir 1. janúar 2004, heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, Laugavegi 116, 150 Reykjavík. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra. TILKYNNINGAR Jólaþorp á Lækjartorgi Ákveðið er að efna til jólamarkaðar á Lækjar- torgi dagana 6.—23. desember. Markaðurinn verður í litlum tréhúsum og megin áhersla er lögð á handiðnað, jóla- og gjafavöru. Leigu- gjald er 5.000 kr + vsk á dag fyrir minni húsin og 6.500 kr + vsk fyrir þau stærri. Skilyrði er að húsin verði tekin á leigu allan tímann. Þeir sem hafa hug á að taka þátt í jólamarkaðnum hafið samband fyrir miðvikudaginn 26. nóvem- ber í síma: 563 6600/690 6622 eða sendið tölvu- póst á throunar@itn.is. Þróunarfélag miðborgarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.