Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 B 9 Kennara vantar í kennslu á unglingastigi sem fyrst. Viðkomandi hafi reynslu af kennslu og vinnu með unglingum. Um er að ræða fullt starf. Kennari í Brúarskóla Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 520 6000. Laun samkv. kjarasamningum LN og KÍ. Umsóknarfrestur er til 21. desember. Umsóknir sendist Brúarskóla, Vesturhlíð 3, 105 Reykjavík. Hlutverk Brúarskóla er að mæta þörfum nemenda sem eru með geðrænan og félagslegan vanda og geta ekki nýtt sér skólavist í almennum skólum. Skólinn rækir hlutverk sitt bæði með námstilboði fyrir nemendur og ráðgjöf til kennara og annars starfsfólks skóla. Rík áhersla er lögð á samstarf í skólanum. Sölumenn Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir kraft- miklum sölumönnum í símasölu. Góðir tekjumöguleikar. Vinnutími frá kl. 18-22 fjögur kvöld í viku. Áhugasamir sendi upplýsingar um aldur og starfsferil til augldeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar: „K—14580“ fyrir 27. nóvember nk. Hagfiskur er 11 áa gamalt fyrirtæki sem sérhæfir sig meðal annars í símasölu á frystu sjávarfangi. Ánægðir viðskiptavinir okkar skipta þúsundum enda leggur fyrirtækið metnað sinn í að bjóða aðeins fyrsta flokks vöru og þjónustu. Aukavinna Okkur vantar vanan starfsmann í sal, mánu- daga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl 16.30 til 21.30 og annan hvern laugardag frá 9.00 til 15.00, samtals um 18 klst á viku. Umsækj- andi þarf að hafa náð 22 ára aldri og geta unnið sjálfstætt. Umsóknareyðublöð á staðnum. Heitt og Kalt ehf. Grensásvegi 10 Rvk. Heitt og Kalt er reyklaust veitingahús við Grensásveg. Tölvusmiðjan óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöðu: Kerfisstjóri — netmaður Verið er að leita að einstaklingi til að sinna dag- legum rekstri á netþjónum, útstöðvum og net- búnaði ásamt almennri notendaþjónustu. Starfið krefst afburðaþekkingar á Microsoft stýrikerfum og nauðsynlegt að viðkomandi hafi góða reynslu á þessu sviði. Eftirfarandi kostir skipta miklu máli: Þekking á víðnetsbúnaði (aðalega Cisco), grunnþekking á Linux, hæfileiki til að vinna sjálfstætt og skipulega, almennur áhugi á upp- lýsingatækni og nýjungum á því sviði, metnað- ur og almenn reglusemi. Leitað verður eftir meðmælum og æskilegt er að viðkomandi hafi Microsoft vottun. Viðkomandi mun hafa starfsaðstöðu í Fjarðabyggð. Um Tölvusmiðjuna Tölvusmiðjan er fyrirtæki í upplýsingatækni og eru helstu starfssvið almenn tölvuþjónusta, hýsing, netþjónusta, víðnetslausnir og hugbúnaðarþróun. Tölvusmiðjan hefur starfs- stöðvar á Austur-Héraði og í Fjarðabyggð og þjónustar aðallega fyrirtæki og stofnanir á miðausturlandi. Umsóknir sendist á netfangið starf@tolvusmidjan.is Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri í síma 470 2230. Vélaviðgerðarmaður Innflutningsfyrirtæki óskar eftir vönum starfs- manni til starfa við viðgerðir og þjónustu á vinnuvélum og líkum tækjum. Leitað er að kröftugum einstaklingi með ríka þjónustulund sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni auk ferðalaga. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skriflegar umsóknir sendist til auglýsingadeild- ar Mbl. merktar: „Viðgerðir — 3232“ fyrir 30. nóvember eða í box@mbl.is . Vífilsstaðir Hjúkrunarheimilið á Vífilsstöðum mun hefja starfsemi sína í janúar 2004 Við leitum að starfsfólki til starfa í eftirfar- andi stöður frá 1. febrúar 2004. Bjóðum upp á sveigjanlegan vinnutíma.  Hjúkrunarfræðingar óskast á kvöld-, helgar- og næturvaktir.  Sjúkraliðar óskast á allar vaktir. Starfsfólk óskast í:  Aðhlynningu á allar vaktir  Býtibúr á morgun-, kvöld- og helgarvaktir.  Ræstingu á morgun- og helgarvaktir. Upplýsingar veitir Ingibjörg Tómasdóttir, sími 585 9403 og 585 9500. Yfirlæknir Starf yfirlæknis hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands er laust til umsóknar. Um fullt starf er að ræða og veitist það frá og með 1. janúar 2004. Umsækjendur skulu hafa sérfræðiviður- kenningu í háls-, nef- og eyrnarlækningum og heyrnarfræði (Audiology). Yfirlæknir er faglegur yfirmaður stofnunarinnar og ber ábyrgð gagnvart framkvæmdastjóra. Honum er ætlað að hlúa að og hafa frumkvæði að vísindavinnu á sviði stofnunarinnar. Stjórn- unarreynsla er mikilvægt skilyrði. Laun eru skv. kjarasamningi sjúkrahúslækna og er starfið bundið við Heyrnar- og talmeinastöðina eingöngu. Umsóknum ber að skila til Heyrnar- og tal- meinastöðvar Íslands. Umsóknum þurfa að fylgja vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af stjórnunarstörfum og vísinda- vinnu ásamt sérprenti eða ljósriti af greinum sem umsækjandi hefur skrifað eða birt. Um- sóknir sendist til framkvæmdastjóra Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar, Guðrúnar Gísladótt- ur, gudrung@hti.is, Háaleitisbraut 1 og veitir hún upplýsingar um starfið. Umsóknir skulu berast fyrir 8. desember nk. Mat stöðunefndar landlæknis byggist á innsendum umsóknar- gögnum. Viðtöl verða við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim. Tungumálakunnátta 21 árs ábyrgðarfull stúlka óskar eftir fullu starfi sem fyrst. Mjög góð frönsku- og enskukunn- átta. Er með stúdentspróf af IB-braut, MH. Er vön ýmsum þjónustu- og afgreiðslustörfum. Færni í mannlegum samskiptum, er stundvís og reglusöm. Áhugasamir sendi inn tilboð á box@mbl.is merkt: „B — 14575“, f. 1. des. Sinfóníuhljómsveit Íslands auglýsir 2 lausar stöður fiðluleikara í 2. fiðlu frá og með 1. febrúar 2004 Skylduverkefni: W.A. Mozart: 1. þáttur m/kadensu úr Fiðlukonsert nr. 3, 4 eða 5. J.S. Bach: Tveir þættir (hægur og hraður) úr einleiksverki að eigin vali. Umsókn, ásamt ferilskrá, skal hafa borist hljómsveitinni 15. desember 2003. Hæfnispróf fer fram 26. janúar 2004. Laun skv. kjarasamningi Starfsmannafélags SÍ og fjármála- ráðherra. Umsókn og hæfnispróf gilda í eitt ár (sbr. reglur um ráð- ningu hljóðfæraleikara, 9. gr.) Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Háskólabíói v/Hagatorg, pósthólf 7052, 127 Reykjavík, sími 545 2502, fax 562 4475, netfang: kristin@sinfonia.is . Skrifstofu- og bókhaldsstarf Innflutningsfyrirtæki óskar eftir starfsmanni til að sjá um bókhald ásamt almennum skrif- stofustörfum. Unnið er með DK Retis tölvu- kerfi. Möguleiki er að semja um breytilegan vinnu- tíma. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. Skriflegar umsóknir sendist til auglýsingadeild- ar Mbl. merktar: „Skrifstofa — 3242“ fyrir 30. nóvember eða í box@mbl.is . Leikskólakennarar Leikskólinn Suðurvellir, Vogum Vatnsleysu- strandarhreppi, auglýsir eftir leikskólakennur- um eða öðru uppeldismenntuðu starfsfólki. Um er að ræða þrjár 100% stöður frá og með næstu áramótum. Upplýsingar um leikskólann er að finna á heimasíðu Vatnsleysustrandarhrepps www.vogar.is, http://www.vogar.is Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Félags íslenskra leikskólakennara. Upplýsingar um stöðurnar veitir leikskólastjóri, Ragnhildur Sigmundsdóttir, í síma 424 6817. Starfskraftur óskast í blómaverslun. Reynsla æskileg. Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl. merktar: „Blóm—14574“, fyrir 28. nóvem- ber. Frá Grunnskóla Djúpavogs Við Grunnskóla Djúpavogs vantar okkur um- sjónarkennara fyrir 1. og 2. bekk eftir áramót en bekkjunum er kennt saman. Grunnskóli Djúpavogs er einsetinn, heildstæð- ur grunnskóli með 67 nemendur. Við skólann starfa nú 11 samhentir kennarar. Mjög gott íþróttahús er á staðnum og ný sund- laug. Umsóknarfrestur er til 15. des. 2003. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri Gauti Jóhannesson í síma 478 8836, netfang: grunnskoli@djupivogur.is . Frekari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu hans: http://www.djupivogur.is/grunnskoli þar sem einnig er hægt að nálgast umsóknareyðu- blöð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.