Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 B 13 Sultartangalína 3 Útboðsgögn SU3-60 Ráðgjafaþjónusta Landsvirkjun óskar eftir tilboðum í ráð- gjafaþjónustu vegna Sultartangalínu 3 sam- kvæmt útboðsgögnum SU3-60. Gert er ráð fyrir að vinna við ráðgjafaþjónust- una hefjist í janúar 2004 og ljúki í desember 2005. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 25. nóvember nk. gegn óafturkræfu gjaldi kr. 8.000 fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 16:00 mánudaginn 15. desember 2003. Mat á tilboðum verður byggt á hæfi bjóðenda og tilboðsverði. Að loknu mati á hæfi bjóðenda verða verðtilboð opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboð — eftirlit Fasteignarfélagið Laugardalur ehf., sem er hlutafélag í eigu Reykjavíkurborg- ar og Samtaka iðnaðarins hyggst byggja íþrótta- og sýningarhöll við Laugardals- höllina í Reykjavík. Félagið óskar eftir tilboðum í eftirlit vegna fyrirhugaðrar byggingar. Útboðið er auglýst á EES. Útboðsgögn verða afhent hjá Innkaupa- stofnun Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 3, frá og með þriðjudeginum 25. nóvem- ber 2003, gegn 10.000 kr. skilatrygg- ingu. Verklok eru 1. júní 2005. Opnun tilboða verða miðvikudaginn 14. janúar 2004 kl. 11:00 hjá Innkaup- astofnun Reykjavíkur, Fríkirkjuvegi 3. LAUG127/3 TILBOÐ / ÚTBOÐ ÚU T B O Ð Útboð nr. 13367 Þjóðminjasafn Íslands — Margmiðlunarkynningar Ríkiskaup óska eftir tilboðum í hönnun og smíði margmiðlunarkynninga fyrir Þjóðminjasafn Íslands. Verkefnið tekur til hönnunar og smíði á marg- miðlunarkynningum sem notaðar verða í nýjum grunnsýningum Þjóðminjasafns Íslands. Markmið verkefnisins er að nýta margmiðlun á áhugaverðan og skilvirkan hátt sem stuðnings- efni við sýningargripi og prentað efni grunnsýn- inga safnsins. Margmiðlunarkynningarnar verða gagnvirkar. Útboðsgögn eru til sýnis og sölu í afgreiðslu Ríkiskaupa, Borgartúni 7 og kosta kr. 3500. Tilboð verða opnuð hjá Ríkiskaupum 11. desem- ber 2003 kl.14:00 að viðstöddum þeim bjóðend- um sem þess óska. Eftirtaldir starfsmenn hófu störf hjá LOGOS lögmannsþjónustu sum- arið 2003: Árni Sigurjónsson var ráðinn fulltrúi. Áður starfaði Árni m.a. sem dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu frá 2001–2003. Árni lauk lagaprófi frá HÍ árið 2003. Hann er giftur Guð- rúnu Þóru Mogensen, viðskiptafræðingi. Erna Hjaltested var ráðin fulltrúi. Erna starfaði sem fulltrúi hjá Lögmönn- um Höfðabakka frá 1998 til 1999 og sem lögfræðingur á tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins frá 1999 til 2003. Erna lauk lagaprófi frá HÍ 1998 og fékk réttindi til að starfa sem héraðsdómslög- maður árið 1999. Hún er í sambúð með Sigfúsi Þ. Sig- mundssyni, stjórnmálafræðingi og nema í HÍ. Ólafur Arinbjörn Sigurðsson var ráðinn fulltrúi. Ólafur starfaði áður sem lögfræðingur Kauphallar Íslands hf. Hann hefur verið stundakennari við Endurmenntun Háskóla Íslands, viðskiptadeild Háskóla Íslands og við lagadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst. Þá hefur Ólafur setið í nefndum á vegum viðskiptaráðuneyt- isins um endurskoðun löggjafar á fjármálamarkaði. Ólafur Arinbjörn lauk lagaprófi frá HÍ 1998 og hlaut réttindi sem héraðsdómslögmaður 2003. Hann er kvæntur Kristínu Eysteinsdóttur og eiga þau tvær dætur. Sophie Romaniello var ráðin fulltrúi. Sophie er belgísk og lauk laganámi við Université Cat- holique de Louvain í Belgíu 1997. Hún fékk réttindi til að starfa við belgíska dómstóla 1997 og belgísk lögmannsrétt- indi hlaut hún árið 2000. Sophie starfaði sem fulltrúi hjá lögfræði- stofunni Loeff Claeys Verbeke 1997–2001 og hjá Bogaert & Vandemeulebroeke (Landwell) 2000–2001, í Belgíu. Áður en Sophie hóf störf hjá LOGOS starfaði hún sem lögfræðingur hjá BuyforMetal í Belgíu frá 2001 til 2003. Jóna Björg Björnsdóttir var ráðin aðstoðarmaður lög- manna. Jóna Björg starfaði áður á skrifstofu Íslenskrar erfða- greiningar ehf. frá 2001 til 2003. Jóna á eina dóttur. Breytingar hjá LOGOS lög- mannsþjónustu Erna Hjaltested Jóna Björk Björnsdóttir Sophie Romaniello Árni Sigurjónsson Ólafur Arinbjörn Sigurðsson ÍSLENDINGAR sem lokið hafa háskólagráðu eru líklegastir til að finna sér vinnu af öllum þjóðum innan OECD. Þetta kemur fram í nýlegri kóreskri rannsókn. Þar kemur fram að um tæp níutíu og níu prósent íslenskra háskóla- menntaðra karlmanna hafa atvinnu og rúm níutíu og fimm prósent ís- lenskra kvenna sem lokið hafa há- skólamenntun. Hins vegar eru nokkuð minni líkur á að Kóreubúar með háskóla- próf fái vinnu. Tæp níutíu prósent kóreskra karlmanna með háskóla- próf hafa atvinnu, en einungis fimmtíu og fimm prósent kóreskra kvenna. Raunverulegt atvinnuleysi meira Þessar tölur eru í nokkurri mót- sögn við hugmyndir um atvinnu- ástand meðal háskólamenntaðra hér á landi. Halldóra Friðjónsdótt- ir, formaður Bandalags háskóla- manna, segir það hafa sýnt sig að atvinnuleysi er nokkurt meðal há- skólamanna, „Ég held að þetta séu hæpnar upplýsingar, en það er erf- itt fyrir okkur að meta þetta full- komnlega. Ég held að það sé alveg óhætt að segja að það sé munur á því að vera háskólamaður með at- vinnu og háskólamaður með at- vinnu við hæfi. Við vitum að það gerist að fólk sem hefur komið heim til að vinna við sérhæfð störf og missir þau síð- an fer oft að vinna við störf sem það er með of mikla menntun fyrir. Margir háskólamenntaðir sem missa vinnuna fara að vinna störf sem krefjast ekki háskólamennt- unar, þannig að raunverulegt at- vinnuleysi þeirra er mun meira en þarna kemur fram,“ segir Hall- dóra. Háskólamenntaðir á Íslandi með betri atvinnumöguleika FRAMBOÐ á viðskiptatengdu námi hefur aukist umtalsvert und- anfarin ár. Mikill fjöldi ungs fólks hefur lagt leið sína í slíkt nám enda er sú hugmynd útbreidd að þar liggi leiðin að velsæld og betra lífi. Telja margir vert að leiða hugann að því hvort of mikið af ungu fólki mennti sig í viðskiptafræði og ein- hvers konar tískufögum. Þórir Þor- varðarson, ráðningastjóri hjá Hag- vangi, veltir því fyrir sér hvort skapast hafi offramboð á viðskipta- fræðimenntuðum starfskröftum. „Það er mikil áhersla lögð á að kynna fyrir nemendum bóknáms- leiðir. Það er ekki í tísku að fara í verknámsskóla. Að vísu er nú í gangi jákvæð þróun að því leyti að Menntafélagið tók nýlega við rekstri Vélskólans og Stýrimanna- skólans og er að bæta ímynd þess náms. Það er alls ekki verra fyrir fólk sem á létt með raungreinar að fara í vélskólann og læra alls kyns rafmagns- og vélfræðigreinar áður en það fer t.d. í verkfræði eða tæknifræði. Fjórða stig í vélfræði í Vélskólanum er prýðisgóður und- irbúningur fyrir slíkt nám,“ segir Þórir og segir að of lítil áhersla sé lögð á að kynna verklegt nám. „Það er verið að selja ungu fólki það að ef það fer í viðskiptanám séu því allar leiðir færar. Tilfinning mín og reynsla af markaðnum segir mér að það sé dálítil skekkja í námsvali og það sé verið að ýta að þessu unga fólki einhverri hugmynd um frábært líf skrifstofumannsins. Af hverju þykir ungu fólki svona spennandi að vinna skrifstofustörf? Er litið öðruvísi til þeirra sem vinna skrifstofustörf en þeirra sem vinna „bara“ í verslun eða á verkstæði? Það er staðreynd að fólk getur ver- ið mjög vel menntað án þess að hafa viðskiptamenntun. Gott menntunar- stig í landinu þýðir líka fjölbreytni í menntun. Ég hef það sterklega á tilfinningunni að það sé mikil eft- irspurn eftir færu iðn- og tækni- menntuðu fólki,“ segir Þórir að lok- um. Nauðsynlegt að leggja einnig rækt við verknám Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjómannaskólinn hefur margt að bjóða ungu fólki sem vill öðlast hagnýta þekkingu. Hefur ungu fólki verið beint um of inn á bóknámsleiðir undanfarin ár?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.