Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Dalvíkurbyggð Safnstjóri Laust er til umsóknar starf forstöðumanns Bóka- safns Dalvíkurbyggðar og Héraðsskjalasafns Svarfdæla. Um er að ræða 75% starf. Starfssvið:  Áætlanir um uppbyggingu, starfsemi og rekstur safnanna.  Daglegur rekstur bókasafns og héraðsskjala- safns.  Gerð starfs- og fjárhagsáætlunar safnanna.  Koma fram fyrir hönd safnanna út á við.  Gegnir almennum störfum bókasafns- og héraðsskjalavarðar. Menntun og hæfniskröfur:  Háskólamenntun í bókasafns- og upplýsinga- fræði eða jafngildu námi æskileg.  Haldgóð reynsla af sambærilegum verkefn- um.  Lipurð í mannlegum samskiptum.  Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt.  Góð almenn tölvukunnátta. Laun eru skv. gildandi kjarasamningum við- komandi stéttarfélags við Launanefnd sveitar- félaga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2003. Umsóknum skal skila til fjármála- og stjórnsýslustjóra. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Pálína Jóhannsdóttir, fjármála- og stjórnsýslustjóri, í síma 460 4903, netfang gp@dalvik.is. Su›urbygg›arskóli er n‡r grunnskóli flar sem áhersla ver›ur lög› á n‡sköpun í skólastarfi. Stefnt er a› sveigjanlegum og fjölbreyttum kennsluháttum, s.s. samvinnunámi, samflættingu námsgreina og einstaklingsmi›u›u námi. Helstu verkefni: St‡ra og bera ábyrg› á daglegri starfsemi og rekstri skólans. Veita skólanum faglega forystu á svi›i kennslu og flróunar í starfi. Lei›a samstarf starfsmanna, nemenda, heimila og skólasamfélagsins í heild. Menntun og hæfni: Kennarapróf. fiekking og reynsla á svi›i stjórnunar. Framhaldsmenntun á svi›i stjórnunar, uppeldis- e›a kennsluréttinda er æskileg. Lei›togahæfileikar. Í starfinu er lög› áhersla á frumkvæ›i, skipulagshæfileika, sjálfstæ› vinnubrög› og hæfni í mannlegum samskiptum. Vi›komandi flarf a› geta hafi› störf eigi sí›ar en um næstu áramót. Búseta: Skilyr›i fyrir rá›ningu í starfi› er a› vi›komandi sé e›a ver›i búsettur í sveitarfélaginu. Á heimasí›u Árborgar www.arborg.is er a› finna skipurit og a›rar uppl‡singar sem a› gagni geta komi› fyrir umsækjendur. Uppl‡singar veita Katrín S. Óladóttir og fiórir fiorvar›arson. Netföng: katrin@hagvangur.is og thorir@hagvangur.is. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is. Á›ur augl‡stur umsóknarfrestur hefur veri› framlengdur til og me› 1. desember nk. Númer starfs er 3537. Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • Bréfasími 520 4701 • www.hagvangur.is Skólastjóri vi› Su›urbygg›arskóla Árborg er sveitarfélag í sókn. Íbúafjöldi er 6.300 manns og stö›ug uppbygging í gangi. Árborg er fljónustumi›stö› fyrir allt Su›urland, verslun, fljónusta og i›na›ur eru a›alatvinnugreinar sveitarfélagsins. Skólastarf er öflugt og fer›afljónusta er mjög vaxandi. Auk grunnskólanna eru sex leikskólar, tónlistarskóli og Fjölbrautaskóli Su›urlands. Gó› almenn fljónusta. Menningarlífi› er fjölbreytt, umhverfi› fagurt og fólki› skemmtilegt. VÆNTINGAR ungs fólks til launa og gæða starfa hafa verið nokkuð óraunhæfar undanfarin ár, segja talsmenn atvinnumiðlana. Að sögn viðmælenda Morgunblaðsins einkenndist uppgangstíminn af „seljendamarkaði“ á vinnumarkaðn- um, þar sem atvinnuveitendur stunduðu yfirboð í von um stærri bita af væntanlegri köku sem síðan brást. Þetta olli miklu launaskriði og óraunhæfum væntingum nýútskrif- aðra starfskrafta á vinnumarkaði. Nú hefur ástandið jafnað sig og meira jafnvægi komið á ráðningar. Fólk byrjar lægra í stiganum Jens Ólafsson, framkvæmdastjóri ráðningarþjónustunnar Ábendis, segir það einkenna ástand vinnu- markaðarins þessa dagana að það taki lengri tíma fyrir fólk að finna sér vinnu við hæfi, bæði taki fyr- irtæki sér lengri tíma í að leita og einnig séu fleiri um hvert auglýst starf. „Fólk getur ekki gert eins miklar væntingar og kröfur til starfa,“ segir Jens og bætir við að fólk þurfi nú að byrja smærra og neðar í stiganum en áður. „Þegar uppgangurinn var sem mestur gat fólk gengið beint úr skóla í góð störf. Nú þarf nýtskrifaður við- skiptafræðingur að sætta sig við starf sem gjaldkeri eða þjónustu- fulltrúi í banka, enda er það eðlilegt, það þarf að öðlast reynslu og það er í raun ekki skynsamlegt að setja manneskju, nýskriðna úr skóla með enga hagnýta reynslu í ábyrgðar- starf. Nú þarf fólk að byrja á „botn- inum“ og vinna sig upp. Ungt há- skólamenntað fólk er gjarnan með háar hugmyndir um laun, í kringum 250–300.000 krónur í grunnlaun í upphafi. Þetta er óraunhæft og mun skynsamlegra að miða við eins og 180– til 230.000 krónur í grunn- laun,“ segir Jens. Þarf að byggja upp reynslu Jens segir atvinnuástandið í raun tiltölulega eðlilegt, þótt skórinn hafi kreppt nokkuð undanfarin tvö ár sé ekki hægt að tala um að neina kreppu hafi verið að ræða. „Flestir geta fengið vinnu, þótt ekki sé um draumastarfið að ræða. Fólk þarf bara að miða svolítið lægra. Þetta var þannig að fólk gat fengið gott starf og laun fljótlega eftir háskól- ann. Sá tími er liðinn og ég hef ekki trú á því að hann komi aftur í bráð. Enda var það ástand mjög óeðlilegt. Fólk þarf einfaldlega að byggja upp reynslu í starfi. Dýrar ráðningar á óreyndum starfsmönnum höfðu mikið að gera með slæma afkomu margra fyrirtækja, enda fór launa- kostnaður upp úr öllu valdi en fram- leiðni jókst ekki að sama skapi.“ Betra að vinna eitthvað en að vera atvinnulaus lengi Jens sýnist mest að gera hjá með- alstórum fyrirtækjum, þar sem rúm er fyrir vöxt. „Stóru fyrirtækin eru að minnka við sig, en þetta mun hægt og rólega taka við sér aftur. Afkoman batnar smám saman þegar fyrirtækin fara að fá hæfari og um leið ódýrari starfsmenn. Ég vil vera hóflega bjartsýnn og fólk verður að temja sér hógværar væntingar, því væntingarnar endurspegla oft ekki raunveruleikann. Ungt fólk sem er að koma út úr skóla þarf að gera ráð fyrir því að það verði erfiðara og taki lengri tíma að finna drauma- starfið. Í dag er frekar litið á starfs- reynslu en menntun, enda vegur reynslan þungt,“ segir Jens og bæt- ir við að nauðsynlegt sé að nálgast atvinnuleit með opnum hug. „Fólk má auðvitað aldrei hætta leitinni að draumastarfinu, en það þarf að gera sér grein fyrir því að það þarf að byrja neðar en það hafði hugsað sér, og það er mjög eðlilegt. Fólk þarf líka að vera opið fyrir öðrum störf- um, ekki útiloka störf af öðrum vett- vangi. Af minni reynslu er það sterkara fyrir manneskju sem er að sækja um vinnu að sýna fram á stöð- uga vinnu við hvað sem er, frekar en atvinnuleysi. Þetta ber hugarfari vitnisburð auk þess að halda manni gangandi. Atvinnuleysi er niður- drepandi og engum hollt,“ segir Jens og bætir því brosandi við að hann hafi sjálfur ekið strætisvagni í níu mánuði eftir að hann lauk prófi í háskóla. Nauðsynlegt að víkka sjóndeildar- hringinn Morgunblaðið/Árni Torfason Járnabindingar geta verið ágætur undirbúningur fyrir önnur störf. Ungt fólk þarf að sætta sig við lengri leið að „draumastarfinu“ og vera tilbúið að endur- skoða stöðuna Morgunblaðið/Jim Smart Stúdentar streyma út úr háskólum á hverju ári, vongóðir og fullir af orku. Ekk finna allir strax starf við hæfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.