Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 1
Sunnudagur 23. nóvember 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.946  Innlit 16.638  Flettingar 66.084  Heimild: Samræmd vefmæling JÓN Geir Jóhannsson, versl- unarstjóri Dressmann í Kringl- unni, segir verslun hafa verið að aukast síðan um miðjan október. „Fólk er farið að skima eftir jóla- gjöfum og leita að góðum fötum. Þeir allra fyrstu eru að byrja upp úr enda ágúst. Síðan fer umferðin að aukast jafnt og þétt um í byrj- un október. Auðvitað er maður líka illþyrmilega minntur á jóla- vertíðina með gegndarlausum jólaskreytingum. Sjálfur hef ég þá stefnu, sem verslunarstjóri, að setja ekki upp ótímabærar jóla- skreytingar, þannig er Dressman nú vin í jólaeyðimörkinni,“ segir Jón Geir og hlær. „Við byrjum að bæta við fólki í lok nóvember og fyrstu vikuna í desember, þá byrj- ar törnin. Það koma fjórar auka- manneskjur hér inn sem vinna í jólafríinu sínu frá próflokum til upphafs skóla. Ég er aldrei með minna en fimm manns í afgreiðslu í desember og reyni að hafa nóg fyrir alla að gera eftir jól, þá eru útsölur, skil og vörutalningar.“ Morgunblaðið/Svavar Jón Geir Jóhannsson, verslunarstjóri Dressmann í Kringlunni. Allt á fullt eftir mánaðamót RAGNHILDUR Thorlacius, vaktstjóri í bókabúð Máls og menning- ar á Laugavegi, segist vera farin að finna fyrir fyrir jólaösinni. „Það má segja að hún hafi byrjað rólega rétt eftir síðustu mán- aðamót, þá fór fólk að koma hér í svolitlu jólaskapi, í föndurhugleiðingum og einnig að huga að því að senda pakkana út til ætt- ingja sinna. Við finnum líka fyrir því að það eru fleiri ferðamenn hér núna en síðasta vetur.“ Ragnhildur segir törnina hefjast fyrir alvöru strax eftir næstu mánaðamót. „Vð erum að und- irbúa okkur fyrir það. Það eru byrjaðir upplestrar úr jólabók- unum á Súfistanum.“ Ragnhildur segir um tuttugu starfsmenn vinna að jafnaði í verslun Máls og menningar yfir daginn, en um jólin fjölgar þeim a.m.k. um helming. „Jólafólkið okkar er frá miðjum desember og út fyrstu vikuna í janúar, þann tíma sem skólafríin eru og það er mikil aðsókn í þau störf og færri komast að en vilja. Jólastemningin í Miðbænum er sígild og segir Ragnhildur fólk njóta þess að koma þangað fyrir jólin. „Við erum líka alltaf með einhverjar uppákomur seinnipartinn á laugardögum þegar líður að jólum,“ segir Ragnhildur að lokum. Mikil aðsókn í vinnu Ragnhildur Thorlacius, vaktstjóri í Máli og menningu. Morgunblaðið/Árni Sæberg EINAR Karl Birgisson, versl- unarstjóri verslunarinnar Zara í Smáralind segist hafa orðið var við fyrstu jólabylgjuna fyrir tveimur vikum. „Törnin byrjar fyrir alvöru eftir mánaðamótin, við erum að smáauka við mannskapinn hérna vinnuna. Við erum svo heppin að hafa gott fólk hér í hlutastarfi og þegar jólavertíðin hefst hækkar starfshlutfallið hjá því jafnt og þétt. Í raun má segja að það fjölgi hér um fjörutíu prósent þegar jól- in nálgast og það ástand varir al- veg fram yfir jól og út í miðjan jan- úar, þannig að skólafólkið okkar fær góðan mánuð í vinnu.“ Einar Karl segir Smáralindina hafa náð sér vel á strik und- anfarna mánuði eftir dálitla lægð. „Fólk er farið að koma hérna meira á virkum dögum og Smáralindin er ekki lengur svona helgarstaður. Svo er maður farinn að sjá mikið af ferðamönnum hér á svæðinu, líka á veturna, það er mjög ánægjulegt.“ Skólafólkið fær góðan mánuð í vinnu Morgunblaðið/Svavar Einar Karl Birgisson, verslunar- stjóri Zara í Smáralind.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.