Morgunblaðið - 23.11.2003, Page 10

Morgunblaðið - 23.11.2003, Page 10
10 B SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sölufólk á öllum aldri Viljum ráða sölufólk í dag- og kvöldverkefni. Spennandi verkefni, föst laun plús bónus. Aðstoð, leiðbeiningar og góður starfsandi. Nánari upplýsingar í síma 590 8000 á milli kl. 13 og 15 alla virka daga. BM-ráðgjöf er upplýsingafyrirtæki sem veitir sérhæfða þjónustu í markaðs-, upplýsinga- og innheimtumálum. Markmið fyrirtæk- isins er að aðstoða fyrirtæki og félagasamtök við að ná settu marki í upplýsinga-, markaðs- og innheimtustarfi. Með sér- þjálfuðu starfsfólki og öflugum tæknibúnaði beitum við hnit- miðuðum vinnubrögðum til að auka gæði þjónustu og auka árangurinn af innheimtu- og markaðsstarfi viðskiptavinarins. BM ráðgjöf ehf., Ármúla 36, Reykjavík, sími 590 8000, netfang tor@bm.is Innanhússarkitekt leitar eftir fjölbreyttu og krefjandi starfi. Hef mikla starfsreynslu við fagið. Hef starfað á teiknistofum en síðustu ár starfað sjálfstætt að margvíslegum verkefnum. Góð reynsla í notkun teikniforrita (auto-cad). Upplýsingar í síma 567 7212 og 698 7212. Störf í grunnskólum Reykjavíkur Borgaskóli, sími 577 2900. Skólaliði við baðvörslu stúlkna, 100% starf. Almenn kennsla fyrir 2. bekk, frá áramótum. Frá 1. feb. 2004 til vors vantar fólk í afleysingar vegna foreldraorlofs, í eftirtalin störf: Tölvuum- sjón, 50% starf. Almenn kennsla í 6. bekk. Smíðakennsla auk almennrar kennslu. Fellaskóli, sími 557 3800. Sérkennari eða kennari með reynslu í náms- veri. Hlíðaskóli, sími 552 5080. Táknmálsdeild. Þroskaþjálfi eða kennari á táknmálssvið Hlíðaskóla frá áramótum. Tákn- málskunnátta nauðsynleg. Ingunnarskóli, sími 585 0400. Skólaliði 100% starf. Starfsmaður í heilsdags- skóla eftir hádegi. Vogaskóli, sími 553 2600. Stuðningsfulltrúi. 100% staða. Baðvarsla drengja á mánudags- og föstudagsmorgnum og eftir hádegi á miðvikudögum. Upplýsingar veita skólastjórar, aðstoðarskóla- stjórar eða aðrir tilgreindir í viðkomandi skólum. Umsóknir ber að senda til skóla. Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélög. Nánari upplýsingar um laus störf, umsóknar- frest og grunnskóla Reykjavíkur er að finna á netinu undir www.grunnskolar.is. Menntaskólinn á Ísafirði Lausar kennarastöður Menntaskólinn á Ísafirði auglýsir eftir kennur- um á vorönn 2004 í eftirfarandi bóknámsgrein- um:  Ensku (20 kst/viku).  Sálfræði (24 kst/viku). Jafnframt vantar stundakennara og/eða kenn- ara í hlutastarfi í eftirfarandi verknámsgreinar:  Vélstjórnargreinar (10 kst/viku).  Rafiðngreinar (8 kst/viku).  Málmiðngreinar (8 kst/viku). Umsóknarfrestur er til 7. des. 2003. Umsækjendur þurfa að uppfylla skilyrði 6. gr. laga nr. 86/1998 um leyfi til þess að nota starfs- heitið framhaldsskólakennari. Starfskjör fara eftir kjarasamningi ríkisins og KÍ frá 7. janúar 2001. Allar nánari upplýsingar veita Ólína Þorvarð- ardóttir skólameistari og Guðbjartur Ólason aðstoðarskólameistari í símum 450 4401 og 450 4402. Raunvísindastofnun Háskólans Laust starf Starf framkvæmdastjóra Raunvísindastofnunar Háskólans er laust til umsóknar. Framkvæmda- stjórinn veitir sameiginlegri skrifstofu stofnun- arinnar forstöðu og sér um daglegan rekstur. Hann sér um framkvæmd þeirra mála sem stjórn stofnunarinnar felur honum og sinnir öllum samskiptum við fjársýslu ríkisins, ráðu- neyti og aðrar stofnanir, fyrirtæki og erlenda aðila varðandi málefni Raunvísindastofnunar. Umsækjandi skal hafa lokið háskólaprófi eða hafa jafngilda starfsreynslu. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Æskilegt er að nýr framkvæmdastjóri geti hafið störf frá og með 1. janúar 2004. Umsóknir með ítarleg- um upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist formanni stjórnar Raunvís- indastofnunar, Dunhaga 3, 107 Reykjavík, eigi síðar en 8. desember nk. Öllum umsóknum verður svarað og umsækj- endum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Raunvísindastofnun Háskólans. Við leikskólann Hörðuvelli eru lausar stöður leikskólakennara. Leikskólinn er nýr og glæsilegur, fjögurra deilda og stendur við Lækinn í Hafnarfirði. Megináherslur í starfi skólans er „að hafa gaman og láta okkur líða vel.“ Allar upplýsingar veitir María Kristjánsdóttir, leikskólastjóri í síma 555 0721 eða 860 8583. Samkvæmt jafnréttisáætlun Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið. Fræðslustjórinn í Hafnarfirði Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuð- borgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Leikskólakennarar Kennarar Okkur vantar áhugasaman kennara til starfa við Barnaskóla Vestmannaeyja sem fyrst eða eftir samkomulagi. Um er að ræða starf um- sjónarkennara í 6. bekk. Upplýsingar gefa Hjálmfríður skólastjóri í sím- um 481 1944/690 8756, netfang: hjalmfr@ismennt.is og Hjördís Kristinsdóttir deildarstjóri miðstigs í síma 481 1944/693 2909, netfang: hjordk@ismennt.is. Á heimasíðu skólans: www.vestmannaeyjar.ismennt.is eru viðamikl- ar upplýsingar um Barnaskólann og skóla- starfið þar. Barnaskóli Vestmannaeyja er heilstæður grunnskóli með 440 nem- endum. Í Vestmannaeyjum fer fram framsækið skólastarf í leik- og grunnskólum auk þess eru þar starfandi öflugir sérskólar s.s. tónlistarskóli og framhaldsskóli. Þá er í Vestmannaeyjum öflugt íþróttalíf og góð aðstaða til margvíslegrar tómstundaiðkunar s.s. hestamennsku, fjallamennsku/ bjargveiði, kór, leikfélag, björgunar- sveit auk saumaklúbba. Skólastjóri. Í SMÁRALINDINNI koma saman margar ólíkar mann- eskjur í mörgum ólíkum erinda- gjörðum. Þó er víst að allir eiga sér draumastarf. En hugmynd- irnar voru jafnólíkar og fólkið sjálft. Þær Helga Sigrún Gísladóttir og Kristín Erla Pétursdóttir voru að dimittera frá Flens- borgarskóla. Helgu dreymir um að verða kennari, segir vanta aga í menntakerfið og þjóðfé- lagið. „Ég hef yndi af börnum og unglingum og tel mig hafa nóg fram af færa. Ég hef það sem til þarf til að blómstra í kennarastarfi. Helga stefnir á Kennaraháskólann næsta haust. Kristín Erla segist enn óákveðin, en sterklega komi til greina að starfa á vett- vangi sálfræðinnar. „Enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Mér finnst sálfræðin heillandi fag og starf, þar leynast hlutir sem alla langar að vita og öllum koma við.“ Hjalti Leifsson er þrettán ára og hans draumastarf er að gerast forritari og leikjahönnuður. „Ég hef mjög gam- an af tölvuleikjum,“ segir Hjalti, „og ég vil geta gefið öðr- um krökkum það sem fullorðnir hafa gefið mér.“ Jónína Tryggvadóttir skenkti kúnnum Smáralindar ljúffengan kaffisopa þegar þeir tóku sér hlé í versl- unarleiðöngrum sínum. Hún sagði greinilegt að hún væri ekki búin að finna sig, annars væri hún örugglega á fullu í því. Þegar blaðamaður þrýsti á kom í ljós að hún lumar á draumum um að starfa við hönnun. „Mig langar til dæmis að starfa við textílhönnun og þess konar hluti.“ Sagt er að maður viti margt þegar maður veit hvað maður vill ekki. „Ég get allavega ekki hugsað mér að vinna við skrif- stofustörf, að sitja bak við tölvu allan daginn.“ Feðgarnir Karl Viðar Pálsson og Steingrímur Viðar Karlsson eru úr Mývatnssveitinni. Þeir voru í bænum með fjölskyldunni að leita að fötum og fleiru. Karl segist nú þegar vinna í sínu draumastarfi við efnistöku í Kísiliðj- unni við Mývatn. „Ég starfa þar við dælingu úti á vatninu á sumrin og viðhald á tækjum á veturna. Stóri kosturinn er að þetta er mikil útivinna allt sumarið. Það eru sérrétt- indi að fá að starfa á vatninu innan um allt fuglalífið.“ Steingrímur, sem er sex ára, elur með sér metnað um að gerast jarðýtumaður. „Mér finnst svo gaman að jarð- ýtum,“ segir Steingrímur, sem að sögn fjölskyldunnar þekkir allar tegundir jarðýtna og varð svo sannarlega hlessa þegar hann kom suður og sá allar jarðýturnar í borginni. Morgunblaðið/Svavar Ísbirnurnar Helga Sigrún Gísladóttir og Kristín Erla Pétursdóttir. Draumastörf Morgunblaðið/Svavar Hjalti Leifsson. Jónína Tryggvadóttir Morgunblaðið/Svavar Feðgarnir Karl Viðar Pálsson og Steingrímur Viðar Karlsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.