Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 B 3 Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi Sérfræðingur í svæfingum Staða sérfræðings á sviði svæfinga og deyfinga á svæfinga- og skurðdeild Sjúkra- hússins og heilsugæslustöðvarinnar á Akran- esi er laus til umsóknar. Um er að ræða fullt starf. Staðan veitist frá 1. janúar 2004. Umsókn- um ber að skila á þar til gerðu eyðublaði, sem fæst á skrifstofu landlæknis og á heimasíðu embættisins. Mikilvægt er að staðfest afrit fylgi af starfsvottorðum, vottorðum um próf og nám, leyfisveitingum og vísindaritgerðum. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórir Berg- mundsson, lækningaforstjóri SHA, sími 430 6000, netfang thorir.bergmundsson@sha.is. Umsóknir sendist Guðjóni S. Brjánssyni, fram- kvæmdastjóra stofnunarinnar, Merkigerði 9, 300 Akranes fyrir 20. desember 2003. Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðin á Akranesi (SHA) skiptist í sjúkrasvið og heilsugæslusvið. Á sjúkrasviði er starfrækt fjölgreinasjúkrahús með örugga vaktþjónustu allan sólarhringinn árið um kring. Sjúkrahúsið veitir almenna og á vissum sviðum sérhæfða sjúkrahúsþjónustu á lyflækningadeild, handlækningadeild, fæðinga- og kvensjúkdómadeild, hjúkrunar- og endurhæfingadeild og á vel búnum stoð- deildum þar sem höfuð áhersla er lögð á þjón- ustu við íbúa Vestur- og Suðvesturlands. Jafn- framt er vaxandi árhersla lögð á þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Á heilsugæslu- sviði er veitt almenn heilsugæsluþjónusta fyrir íbúa í heilsugæsluumdæmi Akraness með for- ystuhlutverk varðandi almenna heilsuvernd og forvarnarstarf. SHA tekur þátt í menntun heilbrigðisstétta í samvinnu við Háskóla Íslands og aðrar menntastofnanir. Starfsmenn stofnunarinnar eru um 240 talsins. SHA er reyklaus stofnun. Sjá nánar heimasíðu www.sha.is. Heilbrigðisstofnun Austurlands Staða læknis á Egilsstöðum Frá 01.01.2004 (eða eftir nánara samkomulagi) er staða læknis við Heilbrigðisstofnun Austur- lands á Egilsstöðum laus til umsóknar. Stofn- unin samanstendur af, heilsugæslustöð og sjúkradeild og heilsugæsluseli á Borgarfirði. Heilsugæslan og sjúkradeildin eru í sömu byggingu. Við stofnunina eru 4 stöðugildi lækna og sinna þeir í sameiningu báðum deild- um. Þjónustusvæðið, Egilsstaðalæknishérað, er víðáttumikið og dreifbýlt. Fjórðungssjúkra- húsið í Neskaupsstað er í um einnar klukku- stundar akstursfjarlægð og þar eru skurðlækn- ir, lyflæknir og svæfingalæknir. Við leitum eftir sérfræðingi í heimilislækning- um, lyflækningum, öldrunarlækningum, eða öðrum sérgreinum. Umsóknarfrestur er til 15. desember nk. Frekari upplýsingar veita Pétur Heimisson, yfirlæknir og Anna Dóra Helgadótt- ir, rekstrarstjóri í síma 471 1400. Umsóknir skulu sendar til Heilbrigðisstofnun Austurlands Egilsstöðum, Lagarási 17, 700 Egilsstöðum. Héraðið og Egilsstaðir. Í læknishéraðinu voru 1. des. 2002 rúmlega 3000 manns, þar af ca 1700 á Egilsstöðum. Veruleg íbúafjölgun er í læknishéraðinu í tengslum við nýhafnar virkjunar- og stóriðju- framkvæmdir. Auk þeirrar stöðu sem nú er auglýst er tímabundið setin 5. staða læknis á vegum stofnunarinnar við Kárhnjúkavirkjun. Á Egilsstöðum er leikskóli (bygging annars slíks að hefjast), deilda- skiptur grunnskóli, menntaskóli og háskólasetur er nýtekið til starfa. Aðstaða til íþróttaiðkunar er góð, einn fullkomnasti frjálsíþróttavöllur landsins, íþróttahús og sundlaugar, níu holu golfvöllur og stutt í skíðasvæði. Hestamennska er vaxandi og metnaðarfull uppbygging nýs svæðis fyrir þá íþrótt er hafin. Tónlistar- og menningarlíf er öflugt og t.d. er hægt að ljúka 8. stigi söngnáms við tónskólann á Egilsstöðum. Á Egilsstöðum er nýtt hótel sem verið er að stækka, mörg öflug verslunar- og þjónustufyrirtæk i og fer þeim fjölgandi. Fullkominn flugvöllur og 3-5 flugferðir til Reykjavíkur alla daga. Auk þess er sl. tvö sumur vikulegt flug beint til Evrópu og 20 mínútna akstur er á Seyðisfjörð um borð í ferjuna Norrænu sem á sumrin siglir milli Norðurlanda og Seyðisfjarðar. Vegasamgöngur í héraðinu og til nágrannabyggða á fjörðum eru mjög góðar, enda lega Egils- staða frábær, í miðju veganeti Austurlands. Ferðamennska er mikil, bæði á sumri og vetri enda býður svæðið uppá ótal möguleika til útivistar og ferðalaga. Lausar stöður í Borgarbókasafni Borgarbókasafn óskar eftir að ráða starfsmenn í nýtt bókasafn í Árbæjarhverfi. Safnið verður opnað í febrúar. Í safninu verða 7 starfsmenn og verður það opið fram á kvöld og um helgar. Bókasafnið í Árbæ verður sjöunda safn Borgarbókasafns. Hin eru: Foldasafn í Grafarvogi, bókasafnið í Gerðubergi, Sólheimasafn, Seljasafn, Kringlusafn og aðalsafnið í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. Auk þess rekur safnið bókabíl sem hefur um fjörutíu viðkomustaði víðs vegar um borgina. Safnstjóri Safnstjóri sér um daglega stjórnun á vinnustaðnum, vinnur að gerð starfsáætlana, sér um að framfylgja starfsmannastefnu borgarinnar og ber ábyrgð á uppbyggingu safnkosts svo eitthvað sé nefnt. Menntunar- og hæfniskröfur  Menntun í bókasafns- og upplýsingafræði áskilin.  Menntun eða reynsla af stjórnun æskileg.  Starfið krefst frumkvæðis og sjálfstæðra vinnubragða.  Viðkomandi verður að hafa ánægju af mannlegum samskiptum og vera fær um að skapa liðsheild í starfsmannahópi. Bókasafns- og upplýsingafræðingar Verkefni eru t.d. upplýsingaþjónusta, þjónusta við börn og unglinga og notendafræðsla. Menntunar- og hæfniskröfur  Menntun í bókasafns- og upplýsingafræði áskilin.  Starfið krefst frumkvæðis og sjálfstæðra vinnubragða.  Viðkomandi verður að hafa ánægju af mannlegum samskiptum og vera fær um að vinna í hópi. Bókaverðir Verkefni eru t.d. afgreiðsla, frágangur og uppröðun safnefnis og þjónusta við notendur. Menntunar- og hæfniskröfur  Stúdentspróf eða sambærileg menntun.  Starfið krefst frumkvæðis og sjálfstæðra vinnubragða.  Viðkomandi verður að hafa ánægju af mannlegum samskiptum og vera fær um að vinna í hópi. Meirihluti starfsmanna Borgarbókasafns eru konur og eru karlar því sérstaklega hvattir til að sækja um störfin. Vinnutími getur verið sveigjanlegur. Ráðningartími er frá 1. janúar. Nánari upplýsingar veitir Erla Kr. Jónasdóttir safnstjóri aðal- safns, erla@borgarbokasafn.is. Laun og kjör skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og St.Rv. Umsóknir berist Önnu Torfadóttur, borgarbókaverði, Borgarbókasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 101 R. eigi síðar en 8. desember nk. Borgarbókasafn hefur að leiðarljósi að jafna aðgang almennings að upplýsingum, þekkingu og afþreyingu. Meðal markmiða safnsins er að efla íslenska tungu, bókmenntir og menn- ingu, styðja nám og símenntun og leitast safnið við að nýta nýjustu miðla og bestu tækni á hverjum tíma. Markvisst er unnið að símenntun og að því að efla frumkvæði starfsmanna og vill safnið ráða til sín starfsmenn sem eru tilbúnir að leggja sitt af mörkum til að ná fram markmiðum safnsins. Á heimasíðu Borgarbókasafns, www.borgarbokasafn.is eru nánari upplýsingar um starfsemina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.