Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 B 15 ATVINNUHÚSNÆÐI FR Æ ÐSLUMIÐSTÖÐ BÍ LGR EI N A Sveinspróf í bíliðngreinum Umsóknarfrestur vegna þátttöku í sveinspróf- um vorið 2003 í bifreiðasmíði, bifvélavirkjun og bílamálun rennur út þann 5. desember nk. Fyrirvari er gerður um næga þátttöku. Umsóknareyðublöð fást hjá Fræðslumiðstöð bílgreina hf., Gylfaflöt 19, Reykjavík. Jafnframt ber að skila umsóknum ásamt fylgigögnum þangað og greiða tilskilin gjöld í síðasta lagi 5. desember nk. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 586 1050. Sveinspróf í húsasmíði Sveinspróf í húsasmíði verður haldið 23. - 25. janúar 2004 Umsóknafrestur er til 1. desember nk. Ekki er tekið við umsóknum sem berast eftir þann tíma. Með umsókn skal fylgja afrit af burtfararskírteini og námssamningi. Þeir, sem ljúka námi á yfir- standandi önn, þurfa ekki að leggja fram burt- fararskírteini. Prófstaðir verða ákveðnir síðar. Til að próf geti farið fram á tilteknum stað, er miðað við að próftakar séu fimm eða fleiri. Upplýsingar og umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Menntafélagi byggingariðnað- arins, Hallveigarstíg 1, 1. hæð Reykjavík, sími 552 1040 og fax 552 1043. Einnig er hægt að nálgast umsóknaeyðublöð á heimasíðu Menntafélagsins www.mfb.is 135 fm jarðhæð/leiga Til leigu 135 fm jarðhæð við Dugguvog. Tilvalið fyrir heildverslun eða léttan iðnað. Vörumóttökudyr. Upplýsingar í síma 896 9629. Ósfiskur á Höfn Fiskverkunarhús og fisk- vinnsla til sölu Stálklætt 399,6 m² fiskverkunarhús með 2 vinnu- sölum og þjónusturými. Fiskvinnslan Ósfiskur verkar harðfisk og nýjan fisk. Frystir, kælir og fiskvinnslutæki fylgja með. Húsið er fullbúið fyrir útflutningsleyfi. Upplýsingar á Fasteigna- sölunni Hraun sf., sími 478 1991. KENNSLA VINNUVÉLAR Járnsmíðavélar www.idnvelar.is Vegna mikillar sölu á nýjum vélum eigum við úrval af notuðum járnsmíðavélum: Rennibekkur - TOS - 1500 x 450 mm Rennibekkur - OKUMA - CNC með matara Rennibekkur - JAGUAR - CNC - 2 ásar Fræsivél - TOS - 1300 x 350 m. digital Fræsivél - TOS - 1000 x 200 Borvélar/sagir/klippur/loftpressur o.fl. IV ehf. Hvaleyrarbraut 18-20, sími 565 5055. idnvelar@idnvelar.is SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Akurinn kristið samfélag, Núpalind 1, 2.hæð Samkoma í dag kl. 14.00 Nálægið yður Guði, og þá mun hann nálgast yður. Allir hjartanlega velkomnir. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Vörður L. Traustason. Gospelkór Fíladelfíu sér um lofgjörðina. Allir hjartanlega velkomnir. filadelfia@gospel.is www.gospel.is Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. I.O.O.F. 3  18411248  O,ET.1 Í kvöld kl. 19.30 Bænastund. Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma. Umsjón Áslaug Haugland. Mánudag 24. nóvember kl. 15.00 Heimilasamband. Sr. Jakob Hjálmarsson talar Allar konur hjartanlega velkomnar. Morgunguðsþjónusta kl. 11. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Ásdís Blöndal kennir. Samkoma kl. 20.00. Mikil lof- gjörð og fyrirbænir. Sérsöngur. Ágúst Valgarð Ólafsson predik- ar. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ er sýndur á Ómega kl. 13.30. Basar og vöfflukaffi verður laugardaginn 29. nóv. kl. 14-18 og kaffihúsakvöld frá kl. 21 á Bíldshöfða 10, 2. hæð, til styrkt- ar nýju kirkjuhúsi. Komið og styrkið gott málefni. Samkoma kl. 16.30. Kevin White predikar. Þriðjud. Samkoma kl. 20. Miðvikud. Bænastund kl. 20. Fimmtud. Unglingarnir kl. 20. Laugard. Samkoma kl. 20.30. www.krossinn.is Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Fjölskyldusamkoma kl. 11:00, lofgjörð og skipt í deildir, eitt- hvað við allra hæfi. Léttur há- degisverður á fjöldskylduvænu verði á eftir samkomunni. Allir velkomnir. Bænastund kl. 19:30. Almenn samkoma kl. 20:00, Högni Valsson predikar, lofgjörð og fyrirbænir. Allir velkomnir. Sími fyrir bænarefni er 564 2355 eða vegurinn@vegurinn.is. HALLDÓR Jón Garðarsson starfar sem verkefnastjóri mark- aðsdeildar hjá Nýherja hf. en alls starfa fimm starfsmenn innan deild- arinnar. ,,Í starfinu fel- ast m.a. samskipti við auglýsingadeildir fjöl- miðla, prentþjónustur og blaðamenn. Þetta er fyrst og fremst gíf- urlega fjölbreytt starf, enda býður Nýherji upp á mikið úrval vara og lausna og sérfræðiþjón- ustu á sviði upplýs- ingatækni fyrir fyr- irtæki og einstaklinga,“ segir Halldór. „Meðal annars er ég í því að skrifa fréttatilkynningar og greinar í samvinnu við fjölmarga sérfræð- inga fyrirtækisins, setja fréttir inn á vef Nýherja og uppfæra annað efni á vefnum. Einnig tek ég ljósmyndir af starfi og atburðum inn- an fyrirtækisins. Þá tek ég mikinn þátt í auglýs- ingagerð í samvinnu við grafískan hönnuð fyr- irtækisins og markaðs- stjóra þess, sem og við söluráðgjafa Nýherja.“ Ráðstefnur og kynningar Halldór segir að Ný- herji standi fyrir tugum ráðstefna og kynninga á ári hverju þar sem bæði innlendir og erlendir fyrirlesarar, frá stórfyr- irtækjum á borð IBM, SAP, Sony og Cisco, fjalli á faglegan hátt um það sem er að gerast í upp- lýsingatækni hverju sinni. „Mark- aðsdeildin kemur talsvert að und- irbúningi fyrir ráðstefnur og kynningar af þessu tagi, í samstarfi við aðra starfsmenn Nýherja. Þessir viðburðir fara aðallega fram í ráð- stefnusal Nýherja, en þó hefur fyr- irtækið haldið allra stærstu ráð- stefnurnar úti í bæ. Þá er að mörgu að huga í undirbúningnum. Á þessu ári héldum við til dæmis ráðstefnu á Nordica Hotel, og sóttu hana yfir hundrað og sextíu gestir. Þá gefum við út nokkuð af bæklingum og ber helst að nefna fjörutíu síðna bækling sem við gáfum út í september en þar segir frá öllum betri lausnum Ný- herja.“ Mikil samvinna við fólk Halldór segir eitt stærsta einkenni starfsins vera mikil samvinna við fólk, jafnt innan sem utan fyrirtæk- isins. „Þetta starf felur í sér mikil samskipti og gerir miklar kröfur til manns varðandi samvinnu. Það þarf að útbúa mikið af auglýs- ingatengdu efni og markaðsefni fyr- ir lausnasvið Nýherja og er maður oft með mörg mál á sinni könnu. Maður er kannski eina stundina að skrifa fréttatilkynningu, aðra er maður að vinna í auglýsingum. Síðan er maður farinn að skrifa grein um eitthvert efni. Það sem er einkenn- andi fyrir daginn er fjölbreytileik- inn. Stundum koma auðvitað stór verkefni sem taka mjög mikinn tíma og þá sitja önnur mál aðeins á hak- anum, sem maður þarf svo að vinna upp þegar stóru málin klárast.“ Þeir eiginleikar sem Halldór segir að skipti mestu máli eru að geta bæði unnið vel með ólíku fólki og haft sjálfstæð vinnubrögð. Einnig sé mikilvægt að hafa gott vald á tungu- málum og færni í skrifum. „Maður þarf líka að vera skipulagður og geta tekið ákvarðanir þegar svo ber und- ir. Það er oft mikil pressa og maður þarf að gera marga hluti á mjög skömmum tíma. Þolinmæði er líka mikilvæg, maður er að vinna með mörgu og ólíku fólki og það er nátt- úrlega brjálað að gera hjá öllum öðr- um og maður þarf að fá efni frá sínu samstarfsfólki, maður vill náttúrlega að allt gerist í gær,“ segir Halldór og hlær. „Maður verður fyrst og fremst að hafa gaman af því að vinna undir pressu og gera marga hluti en þetta er bæði fjölbreytt og skemmtilegt starf.“ Svipað blaðamennsku Halldór segir markaðsmenntun nýt- ast vel í þessu starfi, en hann er sjálfur með BA-gráðu í stjórn- málafræði og próf í hagnýtri fjöl- miðlun frá HÍ. „Síðan var náttúrlega mjög góður skóli að hafa fengið reynslu við að starfa sem blaðamað- ur, það er mjög líkt starf hvað varð- ar álag og takt. Maður er að vinna með mjög mörgum og oft með mörg verkefni í einu.“ ll HVAÐ GERIR … … verkefnastjóri markaðsdeildar? Í mörgum meðalstórum og stærri fyrirtækjum eru deildir sem halda utan um markaðs- og kynningarmál. Starfsmenn þessara deilda hafa oft afar vítt verksvið og þurfa því að hafa fjöl- breytta kunnáttu og hæfileika auk þess að búa yfir þolinmæði og lipurð í samskiptum. Halldór Jón Garðarsson. LAUNAVÍSITALA í október 2003 er 240,4 stig og hækkaði um 0,2% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5,5%. Samræmd vísitala neysluverðs á Ís- landi hefur hækkað um 1,1% frá október 2002 til október árið 2003, miðað við 1,9% meðalhækkun á Evrópska efna- hagssvæðinu. Mesta verðbólga á Evr- ópska efnahagssvæðinu á þessu tólf mánaða tímabili var 3,3% í Írlandi og Grikklandi. Verðbólgan var minnst 0,9% í Finnlandi og 1,0% í Austurríki. Þetta kemur fram á vef hagstofunnar, www.hagstofa.is. 5,5% hækkun launavísitölu síð- ustu 12 mánuði Í OKTÓBERMÁNUÐI síðastliðnum voru skráðir 93.408 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 4.059 manns hafi að meðaltali verið á atvinnu- leysisskrá í mánuðinum. Þessar tölur jafngilda 2,8% af áætlun Efnahags- skrifstofu fjármálaráðuneytis um mannafla á vinnumarkaði í október 2003. Áætlaður mannafli á vinnumarkaði í október 2003 var 144.328. Þetta kemur fram á vef vinnumálastofnunar; www.vinnumalastofnun.is. Ennfremur kemur þar fram að um tveir þriðju atvinnulausra eru einungis með grunnskólapróf, eða 2.853 manns. 1.618 karlar eru skráðir atvinnulausir, en 1.549 konur. 2,8% atvinnu- leysi í októ- bermánuði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.