Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. NÓVEMBER 2003 B 11 Hugbúnaðar- sérfræðingur Fjármálafyrirtæki í miklum vexti óskar eftir hugbúnaðarsérfræðingi á sviði forritunar fyrir Navision Attain viðskiptahugbúnað. Jafnframt er mikilvægt að viðkomandi hafi víðtæka þekk- ingu á Microsoft hugbúnaði; Windows-server, Exchange-server, SQL-server, Office og tengd verkfæri. Alhliða þekking á netkerfum og net- samskiptum er æskileg. Umsóknir berist til augldeildar Mbl., eða á box@mbl.is, merktar: „IT-Navision“ fyrir 28. nóv. 2003. Í iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti er laust til umsóknar starf lögfræðings á sviði fjármálamarkaðar Starfið mun aðallega felast í þátttöku í stefnumótun um þróun laga á fjármála- markaði, samningu frumvarpa, innleiðingu tilskipana, samskiptum við markaðsaðila, eftirlitsstofnun EFTA og framkvæmdastjórn ESB. Umsækjendur skulu hafa lokið kandidats- prófi í lögfræði. Þekking og reynsla á sviði fjármálamarkaðar og opinberrar stjórn- sýslu er æskileg. Um er að ræða fullt starf í stöðu deildarsérfræðings sem stefnt er að ráða í frá og með 1. janúar næstkom- andi. Laun greiðast samkvæmt kjarasamn- ingi FHSS. Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytis- stjóri. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil sendist iðnaðar- og viðskipta- ráðuneyti, Arnarhvoli, 150 Reykjavík í síð- asta lagi 8. desember. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðn- ingu hefur verið tekin. Yfirlæknir óskast á nýrnadeild á lyflækningasviði I. Um fullt starf er að ræða og veitist það frá 1. mars 2004. Umsækjendur skulu hafa sérfræði- viðurkenningu í nýrnalækningum og almennum lyflækningum. Áhersla er lögð á uppbyggingu og þróun nýrnalækninga við sjúkrahúsið. Yfirlæknir sérgreinar er yfirmaður deildar og ber ábyrgð gagnvart lækningaforstjóra og sviðsstjóra. Stjórnunarreynsla er mikilvægt skilyrði. Honum ber að hlúa að kennslu og vísindavinnu á deildinni. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi reynslu á því sviði. Laun eru skv. kjarasamningi sjúkrahúslækna. Ætlast er til að sá sem starfinu gegnir starfi eingöngu á sjúkrahúsinu sbr. yfirlýsingu LSH vegna kjarasamnings við sjúkrahúslækna, dags. 2. maí 2002. Umsóknum ber að skila á þar til gerðum eyðublöðum er nálgast má á vef Landspítala – háskólasjúkrahúss undir „laus störf “. Umsóknum þurfa að fylgja vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af stjórnunarstörfum, kennslu og vísindavinnu ásamt sérprenti eða ljósriti af greinum sem umsækjandi hefur skrifað eða birt. Umsóknargögn berist, fyrir 15. des. n.k., í tvíriti til skrifstofu lækningaforstjóra Eiríksgötu 5 og veitir hann eða sviðsstjóri lyflækninga- sviðs I, Guðmundur Þorgeirsson, sími 543 1000, netfang gudm@landspitali.is, upplýsingar um starfið. Mat stöðunefnda landlæknis og læknaráðs LSH byggist á innsendum umsóknargögnum. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim. Ræsting Dagdeild aldraðra í Þorraseli, Þorragötu 3, óskar eftir starfsmanni/konu við ræstingu (uppmæling). Vinnutími er 3,5 klst. eftir kl. 16 virka daga. Einungis reglusamur og snyrtilegur einstak- lingur kemur til greina, ekki yngri en 18 ára. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkur- borgar og Eflingar. Nánari upplýsingar veitir Droplaug Guðnadóttir, forstöðumaður, í síma 562 2571, netfang: droplaugg@fel.rvk.is . Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf og starfsmannastefnu Félagsþjónustunnar á vefsíðunni: www.felagsthjonustan.is . Aðalbókari Hveragerðisbær auglýsir laust til umsóknar starf aðalbókara frá og með nk. áramótum. Helstu kröfur til umsækjenda eru:  Mjög góð þekking á bókhaldi.  Mjög góð þekking á Navision Financials upp- lýsingakerfi.  Starfsreynsla. Í boði er krefjandi og skemmtilegt starf hjá vax- andi bæjarfélagi. Nánari upplýsingar veitir skrifstofustjóri í síma 483 4000. Skriflegar umsóknir skulu berast skrifstofu bæj- arins, Hverahlíð 24, 810 Hveragerði fyrir 1.desember nk. merktar: „Aðalbókari“. Hveragerðisbær Au gl .Þ ór hi ld ar 22 00 .1 96 Skólaskrifstofa S E L T J A R N A R N E S B Æ R Íþróttakennarar Mýrarhúsaskóli auglýsir lausa kennarastöðu í íþróttum frá 1. janúar 2004. Aðstaða til kennslu í íþróttum og sundi er mjög góð. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum KÍ við Launanefnd sveitarfélaga. Í Mýrarhúsaskóla er 1.-6. bekkur með um 450 nemendur og þar starfa um 60 manns. Skólastjóri er Regína Höskuldsdóttir, sími 595- 9200, netfang: regina@seltjarnarnes.is. Sjá einnig www.myrarhusaskoli.is. Umsóknir berist til skólastjóra sem veitir allar nánari upplýsingar um stöðuna. Umsóknarfrestur er til 5. desember 2003. Mýrarhúsaskóli Seltjarnarnesi Framkvæmdastjóri fyrir IÐNÚ bókaútgáfu IÐNÚ bókaútgáfa sérhæfir sig í útgáfu efnis fyrir framhaldsskóla, einkum í iðn- og starfs- menntun. IÐNÚ bókaútgáfa er í eigu Iðnmennt- ar ses, samtaka iðnmenntaskóla. Við leitum að einstaklingi með þekkingu á:  Rekstri,  markaðsmálum,  tölvu- og margmiðlunarumhverfi,  útgáfustarfsemi af ýmsum toga. Umsóknir sendist til IÐNÚ bókaútgáfu, Brautar- holti 8, 105 Reykjavík, fyrir 5. desember 2003. Upplýsingar um starfið gefur Baldur Gíslason í síma 895 5877. LAUS STÖRF • Umsjónarkennara Hjallaskóla • Forfallakennara Hjallaskóla • Leikskólakennara Kópasteini • Leikskólakennara Núpi v/Núpalind • Leikskólakennara Fífusölum v/Salaveg • Leikskólakennara Grænatúni v/ Grænatún • Leikskólakennara Dal v/Funalind • Tónmenntakennara Snælandsskóla • Gangav./ræsta Snælandsskóla • Tölvuumsjónarmanns Snælandsskóla • Stuðningsfulltrúa Lindaskóla • Umsjónarkennara Salaskóla • Tónlistarkennara Salaskóla Nánari upplýsingar á: www.kopavogur.is og www.job.is KÓPAVOGSBÆR www.kopavogur.is GCG Global Consulting Group Reynslumiklir sölumenn Getum bætt við okkur nokkrum sölumönnum með góð tengsl innan íslenskra fyrirtækja. Metnaður, áræði, lífsgleði og dugnaður skilyrði. Mjög góð laun, ásamt tryggingu. Svar sendist til: thor@img-global.com, fyrir 28. nóvemberber. www.img-global.com Gerðaskóli Garðbraut 90, 250 Garði, Frá áramótum vantar kennara í 50% stöðu til að kenna nemanda í þriðja bekk. Kunnátta í Tákn með tali er nauðsynleg eða vilji til að tileinka sér þá samskiptaleið. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 422 7020. Grunnskólakennarar Vegna forfalla auglýsir Hvolsskóli á Hvolsvelli eftir kennara til starfa í efri bekkjum skólans frá 1. janúar 2004. Meðal kennslugreina eru stærðfræði, náttúru- fræði og enska. Skriflegar umsóknir sendist til skólastjóra Hvolsskóla, umsóknarfrestur er til 10.12. 2003. Upplýsingar um Hvolsskóla eru á heimasíðu hans http://hvolsskoli.ismennt.is Upplýsingar gefa skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri í síma 487 8408 og heima í síma 487 8384.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.