Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 13
upp á 222 krónur sem er jafnvel meira en kostar að leggja á Skólavörðustígnum. Og hvað fannst þér um hana? Eigum við ekki að segja að Davíð sé betri stjórnmálamaður. En hversu alvarlega vilt þú vera tekinn sjálfur sem rithöfundur; alvarlega, mjög alvarlega eða mjög mjög alvarlega? Mjög mjög mjög alvarlega auðvitað. Ég er búinn að vera rithöfundur í 13 ár. Og það er ekkert grín. Það er heldur ekkert varið í hluti nema það sé fúl alvara á bak við þá. Annað er eins og að horfa á fótboltaleik þar sem ekki er keppt til sigurs. „Point- less“. Hinsvegar er allt annað að vera „alvarlegur höfundur“ sem skrifar fyrir sína fimmtíu alvarlegu lesendur og hræðist fátt meir en að selja bækur. Ég veit ekki hvort mér mun nokkurntíma takast það en maður er víst alltaf að reyna að ná til fjöldans, ekki síst með þessari poppuðu bók. Ég vil alveg endilega vera „mainstream“. Ekki „mainstream“ eins og McDonalds heldur „mainstream“ eins og Michelangelo. Þú átt auðvitað á hættu að öllum líki ekki við Guð einsog þú hefur skapað hann, í þinni mynd í Herra Alheimi. Áttu von á lesendabréfum, jafnvel áður en fólk les bókina, kannski lætur Gunnar í Krossinum biðja fyrir þér á samkomum strax næsta sunnudag? Ég er alveg til í að bera þann kross sem Gunnar er. Ég veit ekkert hvernig þessu verður tekið, það er viðbúið að fólk segi eitthvað. En ég held nú að þetta sé „góð“ bók í grunninn. Hún er góð í sér, þrátt fyrir allt. Ég held ég sé ekki að móðga neinn með þessari bók nema þá í mesta lagi gyðinga, múslíma, kaþólikka og aðra kristna menn. Herra Alheimur tekur líka á slæmu hlutunum sem fylgja guðstrúnni, allri þessari dellu sem við höfum þurft að burðast með hálfa mannkynssöguna. Það gerðist eitthvað fyrir fimmtán þús- und árum fyrir botni Miðjarðarhafs og við erum enn föst í þeim vef sem menn hófu að spinna þá. Til að koma mér í gírinn fyrir þessa bók las ég Gamla testamentið og satt að segja var sorglegt að uppgötva hversu mikið áróðursrit það er. Þetta er í raun ekki annað en prívatsaga Ísraelsmanna, um þrautir þeirra og landnám með öllum þeim yf- irgangi og því ofbeldi sem fylgdi. Kem- ur þetta okkur eitthvað við? Þetta er eins og ef öll Vesturlönd færu allt í einu að nota Landnámu til grundvallar trúarlífi sínu. Það sorglegasta er þó að enn sé verið að drepa í nafni þessarar gömlu bókar. Síðar í dag munu nokkrir deyja vegna orða sem rituð voru fyrir fimmtán þúsund árum. Ömurlegt en satt. Hugmyndin um hina útvöldu þjóð er í besta falli ótrúlegt rugl og í versta falli botnlaus frekja. E r ekki mikil eftirspurn eftir því að leika Guð á Íslandi nú um stundir, tildæmis í íslensku viðskiptalífi? Það vilja allir drottna, verða ríkastir eðavaldamestir, skapa mikil verðmæti og himnaríki fyrir sjálfa sig? Ég ætla ekki að fara að bölsótast út í þetta nýja fjármagnsþjóðfélag. Það leysir af hólmi þjóðfélag sem var leiðinlegt og staðnað; þar sem aðeins var til eitt skipafélag, eitt flugfélag, eitt olíufélag, eitt tryggingafélag, eitt stéttarfélag, einn stjórnmála- flokkur (og einn mafíuflokkur til hliðar), einn rithöfundur, einn sannleikur og – með fullri virðingu – eitt dagblað. Við höfum eignast nýja eigendur. Og á meðan þeir eru ekki orðnir afætur á þjóðarlíkamanum eins og þeir gömlu verðum við bara njóta þess að leyfa þeim að eiga okkur. Ég segi nú bara: Allt er betra en Kolkrabb- inn. Það er grátlegt að heyra gamla vinstrimenn syrgja Vesturbæjaríhaldið. Sér- staklega þegar í ljós kemur að allt þetta fína fólk var bara alls ekki svo fínt. Ísland þjáðist af kolkrabbameini í marga áratugi en er nú loks komið í langþráða kímó- þerapíu. Það er þó sannarlega dapurlegt að uppgötva að þessi gömlu virðulegu fyr- irtæki sem áttu okkur voru í raun lítið annað en glæpafyrirtæki. Þetta Eimskipa- félagsástand sem varð til árið 1914 er að syngja sitt síðasta. Þetta byrjaði allt þegar múrinn féll. Þá beindist athyglin að vinstri mönnum. Þeir þurftu að gera hreint fyrir sínum dyrum, sem þeir gerðu reyndar aldrei og sitja nú hver í sínu samfélagshorni, afskiptir og áhrifalausir, haldandi dauðahaldi í „sinn“ Laxness. En nú kemur sem- sagt í ljós að Sovétið var víðar, það ríkti einnig á hægri vængnum. Fyrir okkur Ís- lendinga var tuttugasta öldin 100 ára löng lygi, jafnt vinstra og hægra megin. Kommúnisminn var kötturinn í sekknum og hérlendur kapítalismi bara „show“; þar sem þeir þægustu komust af en ekki þeir hæfustu. Frelsi einstaklingsins sem Sjálfstæðisflokkurinn boðaði var ekki fyrir Pétur og Pál, heldur aðeins Gunnar og Geir. Meira að segja Björn Bjarnason hefur sagt að olíufélögin hafi verið rekin sam- kvæmt sovéskri fyrirmynd. Nú er semsagt annar múr að hrynja. Davíð & co tókst að hrinda nýju þjóðfélagi af stað en óraði sjálfsagt ekki fyrir af- leiðingunum. Ný öld hefur tekið völdin og enginn ræður lengur neitt við neitt. Bláa höndin er orðin Bláa öndin sem situr bara og bíður eftir því að Framsókn friði hana næsta haust. Þá verða skotleyfin tekin af okkur öllum. En þangað til situr hún bara og bíður og kvakar í sjónvarpinu annað slagið, hvæsir í mesta lagi þegar öryrkjarnir reyna að gefa henni brauð. Og hvar ert þú í pólitík nú um stundir Hallgrímur? Vinstri menn virtust hafa eignað sér þig, þangað til Hannes Hólmsteinn og hægri menn slógu eign sinni á þig eftir Höfund Íslands. Ætli ég sé ekki mitt á milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Ég tipla um á girð- ingunni þar á milli. Það getur hinsvegar verið ansi snúið að stunda línudans á gaddavír. Ég kaus Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórnarkosningunum til að reyna að losna við Sollu en Samfylkinguna í Alþingiskosningunum til að reyna að losna við Davíð. Ég er greinilega ekki mjög góður kjósandi. Það fer að verða tímabært að losna við þessa kalda-stríðs-kynslóð úr stjórnmálunum og hleypa víðsýnna fólki að, fólki sem er laust við fordóma gagnvart viðskiptum annarsvegar og umhverfis- vernd hinsvegar. Og það er svo sann- arlega tími til kominn að gefa Fram- sókn frí áður en henni tekst að drepa alla bændur úr hungri. Framundan eru tækifæri fyrir ungu kynslóðina. Ég skora á „ungu þingmennina“ að gera nú eitthvað aðeins meira en tala um það hvað þeir séu ungir og hvað þeir séu frjálslegir í skótauinu. Og ef þeir ná ekki að lækka verð á léttvíni strax á þessu þingi þá eru þeir algjörir aum- ingjar. Þú ert sjálfur voðalega venjulegur maður Hallgrímur, hefur ekki farið í áfengismeðferð, eða gert óskaplega vonda hluti sem miklar sögur fara af. Nei nei, maður er ósköp tíðindalaus. En það er nú einu sinni þannig að þeir sem lifa óvenjulegu lífi skrifa venjulegar bækur og þeir sem lifa venjulegu lífi skrifa óvenjulegar bækur. Brjáluðustu bóhemin yrkja saklaus ljóð á meðan Guðbergur setur kartöflurnar alltaf yfir korter í sjö. Ég er ekki alveg búinn að ná slíkri staðfestu en ég stefni ótrauður að því. Rútínan er móðir sköpunarinnar. Þér hefur ekki fundist duga neitt minna en Hollywood stórmynd eftir Höfund Íslands? Þessi vídeóveruleiki stendur okkur líka eftilvill nær en bækur, við erum búin til úr bíómyndum að meira eða minna leyti og vitnum oftar í þær en Biblíuna sjálfa? Höfundur Íslands var þungt og dramatískt verk. Á meðan ég var að skrifa hana lagði ég drögin að Hr. Alheimi og hlakkaði alltaf mikið til þess að komast í að skrifa þá sögu sem er svo gjörólík hinni; meiri húmor og leikur. Ég er reyndar voða ánægð- ur með þetta nýja form sem mér finnst ég hafa uppgötvað með þessari nýju bók. Þetta er hvorki skáldsaga né kvikmyndahandrit heldur eitthvað mitt á milli, „kvik- saga“ kannski. Þetta byrjaði allt með því að ég var einhverntíma spurður að því úti í Þýskalandi, þegar ég var að kynna 101, hvort ég skrifaði næstu bók með það í huga að hún yrði kannski kvikmynduð. Ég svaraði með þeim brandara að já, núna skrif- aði ég alltaf nafn þess leikara sem ég vildi sjá leika persónuna í sviga aftan við nafn hennar. Svo fór ég smám saman að taka þennan brandara alvarlega. Það getur nefnilega borgað sig að taka brandara alvarlega. Við búum í vídeóheimi. Nánast all- ir Íslendingar hafa séð fleiri bíómyndir en bækurnar eru sem þeir hafa lesið. Myndabandaleigurnar eru hin nýju bókasöfn. Sem er auðvitað sorglegt því aðeins tvöhundruðasta hver bíómynd er þess virði að horfa á. En þá stendur upp á okkur höfundana að bregðast við þessum nýja veruleika. Mér finnst ég vera að reyna það með Herra Alheimi. The End Við sjáum svipmyndir af mannkyni 607 þar sem það snýr aftur til plánetu sinnar. Yfir þessum myndum taka titlar að streyma upp tjaldið og lokalagið hljómar: Boogie Wonderland, með Earth, Wind & Fire, nú í sinni upprunalegu útgáfu. 23.11.2003 | 13 101 ALHEIMUR JÁ. ALLAR PERSÓNUR BÓKARINNAR ERU FRAM- LIÐNAR, FYRIR UTAN GUÐ NÁTTÚRLEGA, SEM SUMIR VILJA ÞÓ TELJA TIL ÞESS HÓPS. ÉG VIRÐ- IST VERA Í EINHVERSKONAR EFTIRLÍFSFASA ÞESSI ÁRIN; HEF BARA SKRIFAÐ UM LÁTIÐ FÓLK AÐ UNDANFÖRNU. FYRST KOM LEIKRITIÐ SKÁLDA- NÓTT, SÍÐAN HÖFUNDUR ÍSLANDS OG NÚ ÞETTA. ÖLL ÞESSI VERK GERAST MEIRA OG MINNA FYRIR HANDAN. EN NÆSTA BÓK MUN ÖRUGG- LEGA GERAST HÉR OG NÚ. ÞETTA ER VISSULEGA POPPUÐ HUGMYND, POPPUÐ BÓK. HELSTA TOG- STREITAN Í ÞESSU VERKI VAR AÐ FINNA RÉTTA JAFNVÆGIÐ. SAGAN ER SKRIFUÐ EINS OG HÚN VÆRI HOLLYWOOD-STÓRMYND ÞAR SEM KLISJAN GENGUR ÚT Á ÞAÐ AÐ EINN MAÐUR REYNIR AÐ BJARGA PLÁNETUNNI FRÁ ALEYÐINGU. EN UM LEIÐ OG MAÐUR GANTAST MEÐ HOLLYWOOD BLUNDAR AUÐVITAÐ Í ÞVÍ VISS AÐDÁUN LÍKA. ÉG NOTA ÞESSAR STJÖRNUR TIL AÐ SKRIFA UM STJÖRNURNAR. EINVÍÐ ÍRÓNÍA ER ALLTAF LEIÐINLEG, RÉTT EINS OG EINHLIÐA PÓLITÍSKUR ÁRÓÐUR. OG GRÍNINU VERÐUR AÐ FYLGJA AL- VARA. LISTAVERK EIGA HELST AÐ VERA Á MÖRG- UM PLÖNUM OG GETA VÍSAÐ Í MARGAR ÁTTIR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.