Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 40
40 | 23.11.2003
illskiljanleg viðbót. Lambið hafði stökkan hjúp en náði enn að vera bleikt innst í
miðjunni. Helsti kosturinn var hins vegar að það var borið fram á diski. Það átti
nefnilega ekki við um nautamedalíur. Þær komu á samskonar ílöngu fati og rækjurn-
ar og hörpufiskurinn. Þótt þar hafi dæmið sloppið fyrir horn gekk þetta engan veg-
inn upp með kjötið. Það má segja að þessi framsetning hafi nánast eyðilagt annars
ágætan rétt þar sem engin leið var að
snæða kjötið við þessar aðstæður.
Kjötinu hafði verið komið fyrir í hlið-
arhólfunum báðum, vinstra megin
smurðu með sinnepi og steikt grænmeti,
jöklasalat og púrrulaukur m.m., og
hægra megin með grænmetisblöndu í
einskonar ratatouille-stíl. Í miðjunni skál
með mjög góðri kaldri grænpiparsósu
og bakaðri kartöflu. Allt í fína lagi með
sjálfan matinn, fín hráefni og ágætis mat-
reiðsla, en því miður var það hálfgerð
gestaþraut að borða hann. Í fyrsta lagi
eru hnífarnir bitlausir. Þá höfðu kjötbit-
arnir mjög svipað ummál og hólfið sem
þeim hafði verið komið fyrir í. Og þegar
gaffli var stungið í kjötið og hnífi beitt
þrýsti það á grænmetið undir í hólfinu
með þeim afleiðingum að það byrjaði að
leka upp úr hólfinu. Hvernig sem reynt var fannst
engin leið til að borða þennan rétt með góðu móti.
Kjúklingabringa var sem betur fer á hefðbundnum
diski og var hún sögð vera „tex-mex“. Núðlurnar
voru hins vegar austurlenskar og sæt chili-sósan
sömuleiðis. Það hefði mátt nota minna af henni, rétt-
urinn varð svolítið væminn. Með þessu voru nokkur
stór blöð af eikarlaufssalati með basilolíu. Salatið var í
sjálfu sér ágætt en basilolían átti alls engan veginn við
blessaðar núðlurnar.
Maturinn er alls ekki alvondur á Enricos. Líkt og
áður sagði eru hráefnin góð og eldamennskan á köfl-
um ágæt. Það skortir hins vegar fókus, það er ekki
sniðugt að hafa matinn jafnósamstæðan og innrétt-
ingarnar. Þá er maturinn allt of dýr miðað við það
sem í boði er.
Þjónusta var lipur og afskaplega vinaleg, hins vegar hefði verið ágætt að fá ný
hnífapör milli rétta. Allur borðbúnaður er einfaldur, hnífapör ódýr og vínglös þykk,
þung og óskemmtileg.
F yrir skömmu opnaði veitingastaðurinn Enrico’s á Laugavegi í húsnæði þarsem skemmtistaðurinn Kaupfélagið var áður til húsa. Þrátt fyrir nafnið er Enrico’s ekki ítalskur veitingastaður, raunar er mjög
erfitt að staðsetja hann yfirhöfuð. Hann er hvorki fugl né fiskur. Sem virðist raunar
vera meðvitað. Innréttingar Enricos eru þannig hrærigrautur af stílum og tímabilum,
ljósakrónur í stíl sjöunda áratugarins í
bland við kristalkrónur, mjúkir stólar og
sófar í bland við harða og stílhreina
stóla. Það sama má segja um litasamsetn-
ingar. Þarna er teflt djarft og verður hver
og einn að gera upp við sig hvernig til
tekst.
Matseðillinn að mörgu leyti í sama
dúr. Hann er ekki settur upp líkt og
hefðbundinn matseðill heldur er hann
kaflaskiptur eftir einhvers konar þemum
og virðist ekki ætlunin að matargestir
velji sér forrétt og eftirrétt. Að minnsta
kosti tókst mér ekki að finna forréttina.
Þarna er snakkþema, „rómantík og
skelja“-þema, „konfekt sælkerans“-
þema og klassískt þema.
Við byrjuðum á nachos með tveimur
sósum og var það ósköp hefðbundið.
Flögur með sósunum í tveimur litlum glerskálum,
annars vegar cheddarostasósa og hins vegar salsa.
Þá var einnig valinn sem foréttur blanda af grillaðri
risahörpuskel og tígrisrækjum. Þessi réttur var borinn
fram á einhvers konar ílöngu fati með úrfellingum
fyrir matinn. Tveimur minni hólfum til hliðanna, þar
sem rækjurnar voru, og stærra hólfi í miðjunni, þar
sem hörpufiskurinn beið neytandans.
Jafnt hörpufiskur sem rækjur voru fyrsta flokks og
alveg mátulega grilluð. Það var hins vegar lítið annað í
þessum rétti. Kletta- og blaðsalat ásamt paprikuræmu
undir fisknum bætti litlu við og virtist fyrst og fremst
vera til skrauts. Tvær lime-sneiðar komu að ágætu
gagni. Manni fannst þetta vera nokkuð rýrt fyrir
3.300 krónur. Þá hefði að ósekju mátt hafa með blaut-
þurrku eða litla skál til að skola puttana. Rækjan var
enn í skelinni og því nauðsynlegt að grípa til guðsgafflanna til að komast að henni.
Lambasneiðar voru ágætar með mildri piparrótarsósu og blönduðu steiktu græn-
meti, ekki síst sveppum, og bakaðri kartöflu. Prosciutto-skinka með var hins vegar
GESTAÞRAUTIR OG ÓSAMRÆMI
Þrátt fyrir nafnið er Enrico’s ekki ítalskur veitingastaður, raunar er erfitt að staðsetja hann
VÍN Vestur-Ástralía hefurfallið í skuggann af öðr-
um framleiðslusvæðum landsins. Sem
er synd því vín þaðan eru yfirleitt
jafnari að gæðum en vín frá t.d. Suð-
ur-Ástralíu. Framleiðandinn Palandri
er með þeim stærri á svæðinu og
nokkur vín frá honum eru nú fáanleg
hér.
Palandri Chardonnay 2001 hefur
þægilega og ljúfa angan þar sem sætir
hitabeltisávexir og sítrus eru í ríkjandi í bland við
mentol. Vínið er hófstilltara en margir samlandar
þess jafnt þegar kemur að
ávexti sem eik. Svona eiga Ástr-
alar að vera, engin yfirkeyrsla
heldur byggt á mesta styrk
þeirra, dýpt og hita í ávexti í
bland við góða víngerð. 1.990
krónur. 17/20
Palandri Cabernet Merlot er
sömuleiðis langt í frá að vera
dæmigerður „Ástrali. Sætur
kóngabrjóstsykur og kirsuberja-
ávöxtur, mild vanilla. Vel uppbyggt með einföldum
en þykkum ávexti, mjúkum en stífum tannínum,
gott jafnvægi, milliþungt. 1.990 krónur. 16/20
Frá Rioja koma vínin Baron de Ley. Baron de
Ley Reserva 1998 angar áberandi af dökku súkku-
laði, það er farið að þroskast í nefinu, þar má
greina blóðugt kjöt og krydd. Í munni er vínið
mjúkt og þokkafullt með mikilli fyllingu. Glæsilegt
í alla staði og mjög góð kaup. 1.490 krónur. 18/20
Finca de Monasterio 2000 er einnar ekru vín frá
sama framleiðanda. Ungt, nokkuð lokað í nefi í
fyrstu en opnar sig eftir að hafa verið í glasi um
stund. Eik og dökkur berjaávöxtur koma þá í ljós. Í
munni kröftugt, þykkur ágengur ávöxtur, tannískt
og vel uppbyggt. 2.190 krónur. 18/20.
MATUR OG VÍN | STEINGRÍMUR SIGURGEIRSSON
ENRICO’S ★
Enrico’s, bistro og vínbar. Laugavegi 3. Sími: 5520077.
ANDRÚMSLOFT: Meðvitað sambland stíla og tímabila.
Ágætlega hlýlegt.
MÆLT MEÐ: Nautamedalíurnar eru ágætar og það er spenn-
andi þraut að snæða þær.
VÍNLISTI: Mætti taka meira mið af matnum. Fremur fátæk-
legur fyrir „vínbar“. Verð hins vegar í þokkalegu lagi.
EINKUNN: Viðunandi Góður Mjög góður
Frábær Afburða veitingastaður
Einkunnagjöf byggist á mati á þjónustu, húsnæði, vínlista og
mat, að teknu tilliti til verðlags.