Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 4
Sver það, leið svona eins og Starkaði í einræðunum eftir Einar Ben. eftir næstsíðustu helgi sem auðvitað endaði í miklu djammi á Hótel Íslandi, þar sem við félagarnir dönsuðum villt fram á rauðanótt. Rákumst ekki einu sinni á vini okkar, Norðmennina. Þegar svo farið var að plana síðustu helgi, var ákveðið að vera kúltúrfluga. Þá kom auðvitað í ljós hverjir eru vinir manns. Félagarnir voru í öðrum hugleiðingum. Og hver kemur manni þá til bjargar? Auðvitað mamma. Mamma fær boðsmiða á allt. Hún er bara þannig fí- gúra – og við byrjuðum á því að fara á hönnunarsýningu í Perlunni á föstudaginn. Dauðsá eftir því. Við vorum með þeim fyrstu inn og síð- ustu út. Hélt, svei mér þá, að mamma ætlaði að skúra. En hún þurfti ekki bara að skoða allt, heldur leggja allt á minnið og þarna voru ótal gullsmiðir (skartgripir eru henn- ar veikleiki) með bása og fullt af snyrtistofum sem voru meira en lítið til í að slípa og nudda af henni app- elsínuhúð og keppi, líma drasl á tennurnar á henni og ég sá fyrir mér að hún yrði jólafrík fjölskyldunnar í ár. Hún drakk dálítið mikið af freyðivíni sem boðið var upp á – og var hreinlega orðin til í allt. Eina leiðin til að draga hana út var að minna hana á að hún ætlaði á opnun á súmmarasýningunni í Listasafni Íslands. Þar áttu allir að vera, eins og hún orðaði það, en svo var þar eiginlega enginn. Allir voru víst í Laugardalshöllinni að hlusta á Todmobile og Sinfó. Að minnsta kosti var enginn undir fertugu í Listasafni Íslands. Hvernig er það, þarf fólk að vera orðið miðaldra til að komast á boðslista hjá svona söfnum og galleríum? Hef oft velt þessu fyrir mér þegar mamma hefur verið að draga mig á svona uppákomur. Einu andlitin sem maður þekkti þarna voru myndlist- arkonurnar Erla Þórarins og Rúrí og svo voru þarna Eggert feldskeri, Helgi Þorgils og Leifur Breiðfjörð – og kona sem var með svo svakalegan hatt að maður hélt að hann væri hluti af sýningunni. En nei, mamma sagði að þetta væri verslunarkonan Edda í Flex. Þessi sikk-sakk hattur súmmer- aði bara upp hennar persónulega stíl. Mamma fékk sér meira freyðivín, talaði við alla (frekar hátt) og ætlar bara að fara aftur, seinna, til að skoða sýninguna – sem er alveg þess virði. Á laugardeginum voru tónleikar með Kiri Te Kanawa sem búið er að fjalla það rækilega um að engu er við það bætandi. Svona tónleikar eru lífs- reynsla og maður stendur frammi fyrir því að verða óperufrík eins og mamma, þótt einhver bið verði á því að viðurkennt verði fyrir henni að hún hafi haft einhver jákvæð áhrif í uppeldi. Enda var hún komin með svo mikla kúltúrslagsíðu að hún heimtaði að fara á Næsta bar til að rétta sig af. Sagði að þangað kæmi hennar kynslóð af listamönnum. Döh… Einu andlitin sem maður þekkti voru Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri og stórstjarnan Hilmir Snær. Leist ekkert á blikuna og skildi mömmu þar eft- ir. Svo kom þriðjudagur og þá var kynning á nýju bókinni hennar Lindu P. í Iðnó. Það má nú segja að þar hafi verið saman kominn mikill herskari af liði sem er heimsfrægt á Íslandi. Þarna voru Sævar bróðir Lindu, sem er alveg eins og hún nema með skegg, María Guðmundsdóttir fyrirsæta og ljósmyndari, Gísli Gíslason lögfræðingur, Karítas Gunnarsdóttir úr menntamálaráðuneytinu, Matti sem var nuddari í Baðhúsinu, Sirrý á Skjá einum, sjálfur áróðursmeistari lambakjötsins, Baldvin Jónsson, Vala Matt og Sverrir Stormsker. Þau tvö eru alls staðar. Bjóða þau sér sjálf? En þarna var dagskrá. Aðeins of mikið af ræðum sem voru aðeins of langar og svo söng. Bergþór Pálsson og það gladdi nú mannskapinn. Mikið hrikalega er þessi Linda fögur – en hún ætti að reka stílistann sinn. Ekkert sem hún var í klæddi hana eða passaði saman. FLUGAN Linda P. Ása Gunnlaugsdóttir og Guðbjörg Kr. Ingvarsdóttir í Perlunni. Jóhanna Svala Rafnsdóttir, Hildur Hermóðsdóttir, Anna Guðmunds- dóttir, Rósa Helgadóttir, Kristín Birgisdóttir, Þorbjörg Valdimars- dóttir og Sunneva Vigfúsdóttir í Verksmiðjunni á Skólavörðustíg. M or gu nb la ði ð/ E gg er t Sveinn Hannesson, Valgerður Sverrisdóttir og Kristrún Heimisdóttir í Perlunni. Prúðbúnir tónleikagestir á Kiri Te Kanawa í Háskólabíói. Á myndinni má meðal annarra þekkja Jónínu Ben, Jón Gerald Sullenberger og Jóhönnu Vilhjálmsdóttur. Heiðar, Össur og Anne Kristine Hlín Agnarsdóttir les upp í Verksmiðjunni. Minn hlátur er sorg. Við skrum og við skál í skotsilfri bruðla ég hjarta míns auði. María Guðmundsdóttir, Vigdís Grímsdóttir og Sigríður Harðardóttir í Iðnó. Ágústa Jóhannsdóttir, Ingibjörg Sólrún og Hjör- leifur Sveinbjörnsson á tónleikunum. „Kona sem var með svo svakalegan hatt að maður hélt að hann væri hluti af sýningunni“ Kúltúrsukk HÉR OG ÞAR Tónleika Kiri Te Kanawa í Háskólabíói bar hæst í menningarlífinu um síðustu helgi. En það var ýmislegt annað að gerast. Meðal annars endaði Tískuvikan í Perlunni með sýn- ingu sem dró að fjölda fólks og konurnar í Verksmiðjunni við Skólavörðustíg fögnuðu nýjum hönnuði. Þá var fjölmenn veisla haldin í Iðnó í tilefni útgáfu bók- ar Lindu P. síðastliðin þriðjudag. L jó sm yn di r: E gg er t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.