Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 36
36 | 23.11.2003 FERÐALÖG | GUÐBJÖRG R. GUÐMUNDSDÓTTIR Í SUMAR héldu Magnús Valur Pálsson, Jóna Guðrún Jónsdóttir og börninþeirra, Una María og Jón Páll, á vit ævintýranna í heim Astrid Lindgren íSmálöndum í Svíþjóð. „Það kom okkur skemmtilega á óvart hve vel og fagmannlega er að öllu staðið í garðinum, án þess að verið sé að plaga gesti með auglýsingum og sölumennsku. Þeim hefur tekist að leysa þetta mjög skemmtilega, ganga fyrst og fremst út frá þörfum barnanna og það hittir í mark. Aðkoman að garðinum er til fyrirmynd- ar og auðvelt að rata um svæðið. Við feng- um okkur hressingu á veitingastað við innganginn og rýndum í kort af svæðinu til að átta okkur áður en við lögðum af stað í leiðangur um þennan ævintýra- heim.“ Magnús segir að fjölskyldan hafi byrjað á að skoða smáhúsabæinn þar sem allt er miðað við stærð smáfólksins. „Börnin þutu milli húsa og þeim fannst þetta svo sniðugt að þau vissu ekkert hvernig þau áttu að láta. Þetta er ótrúlega spennandi og skemmtilegt og inni i húsunum er alltaf eitthvað sem kemur á óvart. Næst lá leið í Kattholt og þar var mikið uppistand því Emil var búinn að festa höfuðið í súpuskál og ekki viðlit að losa hana. Í Matthíasarskógi rís heljarmikill kastali þar sem hægt er að príla og skoða og Ronja ræningjadóttir, Birkir Borkason og fleiri létu sig ekki vanta þar. Það var gam- an að sjá sjá söguna um Ronju lifna í þessu náttúrulega umhverfi. Frá Sjónarhóli barst skarkali og læti, enda ekki við öðru að búast þar sem pabbi hennar Línu var í heimsókn ásamt fleirum. Lína Langsokkur hefur að öðrum ólöst- uðum greinilega mest aðdráttarafl gesta í garðinum. „Allir vilja tala við Línu og hún tekur öllum vel og með bros á vör, enda eru allir velkomnir til hennar, bæði vinir og óvinir.“ Magnús segir merkilegt að hugsa til þess að uppeldissamtök og foreldrar í Sví- þjóð höfðu horn í síðu Línu þegar hún kom fram á sjónarsviðið á sínum tíma þar sem hún þótti ekki nægilega góð fyrirmynd, búandi án foreldra í stóru húsi með apa og hesti. Uppátæki hennar þóttu heldur ekki beinlínis til fyrirmyndar. Senni- lega hefur þó engin persóna barnabókmenntanna haft jafn mikil áhrif á börn og Lína sem kennir börnunum að ef þau hafi trú á sjálfum sér séu þeim allir vegir færir. Fjölskyldan eyddi einum degi í garðinum en hefði með léttum leik getað verið þar ann- an dag í viðbót. 50 atvinnuleikarar halda uppi fjöri Um fimmtíu atvinnuleikarar sjá um að túlka hin- ar ýmsu sögupersónur Astrid og setja reglu- lega á svið atriði úr hinum fjölmörgu sögum hennar og ferst það vel úr hendi. „Upphaf garðsins má rekja aftur til ársins 1981 þegar Tommy Isacsson og fleiri byggðu eftirlíkingu af bænum Kattholti í útjaðri Vimmerby, fyrst og fremst til skemmtunar fyrir börn sín og vini þeirra. Þetta vatt upp á sig, næst var Sjónarhóll byggður, þá Matt- híasarborg og svo fór að stórt landsvæði var lagt undir þessa ævintýraveröld.“ Aðstandendur garðsins hafa reynt að líkja eftir híbýlum sögupersónanna með sem ná- kvæmustum hætti og náttúran fær að njóta sín á þessu stóra landsvæði. Magnús nefnir að lokum að væntanlega verði enginn aðdáandi þessa víðlesnasta barnabókahöfundar heims svikinn af heim- sókn í garðinn. Búið er að koma upp veglegu sögusafni um lífshlaup Astrid Lindgren og það borgar sig að taka sér tíma til að skoða það og æsku- heimili hennar í Vimmerby er opið gestum. Þá er gistiaðstaða við svæðið í sérstökum smáhýsum og vel búið tjaldsvæði er einnig í næsta nágrenni. Heimur Astrid Lindgren, 598 85 Vimmerby, Svíþjóð Sími: 0046 492-79 800 | info@alv.se | Heimur Astrid Lindgren er opinn frá 15. maí til 1. september en safnið um Astrid Lindgren er opið allan ársins hring. Fjölskyldupassi í garðinn kostar yfir hásumarið um 9.000 krónur en í byrjun sumars um 6.500 krónur. Hægt er að bóka gistingu í smáhýsum með tölvupósti á netfangi bokning@alv.se Vefslóðin er. www.alv.se. EMIL ENN FASTUR Í SÚPUSKÁLINNI Persónur Astrid Lindgren allar ljóslifandi á einum stað; Ronja ræningjadóttir, Lína Langsokkur og börnin í Ólátagarði Það er um 400 kílómetra leið frá Kaupmanna- höfn að Vim- merby og um 290 kílómetrar frá Stokkhólmi. L jó sm yn di r: M ag nú s V al ur Lína Langsokkur vakti óskipta athygli og börnin kepptust um að fá að sitja hjá henni. Una María og Jón Páll brugðu sér á bak hesti Línu. HÓTEL Í BARCELONA Í sumar var hótelið Neri opn- að í gotneska hverfinu ná- lægt Römblunni í Barce- lona. Hótelið er í ævafornu húsi sem hefur allt verið tekið í gegn. Alls eru 22 gistiherbergi í húsinu og hvert þeirra hefur sitt þema. Öll herbergin eru með viðargólfi, skemmtilegri lýsingu og mikil vinna var lögð í hönnunina. Herbergin eru misstór og íburður meiri eftir því sem þau eru stærri. Gestir geta horft á kapalsjónvarp og hafa aðgang að DVD tækjum, ADSL tenging er í herbergjum og sjálfvirk loftkæling. Neri hótel San Sever 5, Barcelona, 08002 NÝTT GLÆPAÞEMA Á VEITINGAHÚSI Á veitingahús- inu Abendmahl í Berlín er mikið um að vera á miðvikudögum í vetur en þá er boðið upp á glæpaseðil. Þegar matseðill vetrarins var settur saman hafði eigandinn Alfred Hitchcock í huga og réttirnir heita eftir verkum hans eins og t.d. Hvað varð um Simone de Beauvoir? Á meðan fólk borðar rétti af glæpaseðli kryfur bókmennta- fræðingur verk Alfred Hitchcock. Abendmahl, Muskauer str. 9 10997, Berlín, Þýskalandi | Sími: 0044 30-6125170 | abendmahl @abendmahl-berlin.de | www.abendmahl- berlin.de/ LONDON Curzon Restaurant and Bar er nafnið á nýjum ítölskum veitingastað sem var opnaður í Mayfair-hverfinu í London fyrir skömmu. Hann er á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni er bar þar sem léttir réttir eru á boðstólum en á efri hæðinni er lif- andi tónlist og ekta ítalskur matseðill. Matreiðslu- meistarinn Beny Valini hefur getið sér orð bæði í Pisa og New York fyrir matargerð sína. Curzon Restaurant and Bar, 37a Curzon Street, Mayfair, W1 London.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.