Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 27
Á hundasýningum líður sumum hundaeigendum eins og á aðfangadagskvöldi; það er hátíðarbragur yfir deginum. Þeir kyssast og óska hver öðrum gleðilegs sýningardags. Þeir forföllnustu sleppa jafnvel skírnum og jarðarförum. Ferðalög eru skipulögð út frá hundasýningum. Það fer enginn til útlanda fyrstu helgina í mars, fyrstu helgina í október og síðustu helgina í júní. En aftur á móti fara þeir til útlanda á aðvent- unni, því þá er stór hundasýning í Stokkhólmi. Golli ljósmyndari kynnti sér hundalíf á sýningu Hundaræktarfélags Íslands. Gífurleg vinna felst í feldhirðu Yorkshire terrier-hunda. Hárin eru olíuborin á hverjum degi og rúllað upp í sýrufrían pappír. Á tyllidögum eru þeir alltaf með rauða slaufu. L jó sm yn di r: G ol li HUNDAR SEM GELTA EKKI – EN JÓÐLA 23.11.2003 | 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.