Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 30
30 | 23.11.2003 lét bara vaða. Fór að spyrja hann, dembdi á hann spurningum sem byssukúlur væru. Og hann brást við hinn blíðasti. Svaraði ekki í sömu mynt eins og Harry Callaghan hefði gert. Heldur bara svaraði, kurteisislega og af stóískri kænsku þess er reynsluna hefur og vitið. Umræðuefnið var nýjasta myndin hans Mystic River. Hún hafði fengið inni í að- alkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í Frakklandi og var því heimsfrumsýnd þar. Þetta var í maí, fyrr á þessu ári. Myndin vann ekki í Cannes. En síðan þá hefur hún hlotið betri viðtökur gagnrýnenda, þar sem hún hefur verið tekin til sýningar, en flestar aðrar myndir á þessu ári. Rætt um bestu mynd þessa leikstjóra, leikara og tónlistarmann, frá meistaraverki hans, vestranum The Unforgiven, sem færði hon- um Óskarinn 1993 – eina sem honum hefur hlotnast að undanskildum heiðursóskar sem hann fékk 1995. Og nú þegar Óskarsumræðan er í þann mund að hefjast hefur enga mynd borið eins oft á góma og þessa nýjustu hans Eastwoods. Og það grunaði mig líka að ætti eftir að gerast, að Óskar frændi ætti á einn eða annan hátt eftir að koma við sögu Mystic River, eftir að hafa séð þessa mögnuðu mynd stuttu áður en fundurinn með tvífara tengdapabba átti sér stað. Án tvímæla ein af allra bestu myndum hátíðarinnar í Cannes, þar sem ég hafði séð upp undir þrjátíu myndir þetta sinnið og það nokkrar fjári góðar. Þótt hann væri langa vegu frá rótum sínum í Kaliforníu var hann greinilega á heimavelli því í Cannes hefur hann alltaf kunnað vel við sig að eigin sögn. Enda löngum verið í miklum metum hjá kenjóttum Frakkanum sem tekur fremur ástfóstri við sumar kvikmyndastjörnur en aðrar, af ástæðum sem stundum er erfitt að festa fingur á. En hún er auðskiljanleg virðingin sem þeir bera fyrir Eastwood. Hann hef- ur nefnilega alltaf verið trúr sjálfum sér og list sinni og það í bíóborg kenndri við Hollywood-hæðir þar sem allt virðist reikulla en rótlaust þangið. Það má líka segja að þeir í Cannes hafi verið fyrri til að líta á þennan harðjaxl sem alvöru kvikmynda- gerðarmann því áður en hann fékk Óskarinn sinn hafði honum einu sinni hlotnast ÞAÐ kemur eiginlega mest á óvart hvað hann er afalegur. Þessi mikli byssu-bófi og harðjaxl hvíta tjaldsins sem ógnaði harðsvíruðustu bandítum meðþví að reka ískalt stálhlaupið framan í þá spyrjandi hvort þeim fyndust þeir heppnir. Þessi þöglasta allra talmyndahetja, stórskorinn með frosinn svip grimmd- arinnar. Auðvitað setur hann enn í brýrnar af og til svo úfnar silfurgráar augabrún- irnar mætast á miðri leið og fara í flækju. Getur ekkert að því gert. Lítur bara svona út karlinn. En svo brosir hann líka sínu breiðasta. Hlær meira að segja þegar tilefni gefast – og það hin eðlilegustu tilefni. Enginn sjúklegur hlátur. Enginn frosinn töff- arahlátur. Heldur léttur og blíður afahlátur. Hann er líka orðinn afi. Þessi tvígifti sjö barna faðir sem stendur á 73. aldursári. Frændi í vændum? Ég sá hann í Cannes, berum augum. Talaði líka við hann. Og hann svaraði mér. En spurði mig blessunarlega ekki hvort mér fyndist ég heppinn. Veit ekki hvort ég hefði meikað það. Alltof mikið Harry-eitthvað fyrir mig. Nógu skrítið að standa augliti til auglitis við þessa goðsögn hvíta tjaldsins. Eina þá stærstu í lifanda lífi. Aldrei þessu vant prísaði maður sig líka sælan að vera ekki einn um við- mælandann. Hægt að draga andann og ná áttum á milli þess sem aðrir viðlíka hug- fangnir blaðamenn hvaðanæva að báru upp sínar spurningar. En jafnharðan og þeir hrifsuðu til sín orðið varð maður óþolinmóður enda tíminn naumur (20 mínútur). Nú ég! Nú ég! hugsaði maður. Og á meðan aðrir og frekari blaðamenn komu að spurningu varð mér skyndilega hugsað til tengdapabba. Mér hafði nefnilega alltaf fundist þeir svo sláandi líkir, Eastwood og hann. Í útliti jafnt sem fasi. Þöglir kúrekar, báðir tveir. En aldrei hafði mig órað fyrir því að þeir væru svona líkir. Nú þegar Eastwood var stokkinn niður af hvíta tjaldinu eins og Tom Baxter í Purple Rose of Cairo. Hólkurinn víðs fjarri. Svip- urinn blíðlegri. Goðsögnin orðin að manneskju. Afalegum eldri manni. Eins og tengdapabbi. Enn var hann ekki farinn að spyrja mig hvort mér fyndist ég heppinn þannig að ég AFI HARÐJAXL Hann er harðjaxl. Hann er Harry. Hann er heiðursmaður. Hann er Clint. Ég er heppinn. Eftir Skarphéðin Guðmundsson KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.