Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 21
V ið þekkjum öll ævintýrið góða sem endaði með því að fallega prinsessan fékk draumaprinsinn sinn og áttu þau börn og buru og lifðu hamingjusöm það sem eftir var. Enda virðist þjóðfélagið gera ráð fyrir því að tveir ein- staklingar eyði ævinni saman og geti af sér afkvæmi – hvarvetna má sjá aug- lýsingar þar sem fjölskyldubílar koma við sögu, fjölskyldumót eða fjöl- skylduvænar sólarlandaferðir svo fátt eitt sé nefnt. Ýmislegt bendir þó til að þetta hefðbundna fjölskyldumynstur sé á undanhaldi. Alkunna er umræðan um hjónaskilnaði og einstæða foreldra, og sjónvarpsþættir um einhleypinga, á borð við Beðmál í borginni og Will og Grace njóta vinsælda sem aldrei fyrr. Þá gefa nýlegar fréttir til kynna að ungt fólk sé farið að feta nýjar leiðir í leitinni að lífshamingjunni. Þannig hefur verið greint frá því að í Noregi sé orðið æ algengara að fólk taki upp svokallaða „fjarbúð“ en það kallast það ástand þegar tveir einstaklingar velja að vera í ástarsambandi en búa hvor á sínum staðnum. Frá suðlægari löndum á borð við Ítalíu og Spán berast þau tíðindi að þar horfi til vandræða með hversu fólk er tregt til að flytja frá foreldrum sínum og búi þar langt fram á miðjan aldur. Meira en þriðjungur einhleypur En hvernig er íslenskt þjóðfélag í þessu tilliti? Er reyndin sú að flestir velji það að taka upp sambúð með öðrum einstaklingi? Ekki endilega ef marka má nýjustu tölur frá Hagstofu Ís- lands. Þar sést að ótrúlega algengt er að fólk sé einhleypt og lætur nærri að það sé tæplega helmingur þeirra Íslendinga sem eru 15 ára og eldri, eða 102.542 einstaklingar. Eðli hlutarins samkvæmt er hlutfallið aðeins lægra sé aldurshópurinn 15–19 ára ekki tekinn með í reikning- inn. Engu að síður eru hvorki meira né minna en 82.208 einstaklingar 20 ára og eldri ein- hleypir sé að marka áðurnefndar tölur Hagstofunnar en þær eru síðan 31. desember síðast- liðinn. Sé aðeins litið til aldurshópsins 25 ára og eldri er sambærileg tala 63.505. Til samanburðar eru þeir sem eru giftir og í sambúð alls 119.632 talsins og er þá einungis tekið tillit til þeirra sem eru tvítugir og eldri. Þannig eru rúmlega tveir fimmtu hlutar ein- staklinga, tvítugra og eldri, einhleypir en í þessari umfjöllun nær sá hópur yfir þá sem aldrei hafa verið giftir og/eða í sambúð, fráskilda og þá sem misst hafa maka sína. Sjálfsagt liggur einhver hluti skýringarinnar í því að ekki eru allir sem búa saman skráðir í sambúð. Sömuleiðis er fólk e.t.v. seinna til við að finna sér lífsförunaut nú en fyrir nokkrum áratugum og kemur þar sjálfsagt til breytt samfélagsmynstur, lengri menntunartími og svo mætti lengi telja. Hverjar svo sem ástæðurnar eru situr eftir sú staðreynd að fjöldinn allur af Íslendingum deilir ekki lífi sínu með öðrum fullorðnum einstaklingi. AÐ LIFA ÁN LÍFSFÖRUNAUTAR Er sambúð tveggja einstaklinga endilega það lífs- form sem allir velja sér í lífinu? Enda öll ævintýri á því að prinsinn hittir draumaprinsessuna? Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur Hafsteinn Hilmarsson 46 ára tæknifræðingur L jó sm yn di r: G ol li 23.11.2003 | 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.