Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 34
34 | 23.11.2003 HAFIÐ GEYMIR GULLIN Sigrún Úlfarsdóttir tískuhönnuður í París; fiskroð og galdrastafir á Signubökkum S igrún Úlfarsdóttir hannar töskur og skart úr fiskroði undir merkinu SIG-RÚN. Hún steig fyrstu sporin í tískuheiminum undir handleiðslu KarlLagerfeld, Swarovski og Hervé Léger. Sigrún sækir gullin sín í hyldýpi sjávar, sveipar þau kristöllum og rússneskum ævintýraljóma. Mögnuð hönnunin hefur vakið heimsathygli, prýðir síður tískublaða og skipar sér í hóp fremstu tískumerkja í heimi. Dior, Prada, Versace og Gucci eru aðeins örfáir þeirra sem reyna að ná sambandi við Sigrúnu þennan dag. Hún hefur um árabil verið um- boðsmaður Sjávarleðurs í Evrópu og eft- irspurn stóru tískuhúsanna er sífellt að aukast. Við drekkum rjúkandi heitt, rúss- neskt te í bjartri Parísaríbúð í Latínu- hverfinu. Þar koma saman ólíkir menn- ingarheimar austurs og vesturs en eftir stúdentspróf lagði Sigrún stund á rúss- nesku og leikhúshönnun í Rússlandi. Að námi loknu starfaði hún lengi við mörg þekktustu leikhús Moskvubogar. Ástin rataði inn í líf Sigrúnar á þessum árum en hún kynntist rússneskum ævintýraprinsi. „Sigríður Snævarr, þáverandi sendiráðs- ritari í Moskvu og núverandi sendiherra Íslands í París, kynnti okkur Dimitri. Við giftum okkur í giftingarhöll númer eitt í Moskvu og eigum í dag saman ungan prins, Atla Vassili,“ segir Sigrún bros- andi. Það var eilíf gyðja tísku og ástin sjálf sem lokkuðu Sigrúnu og prinsinn hennar til Parísar. Þar lærði Sigrún tísku- hönnun við Esmod-skólann og hefur starfað í borginni allt frá því að hún útskrifaðist árið 1988. Karl Lagerfeld og Swarovski Fyrstu skref Sigrúnar í franska tískuheiminum voru undir handleiðslu þekktra tískufrömuða. Karl Lagerfeld, Hervé Léger og Swarovski eru meðal þeirra sem Sigrún hefur unn- ið fyrir í ljósaborginni. „Ég var aðstoðarmaður tísku- hönnuðarins Hervé Léger um nokkuð langt skeið. Hervé hafði unnið mikið með Lagerfeld og Swarovski og þess vegna leiddist ég inn í það samstarf,“ segir Sigrún hæversk. Meðal viðskiptavina Hervé voru heimsfræg nöfn úr skemmtanaheiminum, fyrirsætur og stórstjörnur. Til dæmis hannaði Sigrún brúðarkjól fyrir frægt brúðkaup sómalísku fyrirsætunnar Iman og rokkarans David Bowie. Sigrún segir reynsluna hjá Lagerfeld hafa verið afar dýr- mæta. Norrænn uppruni hennar fór vel við þýskar ættir tískukóngsins og úr varð skemmtilegur kokkteill. Innst inni langaði Sigrúnu þó alltaf til að vinna sjálfstætt og undir eig- in merki. „Hönnuðum hjá stórum tískufyrirtækjum á borð við Lagerfeld eru settar nokkuð þröngar skorður. Þessi fyr- irtæki hafa afmarkaðan kúnnahóp og hönnunin er hvorki hrein sköpun né útrás heldur svarar hún eftirspurn markaðarins og miðast við söluna. Vissulega má gera frábæra hluti innan þessa ramma. Ég hrífst til dæmis alltaf af hönnun Lagerfeld, hann er agaður en líka örlítið villtur.“ Eftir langa starfsreynslu í tískuheiminum þekkir Sigrún bæði hans bestu og verstu hliðar. „Kostirnir við tískuna eru sköpunin og frelsið sem hún veitir mér. Gallarnir eru flest- um ljósir, starfsgreinin þykir yfirborðskennd og óvægin. Sölutakmörk eru sett ofar mannlegum gildum og enginn veit hvort hann lifir eða deyr. Duttlungar tískunnar ráða leikslokum. Þótt tískan geti verið yfirborðskennd er sköpunin sjálf það ekki. Hönnuðir eru misfrjóir í nálgun sinni á viðfangsefninu. Tískan lýtur ákveðnum lögmálum sem höfða til langana og drauma neytandans. Hann kaupir ekki tísku heldur útlit, sjálfsímynd og draum. Snjallir tískuhönnuðir not- færa sér þetta. Tom Ford er gott dæmi um hönnuð sem skyggnist inn í drauma- löndin og uppfyllir leyndustu óskir okkar.“ Íslenskt roð hjá Dior, Prada, Gucci og Versace Enn og aftur var það tískan sem kastaði teningnum þegar íslenska fyrirtækið Sjávarleður setti sig í samband við Sigrúnu árið 1999. Aldagömul hefð forfeðra okkar sem notuðu fiskroð í fatnað hafði spurst til Signubakka. Dior, Prada, Montana, Gucci og Versace voru meðal þeirra fyrstu sem sýndu roðinu áhuga og innan skamms mátti sjá litríkt karfa- og laxaroð á tískusýningum í París. Sigrún hefur unnið markvisst að kynningu á roð- inu í Evrópu og byggt upp viðskipta- sambönd og ímynd Sjávarleðurs. Hún segir að verkefnið hafi verið erfitt því á sínum tíma hafi varan verið nær óþekkt og eftirspurnin því takmörkuð. Í árs- byrjun 2000 fóru hjólin að snúast og ekki sér fyrir endann á ævintýrinu. „Roðið fellur í ótrúlega góðan jarðveg í Frakk- landi og á Ítalíu. Vöruþróuninni er lokið og varan er sú albesta í heiminum. Fjár- skortur hamlar eðlilegum vexti fyrirtæk- isins, en markaðssetning í Frakklandi er óhemju dýr og flókin. Við leitum enn fjárfesta.“ Sjávarleður hefur engu að síð- ur fengið afar mikla blaðaumfjöllun í Frakklandi, símalínurnar og faxtækið hjá Sigrúnu Úlfarsdóttur bera þess glöggt merki. Þær eru rauðglóandi og inn streyma stöðugar fyrirspurnir og pantanir. Það sem vekur mesta eftirtekt varðandi roðið er gífurlegur styrkleiki þess og óendanleg litadýrðin. „Um daginn hitti ég aðila frá Dior og sýndi þeim nýjasta roðið okkar sem er fjólu- blátt. Augu þeirra stóðu á stilkum,“ segir Sigrún brosandi. Sigrún hefur um tíma hannað undir eigin nafni, töskur og skart úr fiskroði og hreistri. Undurfallegt handverk þar sem marglitt roðið er í aðalhlutverki. Í roðtöskunum glóa fín- gerðir Swarovski-kristallar og smágerð gyllt dýr sem gefa hönnuninni ævintýralegt og ei- lítið rússneskt yfirbragð. Sigrún ber sterkar taugar til Rússlands. Íslenskir galdrastafir og rúnir á öðrum hlutum sýna greinilega víkinga- arfinn og kraft hans. Hönnunin hefur vakið töluverða athygli víða um heim, meðal annars í Japan, Bandaríkjunum, Frakk- landi og á Ítalíu. Markaður með tísku- vörur er erfiður, samkeppnin er hörð og því er sérstakt hversu vel hefur gengið að koma hönnuninni á kortið. SIG- RÚN prýðir síður tímarita í ekki lakari félagsskap en Dior og Montana sem báðir eru dyggir kaupendur roðs frá Sjávarleðri. Sigrún segir umfjöllunina vera ómetanlega. Samböndin sem hún hefur afl- að í gegnum markaðssetningu á íslensku roði gefa henni sterkan meðbyr í markaðssetningu á eigin hönnun. Hlýleg íbúð hönnuðarins í fimmta hverfi Parísar er hvort tveggja, vinnustofa og heimili eins og hefð er fyrir í ljósaborginni við Signubakka. Íslenskt fiskroð í öllum litum meistarans hangir í hundraðavís á fataslám. Inn á milli glampar á tæra Swarovski- kristalla og annað smáskart sem viðkemur hönnuninni. Árlega koma HÖNNUN | GUÐRÚN GUNNARSDÓTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.