Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 32
32 | 23.11.2003 Pilsin eru stutt í vetur og þá eru þau annað- hvort í anda sjöunda áratugarins, bein og með grafískum munstrum, eða leitað er í brunn þess níunda með skólastelpulegum stíl. Hvort sem verður fyrir valinu er ljóst að það er hægt að hafa gaman af þessari tísku. Pínu- pils eru kjörin tilbreyting frá gallabuxunum enda passa þau vel við há stígvél, sem hafa notið mikilla vin- sælda að und- anförnu. Isis 3.900 kr. TÍSKA | INGA RÚN SIGURÐARDÓTTIR Nú þegar áhrifa sjöunda áratugarins gætir svo mikið í tískunni er við hæfi að líta til fortíðar og rifja upp sögu breska hönnuðarins og búðareigandans Mary Quant. Stjarna hennar reis hæst á áratugnum þegar London var miðja alheimsins í tískunni hjá stællegum ung- mennum og átti Quant sinn þátt í því. Hún byrjaði að fást við fatahönnun árið 1958 þegar hún fann ekki réttu fötin að henni fannst í búð sína, Bazaar, við hina frægu götu King’s Road, en Quant hafði áður lagt stund á listnám. Búðina opnaði hún ásamt tilvonandi eiginmanni sínum og samstarfsfélaga, aristókratanum Alexander Plunkett Green árið 1955, þegar hún var 21 árs. Fötin sem hún seldi í búðinni náðu hylli á með- al uppreisnargjarnra ungmenna og gekk hún vel. Reyndar gekk búðin svo vel að opnuð var önnur versl- un, sem Terence Conran hannaði, í Knightsbridge ár- ið 1957. Quant var leiðandi í tískunni á áratugnum sem eftir fylgdi og pínupilsið náði fyrir tilstilli hennar í meginstrauma tískunnar árið 1965. Quant var sjálf áberandi persónuleiki á þessum tíma og tískutákn. Hún var með stutt og dökkt hár og skartaði klippingu frá Vidal Sassoon, sem varð mjög vinsæl. Klippingin einkenndist af beinum línum og hæfði vel tískunni sem Quant gerði fræga. Hún hefur lýst því yfir að hún hafi sótt innblástur í föt sem dans- arar nota á æfingum en að hætti dansara voru fyrirsæt- urnar á sýningum hennar klæddar í þykkar sokkabux- ur eins og tíðkast líka að nota núna við stutt pils. Vinsældir pínupilsins á sjöunda áratugnum fólust líka í því að viðhorf til líkamans voru að breytast, áhersla var lögð á aðra líkamshluta en áður. Á þessum tíma var Marilyn Monroe ekki lengur helsta kyntákn- ið. Áherslan fór frá mjöðmum, mitti og brjóstum yfir á ofurgranna líkama eins og fyrirsætan Twiggy gerði vinsæla. Langir leggir tóku við og stuttu pilsin voru kjörin til að sýna leggina. Pínupilsið snýst um meira en bara tísku. Mikilvægi mínipilsins sögulega séð felst í þeim breytingum á fé- lagslegum viðhorfum sem það afhjúpar. Pínupilsið var tákn frelsis, framfara og frjálsra ásta en getnaðar- varnarpillan var þarna komin til sögunnar. Mary Quant var tákn fyrir þessi nýju viðhorf. „Ég hef gam- an af því grófa. Góður smekkur er dauði, hið smekk- lausa er lífið,“ sagði hún sjálf. Eins og áður sagði er hönnun pínupilsins oftast rakin til Quant þó aðrir hönnuðir hafi gert tilkall til þessa, eins og Courréges, sem var þekktur fyrir fram- tíðarlega hönnun sína. Hún hefur þó sjálf lýst því yfir að hún hafi einungis líkt eftir götutískunni. „Það var eitthvað í loftinu.“ ingarun@mbl.is Mary Quant (í miðið) með tveimur fyrirsætum í fötum, sem hún hannaði, á sjöunda áratuginum. TopShop 3.990 kr. Karen Millen 10.990 kr. Það bendir allt til þess að stuttu pilsin haldi velli næsta vor og sumar, a.m.k. samkvæmt sýningu Vivienne Westwood í París. Vila 1.490 kr. TopShop 4.490 kr. L jó sm yn di r: G ol li UPP, UPP MÍN SÁL Vero Moda 2.490 kr. PÍNUPILSIÐ OG MARY QUANT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.