Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 38
38 | 23.11.2003 Það getur verið gaman að skoða hús, ganga um áhugaverða staði ogvelta umhverfinu fyrir sér. Margir gera það á ferðalagi um önnur lönden síður hér heima. Göngutúr um miðborgina og Þingholtin í Reykja- vík getur bætt úr því en þar endurspeglast upphaf íslenskrar byggingarlistar. Gangan getur hafist við Nor- ræna húsið, byggt 1963–68, sem er teiknað, jafnt að innan sem utan, af finnska arkitektinum Al- var Aalto og ber húsið sterk höf- undareinkenni. Húsið er það fyrsta og eina á Íslandi sem teiknað er af einum af stóru er- lendu arkitektunum sem mörk- uðu alþjóðlegu arkitektasöguna. Út Sturlugötu og inn Tjarnar- götuna. Hús númer 43 er það fyrsta sem Einar Sveinsson arki- tekt teiknaði eftir að hann lauk námi. Hann var húsameistari Reykjavíkurborgar og teiknaði m.a. Melaskóla, Heilsugæslu- stöðina í Reykjavík og Laugar- dalslaugina. Niður Skothúsveg í átt að Þingholtunum, framhjá Hljómskálanum sem er hús í norrænum, nýklassískum stíl, teiknað af Guðmundi H. Þor- lákssyni fyrir Lúðrasveit Reykja- víkur 1923. Inn Fjólugötu en þar eru mörg falleg hús frá fyrri hluta síðustu aldar. Á þessu svæði er húsið við Sóleyjargötu 11 einstakt. Það er teiknað af Sigurði Guðmundssyni arkitekt en hann teiknaði m.a. Þjóð- minjasafnið og Austurbæjar- skóla. Húsið er holdgervingur fúnkísstílsins og einkenni þess hafa verið varðveitt í gegnum ár- in. Gengið inn Laufásveg í aust- urátt. Fyrst má nefna Galtafell, Laufásveg 46, teiknað í kastala- stíl af Einari Erlendssyni, byggt 1916–1919. Annars einkennir fúnkís- og nýklassískur stíll þetta hverfi og hús númer 79 er gott dæmi um það. Húsið er teiknað af Einari Erlendssyni fyrir Her- mann Jónasson forsætisráðherra. Upp Njarðargötu, inn Fjölnis- veg. Þarna er ákveðið skipulags- mynstur ríkjandi sem er einstakt í Reykjavík; heildstætt grindverk alla götuna við húsin sem hafa garð í suður. Grindverkið er friðað. Hús númer 7 er sérstakt að því leyti að útlit þess er upp- runalegt; það er ómálað með grænum gluggum en slíkt var einkenni húsa á fyrri hluta 20. aldar áður en farið var að mála þau. Upp Mímisveg, inn Freyjugötu. Á þessum slóðum er nokkuð séríslenskur fúnkísstíll; grámúruð hús með hvítum gluggum. Þarna er upplagt að koma við í Hnitbjörgum (1916–24), húsi Einars Jónssonar, sem var safn, vinnustofa og íbúðarhús lista- mannsins teiknað af honum sjálfum en Einar Erlendsson arkitekt var honum innan handar. Guðjón Sam- úelsson gerði fyrstu uppdrætti að húsinu. Skólavörðuholt, Hallgríms- kirkja (1937–86) …sniðugt að fara upp í turninn og virða fyrir sér útsýni og skipulag hverf- isins. Þaðan er haldið niður Þórsgötu að Óðinstorgi. Við Óðinstorg fer að bera á ansi margvíslegum byggingarstíl og fjölskrúðugum arkitektúr. Ein- kennandi að skipulag hefur ekki náð að ganga upp því glugga- laus, hár gafl er á steinhúsi við torgið en húsið hefur greinilega átt að ná fyrir hornið en aldrei verið klárað. Þetta má sjá á mörgum stöðum í miðborginni. Niður Spítalastíg, inn Berg- staðastræti í átt að Skólavörðu- stíg. Hús númer 7 við Berg- staðastræti er það síðasta sem Einar Sveinsson teiknaði. Niður Skólavörðustíg, inn Ingólfsstræti. Hús númer 14 er eitt af fyrstu fúnkíshúsunum á Íslandi teiknað af Þóri Baldvins- syni og eitt fárra fúnkíshúsa sem enn hefur öll upprunaleg ein- kenni. Þórir teiknaði m.a. gamla Alþýðuhúsið á horni Ingólfs- strætis og Hverfisgötu. Hús númer 21 er fyrsta steinsteypta íbúðarhúsið í Reykjavík. Arki- tektinn er ókunnur en húsið er byggt í klassískum stíl sem sést í skrauti umhverfis glugga. Inn Grundarstíg. Hús númer 15, þar bjó Ríkarður Jónsson myndhöggvari og hafði vinnu- stofu. Númer 24, gamli Versl- unarskólinn, hús sem Thor Jen- sen lét byggja fyrir syni sína, Ólaf, Hauk og Thor. Niður Hellusund, sendiráð Þjóðverja og Breta. Stílfagurt hús sem fell- ur vel inn í gróið umhverfið. Inn Þingholtsstræti, hús númer 29a, Esjuberg, sögufrægt hús og einstakt í alla staði. Inn Mið- stræti. Einkenni götunnar eru stór og íburðamikil timburhús ýmist í klassískum eða norskum stíl, „sveiserstíl“. Niður Bók- hlöðustíg, Stöðlakot, gamall og vel varðveittur steinbær frá 19. öld. Inn Laufásveg, Þrúðvangur, þar bjó Einar Benediktsson skáld. Niður Skálholtsstíg. Kjörið að koma við í Listasafni Íslands, ganga sunnan við Frí- kirkjuna, í gegnum Hljómskálagarðinn og ljúka göngutúrnum. BYGGINGARLIST | HALLA BÁRA GESTSDÓTTIR Á GÖNGU AÐ VETRI TIL Við Óðinstorg og nágrenni ber á margvíslegum byggingarstíl og fjölskrúðugum arkitektúr Út Sturlugötu og inn Tjarnargötuna. Hús númer 43 er það fyrsta sem Einar Sveinsson arkitekt teiknaði eftir að hann lauk námi. L jó sm yn di r: G un na r S ve rr is so n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.