Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.11.2003, Blaðsíða 18
18 | 23.11.2003 Hún segir að sér hafi liðið vel á þessum tíma og hefði hún gjarnan viljað vera lengur og kynnast þeirri hlið á Hollywood betur. „Ég var frekar ung þegar ég byrjaði að leika ytra og tók út mikinn þroska á þessu tímabili og hefur mér alltaf fundist þetta ómetanleg reynsla.“ Jóhanna segist hafa hætt þegar hún fékk ekki atvinnuleyfið framlengt. Hún ákvað að koma heim að vinna við það sem hún elskar að gera eins og hún orðar það. Jóhanna hefur síðan leikið í íslenskum leikhúsum. Síðastliðinn vetur lék hún í leik- ritinu Beyglur með öllu sem sett var upp í Iðnó. Nú er hún með öðrum að þýða leik- ritið svo hægt sé að fara með það til dæmis á leiklistarhátíðir. Þessa stundina er hún að æfa fyrir söng- og leikdagskrá sem verið er að færa upp á Kaffi Reykjavík. Ylfa Edelstein lék í fjórum þáttum af bandarísku sjónvarpsþáttunum The Edu- cation of Max Bickford sem sýndir voru á Stöð 2 í fyrra. Aðalleikarar voru Richard Dreyfuss Óskarsverðlaunahafi og Marcia Gay Harden sem vann Óskarsverðlaun fyrir „Pollock“. Ylfa lék jógakennara Dreyfuss sem kom til hennar og vildi tileinka sér heil- brigðara líferni en nennti ekki mikið að hreyfa sig. Ylfa fluttist til Bandaríkjanna árið 1987 eftir að hún lauk námi við Menntaskólann við Sund. Hún byrjaði í leiklistarnámi í St. Louis en fór svo til New York í tveggja ára leiklistarnám í skólanum The Actor’s Space. Hún fluttist svo til Los Angeles þar sem hún hefur búið í rúm tíu ár og unnið í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum. Ylfa hefur komið fram í ýmsum sjón- varpsþáttum eins og „The HoopLife“ sem voru teknir upp í Kanada og fjölluðu um körfuboltalið, lék Ylfa íþróttasálfræðing í þáttunum. Þá hefur hún leikið í þáttunum „Law & Order C.I.“ þar sem hún fór með hlutverk lögfræðings í einum þætti en lék rússneska hjákonu í öðrum. „Það er miklu vænlegra að leika lögfræðinga en sakborn- inga í Law & Order því það eru meiri líkur á að þeim bregði aftur fyrir í þáttunum en sakborningarnir hverfa af sjónarsviðinu um leið og dæmt er í máli þeirra,“ segir Ylfa sposk. Hún hefur nýlokið við að leika í kvikmyndinni Dís þar sem hún leikur bandarískan ljósmyndara sem hittir aðal- söguhetjuna. Hún segist lifa þannig lífi að hún viti aldrei hvað gerist næst. „Ef fólk hefur rétta innstillingu fyrir slíku lífi getur það verið spennandi. Líf leikarans gengur út á að vera tilbúinn, líkamlega, tilfinningalega og hug- arfarslega þegar tilboðið kemur. Ég sæki því reglulega leiklistartíma og les mikið t.d. Shakespeare, ný og gömul leikrit, ljóð til að næra sálina og stunda jóga til að efla einbeit- inguna og líkamlegan styrk.“ Ingvar E. Sigurðsson lék nokkuð veiga- mikið hlutverk í stórmyndinni K-19: The Widowmaker þar sem aðalleikararnir eru ekki af verri endanum, þeir Harrison Ford og Liam Neeson. Myndin er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni og lýsir óhugnanlegu óhappi um borð í sovéskum kjarn- orkukafbáti á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna 4. júlí 1961. Ingvar þótti standa sig vel í hlutverki sínu en hann lék einn af áhöfninni. „Verið var að leita að leikurum í hlut- verk sovéskrar áhafnar kafbátsins og var ég beðinn um að koma í prufu til LA og fór ég í eina slíka. Í henni fékk ég í hendurnar texta eins karakters úr myndinni og las hann á ensku fyrir framan myndavél. Nokkrum mánuðum síðar var hringt og spurt hvort ég gæti komið daginn eftir, því þá áttu tökur að fara að hefjast. Ég neitaði, því ég var að vinna í leikhúsinu. Síðan æxlaðist það svo að við vorum ekki alveg tilbúin að sýna leikritið. Var ákveðið að gefa mér lausan tauminn og frumsýna seinna og var ég þakklátur fyrir það.“ Leið Ingvars lá þá til Kanada þar sem kvikmyndin var tekin upp að hluta til. „Ég fór í tólf daga kafbátaskóla í Halifax, sem þjálfar að öllu jöfnu kafbátahermenn. Þar skoðuðum við dísilkafbát og hlustuðum á fyrirlestra um það hvernig kjarnorkukaf- bátar starfa auk þess sem okkur voru sýndar brunaæfingar fyrir kafbáta. Nokkrum vikum síðar fór ég í búningamátun og tökur hófust.“ Hann segir það góða reynslu og frábært að kynnast kvikmyndagerð að Holly- wood-sið. „Segja má að það sé svipað að leika í kvikmynd hvar sem er í heiminum en aðalmunurinn felst í fjármununum sem lagðir eru í kvikmyndirnar og þar af leiðandi hve margt fólk vinnur við tökurnar. Unnið var við mjög þröngar aðstæður.Við vorum að leika inni í nákvæmri eftirlík- ingu af kafbáti. Við myndatökurnar var oft öll áhöfnin inni í einum hluta kafbátsins og var hitinn þá rosalegur og menn svitnuðu mikið og var förðunarfólkið sífellt að þerra andlitið á okkur. Fleira kom á óvart eins og að handritið var að breytast dag frá degi. Maður hefði haldið að í svona dýrri framleiðslu væri allt á hreinu.“ Ingvar hefur verið að leika í Bretlandi í leikriti Vesturportsins, Rómeu og Júlíu, sem var fært upp í Old Vic-leikhúsinu í London við góðan orðstír. Ingvar er einn af stofnendum Vesturports. Berglind Ólafsdóttir er nýjasta „Holly- woodstjarnan“. Hún er tuttugu og sex ára og býr í Beverly Hills ásamt eiginmanni sín- um. Berglind, sem hefur búið sex ár í Bandaríkjunum, fer með hlutverk í nýjum sjónvarpsþætti sem hóf göngu sína í Banda- ríkjunum á dögunum. Þátturinn heitir „Style Court“ eða Tískurétturinn og geng- ur út á að draga annálaða tískuþrjóta fyrir rétt þar sem viðkomandi er tekinn í gegn fyrir eindæma smekkleysi í klæðaburði og hann dæmdur til útlitsbreytinga. Berglind leikur réttarvörð, sem sér um að halda frið- inn í réttarsalnum. Hún kemur einnig fram sem annar stjórnandi í þættinum „Cram“ hjá Game Show Network. Berglind er nýkomin til Hollywood frá New York þar sem hún hafði leikið aðalhlutverkið í sjónvarpsaug- lýsingu fyrir Wrigley’s-tyggjóframleiðslu- fyrirtækið. „Ég hef ekki mikinn áhuga á að leika í sjónvarpsauglýsingum en geri und- antekningar ef auglýsingin er vönduð og ég fæ tækifæri til að leika.“ Hún segist vera búin að vera í leiklist- arnámi hjá Larry Moss Studio. „Ég hef ver- ið í stöðugri vinnu að undanförnu,“ segir hún og lætur vel yfir sér. Berglind hefur farið með hlutverk í Disn- ey-myndunum „Animal“ og „Hot Chick“ með Rob Schneider og „Master of Dis- guise“ með Dana Carvey og komið fram í sjónvarpsþættinum „Scare Tactics“ sem sýndur hefur verið á Stöð 2. Þá lék hún ekki alls fyrir löngu í tveim þáttum sem heita „Watching Ellie“, aðalleikarinn í þeim þátt- um er Julia Dreyfuss sem lék Diane í Sein- feld-þáttunum. Þá hefur hún leikið í þátt- unum „According to Jim“ með Jim Belushi í aðalhlutverki, svo eitthvað sé nefnt. Berglind, sem auk eigin skírnarnafns hefur notað listamannanöfnin Burgland Icey og Icey Berglind, hefur nokkrum sinnum tekið þátt í Óskarsverðlaunaathöfninni og sama á við um Emmy-verðlaunaafhendinguna. Á síðustu Emmy-verðlaunahátíð lék hún atriði á móti leikaranum Brad Garett, sem leikur bróðurinn í sjónvarpsþátt- unum „Everybody Loves Raymond“. „Það var ánægjuleg reynsla enda Brad fínn náungi,“ segir hún. „Nú ætla ég að taka mér nokkurra daga frí og byrja svo aftur á að fara í prufur. Ég vonast til að fá einhver spennandi hlutverk.“ he@mbl.is Heimildir: Líf í skáldskap, höf. Ólafur Ragnarsson. Litróf lífsins, höf. Anna Kristine Magnúsdóttir. Of stór fyrir Ísland, höf. Jón Hjaltason. Íslenskir leikarar í Hollywood BILL CODY The Fighting Gringo (1939), Stagecoach (1939), Outlaws of the Range (1936) Blazing Justice (1936) The Texas Rambler (1935) The Reckless Buckaroo (1935) Six Gun Justice (1935) Frontier Days (1934) Law of the North (1932) Ghost City (1932) Oklahoma Jim (1931) The Montana Kid (1931) Under Texas Skies (1930) Eyes of the Underworld (1929) Wolves of the City (1929) The Price of Fear (1928) The Arizona Whirlwind (1927) The Galloping Cowboy (1926) The Fighting Smile (1925) Riders of Mystery (1925) The Fighting Sheriff (1925) BJARNI BJÖRNSSON The Black Pirate My Old Dutch Beau Geste Wedding March JÓHANN PÉTURSSON Carny (1979) Prehistoric Women (1950) PÉTUR RÖGNVALDSSON Journey to the Center of the Earth (1959) SIRRÝ GEIRS Bachelor Father The Crawling Hand (1963) The Beverly Hillbillies (1962) Truth and Consequenses The Crawling Hand Bedtime Story (1964) ANNA BJÖRNS Dream West (1986) (sjónvarpsþáttur) Get Crazy (1983) The Sword and the Sorcerer (1982) More American Graffiti (1979) GUNNAR HANSEN Chainsaw Sally (2004) Hayride Slaughter II (2003) The Next Victim (2003) Rachel’s Attic (2002) Hatred of a Minute (2002) Hellblock 13 (2000) Replicator (1996) Exploding Angel (1995) Freakshow (1995) Mosquito (1995) Campfire Tales (1991) Hollywood Chainsaw Hookers (1988) The Demon Lover (1976) The Hills Have Eyes The Texas Chain Saw Massacre (1974) MARÍA ELLINGSEN The New Age (1994) D2: The Mighty Ducks (1994) Curacao (1993) (Sjónvarpsþáttur) Santa Barbara (1984) (Sjónvarps- þáttur) JÓHANNA JÓNAS Loving Parker Lewis Can’t lose (1990) YLFA EDELSTEIN The Education of Max Bickford Law & Order: Criminal Intent (2001) The Hoop Life (1999) (Sjónvarps- þáttur) Cache (1998) Earth: Final Conflict (1997) INGVAR E. SIGURÐSSON K-19: The Widowmaker (2002) BERGLIND ÓLAFSDÓTTIR Stylecourt (Sjónvarpsþáttur) Watching Ellie (Sjónvarpsþáttur) According to Jim Cram (2003) (Sjónvarpsþáttur) Scare Tactics (2003) The Hot Chick (2002) The Master of Disguise (2002) The Animal (2001) HELSTU MYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.