Vísir - 31.10.1980, Page 3

Vísir - 31.10.1980, Page 3
Föstudagur 31. október 1980 3 VÍSIR Úlsvar á teklur barna tellt nlður I Mosfeiissvell Fylgja onnur svellar- félög nvf fordæmi? Fara önnur sveitarfélög að dæmi Mosfellssveitar og fella niður útsvör þau, sem nýlega voru lögð á börn á aldrinum 14—16 ára? Þessu velta menn fyrir sér eftir að hreppsnefnd Mosfellshrepps tók einróma ákvörðunum það i fyrradag, að útsvarið yrði fellt niður. Var sú ákvörðun tekin á þeirri forsendu, að álagningin væri svo seint á ferðinni, og hún hefði komið bæði börnum og foreldr- um i opna skjöldu. Visir leitaði til forseta bæjar- stjórna i nokkrum sveitarfélög- um og spurði hvort niðurfelling „barnaútsvaranna” hefði kom- ið til tals hjá þeim. Jón Sveinsson, forseti bæjar- stjórnar i Garðabæ: . „Persónulega finnst mér þetta vera góður hlutur hjá s j á 1 f s t æ ð i s m ö n n u m i Mosfellssveit, en ég get ekkert sagt fyrir hönd bæjarstjórnar- innar, þar sem hún hefur ekki rætt málið. Fljótt á litið finnst mér rétt aö gera þetta, og ég á von á þvi að málið verði rætt i bæjarstjórn”. Rannveig Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Kópa- vogi: „Þetta hefur ekkert komið á dagskrá hjá okkur og ég veit ekki hvort bæjarstjórn komi til með að fjalla um það. Ef kemur á daginn að þarna sé um ein- hverja skattahækkun að ræða frá þvi sem orðið hefði sam- kvæmt gamla kerfinu finnst mér sjálfsagt að taka þaö upp. Sjálf er ég hlynnt þvi að krakkar læri, að hluti þeirra tekna sem aflað er fer i skatta, og að ekki sé hægt að eyða öllu vinnutekj- unum”. Magnús Erlendsson, forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi: „Málið hefur ekki komið upp i bæjarstjórninni hjá okkur, en við munum ábyggilega skoða það þvi ég er þeirrar skoðunar, að þessi álagning sé altof seint á ferðinni. Ég vil einnig benda á, að við á Seltjarnarnesi erum nú þegar langt fyrir neðan nágrannasveitarfélögin varðandi skattheimtu, — út- svörin hjá okkur eru 17% lægri en i Reykjavik og Kópavogi og við veitum 25% afslátt á fast- eignagjöldum”. Stefán Jónsson, forseti bæjar- stjórnar i Hafnarfirði: „Þetta er þeirra mál hvað þeir gera i Mosfellssveit, en þetta hefur ekkert verið rætt hér hjá okkur. Ég fæ ekki séð á hvaða grundvelli ætti að fella þetta niður, — þetta er bara pip oghræðsla. Ég séekki ástæðu til þess að segja Visi hvað mðr finnst persónulega um málið, ég segi mina skoðun á sinum stað og sinum tima”. Freyr ófeigsson, forseti bæjarstjórnar á Akureyri: „Ég skal ekkert um það segja hvort þetta verður rætt i bæjar- stjórninni, en það hefur ekki verið gert ennþá. Sjálfur get ég ekki séð, að það sé neinn hagur i þvi fyrir foreldra að tekjur barna séu lagðar ofan á þeirri eigin tekjur og fá þetta þá i hæsta skattstiga. Hins vegar fynndist mér að sumu leyti við- kunnanlegra, að skatturinn yrði lagður á foreldrana, en þá i þeim skattstiga sem börnin hefðu annars lent i”. — P.M. óveniu- líllll hafls Hafisrannsóknadeild Veður- stofu Islands mun eins og i fyrra- vetur láta fjölmiðlum i té upplýs- ingar mánaðarlega um hafisinn i íslandshafi, en svo hefur verið nefnt hafsvæðið milli Islands, Grænlands og Jan Mayen. Kortin eru gerð eftir veðurtunglmynd- um, athugunum sem landhelgis- verðir gera i gæsluflugi og til kynningum sjófarenda um hafis i nánd. Hafis við Grænland er minnstur i september og var i sumar vel sjófært inn i hinn mikla fjörð, Scoresbysund og is óvenjulitill enn norðar. 1 október hefur sem vænta má stór svæði lagt suður með austurströnd Grænlands, en myndin sýnir i stórum dráttum, hvernig umhorfs var 29. október sl. útbreiðslan er eðlileg. Heildregna linan sýnir jaðar nýs lagnaðariss, en nær Grænlandi er isinn þykkri og er sjór þar alþakinn. KVENFÉLAGIÐ HRINGURINN OPNAR SINN ÁRLEGA BASAR LAUGARDAGINN I. NÓVEMBER KL 14 í IÐNSKÓLANUM Á SKÓLAVÖRÐUHÆf) (INNGANGUR FRÁ VITASTÍG). Á BASARNUM VERÐA M.A. HANDAVINNA, KÖKUR, JÓLA- KORT.PLATTAR OG LEIKFÖNG.TILVALIN TIL JÓLAGJAFA ALLUR ÁGÓÐI RENNUR TIL LÍKNARMÁLA BARNA. BASARNEFNDI N V ■ pQSQ - er ný líno í húsgognaiðnaðinum Útsölustaðir: j.L. húsið J.L. húsið J.L. húsið Reykjavtk Borgarnesi Stykkishólmi Borgarhúsgögn Reykjavík T.M. húsgögn — Reykjavík Tréborg — Hafnarfirði Vinnufélagar hittumst i hádeginu á BIUARD Skipholt 37, simi 85670

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.